Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1974næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNl 1974 1 Framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins í Austurlandskjördæmi 1. Sverrir Hennannsson, Keykjavfk. 2. Pétur Blöndal, Seyðisfirði. 3. Jón Guðmundsson, Neskaupstað. 4. Egil! Jðnsson, Seljavöllum. 5. Herdfs Hermððsdóttir, Eskifirði. 6. Tryggvi Gunnarsson, Vopnafirði. 10. Helgi Gfslason, Helgafelli. Danskt listafólk AÐ VERA TIL hét dagskrá f tali og tónum, sem danska lista- fólkið Lone Hertz, Bonna Sönd- berg og Torben Petersen efndi til í Norræna húsinu á miðviku- daginn. Lone Hertz er leikkona, Bonna Söndberg óperusöng- kona og Torben Petersen pfanó leikari og tónskáld. Dagskrá þessi var ( alla staði hin smekk- legasta, atriðin tengd saman á skemmtilegan hátt. Efnið var sótt f gamlan skáldskap og nýj- an, áhersla einkum lögð á það, sem áheyrendur eiga auðvelt með að tileinka sér, létt efni og vinsxlt. Það, sem fyrst og fremst er athyglisvert við dagskrá eins og þessa, er viðleitni flytjenda til að laða fram heildaráhrif, list- ræn niðurröðun efnis. Flest lét kunnuglega f eyrum, eins og til dæmis I Danmark er jeg födt og Historien om en moder eftir H.C. Andersen, En liden islandsk vise eftir Jóhann Sigurjónsson, Gruk eftir Piet Hein og Börnerim Halfdans Rasmnssens svo að ekki sé tal- að um Bréf Páls postula til Korintumanna. Orð Páls: Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég bvellandi málmur og hljómandi bjalla, mátti vel lfta á sem einkunnarorð dagskrár- innar. Kære Ole eftir ungan rithöf- und, Sten Kaalö, f flutningi Lone Hertz, skar sig nokkuð úr og vakti verðskuldaða athygli. Þátturinn er f formi bréfs, sem fráskilin kona skrifar fyrrver- andi manni sfnum. Lone Hertz túlkaði af mikilli sannfæringu einmanaleik hinnar ungu konu og einnig skoplegu hliðina á Bökmenntir eftir JOHANN HJÁLMARSSON bréfi hennar. Þetta var efni, sem talaði beint til áheyrenda. Piet Hein var rækilega kynntur, bæði sem skopskáldið Kumbel og alvarlegra skáld, sem velti fyrir sér örlögum Giordanos Bruno: Hvorfor dræbte de Giordano Bruno. Piet Hein er dæmigerður fyrir þau skáld, sem keppa eftir al- menningshylli, en vegna þess, að hann er kunnáttumaður og töluverður hugsuður, verður hann aldrei auðvirðilegur. Um Halfdan Rasmussen má að vissu marki segja sama. Börn- erim hans er tilraun til að ná til fjölmenns lesendahóps (Inde i min mosters mave; Opfinder Olsen), en þessir glaðværu og fyndnu textar eru settir saman af hagleik og tónlist Torbens Lone Hertz Petersens við þá einkar hug- þekk. - Lone Hertz sannaði með túlk- un sinni, að hún er góðum gáf- um gædd og á auðvelt með að bregða sér f hin ýmsu gervi. Sem dæmi má nefna Breve til William Humpel eftir Nis Pet- ersen. Flutningur hennar á Historien om en moder eftir H.C. Andersen var einnig frá- bær. (Stendur nokkurt danskt skáld fyrr og sfðar jafnfætis Andersen?) Bonna Söndberg söng bæði klassfsk lög og lög f anda dægurtónlistar af miklum innileik og kunnáttu. Undir- leikur Torbens Petersens og hlutur hans f dagskránni átti sinn þátt f að gera þessa dag- skrá eftirminnilega. LISTA HÁTÍÐ 1974 Kvöldstund í Háskólabíói ÞAÐ komust færri að en vildu á Kvöldstund með Cleo Laine, Dankworth, Previn og Árna Egilssyni á fimmtudagskvöldið f Háskólabfói. Húsið var troð- fullt, og lfklega hefði mátt fylla húsið f 2—3 skipti. Ekki hélt undirritaður, að hann mundi nenna að sitja heilt kvöld undir jazzleik, sú var þó raunin og meir en það, ég hefði vel getað farið aftur að hlusta á þetta fólk. Jazz er vitanlega hugtak, sem nær yfir hinar ólfkustu tegundir tónlistar, hann hefur þróast yfir á ýmis þau svið, sem f raun og veru eru andstæð upp- runalegustu merkingu orðsins jazz, og það eru ekki lengur til svona „alætur", sem Tónllst eftir ÞORKEL SIGURBJÖRNSSON mmmm"mmmmmmi^mmmi"mmmm^mmmmmmmmmmm annaðhvort eru jazzunnendur eða unnendur klassfskrar tón- listar — eins og fólki var áður skipt f fyikingar — áhugi flestra takmarkast við ákveðin stflbrigði. Þeir t.d., sem mátu Duke sáluga Ellington mest höfðu, lítinn áhuga á eldri rassakastamúsfk, og dixieland- fólk eða swing-fólk hefur farið f erindisleysu til að hlusta á jazz-nýjungar f afskræmdum Webern-stfl. Það var einmitt breiddin, sem einkenndi þessa kvöld- stund. Þau Cleo og John komu hingað með þrautæfðan hluta kvöldsins ásamt Tony Hymass, Roy Jones og Daryl Runswick. Þar skáru sig úr lögin, sem John hafði sjálfur samið við vandaða texta — og úr þvf að minnst er á texta, er ástæða til að hrósa söngkonunni alveg sérstaklega fyrir framburð og textatúlkun, af þvf mættu allir söngvarar læra, hver svo sem stíll þeirra annars er. Cleo Laine er ótrúlegur virtúós f beitingu raddarinnar, hún þen- ur röddina yfir minnst fjórar áttundir og gæðir fjölda lit- brigða frá viðkvæmni til hörku, frá grófum til fágaðs söngs. Dankworth hafa tónleikagestir hér kynnst einu sinni áður sem kompónista f verkinu, er hann samdi (ásamt Seiber) fyrir jazzleikara og sinfónfuhljóm- sveit. Og hann kann vissulega vel til verka á sfnu sviði. Þeir Árni og Previn voru gestir kvöldsins, mættu undir- búningslftið til leiks eins og upprunalegustu jazzmenn, voru fljótir að setja sig inn f aðstæðurnar á „heimilinu", og tóku svo duglega til höndunum. Vögguvfsa Emils Thoroddsen fékk þarna það óvænta hlut- verk að vekja upp frekar en svæfa. Þarna skiptust kontra- bassi og bassagftar á „replikkum“ lfkt og persónur hjá Ionesco, og André reif út úr pfanóinu hinar furðulegustu at- hugasemdir. Seinasta lagið, Control yourself, átti hann sjálfur og þar með kórónaði Cleo afrek kvöldsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 99. tölublað (15.06.1974)
https://timarit.is/issue/115882

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

99. tölublað (15.06.1974)

Aðgerðir: