Morgunblaðið - 15.06.1974, Side 14

Morgunblaðið - 15.06.1974, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNI 1974 Bruddað á ýmsu í hag AÐ LOKNU búnaðarþingi á s.l. vetri ræddi Morgunblaðið við sex þingfulltrúa, bændur víðsvegar að af landinu, og innti þá eftir áliti þeirra á merkustu málum búnaðarþings og heimasveitarinnar. — Því miður hefur birting þessara viðtala dregist úr hömlu, m.a. vegna prentaraverkfallsins. Þörf er á nýj- ungum í starfinu „AUDVITAD snertir það allt landbúnaðinn meira og minna, sem við tokum fyrir hérna." sagði Jón Helgason bóndi í Seglbúðum í Vestur-Skaftafells sýslu, þegar við röbbuðum við hann. ,,Ég lenti í fjárhags- nefnd, en þar skiptum við þvi fjármagni, sem er á fjárlögum til Búnaðarfélags íslands; á þessu ári voru það 48 mill.j. kr. Skiptingin er að mestu bund- in við þá starfsemi. sem þegar er fyrir hendi, og þess vegna er lítið svigrúm til þess að fara inn á nýjar brautir eins og er þó mjög æskilegt i mörgum tilvik- um. Þess vegna samþykkti bún- aðarþing nú ál.vktun þar sem bent var á nokkra nýja æski- lega þætti í starfsemi félagsins. Eins og stendur fer þetta fjár- magn fvrst og fremst til leið- beiningarstarfs og þá í sam- bandi við ráðunauta. Þessi nýju atriði, sem nú hef- ur verið bent á og ástæða þykir til að taka strax til meðferðar, eru varðandi aukningu á rekstrarfé búnaðarsamband- anna, sem reka sívaxandi leið- beiningarþjónustu f.vrir bænd- ur úti á landi. Þá má nefna nauðsyn þess að auka kennslu og k.vnningu í forðagæzlu og leiðbeiningar við fóðrum til að tryggja fullar afurðir af búfénu þrátt fyrir misjafnt árferði til fóðuröflunar. Er þörfin á auk- inni k.vnningu í þessu efni mjög mikil. * A * w ■ Þá var einnig óskað eftir þvi, að re.vnt yrði að auka starfsemi verkfæraráðunauta til þess að veita bændum og ræktunarsam- böndum meiri leiðbeiningar við vélar og reyna að bæta ástand- ið i varahlutaþjónustunni. Að lokum var óskað eftir því, að nýr ráðunautur fengist til starfa hjá félaginu, landnýt- ingarráðunautur, sem hefði það hlutverk að leiðbeina bændum á því sviði. Landvernd og bætt umgengni eru mjög á dagskrá svo og aukning uppskeru, sem að bændum snýr, einnig aukn- ing beitilands með hagarækt. Þá er nauðsynlegt, að bændur geti leitað til sérfræðings í þessum efnum. Allt það, sem hér hefur verið talið upp, er útilokað að gera með því fjármagni, sem Búnaðarfélaginu hefur verið skammtað, en stjórn félagsins mun nú gera kostnaðaráætlun fyrír þessar aðgerðir og ieggja fram fyrir næsta ár." Spurning um byggð eða ekki byggð í framtíðinni FRIDBERT Fétursson bóndi í Botni í Súgandafirði sagði, að sér fyndist þetta þing með þeim rislægri. „Það er ekkert stór- mál eins og oft áður," sagði hann, „en þó finnst mér nú kjötmiðstöðvarmálið það merk- asta bæði fyrir bændur og neyt- endur. Þar næst nefni ég breyt- inguna á ræktunar- og húsa- gerðarmálum í sveitum. því allt sveitalífið byggist fyrst og fremst á ræktun jarðargróðurs- ins og síðan bústofni. Búskaparmál á Vestfjörðum standa mjög höllum fæti vegna þess fyrst og fremst, að það hefur fækkað svo mikið á svæð- ínu. Undanfarin ár hefur fækk- að stöðugt. Þetta er mjög alvar- legt mál, því nú er ekki um nein landþrengsli að ræða, en sumar sveitir eru svo afskekkt- ar að þegar fólkinu fækkar er hætt við að skriðan falli svo sem raun ber vitni. Heilar sveitir eru komnar í eyði þótt þar séu ágæt landgæði. Mjólk vantar nú í Vestur- og Norður-ísafjarðarsýslu, en þar eru einmitt flestir íbúarnir. A þetta svæði hefur nú í vetur verið flutt nokkuð af mjólk með flugvélum, en það er mjög dýrt. Fyrir utan mannfæðina vil ég nefna aðalorsökina fyrir þessu bága ástandi, en hún er sú, að ekki hefur verið komið til móts við bændur í mjölkurflutning- um. Vegna strjálbýlis og snjó- komu er þarna um geysilega dýra flutninga að ræða, en ef t.d. flugpeníngarnir væru færð- ir til bænda, þá væri þetta á annan veg. Vetrarvegir eru mjög slæinir á Vestfjörðum. Undanfarin ár hafa heiðavegirnir verið byggð- ir vel upp og vandlega, en þeir notast ekki nema 4—5 mánuði á ári. Byggðavegirnir eru hins vegar þannig grafnir í hliðarn- ar að þeir eru það fyrsta, sem fer í kaf í snjöum. Þetta er mikið vandamál þrátt fyrir allt tal um byggóajafnvægi eins og allir þekkja. Okkur á Vestfjörð- um finnst, að annaðhvort séum við utan við landið eða að jafn- vægisstefnan hafi ekki átt að ná til okkar. Þetta er mikilvægt mál fyrir okkur, því þetta er spurning um það hvort byggðin á að haldast þarna áfram. Eg get staðið við það hvenær sem er, að ég hef ekki orðið var við árangurinn af hinni svokölluðu byggðajafnvægisstefnu. Nú er rætt um Inndjúpsáætlun. Þar þarf að gera mikla áætlun og hún kemur fram á síðustu stundu. Ef ekki verður gert verulegt átak, heldur fólks- straumurinn áfram burtu af býlunum. Vestfirzkir sjómenn eru af- gerandi i sinni stétt, fisknir og sæknir sjómenn og sjávarþorp- in eru vel rekin. Eg er kvíðinn, því ef sveitabyggðirnar leggjast niður, verður erfiðara að halda uppi byggðakjörnunum og allt- af vantar fólk." Við spurðum Friðbert að síð- ustu hvað honum fyndist um muninn á vetrarveðrinu i Reykjavik og fyrir vestan. „Mér finnst ég vera í sumar- fríi hér syðra vegna veðurblíð- unnar," svaraði Vestfjarða- bóndinn. Aukin jarðhitaleit - borunar- framkvæmdir hjá bændum SIGMUNDUR Sigurðsson í S.vðra-Langholti í Árnessýslu kvaðst telja erindið um hita- rannsóknamálið vera merkasta mál þingsins. Búnaðarþing hefur falið stjórn Búnaðarfélags íslands að beita sér fyrir því við Orku- stofnun, að hún auki aðstoð sína við jarðhitaleit og borunar- framkvæmdir hjá bændum. Jafnframt skorar þingið á stofnlánadeild landbúnaðarins að veita aukin lán til borunar- framkvæmda og hitavirkjana á bændabýlum. Með hækkandí olíuverói og umtali um alþjóðlegan orku- skort hefur áhugi bænda aukizt mjög fyrir því að nýta þann jarðhita, sem mögulegt er að ná til. Á undanförnum árum hefur jarðhitadeild Orkustofnunar unnið að jarðhitaleit með bor- unum og mælingum, víða með góðum árangri. í viðræðum jarðræktarnefnd- ar við Jón Jónsson jarðfræðing hjá Orkustofnun kom fram, að í tækni til jarðhitaleitar hefur mikil framför orðið á síðustu árum og einnig, að Alþingi hef- ur nú samþykkt verulega aukn- ingu fjárveitingar til Orku- stofnunar. Verður því að teljast aðkallandí nú að herða róð- urinn fyrir skipulagðri jarðhitaleit og borunum, þar sem árangurs má vænla. Eðlilegt virðist, að sveitar- félög hafi forgöngu, hvert á sínu svæði eða í saineiningu, ef um víðtækar rannsóknir er að ræða. Með auknu fjármagni Orku- stofnunar má vænta meiri stuðnings við frumrannsóknir, en fram að þessu hefur stofn- unin aðeins veitt lán fyrir hluta af kostnaði til 5 ára og á mjög háum vöxtum, þó mun lánið ekki hafa verið innheimt, ef borun hefur reynzt árangurs- laus. Stofnlánadeild landbúnaðar- ins hefur veitt bændum lán út á suma þætti hitavirkjana. Þeim lánareglum þarf að breyta og virðist eðlilegast að meta þær framkvæmdir til lána eftir sömu regium og neyzluvatns- veitur f sveitum eru metnar til ríkisframlags i jarðræktarlög- um. Þá taldi Sigmundur, að með- al allmerkra mála væru erindi og umræður um fiskrækt og kjötmiðstöðvarmálið. Aðspurður svaraði Sigmund- ur um sina sveit: „Hruna- mannahreppur er ein bezta sveit landsins. Búskapurinn þar gengur afskaplega vel, er fjölþættur, með bæði sauðfé og kýr, og mikil aukning er þar í gróðurhúsarækt og einnig hænsnarækt. Þar er eitt af full- komnustu hænsnasláturhúsum landsins, sem getur unnið 1000 stykki á dag. I okkar sveit," sagði hann, „er kominn byggða- kjarni, þar sem félagsheimilið Flúðir er og þar er einníg útibú Kjötrannsókn kynbætur á bi EGILL Bjarnason frá Sauðár- króki í Skagafirði sagðist telja að frumvarpið til laga um mat á gærum og ull og frumvarpið um endurskoðun á lögum um ræktunar- og húsagerðarsam- þ.vkktir í sveitum, væru þau mál, sem honum þættu bita- stæðust eftir Búnáðarþing. Þá nefndi hann i þriðja lagi áformin um að komið yrði upp kjötrannsóknarstöð á vegum Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins, en þar kvað hann tekna upp starfsemi, sem ekki hefði verið áður, en m.a. byði slík stöð upp ák.vnbætur á sauð- fjár- og nautgripastofninum með tilliti til kjötgæða. Egill kvað búskap standa sæmilega liúnaðarlega séð í Skagafiróinum. Undanfarin ár hefur orðið aukning i mjólkur- framleiðslunni, en ástæðuna kvað hann aðallega vera að auknar kynbætur kæmu til á kúabústofninum og meiri og réttari fóðrun, sem hann kvað skipta verulegu máli. Brýnasta verkefnið framund- an i hans sveit kvað hann vera Fjölga ber jarðv um ræktunarsai Sigurjón Friðriksson hðndi í Ytri-Hlíð í Vopnafirði sagði að ekkert stórmál hefði einkennt þetta þing, þar sem Búnaðar- þing hefði síðustu ár fjallað um öll helztu löggjafaratriði, sem varða landbúnaðinn. „Hér hafa því," sagði hann, „komið fram mörg erindi um leiðréttingu á ýmsum atriðum og þá sérstak- lega ýmiss konar aðstöðumun bænda innan einstakra héraða í landinu. Að visu hefur hér far- ið fram athugun á lögum um ræktun- og húsagerðarsam- þykktir i sveitum og endurskoð- un á þeim lögum lá fyrir þessu þingi unnin af þingnefnd frá siöasta þingi, sem einnig átti að athuga bættan rekstrargrund- völl ræktunarsambandanna í landinu. Ræktun er eins og allir vita undirstaða alls búskapar i land- RÆTTVIÐ BÆNDUR VÍÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.