Morgunblaðið - 15.06.1974, Page 10

Morgunblaðið - 15.06.1974, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNÍ 1974 Afmœlisspjall við Hermann í Hlíf Verkalýðshreyfíngunni HERMANN Guðmundsson er sex- tugur f dag. Hann er maður sem flestir Islendingar, sem komnir eru til vits og ára, kannast við, flestir sem Hermann f Hlíf. Og ef ekki sem verkaiýðsforingja, þá sem áhrifamann innan fþrótta- hreyfingarinnar, þvf Hermann hefur gegnt framkvæmdastjóra- stöðu hjá ÍSÍ f áraráðir. Fáir menn hafa fylgst eins náið með íslenzkum verkalýðsmálum sfð- ustu þrjá áratugina og Hermann, — þeirri þjóðlffsbyltingu sem á þessum árum hefur orðið, bylt- ingu sem barátta verkalýðshreyf- ingarinnar hefur verið samofin og samtengd. I tilefni afmælisins fékk Morgunblaðið Hermann til viðtals, og urðu verkalýðsmálin aðalumræðuefnið. — Ég er Vesturbæingur, sagði Hermann i upphafi viðtalsins. — Er fæddur í Vesturbænum i Reýkjavík, en fluttist í Vesturbæ- inn í Hafnarfirði með foreldrum mínum þegar ég var tólf ára, og hef átt þar heima síðan. Ástæðan fyrir því að foreldrar minir flutt- ust til Hafnarfjarðar var fyrst og fremst sú, að á þessum árum var Hafnarfjörður mikill uppgangs- bær. Þar var þá mikil útgerð, sem bezt sézt á því að þaðan voru gerðir út 10—12 togarar íslenzkir og enskir, en sem kunnugt er fékk enskt útgerðarfyrirtæki að- stöðu fyrir skip sín í Hafnarfirði á þessum árum. Atvinnulíf bæjar- ins byggðist algjörlega upp á þess- um skipum, og var nokkuð árs- tíðabundið, Þá þekktist það ekki að veiða i Is. Allur fiskur var saltaður, og yfir sumartímann var íslenzku togurunum lagt, en þeir ensku fóru til sinna heima. — Það voru miklar stakkstæður í grennd við heimili mitt, sagði Hermann, og þar fékk ég mína fyrstu vinnu, — við að breiða fisk og taka saman. Þarna var oft líf í tuskunum og allir sem vettlingi gátu valdið tóku til hendinni. 1 bók sinni „Byggðin í hraun- inu“, minnist Stefán Júlíusson rithöfundur þess, að Hermann hafi snemma orðið atkvæðamikill I félagsmálum í Hafnarfirði, og minnist samvinnu þeirra og sam- starfi á æskuárunum. Um þetta sagði Hermann: — Já, þegar við vorum strákar stofnuðum við Stefán og fleiri félag er nefndist Knattspyrnu- félagið Hörður. Stofnfundurinn var haldinn undir nótabát á hvolfi. 1 þessu félagi hófust af- skipti mín af félagsmálum. Hörð- ur var gróskumikið félag í nokkur ár. Til að byrja með var nótabát- urinn samastaður þess, en er fram leið fengum við herbergi í kjallaranum hjá pabba og mömmu, og þar héldum við málfundi, jólafagnað, basar og fleira þess háttar. Þegar Knatt- spymufélagið Hörður hafði runn- ið sitt skeið gekk ég I Hauka, en það félag var þá nýlega stofnað. Arið 1933 var ég kosínn formaður félagsins. Má geta þess til gamans að einn af samstarfsmönnum mfn- um I stjórn Hauka var Magnús Kjartansson ráðherra. Félagslífið í Haukum var hið fjölbreyttasta á þessum árum og mikið um mál- fundi. Þar voru stjórnmálin tið- um tekin til umræðu og sá háttur á hafður að mönnum var skipað í flokka. Það var ef til vill sagt við menn: Gerðu svo vel, nú ert þú kommúnisti í dag, eða þá þú ert fasisti í dag. Og hver svo sem skoðun manna á pólítik var, voru á ekki að beita sem dráttarvagni fyrir neinn stjórnmálaflokk þeir skyldugir að halda uppi vörn- um fyrir þann flokk, sem þeim hafði verið skipað í. Þetta var mjög lætdómsríkt og. menn lögðu sig eftir því að geta haldið uppi sem beztum vörnum fyrir mál- staðinn, hver svo sem hann var. — Á þessum árum var gífurleg harka í pólitíkinni í Hafnarfirði, sagði Herma.nn, — Hafnarfjörður og Isafjörður voru þá þekktir bæir fyrir miskunnarleysi sitt og hörku I pólitíkinni. Fyrir þessu munu hafa verið nokkrar ástæð- ur, en atvinnumálin voru þó á oddinum. Þessi harka mótaðist af hinni hörðu lifsbaráttu og varð til þess að ungir menn tóku einbeitta og ákveðna afstöðu. Það var ekkert til sem hét að vera hlut- laus. Hafnarfjörður fór ekki var- hluta af því kreppuástandi sem ríkti hérlendis á fjórða áratugn- um. Ensku útgerðarmennirnir fóru, og kvöddu hvorki kóng né prest. Munaði um minna. At- vinnuleysið magnaðist og af hálfu bæjarins var efnt til atvinnubóta- vinnu og lagður hinn svonefndi Krísuvíkurverur. Þar fengu menn vinnu hálfan mánuð í senn. Það var I þessari vinnu sem Her- mann hóf afskipti sín af verka- lýðsmálum. — Árið 1938 eða 1939 var ég skipaður trúnaðarmaður verka- lýðsfélagsins i þessari vinnu og upp frá þvi þróuðust málin þannig að ég fór að taka æ virkari þátt í verkalýðsbaráttunni, sagði Hermann. — Þetta voru umbrota- tímar i íslenzkum verkalýðsmál- um og um það var teflt, hvort kljúfa ætti verkalýðshreyfinguna frá Alþýðuflokknum, en fram til þessa tíma hafði hreyfingin og flokkurinn verið eitt og hið sama. Ég var þeirrar skoðunar, að þótt verkalýðshreyfingin væri í eðli sinu pólitísk, þá væri það óeðli- legt að hún væri svo nátengd stjórnmálaflokki. Hámarki náðu þessi átök í svonefndri Hlífar- deilu 1939. Þá var nokkrum for- ystumönnum Alþýðuflokksins I Hafnarfirði vísað úr Hlíf. Við- brögð ASl voru þau að Hlíf var vísað úr ASl. Verkamannafélag Hafnarfjarðar var þá stofnað og náði það samningum við Bæjarút- gerðina í Hafnarfirði, en Hlíf höfðaði mál á hendur útgerðinni vegna samningsbrots. Gekk dóm- ur í máli þessu hjá félagsdómi og var hann Hlíf i hag. Segja má, að á þessum tíma, hafi ríkt algjört •hernaðarástand í Hafnarfirði, og sýndu báðir aðilar óbilgirni. Voru sárin lengi að gróa, en það furðu- lega var, að staða verkalýðshreyf- ingarinnar i Hafnarfirði styrktist fremur en hitt. Menn höfðu tekið virkan þátt í átökunum, og það hélt áhuganum vakandi eftir að þeim lauk. I janúar árið 1942 fóru fram bæjar- og sveitarstjórnarkosning- ar, og þá var Hermann Guð- mundsson í kjöri í Hafnarfirði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem hann hafði þá starfað töluvert fyrir um tíma, og m.a. verið for- maður Stefnis, FUS i Hafnarfirði. En vera Hermanns í bæjarstjórn- inni var ekki löng. Þennan sama vetur kom til mikilla átaka milli verkalýðshreyfingarinnar og þá- verandi ríkisstjórnar, sem lauk með því að sett voru hin svoköll- uðu gerðadómslög. Þessi löggjöf varð til þess að Hermann sagði sig úr bæjarstjórninni og einnig úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta sama ár, 1942, sat Her- mann I fyrsta skipti á ASl-þing- inu, en það var jafnframt fyrsta þingið sem efnt var til, eftir að Alþýðusambandið sagði skilið við Alþýðuflokkinn og á þessu þingi var hann kjörinn í miðstjórn sam- bandsins. 1944 var hann svo kjör- inn forseti ASl og þvi starfi gegndi hann til ársins 1948. Arið 1946 var Hermann kjörinn á þing fyrir Sameiningarflokk alþýðu- Sósialistaflokkinn, og sat eitt kjörtímabil. Að því loknu sagði Hermann skilið við Sósilistaflokk- inn og gaf ekki kost á sér til framboðs. — Ég hafði mínar ástæður fyrir því að hætta stjórnmálaafskipt- um, sagði Hermann. — Á þessum árum voru gífurlega hörð átök um yfirráð ASl. Baráttan stóð milli Sósilistaflokksins annars vegar og Sjálfstæðisflokksins, Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokksins hins vegar. Á ASl-þinginu 1948 var málum þannig háttað að sósilistar voru komnir i minni huta. Ýmsir þeirra, sem þá voru þar I valdaaðstöðu, vildú meina mörgum kjörnum fulltrúum þing- setu, einkum Vestfirðingum. Astæðan var sú, að kjörbréf þeirra væru ekki í lagi. Með þvi að visa þeim frá þinginu hefðu sóísilistar getað haft áframhald- andi völd I ASl. Hinir tóku sig þá til og rannsökuðu kjörbréf sósiallistanna og fundu í þeim ýmsar veilur. Kærur gengu á víxl, en mínir menn voru harðir á því að vísa bæri and- stæðingunum einum frá. Ég taldi hins vegar, að yrði þetta gert, bæri einnig að taka til- lit til annarra rökstuddra kæru- mála, og væri það gert yrði ekki um neitt ASl-þing að ræða. Neit- aði ég því að taka þátt í þessum Ieik. Sem forseti ASl hafði ég vald til þess að úrskurða um þing- setu fulltrúanna og gerði það á þann hátt að telja þá alla rétt- kjörna. Forseti ASl-þingsins var Hannibal Valdimarsson er ég dró mig til baka við forsetakosning- una og var Helgi Hannesson kjör- inn forseti ASÍ. Þetta, að Sósialistar vildu ekki láta af hendi það vald sem þeir voru raunverulega búnir að missa, gerði mig mjög ósáttan við þá, og ég ákvað að segja mig úr flokknum. Beið þó fram yfir þing- slit 1949, en tilkynnti þá úrsögn mína og hef ekki verið flokks- bundinn siðan. I þau 32 ár sem Hermann hefur- verið formaður Hlífar hafa oft orðið hörð átök á vinnumarkaðin- um. Hermann sagði: — Já, og hörð átök hafa jafnvel orðið á síðustu árum. Það sem skilur helzt á milli nú og fyrrum er það, að áhugi félaganna er miklu minni. 'Það er bein afleið- ing af því mikla góðæri sem hefur verið ríkjandi í áratugi. Áhugi manna á verk'alýðsmálum virðist standa I beinu samhengi við af- komu þeirra og tekjur. En vinnu- deilurnar hafa oft verið harðar, og því miður hefur verkalýðs- hreyfingin hvað eftir annað neyðzt til þess að beita vopni sínu, — verkfallinu. Minnst var á það, að eftir hverja kjarasamninga er um það talað, að nú þurfi að breyta vinnu- brögðunum, en sfðan virðist ekk- ert gerast í þeim málum. — Það er búið að tala um þetta frá þvi ég hóf fyrst afskipti af verkalýðsmálum, sagði Hermann, — en sagan hefur alltaf verið sú hin sama. Það gerist ekkert fyrr en á síðustu stundu. Ég veit ekki hvað er til ráða. Það er núna starfandi viðræðunefnd atvinnu- veitenda og launþega, sem hittist öðru hverju allt árið. Margir eru samt á móti slíkri nefnd — telja að náin kynni atvinnurekenda og launþega slævi þá síðarnefndu i baráttunni. Ég tel hins vegar þessa tilraun virðingarverða, en óttast að það muni halda áfram um næstu framtíð að siglt verði í strand þegar að samningum kemur. Verkföllin bar næst á góma, og það að hér eru þau tíðari en víðast hvar annars staðar. — Þetta held ég að sé ekki rétt, sagði Hermann, — við getum nefnt Italíu og England sem dæmi. Þar logar allt i verkföllum. Þau eru að þvi leyti frábrugðin því sem gerist hérlendis, því þar er ekki farið að leikreglum. Verk- föll eru ekki boðuð með fyrirvara. Menn koma bara ekki til vinnu einn góðan veðurdag. Mér hafa alltaf verið verkföll á móti skapi, en það verður hver og einn að viðurkenna það, að án þess vopns hefði verkalýðshreyfingin litlu getað áorkað gegnum árin, og alls ekki orðið eins sterk og hún raun- verulega er. öflug verkalýðs- hreyfing er hagstæð fyrir þjóðar- heildina, jafnvel þótt starf henn- ar hér sé frábrugðið því sem ger- ist víða erlendis. Hér er ekki deilt um auðmagn, heldur fyrst og fremst skiptingu — um það hvað hver og einn á að fá í sinn hlut. Að lokum var talinu aftur snúið að verkalýðshreyfingunni og póli- tíkinni, — og Hermann sagði: — Eins og áður er fram komið, er það skoðun mín, og raunar staðreynd, að stéttabarátta er allt- af pólitísk, en hitt er svo annað mál, að ég hef alltaf verið andvíg- ur þvi, að verkalýðshreyfingunni væri beitt sem dráttarvagni fyrir ákveðna stjórnmálaflokka. — stjl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.