Morgunblaðið - 15.06.1974, Side 31

Morgunblaðið - 15.06.1974, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1974 31 LiSTAHÁTÍÐ 1974 Jass og vísnasöngur frá Finnlandi FINNSKI söngvarinn Lasse Martenson tekur þátt I listahá- tíð og með honum kvartett Esko Linnavallis. Þessir fimm Finn- ar skemmta i hátíðasal Mennta- skólans við Hamrahlið sunnu- daginn 16. júni'kl. 20.30. Lasse Martenson er Reykvíkingum kunnur. Hann kom hingað með Lilla Teatern vorið 1973 og um leið var hann með í norrænu kvöldi fyrir Vestmannaeyja- söfnunina og þótti frábær. Kvartett Esko Linnavallis, sem er tónskáld og útsetjari, er ein bezta og þekktasta jasshljóm- sveit Finnlands. Lasse syngur bæði við eigin gítarundirleik og undirleik kvartettsins. Hann flytur vfsur og söngva úr söng- leikjum og ádeilusöngva og kvartettinn flytur m.a. konsert- jass. Ekki er áhlaupaverk að kynna listamanninn Lasse Mar- tenson í stuttu máli. Hann er allt í senn, tónskáld, hljóm- sveitarstjóri, söngvari og leik- ari. Ferill hans hófst fyrir 25 árum, er hann gerðist píanó- leikari í dixielandhljómsveit. Þá var hann 14 ára. Upp frá því má heita, að hann hafi lagt hönd að vel flestu I skemmtana- iðnaði. Tónskáldið og söngvarinn Lasse Martenson hefur þrisvar unnið keppni innan Finnlands um lag til að senda i Euro- Lasse Martenson, þegar hann kom hér með Lilla Teatern og með honum samleikkonur hans úr Kyss sjálu, Birgitta Ulfsson og Elina Salo. vision-dægurlagakeppni og sem söngvari hefur hann fjórum sinnum keppt fyrir hönd Finn- lands í þeirri keppni. Hann hef- ur einnig samið kirkjutónlist, messu til flutnings í sjónvarpi og eins á hljómplötu, sem hann stjórnaði sjálfur. Þá hefur hann útsett og stjórnað tónlist við ýmsa söngleiki og leikari þykir hann frábær, lék t.d. aðal- hlutverkið í Ó, þetta indæla strið og prófessor Higgins í My fair Lady. Fleiri hliðar á Iista- maðurinn, er t.d. allgóður mál- ari, grafiklistamaður og útskrif- aður úr listaskóla i Helsinki. Kvartett Esko Linnavallis er skipaður úrvals tónlistarmönn- um. Sjálfur leikur hann á píanó og hefur leikið með mörgum hljómsveitum á Norð- urlöndum. Hann hefur verið hljómsveitarstjóri við leikhús og stjórnað danshljómsveit finnska útvarpsins frá 1967. Einnig hefur hann leikið inn á margar hljómplötur. Eero Koivisoinen saxofón- leikari þykir mjög snjall. Finnsku jasssamtökin krýndu hann mann ársins 1967. Hann hefur krækt sér í fjölda jass- verðlauna, 1969 á alþjóðajass- hátíð 1 Montreaux, verðlaunin voru tónleikaför á Newport-jass- hátíðina I USA. Arið 1971 var honum veittur styrkur við Berkleetónlistarskólann í Bost- on. Koivisoinen er einnig tón- skáld og hefur samtið tónlist /við leikrit og kvikmyndir. Hann hefur leikið inn á margar hljómplötur. Pekko Sarmanto er bassaleik- ari kvartettins. Hann hefur leikið með ýmsum finnskum hljómsveitum og tekið þátt í jasshátíðinni 1 Björneborg hvert sumar frá 1966. Esko Ros- nell leikur á trumbur. Hann var aðeins 15 ára, þegar hann varð atvinnutónlistarmaður og hef- ur leikið með finnskum hljóm- sveitum. Árið 1967 fékk hann verðlaun á jasshátíðinni f Mon- treaux. LÉNHARÐUR FÓGETI Stjórnarmyndun erfið í Kambódíu Phnom Penh, 13. júní. AP. LONG Boret, forsætisráðherra Kambódíu, sagði af sér í dag vegna vaxandi sundrungar í samsteypustjórn hans og Lon Nol forseti fól honum strax að reyna myndun nýrrar stjórnar, samkvæmt góðum heimildum. Samkvæmt heimildunum verða ráðherrar nýju stjórnar- innar úr þeim armi flokks Lon Nols forseta, Þjóðlega lýð- veldisflokksins, sem styður Long Boret, og herforingjar. I stjórninni verða því ekki fulltrúar úr Lýðveldisflokki Sisowath Sirik Matak fyrrver- andi forsætisráðherra og flokksbroti, sem er í bandalagi með Cheng Heng fyrrverandi þjóðhöfðingja. Þessir tveir hóp- ar áttu sex ráðherra I sam- steypustjórninni. Ráðherrarnir sex sögðu af sér í síðustu viku til þess að mót- mæla þvf hvernig Long Boret brást við óeirðum stúdenta, er leiddu til þess, að menntamála- ráðherrann og staðgengill hans voru drepnir. Þeir gagnrýndu einnig hvernig stjórnin hefur haldið á efnahagsmálunum og öðrum vandamálum. Sundrungin á rætur í árásum á þingi á ráðherrann af hálfu flokksbrota Sirik Mataks og Cheng Hengs. Þjóðlegi lýð- veldisflokkurinn er í meiri- hluta á þingi. En breytingarnr á stjórninni munu lítil áhrif hafa á stéfnu stjórnarinnar. Henni ráða Lon Nol, Long Boret og bandaríski sendiherrann, John Gunther Dean, sem að sögn eins æðsta embættismanns stjórnarinnar „er viðriðinn nánast allar meiriháttar ákvarðanir stjórn- arinnar og jafnvel ýmsar minniháttar líka“. Peron skipar sömu stjórn Eins og frð var skýrt f Mbl. sl. fimmtudag er nú unnið að kvikmyndun leikritsins Lénharðs fógeta eftir Einar H. Kvaran á vegum sjónvarpsins. Meðfylgjandi mynd sýnir nokkra leikenda 1 hlutverkum sfnum. Frí merk j asýning íHagaskóla ’UM HELGINA mun Landssam- band fslenzkra frfmerkjasafnara gangast fyrir frfmerkjasýningu f Hagaskóla undir nafninu FRl- MERKI ’74. Sýningin verður opnuð föstudaginn 14. júnf kl. 17 og stendur fram á sunnudaginn 16. júnf. Á Frfmerki ’74 verða sýnd frf- merki ( 76 sýningarrömmum, þar af 69 1 samkeppnisdeild og 7 utan samkeppni. Dómnefnd þriggja kunnra ’ frfmerkjafræðinga, þeirra Sigurðar H. Þorsteinsson- ar, Bolla Davfðssonar og Magna R. Magnússonar, mun dæma um söfnin, og verða úrslit tilkynnt kl. 20 á föstudag. Sýningarefni er fjölbreytt og má m.a. nefna tvö söfn númerastimpla, ýmis afbrigði f fslenzkum frfmerkjum, Kristjáns IX, Jóns Sigurðssonar og Landslagsútgáfurnar og heild- arsafn fslenzkra frfmerkja eftir 1944. Af erlendum söfnum má nefna safn noskra frfmerkja, skátafrfmerki frá Afrfku, frfmerki með trúarbragðaefni og frfmerkið 100 ára frá ýmsum löndum. Póstur og sími mun starfrækja sérstakt pósthús á sýningarstað og sýningarnefnd hefur látið gera sérstök umslög, sem menn geta fengið stimpluð með stimpli sýn- ingarinnar. Þá hefur sýningar- nefnd gefið út sýningarblokk í aðeins 500 tölusettum eintökum og sýningarskrá. I sambandi við sýninguna mun L.Í.F. halda 7. landsþing frímerkjasafnara 1 Hagaskóla laugardaginn 15. júní og verður það sett kl. 15. Rétt til setu á þinginu hafa um 30 fulltrúar. Þetta er nfunda frímerkjasýn- ingin, sem L.Í.F., eða aðildarfélög þess, gengst fyrir og er jafnframt sú stærsta, sem haldin hefur verið af samtökum frímerkjasafnara hér á landi til þessa, þar sem á annað þúsund albúmsíður verða sýndar á þessari sýningu. Buenos Aires, 13. júní. AP. JUAN D. Peron forseti skipaði f dag nýja stjórn, sem er skipuð nákvæmlega sömu ráðherrum og sú stjórn, sem sagði af sér f morgun. Með því að skipa aftur sömu stjórn er talið, að Peron vilji treysta stöðu hennar gagnvart andstæðingum stefnu hennar í efnahagsmálum. I stjórninni sitja þeir menn, sem talið er að beri höfuð- ábyrgðina á efnahagsstefn- unni: Jose Lopez Rega, einka- ritari Perons og félagsmálaráð- herra, og Jose Galbard efna- hagsmálaráðherra. Áður en stjórnin fór frá hafði Peron hótað því í sjónvarps- ræðu að segja af sér ef þjóðin væri ósammála efnahagsstefn- unni og fela völdin f hendur mönnum, sem hefðu betri von um árangur. Peron dró hótunina til baka þegar tugþúsundir verkamanna gengu fylktu liði til forsetahall- arinnar og skoruðu á hann að sitja áfram. Foringjar peronistaflokksins höfðu lagt til, að stjórnin segði af sér til þess að gefa Peron frjálsar hendur f baráttunni gegn verð- bólgunni. Þrátt fyrir gagnrýni úr röð- um verkamanna á undanförn- um vikum virðist Peron hafa treyst stöðu sína og stefnu sína í efnahagsmálum. Peron hótaði oft að segja af sér í fyrri for- setatíð sinni og hótaði því á ný í janúar, þegar skæruliðar marx- ista ráðust á herstöð og drápu fimm. Peron kom á kaupgjalds- og verðlagsstöðvun í maf 1973, en á fyrstu mánuðum þessa árs' jókst verðbólgan um 12%. I aprfl voru leyfðar 13% kaup- hækkanir en verð var hækkað á mörgum afurðum vegna olfu- krepppunnar. Sfðan hefur oft komið til verkfalla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.