Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNl 1974 37 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJONSDÓTTIR. 40 þvi alla nóttina að skipa gestum niður við borðin, fékk vægt tauga- áfall. Síðan fórum við upp í veit- ingasalinn, þar sem pattaralegur lektor frá Osló hélt fyrirlestur um merka en óþekkta norska skáld- konu og sfðan snerum við okkur að krásunum, sem fram voru bornar í borðsalnum. — Hamingjan sanna! Er ætlun hans að við étum á okkur gat! Ég leit um öxl og sá mittismjóa ungmeyju, Görel Fahlgren smeygja sér að borðinu með kræs- ingunum, í fylgd með Staffan Arnold. Ég sá einnig þau Kersti Ryd og Ingmar Granstendt og ég gat ekki varizt að hugsa með þakklæti um, að nú fengi Ingmar þó einu sinni ærlega máltið. Ég hafði til borðs sjálfan Antonsson prófessor og þar sem hann er bæði skemmtilegur og skrafhreifinn var það hin ánægju legasta stund, sem við áttum sam an. Við töluðum um allt milli him- ins og jarðar, nema morð og þegar ég sagði svona I leiðinni að mér fyndist Pelli — sem sat skammt frá okkur—furðu fölur og þreytu legur og líklega kviði hann fyrir doktorsvörninni, svaraði prófess- orinn þvi þurrlega, að það skildi hann undur vel og síðan fórum við að ræða um, hvar heppilegast væri að fá sér land undir sumar- bústað og deildum við um það efni drykklanga stund, í mestu vinsemd þó. Ösjálfrátt hvarflaði hugur minn að því, hvað það væri fráleitt og óhugnanlegt að við sætum hér, glöð og kát og lifandi og biðum eftir að horfa á revfu, þegar Eva væri tekin að rotna í gröf sinni og að morðingi hennar sæti hér á meðal okkar — að öllum líkind- um. En svo var tjaldið dregið frá og ég varð eins og aðrir að hlæja tryllingslega að þeirri sönnu Hug- B stemningu, sem var töfruð fram á sviðinu. Jan Hede kom fram og söng gamanvísur um bókasafnið og okkar ástkæru Lillemor. Prófessorinn hvíslaði, svo að vel mátti greina: Hver er Lille- mor? og samstundis var sussað á hann úr öllum áttum, en ég gat þó hvíslað þvf að honum, að það væri ung stúlka sem hefði öllu meiri áhuga á karlmönnunum á safninu en náminu sjálfu. Karl Gustaf Segerberg, sem átti að visu að koma fram sem andmælandi eftir fáeina daga, lét ekkert á sig bíta og sýndi ótvíræða leikhæfileika sfna — hann kom inn klæddur kvenmannspilsi og gulri peysu og hann burfti ekki annað en hreyfa sig Lillemorslega á sviðinu, þegar hann nálgaðist Jan, til að salurinn veltist um af hlátri. Að revíunni lokinni voru ljósin kveikt og allir voru kátir og léttir á svip, nema einn var drungaleg- ur og samanbitinn að sjá — Pelle Bremmer. Hann varð þess var, að ég var að horfa á hann og reyndi að brosa til mfn, en það varð að- eins aumkunarverð gretta og ég var aftur rifin á vit raunveruleik- ans. Ég gat að vísu ekki neitað. þegar Antonsson prófessor bauð mér upp í fyrsta valsinn, en kæti mfn var horfin, og ég hafði ekkert gaman af dansinum — aldrei þessu vant. Görel sveif framhjá f fangi Staffans og mér flaug allt í einu í hug, að hún væri venju fremur föl. Við einn vegginn stóð Ingmar Granstedt, einn og yfir- gefinn... og einhvers staðar heyrði ég hláturinn í Lillemor. Þegar dansinum var lokið fór ég niður á næstu hæð. Mig sár- langaði f vatnsglas og til að vera ein í nokkrar mínútur. En í for- salnum stöðvaði húsvörðurinn, hr. Andersson, mig. — Ekki mætti ég nú biðja yður, frú Bure.... byrjaði hann hikandi — Þannig er mál með vexti að það kom ung stúlka hérna niður rétt áðan og hún grét svo sárt, að ég varð alveg ruglaður. Ég hleypti henni inn f lestrarsalinn, því að ég bjóst við, að hún vildi fá að vera ein. En nú er ég að velta því fyrir mér, hvort ekki væri réttast að einhver færf til hennar. Svo að ef þér vilduð nú tala við hana, frú Bure,... Inni í lestrarsalnum var svalt og kyrrt. Það liðu nokkrar sekúndur áður en ég kom auga á Kersti. Hún knipraði sig saman í einum hægindastólnum og þegar hún kom auga á mig fór hún aftur að gráta beizklega, svo að tárin runnu í strfðum straumi niður vanga hennar. Ég lagðist á hnén við hlið hennar og rétti henni vasaklútinn minn. Hún snýtti sér duglega og stamaði með miklum ekka: — Venjulega . .. læt ég ekki svona ... En ég gat ekki afborið að horfa á hann ... svona glaðan og eins og ekkert væri. Hvernig getur hann .. . hvernig getur hann ... Þegar Eva er dáin og hann .... Hún fór aftur að gráta, og ég varð alveg ringluð, — skyldi hún segja eitthvað meira? Hvað átti hún við? Hvern var hún að meina? Jan Hedi og Karl Gustaf? Jan Hedi og Karl Gustaf? Annanhvorn þeirra... eða átti hún við eitthvað annað... En nú hafði hún beitt öllu sínu þreki til' að ná stjórn á sér. Hún snýtti sér enn einu sinni og sagði svo af ákefð: — Gleymdu því, sem ég var að röfla áðan. Það var bara rugl. ÉG MEINTI EKKERT MEÐ ÞVl SEM ÉG SAGÐI. Skilurðu það ..’. alls ekki neitt. Og áður en ég gat nokkuð að- hafst frekar stökk hún á dyr. Frammi stóð Andersson og starði út í myrkrið: — Hún hljóp út, tautaði hann hissa ... Hljóp án þess að fara í kápu. Og út í þetta líka veður .... 14. kafli. Kersti Ryd var reyndar ekki eina manneskjan, sem kom ein- kennilega fram þetta kvöld. Rétt eftir að hún var rokin varð ég af tilviljun vitni að atviki, sem varð til þess, að ég braut heilann enn meir. Og samt sem áður staðfesti það ef til vill aðeins þær grun- semdir, sem ég hafði alið með mér. Ég veit ekki hvað olli því, að ég fór aðra leið upp en ég hafði komið niður. Og rétt á bak við sviðið sá ég mannveru, sem stóð ein — Görel Fahlgren, föl og um- komuleysisleg, í fjarska dunaði dansmúsíkkin. VELVAKANDI Velvakandí svarar í síma 10-100 kl 10.30 — 1 1 30, frá mánudegi til föstudags. # Heimsmet í vérðbólgu Ingjaldur Tómasson skrifar: „Ríkisstjórn Islands hefir gefið þjóðinni ömurlegan minnisvarða á þjóðhátiðarári með þvf að magna, ýmist með óviturlegum aðgerðum eða með algeru stjórn- leysi, hið hrikalegasta verðbólgu- bál, sem nokkurn tíma hefir þekkzt hér og þótt víðar væri leitað. Það er óneitanlega kald- hæðnislegt, að helzt megi líkja stjórninni við einræðisstjórnina I Grikklandi, kannski óvíst hvor á verðbólgumetið. 0 Óðaverðbólga er grímuklætt gengisfall Allir, sem kaupa vöru eða þjónustu, finna hvernig krónan fellur og verður stöðugt verð- minni innanlands. Þetta endar svo með gengisfalli erlendis, þegar búið er að magna verðbálið svo mikið, að engin útflutnings- framleiðsla er samkeppnisfær og að því stefnir nú óðfluga. Að þetta skuli geta gerzt í ein- dæma góðæri er flestum ofraun að skilja. # Spánný hagfræði Það hefur jafnan þótt stefna til hagsældar og bættrar afkomu, þegar einstaklingar (félög eða ríki) geta selt vörur sínar fyrir gott verð, en versnandi afkomu, þegar varan fellur í verði. Nú- verandi ríkisstjórn og málgögn hennar halda því hins vegar fram, að því betur sem varan selst erlendis, þeim mun verra sé að stjórna f jármálum þjóðarinnar. Hvernig hefði núverandi stjórn farið að ef hún hefði orðið fyrir öðru eins verðfalli og samdrætti f útflutningi og viðreisnarstjórnin varð að glíma við f að minnsta kosti 2 ár? # Gerningaþokan fyrir kosningar Til þess að fela það ófremdar- ástand, sem búið er að sökkva þjóðinni í, er gripið til svo gegndarlausra niðurgreiðslna á landbúnaðarvörum, að lítt skiljanlegt er, hvernig slíkt getur gerzt. Hitt er auðskilið hverjum islenzkum kjósanda, að þetta er ekkert annað en svimhár hengingarvfxill, sem þjóðin verð- ur að greiða að fullu innan tíðar ásamt allri skuldasúpunni, sem stjórnin hefir stofnað til erlendis, og svo til bragðbætis verður þjóð- inni gert að greiða greiðsluhalla hinna nýju skuttogara og annarrar útflutningsframleiðslu. Ég er þess fullviss, að íslenzkur almenningur sér vel í gegnum allt þetta ömurlega kosningamold- viðri, sem stjórnin er að reyna að fela sig í. Hinn þögli meirihluti íslenzkra kjósenda sýndi það með undir- skriftum Varins lands og nú sfðast með þvf að lýsa vantrausti á stjórnina í bæjar- og kauptúna- kosningunum. # Stefna til fram- fara og hagsældar Það hefir nú þegar komið f ljós, að nýunninn stórsigur Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavfk og nágrenni hefir gert það mögulegt að gera stórátak í nýtingu jarð- varmanámanna hér í nágrenninu til stórhagsældar fyrir fólkið, sem annars neyðist til að nota rándýra innflutta olfu til húsahitunar. Margt fleira þessu líkt á eftir að koma í ljós. Ég vil að lokum skora á bæði aldna og unga, sem kosningarétt hafa, að fylkja sér um að vinna að falli núverandi vandræða- stjórnar, en það tekst tæpast nema sjálfstæðismenn vinni tals- vert stærri sigur en f síðustu kosningum. Það er líka fullvíst, að það, sem tryggir að þjóðin fái stórhuga og trausta framfara- stjórn, er, að sem allra flestir landsmenn kjósi Sjálfstæðisflokk- inn. Ingjaldur Tómasson." # Sundnámskeið fyrir börn Kona nokkur hafði samband við Velvakanda. Sagðist hún eiga börn á aldrinum 6—8 ára, sem hún hefði hug á að senda á sund- námskeið. Hún sagðist hafa vitað um slfk námskeið í sundlaug Vest- urbæjar og hefðu þau verið hald- in þar um árabil. Mikil aðsókn væri að námskeiðunum, en þau væru venjulega snemma sumars og komust þá færri að en vildu. Hún sagðist hafa verið of sein til að láta skrá krakkana á það námskeið, sem nú stæði yfir, en hefði þá farið að spyrjast fyrir um, hvenær það næsta yrði hald- ið, en þá hefði komið f ljós, að fleiri námskeið yrðu ekki haldin. Nú vill konan beina þvf til þeirra, sem að slfkum námskeiðum standa, hvort ekki sé hægt að halda fleiri, eða jafnvel halda uppi sundkennslu fyrir börn allt sumarið. Vitað sé, að sundiðkun er heilsusamleg fólki á öllum aldri og líka lffsnauðsynlegt fyrir alla að kunna að synda. Að sjálfsögðu sé sundkennsla f sambandi við skyldunámið, en börn geti hafið þetta nám mun fyrr en gert er ráð fyrir þar. # Tíu á toppnum Tveir foxillir unglingar komu að máli við Velvakanda nýlega. Þeir áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa andúð sinni á þeirri ráð- stöfun, að þátturinn „Tíu á toppn- um“ skuli hafa verið fluttur yfir á sunnudaga f stað þess að vera á laugardögum eins og verið hefur frá upphafi. Þeir sögðu, að allir þeirra vinir og kunningjar væru á einu máli um þetta, og vilja skora á „valdaklíkuna í útvarpinu" að kippa þessu í lag eins og skot. Wagner úthýst í Israel Tel Aviv, 24. júní. AP. Fflharmóníuhljómsveit tsraels og Zubin Mehta hljómsveitar- stjóri létu undan ofbeldishótun- um f dag og aflýstu tónleikum með tónlist eftir Richard Wagn- er. ísraelsmönnum er í nöp við tónlist Wagners þar sem þeir telja hana tákn Hitlers og nasismans. Fyrrverandi fangar úr útrýming- arbúðum höfðu hótað að brjóta allt og bramla f stærsta tónleika- sal Tel Aviv um leið og Metha gæfi hljómsveitinni merki um að hefja flutning á „Ragnarökum". „Við gátum ekki tekið þessa áhættu," sagði framkvæmdastjóri filharmónfusveitarinnar. r ~ * * * Iran vill kjarnorku frá Frökkum París, 24. júní. NTB. AP. NOKKRUM tímum áður en írans- keisari kom til Frakklands í opin- bera heimsókn í dag var því opin- berlega neitað, að rétt væri haft eftir keisaranum í blaðaviðtali, að iranir hygðust koma sér upp kjarnorkuvopnum. Hins vegar hafa Iranir áhuga að kaupa fimm kjarnorkustöðvar af Frökkum, sem eiga f samkeppni við Bandaríkjamenn og Kanada- menn um slíkan samning. Keisar- inn mun kynna sér rækilega frönsk kjarnorkumál f heimsókn- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.