Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JUNÍ 1974 3 VINSTRI FLOKK- ARNIR ÞORA EKKI AÐ RÆÐA EFNAHAGSMÁLEM JÓN Árnason á Akranesi skipar efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins f Vesturlandskjördæmi í alþingiskosningunum á sunnudag. Er við rædd- um við Jðn síðdegis f gær sagði hann, að á fram- boðsfundum f Vestur- landskjördæmi færi mestur tími í innbyrðis átök og deilur milli stjðrnarflokkanna. Jón sagði, að sjálfstæðis- menn f kjördæminu væru staðráðnir f þvf að fylgja fast eftir sigrinum f byggðakosningunum. — Við spurðum Jón Árnason fyrst um framboðsfundina. Hann sagði: — Við höfum þegar haldið fjóra sameiginlega framboðs- fundi hérna f Vesturlandskjör- dæmi. Fundirnir hafa gengið ágætlega og greinilegt er, að sú hreyfing, sem kom upp f byggðakosningunum fyrir mán- uði, heldur áfram. — Þið eruð þá f sókn á Vest- urlandi sem annars staðar? — Já alveg tvfmælalaust; það er engin ástæða til þess að halda annað. — Um hvað hafa umræður á sameiginlegu framboðsfundun- um snúizt aðallega? — Af þvf, sem fram hefur komið á þessum fjórum fund- um, sem þegar hafa verið haldnir, er greinilegt, að stjórnarflokkarnir vilja sem mest forðast allar umræður um efnahagsástandið og þann veika grundvöll, sem atvinnu- lffið byggir á f dag. Þetta er afleiðing stjórnarstefnunnar; þeir vilja sem minnst um þessa efnahagsringulreið tala. — segir Jón Arnason um kosninga- baráttuna á Vesturlandi — Hefur ekki verið hart deilt um varnarmálin? — Jú, auðvitað hafa miklar umræður farið fram um þau málefni. Þó hefur einn fram- bjóðandi Framsóknarflokksins mest haft sig f frammi f þeim umræðum, Alexander Stefáns- son f Ólafsvfk, sem jafnframt lýsir þvf yfir á hverjum fundi, að hann sé f baráttusætinu hjá Framsóknarflokknum. — Er það nú ekki óskhyggja hjá Alexander? — Jú, jú, mikil ósköp, tóm óskhyggja. En hann lýsti yfir þvf á fyrsta sameiginlega fram- boðsfundinum, sem haldinn var f Búðardal, að hann for- dæmdi stefnu Sjálfstæðis- flokksins f varnarmálum og myndi berjast gegn henni af alefli, kæmist hann á þing. Hann byrjaði svona. Við bentum á, að hann væri með þessu að lýsa andstöðu sinni við vilja mikils meirihluta þjóðar- innar, sem skýrt hefði komið fram f undirskriftasöfnun Var- Jón Arnason: Við erum stað- ráðnir f þvf að fylgja eftir sigr- inum f alþingiskosningunum. ins lands. Ég held, að það hafi heldur dregið niður f honum upp á sfðkastið, enda er vilji meirihluta þjóðarinnar skýr f þessu máli. — Hvernig er einingin á stjórnarheimilinu? — Það má segja með sanni, að talsverður tfmi á hverjum framboðsfundi fari f innbyrðis deilur milli vinstri flokkanna. Framsóknarflokkurinn og kommúnistar eru þó á sama máli um eitt atriði. Þeir eru báðir vissir um, að SFV tapi miklu fylgi. Annars þrátta þeir innbyrðis um atkvæðaskipt- ingu og eigið ágæti. — Þú mátt þá væntanlega vera bjartsýnn og þið sjálf- stæðismenn? — Ég er bjartsýnn og tel raunar, að Sjálfstæðisflokkur- inn muni auka fylgi sitt frá byggðakosningunum. Á hinn bóginn er ekki auðvelt að geta sér til um það, hvernig atkvæð- in skiptast á milli vinstri flokk- anna. Það er mikill baráttuhugur f sjálfstæðismönnum hér f kjör- dæminu. Við erum staðráðnir f að fylgja fast eftir þeim mikla sigri, sem vannst f byggðakosn- ingunum. Húsgagnaframleiðendur stofna útfhitningssamtök ÞRETTÁN húsgagnaframleið- endur hafa stofnað með sér út- flutningssamtök til að kynna og selja fslenzk húsgögn á erlendum mörkuðum. Mun starfsemi sam- takanna f fyrstu beinast að þvf að gera ýtarlega markaðskönnun á húsgagnamörkuðum erlendis. Framleiðendurnir þrettán hafa skuldbundið sig til þátttöku f þrjú ár og er ætlunin að kanna til hlftar útflutningsmöguleika fyrir fslenzk húsgögn á þessum tfma og verðúr samstarfið endurskoðað þegar árangur þess starfs kemur f Ijós. 1 fyrra voru flutt út húsgögn fyrir um 4,4 miiljónir króna en innflutningur erlendra húsgagna nam um 55 milljónum. I ár er heimilt að flytja inn húsgögn fyrir 75 milljónir króna. Hjalti Geir Kristjánsson for- maður samtakanna sagði nýlega á fundi með blaðamönnum, að aðal- hvatinn að stofnun þessara sam- taka væri fyrirsjáanleg aukning á innflutningi húsgagna vegna afköstum. Hafa samtökin í huga að leggja áherzlu á að framleiða húsgögn f sérflokki hvað varðaði gerð og gæði. Sagði Hjalti Geir, að nauðsynlegt væri að gera sérstakt átak f hönnunarmálum þessarar iðngreinar og þvf hefðu samtökin fengið fimm íslenzka húsgagna- arkitekta til samstarfs. Er vonazt til, að með tímanum geti orðið til íslenzk stílhefð í húsgagnagerð byggð á íslenzkum sérkennum. Fyrirhugað er að taka þátt í hús- gagnasýningu f Kaupmannahöfn í maí á næsta ári. Samtökin hafa fengið hingað til lands erlendan sérfræðing til ráð- gjafar, Finnan Asko Karttunen, en hann er formaður finnsku húsgagnaútf 1 utni ngssamtakanna og framkvæmdastjóri sölumála hjá finnska stórfyrirtækinu Asko, sem vera mun stærsti húsgagna- framleiðandi á Norðurlöndum. Mun Karttunen aðstoða samtökin við gerð vinnúáætlunar fyrir næstu þrjú árin og ræða við hús- Stjórn og varastjórn Utfl. samtaka húsg.framleiðenda. Stjórn sitjandi, frá vinstri: Helgi Halldórsson ritari, Hjalti Geir Kristjánsson formaður, Asgeir J. Guðmundsson varaformaður. Varastjórn standandi, frá vinstri: Sverrir Hallgrfmsson, Guðmundur Guðmundsson og Jón P. Jónsson. niðurfellingar tolla og kvóta á þessum vörum skv. Efta sam- komulaginu, sem leiddi til auk- innar samkeppni islenzkra fram- leiðenda við erlenda. Væri ljóst, að við vaxandi innflutning minnk- aði markaðshluti fslenzkra hús- gagnaframleiðenda og yrðu þeir því að leita nýrra markaða til að geta framleitt með fullum gagnaframleiðendur hér um markaðs- og sölumál almennt. I stjórn útflutningssamtaka húsgagnaframleiðenda eru: Hjalti Geir Kristjánsson for- maður, Asgeir J. Guðmundsson, varaformaður og Helgi Halldórs- son, ritari. Varastjórn skipa þeir Guðmundur Guðmundsson, Jón Framhald á bls. 39 Vinstri samvinna í verki O ' -■ Lúðvfk Jósepsson: Islendingar hafna samningum, þeir hafa kosið Ieið skæruhernaðarins. FORMAÐUR þingflokks Fram- sóknarf lokksins upplýsti ný- lega, að Lúðvfk Jósepsson hefði fyrst og fremst notað land- helgismálið til þess að ala á úlfúð f garð vestrænna vina- og samstarfsþjóða tslendinga. Vitaskuld veit formaður þing- flokks Framsóknarflokksins gerst, hvað átt hefur sér stað f þessum efnum f herbúðum rfkisstjórnarinnar. En yfirlýs- ingar ráðherranna sjálfra tala þó skýru máli sem fyrr: Hannibal: Samn- ingar nauðsynlegir' t maf 1972 sagði Hannibal Valdimarsson: „Nauðsynlegt er að ná bráðabirgðasamkomulagi f landhelgisdeilunni." t Lúðvík: Samningar eru fánýtt hjal Lúðvfk svaraði um hæl og sagði: „Allt tal um samninga við vina- og viðskiptaþjóðir er fánýtt hjal.“ Einar: Getum náð samkomulagi 1 lok maf mánaðar 1972 sagði Einar Ágústsson: „Ég tel, að þessar viðræður muni leiða til samkomulags um fiskveiðirétt- indin. Ég held, að þegar við förum frá London aftur, hafi náðst lausn, sem við getum sætt okkur við.“ Lúðvík: Þessum viðræðum er lokið Af einhverjum ástæðum var þó ekki samið sumarið 1972 og f október sagði Lúðvfk eftir við- ræður þá: „Ég segi bara, að þessum viðræðum er lokið án árangurs.“ Einar: Viðræð- urnar báru árangur Einar svaraði Lúðvfk: „Við- ræðurnar hafa komið að gagni eins og til stóð og hafa borið þann árangur, sem búist var við.“ Lúðvík: Ég hef þegar sagt . . . En Lúðvfk átti sfðasta orðið að vanda: „Ég get ekki viðhaft ummæli um það, sem mér er sagt, að Einar Agústsson hafi sagt. Ég hef þegar sagt mein- ingu mfna skýrt og tel það nægilegt.“ Hannibal: Lúðvík fær enga sæmd af þessu 1 lok október 1972 skaut Hannibal á Lúðvfk: „Það er mfn sannfæring, að hver sá stjórnmálamaður, sem reyndi að slá sig til riddara á land- helgismálinu eða sá stjórn- málaflokkur, sem það reyndi, fengi af þvf enga sæmd. Það sæmir engum að telja sig öðr- um heilli f landhelgismálinu. Hvfslingar um úrtölur og undanhaldsmenn f þessu máli málanna eru fram til þessa til- efnislausar og aðeins til þess fallnar að grafa undan og veikja samstöðu þjóðarinnar. Ólafur: Eigum að semja I nóvember 1972 segir Olafur Jóhannesson: „Mfn skoðun er sú, að við eigum að leggja mikið á okkur til þess að ná samkomulagi f landhelgisdeil- unni, þó að við fáum aldrei þá lausn, sem við værum algjör- lega ánægðir með.“ Þjóðviljinn: Kjósum skæruhernaðinn 1 júlf 1973 lýsir Þjóðviljinn sfnum hug fyrir hönd ráðherra Alþýðubandalagsins: „ls- lendingar hafa hafnað þeirri leið að semja við Breta. Þeir hafa valið þann kost að þrauka og gera innrásarliðinu allt til miska. Þeir hafa kosið aðferð skæruhernaðarins." Lúðvík: Enga samninga I byrjun október 1973 segir svo Lúðvfk: „Allar aðstöður til samninga eru erfiðari nú en áður.“ Ólafur: Já, ég vil samþykkja Um miðjan október segir Hanniba! Valdimarsson: Sá, sem reynir að slá sig til riddara á landhelgismálinu, fær af þvf enga sæmd. Ólafur Jóhannesson: „Ég tel, að nú sé fáanlegur grundvöllur fyrir bráðabirgðalausn, sem er hagstæðari en Bretar hafa hingað til fengist til að semja um.“ Og nokkrum dögum sfðar: „Já, alveg ákveðið, ég vil sam- þykkja þessar tillögur.“ Lúðvík: Óaðgengi- legir úrslitakostir Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins var ekki sama sinnis og forsætisráðherrann: „Þing- flokkurinn hafnar tillögum Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.