Morgunblaðið - 15.06.1974, Side 15

Morgunblaðið - 15.06.1974, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNÍ 1974 15 smunamálum bœnda frá Búnaðarbankanum. Feróa- mannastraumur hefur verið drjúg tekjulind á þessum slóð- um, því að allt upp í 400 ferða- menn hafa komið þar daglega á vegum Loftleiða. Yfir 100 nem- endur stunda nám í barna- og unglingaskólanum á Flúðum. Varðandi búskap má þó geta þess, að erfitt er um mannahald vegna vinnutímastyttingarinn- ar. Unglingar geta ekki fengið eins mikið frí og nær útilokað er að hafa annað en fjölskyldu- búskap. Annars er mikil gróska í flestu, þótt menn séu uggandi yfir framvindunni i landsmál- unum og þá sérstaklega dýr- tíðarflóðinu. Það er því hætt við, að úr byggingarfram- kvæmdum dragi. Það er bágt að þurfa að standa í stað, þvi að þeir, sem eru komnir vel á veg í starfi sinu, mega ekki hugsa sér að standa í stað.'1 Þessi mynd var tekin er hross voru rekin f sfðasta sinn f Þverárrétt. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. astöð Og ástofni að auka og bæta sumarhaga fyr- ir búfé og tryggja skynsamlega notkun á beitilöndum. innslutækj- nbandanna inu og þvi veltur á miklu að þeir mögúleikar séu fyrir hendi, að ræktun komizt á það stig að búskapurinn eigi í gegn um ræktunina aðgang að ódýrri undirstöðu fyrir þá fram- leiðslu, sem landbúnaðurinn leggur þjóðarbúinu til og öllum er keppikefli og nauðsyn að sé sem hagkvæmust. Tillaga Búnaðarþings í þessu máli er á þá lund, að ríkið styrki meir en verið hefur nú að undanförnu ræktunarsamböndin til þess að kaupa nauðsynleg jarðvinnslu- tæki. Ræktunarsamböndin í landinu sjá nú að mestöllu leyti um jarðræktina fyrir bændur og mun það vera hagkvæmt bæði landbúnaðinum og neyt- endum að stuðia að framgangi þessa máls. Varðandi ullarmál og gæru- mat hefur þingið fjallað um frumvarp til laga varðandi flokkun og mat á gærum og ull. Þessar framleiðsluvörur land- búnaðarins hafa mjög vaxandi þýðingu fyrir íslenzkan iðnað og því eðlilegt að bændur fái verulega aukið verð fyrir þetta dýrmæta hráefni og verulegur munur verði gerður á góðri vöru og lakari í þessu efni. Þá hefur verið rætt um mjög mikinn aðstöðumun bænda varðandi þjónustu. Til dæmis hefur þörfin orðið meiri i þessu efni varðandi símaþjónustu, því með breyttum búskapar- háttum og auknum viðskiptum er síminn orðinn miklu meira aðkallandi en áður. En eins og víða annars staðar strandar allt á opinberri fjárveitingu til þess að koma til móts við óskir dreif- býlisins. Þá hefur mikið verið fjallaó um leiðréttingu á aðstöóumun bænda varðandi dýralækna- þjónustu. Þar sem öll héruð hafa ekki fram að þessu verið skipuð dýralæknum og vega- lengdir innan sumra dýra- læknahéraða miklar, þá hefur verið mjög dýrt að nota þessa þjónustu fyrir þá sem fjærst búa. í þessu efni leggur Búnað- arþing til að ríkissjóður greiði allt að 50% ferðakostnaðar, ef ekið er yfir 35 km, svo og, að þar sem bílferðum verði ekki við komið og grípa verður til dýrra farartækja. Einnig er lagt til, að í þeim héruðum þar sem ekki er dýralæknir ennþá, fari dýralæknir þar um minnst mánaðarlega og verði slikur ferðakostnaður greiddur 75%. Þá má geta eins, ef til vill nokkuð sérstæðs máls, sem nokkuð mikið hefur verið fjall- að um. Var Búnaðarþing mjög einhuga um það mál, en það er að stuðla að áframhaldandi byggð á Hólsfjöllum og Möðru- dal og Víðidal á Efra-Fjalli og hún treyst sem mest verða má. Þingið bendir á nauðsyn þess, að nú þegar verði hafin gerð heildaráætlunar um það á hvern hátt búseta á jörðum þessum verði bezt tryggð og er ætlazt til, að áætluninni verði lokið það fljótt að hún liggi heiðalönd, sem liggja að baki annarra byggðarlaga svo sem Öxfirðinga, Þistilfirðinga og Vopnfirðinga. Þessi byggð hef- ur frá öndverðu vakið öryggis- kennd þeirra fjölmörgu vegfar- enda, sem lagt hafa leið sína um hina löngu 'Öræfaleið milli sveita og landsfjóðunga f.vrr og síðar. Grænfóðurverksmiðja merk framkvæmd Egill Jónsson á Seljavöllum í Austur-Skaftafellssýslu sagði, að það ánægjulegasta, sem hann sæi við Búnaðarþing að þessu sinni og förina til Re.vkja- víkur, væri sú ákvörðun, að hefja framkvæmdir við Græn- fóðurverksmiójuna og áform um að hraða þeim framkvæmd- um. Niðurstöðu kvað hann vera tiibúna varðandi verktilhögun og framkvæmdahraða. ,,Þetta snertir að sjálfsögðu ekki störf Búnaðarþings," sagði Egill, „en er fjallað um á því sviði. Af málum Búnaðarþings má Guð vita hvað telja skal fyrst upp. Þó má nefna t.d., að lokið er endurskoðun á lög- unum um jarðræktar- og húsa- gerðarlög í sveitum, en það frumvarp miðast við nýtízku- legt form og auk þess er gert ráð fyrir breytingum, sem geta styrkt stöðu ræktunarsamband- anna. Þá má nefna erindið um jarðhitaleit, sem ég tel mjög merkt. Þá vil ég skýra sérstöðu mína í þvi máli, þar sem borin var fram tillaga um vítur á Gunnar Bjarnason ráðunaut vegna um- mæla, er hann átti að hafa sagt við blaðamann frá Vísi um hestasölumái. Það, sem gerði það, að ég hafði sérstöðu i þessu máli, var fyrst og fremst hvern- ig málið bar að. Lesið hafði verið hrafl úr Vísisgrein og stuttri stundu síðar kom fram álvktun í málinu. Bar þetta allt flausturslega að. Ef ekki væri betur unnið að málum Búnaðarþings, væri hægt að ljúka þingstörfum á tveimur dögum. Þarna voru óheiðarleg vinnubrögð framin þar sem Gunnari var ekki tilkvnnt uin ræðuna. Það er slæmt ef Búnaðarþing ætlar að fara að verða húsbóndi starfsmanna Búnaðarfélagsstjórnar, sem ber áb.vrgð á störfum sinna manna. Framkoma þessa máls missti al- gjörlega marks og var staðið mjög ógætilega að því á allan hátt.” -á.j. fyrir þegar næstu fjárlög verða gerð fyrir Búnaðarþing. Sér- staklega skal þó taka tillit til vilja fólksins, sem býr þarna og var Landnáminu falin forganga í þessu máli. Þá fjallaði þingið einnig um veiðimál. Fiskirækt og fiskeldi í ám og vötnum var eins og oft áður á dagskrá þingsins og eru bændur mjög áhugasamir um að bæta jarðir sínar og aðstöðu varðandi þá vaxandi eftirspurn, sem er eftir leyfum til að veiða lax og silung í fersku vatni. Skorar Búnaðarþing á ríkis- stjórnina að auka fjárveitingar til Veiðimálastofnunarinnar svo að hún geti rækt af fullum krafti leiðbeiningarþjónustu við bændur og aðra eigendur veiðiréttar landsins." Sigurjón kvaóst vilja árétta það að lokum, að hálendis- byggðin á Hólsfjöllum ætti sér merka sögu að baki. Bændurnir þar hafa nytjað og helgað sér hin viðáttumiklu kjarngóðu 1 M

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.