Morgunblaðið - 15.06.1974, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNÍ 1974
DAGBÖK
1 dag er laugardagurinn 15. júnf, sem er 166. dagur ársins 1974. Vftusmessa.
Árdegisflóð f Reykjavfk er kl. 01.42, sfðdegisflóð kl. 14.27.
Sólarupprás er kl. 03.01 f Reykjavfk, sólarlag kl. 00.00.
Á Akureyri er sólarupprás kl. 01.42, sólarlag kl. 00.47.
(Heimild: tslandsalmanakið).
Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, opna munn þinn, að
ég megi fylla hann. (81. sálmur Davfðs, 11).
ARIMAO
HEILLA
15. febrúar gaf séra Þorsteinn
Björnsson saman í hjónaband í
Fríkirkjunni f Reykjavík,
Kristfnu Báru Jörundsdóttur og
Eirfk Mikaelsson. Heimili þeirra
er að Hraunbæ 142, Reykjavík.
(Ljósm. Jón K. Sæm).
Gefin hafa verið saman í hjóna-
band f Dómkirkjunni af séra
Jakobi Jónssyni Halldóra
Konráðsdóttir og Þorvaldur Þ.
Sigurbjörnsson. Heimili þeirra
er að Barónsstíg 55, Reykjavík.
(Ljósm. Jón K. Sæm.)
4. maí gaf séra Kristján
Róbertsson saman í hjónaband í
Þykkvabæjarkirkju Erlu
Fanneyju Óskarsdóttur og
Kristján örn Jónsson. Heimili
þeírra er að Hvolsvegi 21, Hvols-
velli. (Ljósm. Jón K. Sæm.)
6. aprfl gaf séra Ólafur Skúla-
son saman f hjónaband í Bústaða-
kirkju Guðrúnu I. Jónsdóttur og
Lárus Hannesson. Heimili þeirra
er að trabakka 18, Reykjavfk.
(Studio Guðm.).
Róbert
í Liibeck
Þ6 það sé engin nýlunda lengur
að Róbert Arnfinnsson vinni
leiksigra erlendis, þá er samt
rétt að geta um þann hróður,
sem hann vinnur landi sfnu og
um leið fslenzkri leikarastétt.
Sunnudaginn 28. aprfl s.l. var
söngleikurinn Fiðlarinn á þak-
inu frumsýndur f Borgarleik-
húsinu f Liibeck f V-Þýzkalandi
með Róbert f aðalhlutverkinu.
Sýningin hefur fengið einróma
lof og er aðsókn svo mikil, að
ákveðið hefur verið að fram-
Iengja leikárið um nokkurn
tfma af þeim sökum. Leikstjóri
er Karl Vibach, sem fslending-
um er að góðu kunnur frá þvf
hann leikstýrði Fást og
Kabarett f Þjóðleikhúsinu.
Umsagnir dagblaðanna um
Róbert eru allar á einn veg, en
hér skal vitnað f nokkrar
þeirra:
,,„Tevja“ (Róbert Arnfinns-
son) átti kvöldið. Samtöl hans
við Drottinn, sem efnislega eru
hættulega nálægt væmni, tókst
honum að skila með slfkum
glæsibrag og gernýta sér, án
þess að fara nokkru sínni yfir
mörkin.“
„Nafn hins fræga leikara
Samuel Rodonsky er orðið óaf-
máanlega tengt þessari sýningu
(en hann lék hlutverkið f 5 ár).
f uppsetningunni f Liibeck
varð fslenzki leikarinn Róbert
Arnfinnsson að keppa við þessa
goðsögn og tókst honum það
áreynslulaust, en hann hefur
þegar unnið sér nafn fyrir leik
sinn f Zorba.“
„Tevje Róberts Arnfinnsson-
ar er stærsta afrek sýningar-
innar, ekki eingöngu vegna
hlutverksins, heldur einnig
vegna útgeislunar hans og sam-
bands við áhorfendur. Leikur
hans og söngur er buðrarás sýn-
ingarinnar."
Margt fleira hefur verið ritað
um Róbert f þessum dúr, enda
hefur hann þegar fengið mörg
tilboð frá leikhúsum f Þýzka-
landi, en hefur ekki tekið
neinu þeirra að sinni og mun
koma heim f haust og hefja
æfingar víð Þjóðleikhúsið.
Ast er
> /" O 6-/*t
1UK)
að hjálpa
henni að bera
bögglana
TM Reg. U.S. Pot. Off.*—All rights reserved
(•: 1974 by los Angeles Times
I BRIPC3É"
IKROSSGÁTA
Sýna verk Benedikts
Gunnarssonar í Keflavík
Lárétt: 1. í uppnámi 6. ósam-
stæðir 7. vita 9. ósamstæðir 10.
umgerðirnar 12. samhljóðar 13.
líkamshluta 14. mál 15. njörva
Lóðrétt: 1. reiður 2. ávítir 3. á fæti
4. drykkjuræfilinn 5. óskaðir 8.
lík 9. ofn 11. vesaling 14. guð
Lausn á sfðustu krossgátu
Lárétt: 2. agn 5. EM 7. sá 8. kári
10. K.R. 11. krummar 13. IK 14.
mála 15. ná 16. áð 17. ern.
Lóðrétt: T. sekkinn 3. grimmar 4.
marraði 6. marka 7. skála 9. RU
12. ná.
PEINIIMAVIIMIR
Um siðustu helgi var opnuð á
vegum Björgunarsveitarinnar
Stakks í Keflavík sýning á verk-
um Benedikts Gunnarssonar, list-
málara.
Sýningin er í Iðnaðarmanna-
húsinu í Keflavfk. Hún er opin kl.
4—10 daglega til mánudags-
kvölds.
Tuttugu olíumálverk eru á sýn-
ingunni, svo og fjórar pastel-
myndir, og eru allar myndirnar til
sölu.
Aðgangur að sýningunni er
ókeypis, en sýningarskrá gildir
sem happdrættismiði, og er
vinningurinn málverk eftir Bene-
dikt.
| SÁ IMÆSTBESTI |
Dómarinn: Hvernig datt yður f
hug að stela borðsilfrinu en láta
tfuþúsundkallinn eiga sig?
Sakborningurinn: Æ, ætlið þér
nú að byrja Ifka, — eins og konan
mfn sé ekki búin að röfla nóg um
þetta.
Sýningin er haldin til ágóða
fyrir Björgunarsveitina Stakk,
sem fær prósentur af því, sem
selst, en slíkar sýningar hafa ver-
ið fastur þáttur í starfsemi sveit-
arinnar s.l. fjögur ár, og hafa
sýningarnar venjulega staðið f
sambandi við hátíðahöld á
sjómannadaginn. Hefur þessi
starfsemi mælzt vel fyrir í Kefla-
vfk.
Hér fer á eftir spil frá leik milli
Sviss og Noregs í Evrópumóti
fyrir nokkrum árum.
Norður.
S. 6.
H. K-9-8
T. D-G-10-8-2
L. D-9-7-4
Vestur. Austur.
S. 8-7-4 S. Á-D-9-5-2
H. A-D-10-6-5-2 H. G
T. 9-7-4 T. 6-5-3
L. 6 L. K-8-5-2
Suður
S. K-G-10-3
H. 7-4-3
T. A-K
L. A-G-10-3
Suður opnaði á 1 grandi, norður
sagði 2 tfgla, suður sagði 2 spaða
og norður sagði 3 grönd, sem varð
lokasögnin.
Vestur lét út hjarta 6, austur
fékk slaginn á gosann, lét út
spaða og sagnhafi drap með gosa.
Sagnhafi tók nú ás og kóng f tígli
og reyndi sfðan að komast inn í
borðið. Hann lét út laufa gosa
(betra hefði verið að láta út laufa
3 og drepa f borði með laufa 9) og
fékk þann slag. Næst tók sagnhafi
laufa ás og lét síðan aftur lauf,
austur drap með kóngi, tók spaða
ás og nú var sagnhafi í vandræð-
um með hverju hann átti að kasta
úr borði. Hann ákvað að gefa
laufa drottningu í, en þá lét
austur út tígul og það varð til
þess, að sagnhafi varð f lokin að
láta hjarta úr borði og gaf þannig
2 slagi á hjarta og tapaði spilinu.
— Augljóst er, að eina von sagn-
hafa er sú, að austur hafi í upp-
hafi aðeins átt eitt hjarta og þess
vegna á sagnhafi að kasta hjarta f
staðinn fyrir iauf og þannig fær
hann 9 slagi og vinnur spilið.
Karólína Söebech,
Haukanesi 12,
Garðahreppi.
Hún er 10 ára og langar til að
skrifast á við krakka, sem eru á
aldrinum 9—11 ára og eiga heima
utan Reykjavíkur.
Ahugamálin eru ferðalög og
popptónlist.
Utankjörstaðakosning
Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er að
Laufásvegi 47.
Símar: 26627, 22489, 17807, 26404.
Sjálfstæðisfólk! Vinsamlega látió skrifstofuna vita
um alla kjósendur, sem verða ekki heima á kjördegi.
Utankjörstaðakosning fer fram í Hafnarbúðum
alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnu-
daga kl. 14—18.
GENGISSKRÁNING
Nr. 109 - 14. júnf 1974.
SkráC fra Einina Kl. 12. 00 Kaup Sala
30/5 1974 1 Bandaríkjadolla r 93, 80 94, 20
14/6 - 1 Sterlingspund 224, 10 225, 30 *
12/6 - 1 Ka nadadollar 97, 05 97, 55
13/6 - 100 Danskar krónur 1574,65 1583, 05
- - 100 Norskar krónur 1732, 95 1742, 15
14/6 - 100 Sœnskar krónur 2149, 00 2160, 50 «
- - 100 Finnsk mörk 2546, 85 2560, 45 *
12/6 - 100 Franskir frankar 1907,90 1918, 10
14/6 - 100 Belg. frankar 247,50 248, 80 *
- - 100 Svissn. frankar 3130,75 3147,45 »
- - 100 Gvllini 3539,05 3557,95 «
- - 100 V. -Þyzk mörk 37 19, 90 3739, 70 ♦
- - 100 Lfrur 14, 16 14, 23 *
- 100 Austurr. Sch. 517,85 520, 55 *
13/6 - 100 Escudos 377, 30 380, 30
12/6 - 100 Peselar 164, 15 165, 05
13/6 - 100 Ycjí 33, 18 33, 36
15/2 197 3 100 Reikningskronur-
Vöruskiptalönd 99, 86 100, 14
30/5 1974 1 Rciknir.gsdollar-
Vöruskiptalönd 93, 80 94, 20
* Ilreyting írá siCustu skránlngu.