Morgunblaðið - 15.06.1974, Side 16
MORG UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNl 1974
16
Gunnar Thoroddsen
formaður þingflokks
sjálfstœðismanna:
Hvað þarf
að gera í
efnahagsmálum ?
Vinstri stjórn er
stjórn, sem setur
landið á hausinn
Vinstri menn eru ósam-
mála um það, eins og
flest annað, hvernig eigi
að skilgreina hugtakið,
eða öllu heldur fyrirbær-
ið „vinstri stjórn“. Tveir
frambjóðendur Samtaka
frjálslyndra og vinstri
manna sögðu í sjónvarps-
kynningu á miðvikudag-
inn, að þeir vildu öðru-
vísi vinstri stjórn en
þessa, sem verið hefur,
þeir vildu betri vinstri
stjórn. Ekki skýrðu þeir,
hvernig hún ætti að
skána. Hitt vita menn, að
verri getur hún varla
orðið.
En eftir þeirri reynslu
að dæma, sem fengin er
af tveim vinstri stjórn-
um, virðist sú skilgrein-
ing vera sanni næst, að
vinstri stjórn sé stjórn,
sem setur landið á haus-
inn.
Kommúnistar
ánægðir með
öngþveitið
Málsvarar og málgögn
kommúnista leggja mikið
kapp á að sannfæra fólk
um, að hér ríki nú
dýrðarástand, aldrei hafi
landsmönnum liðið eins
vel, kaupgetan aldrei
önnur eins, kjötið fæst
fyrir háifvirði, smjörið
fyrir fjórðung verðs og
kartöflurnar næstum
gefins. Þetta er alveg
eins og á útsölu, þegar
fyrirtæki er að hætta.
Allt er þetta loddara-
leikur, sjónarspil. Ráð-
herrar hafa viðurkennt
opinberlega, að þessar
niðurgreiðslur séu úr
hófi fram og geti ekki átt
sér stað nema stutta
stund, rétt fram yfir
kosningar. í ríkissjóði er
ekki til eyrir fyrir þess-
um taumlausu niður-
greiðslum, heldur eru
þessi hundruð milljóna
sótt sem bráðabirgðalán í
Seðlabankann og magnar
það enn verðbólgubálið.
Forsætisráðherra
svarar
kommúnistum
En allur þessi fagur-
gali kommúnista, allt
þetta hjal um hið ágæta
ástand, hefur verið hrak-
ið svo kyrfilega, að ekki
stendur steinn yfir
steini. Af hverjum? Af
forsætisráðherranum
sjálfum. í frumvarpinu,
sem hann lagði fram um
viðnám gegn verðbólgu,
og framsöguræðu fyrir
því, sýndi hann fram á,
að undirstaða atvinnu-
lífsins er holgrafin, að
aðalatvinnuvegir þjóð-
arinnar eru ýmist reknir
með stórfelldu tapi nú
þegar eða verða það inn-
an fárra vikna. Viðskipta-
hallinn við útlönd geig-
vænlegur, gjaldeyris-
forðinn brátt uppétinn,
erlendar lántökur ríkis-
ins komnar i hámark og
lánstraustið í hættu,
ríkissjóður rekinn með
miklum halla, lánasjóðir
févana. Skuttogararnir
reknir með tapi og liggur
þá og þegar við stöðvun.
Þrátt fyrir þessar játn-
ingar á afleiðingum
stjórnarstefnunnar berja
kommúnistar höfðinu við
steininn og segja: Aldrei
meiri kaupgeta, aldrei
meiri velmegun, aldrei
blómlegra atvinnulíf.
„Hvílík dýrð, hvílík dá-
semd,“ segir í Járnhausn-
um hans Jónasar.
Það er sameiginlegt
fyrri og síðari vinstri
stjórn, að kommúnistar
hafa unnið markvisst að
því að grafa undan heil-
brigðu efnahagslífi og
eru hinir roggnustu, þeg-
ar atvinnutækin eru að
stöðvast, af því að fjár-
hagslegur grundvöllur er
brostinn. Er skýringin á
þessu atferli þeirra ekki
einfaldlega sú, að þeir
telja erfiðleika hins
frjálsa atvinnulífs vera
vatn á myllu kommún-
ismans? Því verr sem at-
vinnulífinu vegnar, þeim
mun nær standa þeir tak-
marki sínu: allsherjar
þjóðnýtingu og ríkis-
rekstri? En þung er
ábyrgð framsóknar-
manna að láta slíkt at-
hæfi líðast og leggja
blessun sína yfir og það
nú í annað sinn eftir dýr-
keypta reynslu fyrri
vinstri stjórnar.
Hvað þarf
að gera?
Eftir kosningar þarf
ný og sterk stjórn að taka
við.
Stjórn, sem þorir að
takast á við vandamálin f
stað þess að láta allt reka
stjórnlaust og eiga
ekkert til nema bráða-
birgðaúrræði og sjón-
hverfingar.
Stjórn, sem vekur til-
trú fólksins, þvf að traust
til stjórnvaldanna er for-
senda fyrir jafnvægi og
festu f efnahagsmálum.
Stjórn, sem gerir víð-
tæka áætlun fyrir allt
kjörtfmabilið um alhliða
endurreisn efnahagsmál-
anna og framkvæmir
hana.
Stjórn, sem kemur á
jöfnuði í viðskiptum við
útlönd, svo að gjaldeyris-
forði fari að safnast að
nýju og lánstraust veröi
endurvakið.
Stjórn, sem hefur
kjark til að lækka út-
gjöld hins opinbera og
afnema skatta af almenn-
um launatekjum.
Stjórn, sem örvar
frjálsa myndun sparifjár
með verðtryggingu og
öðrum úrræðum.
Stjórn, sem hefir at-
hafna- og viðskiptafrelsi
að leiðarljósi og býr at-
vinnuvegunum heilbrigð
starfsskilyrði.
Stjórn, sem tryggir at-
vinnu handa öllum.
Hermann Guðmunds-
son sextugur
Vinur minn og samstarfsmaður,
Hermann Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri ÍSÍ, er sextugur f
dag. Vafalaust er hann þó ekki
síður kunnur almenningi sem
verkalýðsforingi, en formaður
Verkamannafélagsins Hlífar í
Hafnarfirði hefur hann verið í 32
ár. Verkalýðsmálefni hafa verið
og eru hans mikla áhugamál og
hefur Hermann gegnt fjölda
trúnaðarstarfa í þágu verkalýðs-
hreyfingarinnar, m.a. var hann
um tíma forseti Alþýðusambands
Islands og formaður bankaráðs
Alþýðubankans hefur hann verið
frá því bankinn tók til starfa.
Enda þótt mig skorti kunnug-
leika til að gera nánari skil störf-
um hans í verkalýðshreyfingunni
veit ég þó með vissu, að innan
hennar á hann marga og góða vini
og liggja til þess ýmsar ástæður,
m.a. eðlislægar, því að Hermanni
er mjög sýnt um að taka upp og
berjast fyrir málstað þeirra, sem
minna mega sín.
Stjórnmálaafskipti hafa heldur
ekki farið framhjá honum. Þann-
ig var hann erindreki Sjálfstæðis-
flokksins frá 1939 til 1942 og
alþingismaður fyrir Sameiningar-
flokk alþýðu-Sósialistaflokkinn
var hann 1946 — 1949. Bæjarfull-
trúi f Hafnarfirði var hann 1942.
Sem ungur maður hafði
Hermann strax áhuga á fþrótta-
málum. var m.a. form.
Knattsp.fél. Hauka í Hafnarfirði
og átti sæti bæði í stjórn íþrótta-
bandalags Hafnarfjarðar og
Iþróttaráðs Hafnarfjarðar. I
íþróttanefnd ríkisins sat hann í
mörg ár, þar af formaður 1946 —
1949.
Árið 1951 réðst hann til íþrótta-
sambands Islands og hefur verið
framkvæmdastjóri þess síðan, eða
í 23 ár.
Margt hefur breytzt í starfsemi
ISÍ frá þvf að Hermann kom þar
til starfa. Lengst af bjó ÍSl við
þröngan húsakost og erfiðan fjár-
hag. Á þessu hefur orðið mikil
breyting hin síðari ár og verða
raunar straumhvörf í starfsemi
ISI að þessu leyti eftir að nú-
verandi forseti sambandsins Gísli
Halldórsson, tekur við forystu.
I fjöldahreyfingu eins og
íþróttahreyfingunni, þar sem sitt
sýnist hverjum og aldrei er hægt
að gera eins mikið og þyrfti að
gera, reynir mikið á lipurð,
sveigjanleika og ósérhlífni. Þetta
hefur Hermann Guðmundsson
tileinkað sér í starfi sínu, enda
eru félagsmálastörf á vegum
áhugamannahreyfingar þess
eðlis, að eigi tjáir að miða vinnu-
tíma eingöngu við ákveðna tíma
sólarhringsins. Það verður ein-
faldlega að gera hlutina, þegar
þess er þörf.
Undirbúningur og framkvæmd
margvfslegra þinga og funda eru
ríkur þáttur i starfi framkvæmda-
stjóra ISÍ og hefur Hermann þvf
aflað sér víðtækrar reynslu f þeim
efnum. Munu þeir mörgu aðilar,
er setið hafa íþróttaþing og aðra
fundi ÍSÍ á liðnum árum sammála
um, að þar hafi jafnan verið vel
og smekklega staðið að undirbún-
ingi og framkvæmd.
Síðan ég kom til starfa á ný hjá
íþróttahreyfingunni fyrir fáum
árum hefi ég átt gott samstarf við
Hermann Guðmundsson, þar sem
gagnkvæmt tillit hefir setið í
fyrirrúmi við úrlausn ýmissa
viðfangsefna.
Á ferðum mínum á vegum ISI
bæði innanlands og utan hefi ég
fundið, að Hermann hefur eignazt
marga kunningja í gegnum starf
sitt fyrir Iþróttasambandið, sem
hefðu gjarnan viljað samfagna
honum á þessum tímamótum.
Hermann hefur verið sæmdur
riddarakrossi hinnar Islenzku
fálkaorðu og öll íþróttasamböndin
á Norðurlöndum hafa sæmt hann
æðsta heiðursmerki sínu.
Hermann er fæddur 15. júnf
1914 á Holtsgötunni hér í Reykja-
vfk, en hefur lengst af átt heima í
vesturbænum í Hafnarfirði, þar
sem hann hefur gott útsýni út á
sjóinn, eins og hann segir sjálfur.
Hans mikla lán hefur verið að
mnRCFRLDRR
mÖCULEIKR VÐRR
eiga fyrirmyndar eiginkonu,
Guðrúnu Ragnheiði Erlendsdótt-
ur, ættaða úr Hafnarfirði. Þeim
varð þriggja barna auðið. Sonur
þeirra Guðmundur, er var skip-
verji á einu skipi Eimskipa-
félagsins, fórst af slysförum fyrir
fáum árum, en sonur hans,
Hermann, býr hjá afa sínum og
UM þessar mundir er útsala á
farþegaskipum og bflferjum — ef
einhver skyldi hafa áhuga á góð-
um kaupum, að þvf er Berlingske
Tidende skýrði frá á dögunum.
Meðal þeirra, sem vilja selja er
Sameinaða gufuskipafélagið
(DFDS). Hjá þvf eru til sölu far-
þegaskipið „Kronprins Frederik“
og bílferjan „Skipper Clement“.
Einnig er til sölu elzta bflferja
Mols-skipafélagsins. En það fylg-
ir fregninni, að framboðið sé all-
miklu meira en eftirspurnin og
þvf fari prfsarnir lækkandi með
degi hverjum. Er nú svo komið,
að útgerðarfyrirtækin reyna allt,
sem þau geta, til að finna einhver
verkefni fyrir skipin frekar en
selja þau við gjafverðí.
Fjölmörg skipafélög, sem á und-
anförnum árum hafa haldið uppi
farþegasiglingum um Miðjarðar-
haf, eru að hætta því vegna þess,
ömmu. Önnur börn þeirra eru
Auður húsfreyja í Hafnarfirði og
Baldvin starfsmaður Loftleiða.
Um leið og ég flyt Hermanni
mínar beztu afmæliskveðjur, óska
ég honum og fjölskyldu hans allra
heilla um ókomin ár.
Sig. Magnússon.
að tap var orðið mikið á þeirri
útgerð. Þeim fer sífellt fækkandi,
sem notfæra sér slfkar ferðir, t.d.
hafa 20.000 færri ferðamenn farið
í Miðjarðarhafssiglingu með skip-
um DFDS á þessu ári en áætlað
hafði verið.
„Skipper Clement" hefur verið
til sölu frá þvf hætt var regluleg-
um ferðum milli Norður-Jótlands
og Óslóar. Meðan beðið er kaup-
enda er skipið þó notað — þegar
verkefni fást. Næsta verkefni
þessa skips verður stytzta leigu-
ferð, sem um getur í sögu Samein-
aða gufuskipafélagsins, tólf daga
leiga fyrir 6000 sterlingspund á
dag. Leigutakinn er olfufyrirtæk-
ið BP, sem vfgir innan skamms
olíuborunarpall f Norðursjó, hinn
stærsta, sem þar hefur verið reist-
ur til þessa. Á skipið að hýsa gesti
fyrirtækisins f Newcastle og sigla
þaðan með þá út að pallinum, tólf
klst. siglingu.
Útsala á bílfer jum
og f arþegaskipum