Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1974
~W~% W a /» af Smásaga
Kekstrarterö
„Mér fannst malurinn léttur sem hún rétti mér.
„Ykkur verður gert eitthvað gott á Hálsi, ef ég þekki
þau rétt þar, svo þetta dugar, en tef jið ekki lengi þar
og ekki að drolla á leiðinni, svo ég verði ekki hrædd.“
Svo kyssti hún okkur og sagði blíðlega: „Guð veri
með ykkur.“ Fjárhópurinn rann upp túnið og í
gegnum hliðið, einhver hafði opnað það, líklega
mamma. Við urðum að hlaupa svo hópurinn kæmist
strax í réttu fjárgöturnar. Þegar við loksins gátum
litið um öxl var ljósið horfið og rökkrið huldi bæði
mömmu og lambakofann.
Hægt og hægt reis dagurinn. Undir fótum okkar
brakaði í smáskænum eftir frost næturinnar og við
komumst í gott skap. Þegar roðinn á himninum
breiddi úr sér, fórum við að rífast. Við gátum ekki
orðið sammála um, hvort það var morgunroðinn eða
kvöldroðinn. Sólin sjálf skar að lokum úr deilunni.
Lengi gengum við aftur á bak og horfðum heim.
Áin var eitthvað svo ólík sér héðan. Upp úr strompn-
um á bænum steig blár reykur beint upp í loftið og
sagði frá því, hvað nú var að gerast heima. Allir
hlutu að vera vaknaðir og voru kannski að tala um
okkur. Við hættum ekki að horfa heim fyrr en við
duttum bæði. Hver vissi nema það væri aðvörun. Fía
sagði, að þeir sem gengju aftur á bak, gengju móður
sína í gröfina.
Þótt reksturinn væri rólegur, var þó betra að hafa
gát á tveim gimbrum, þær vildu alls ekki vera
aftastar, heldur stukku til hliðar þegar minnst varði,
en aldrei tókst þeim að styggja hópinn né troða sér
inn í hann.
Veðrið hlýnaði meir og meir. Fjárgöturnar urðu
hálar, svo við gengum troðningana, sem voru grasi
grónir á sumrin. Systir mín varð heit og rjóð á
göngunni og bað mig að leysa hnútinn á bakinu á sér,
svo hún gæti tekið af sér hyrnuna. í þeim svifum tók
ég eftir því, að bærinn var kominn í hvarf. Ég renndi
augunum rannsakandi yfir móana og óttinn læsti sig
um hverja taug. 1 leirflagi ekki langt frá var eitthvað
svart sem hreyfðist. Systir mín greip í mig. „Af
hverju ertu svona undarlegur, sérðu eitthvað?“
spurði hún. Ég benti á flagið. Hún starði lengi
þangað. „Þarna er eitthvað svart sem hreyfist.“
Henni svelgdist á um leið og hún sleppti orðinu.
„Pabbi segir, að sá sem sést rétt eftir að bærinn er
kominn í hvarf, sé ekki hættulegur,“ sagði ég skýrt
og skorinort okkur báðum til hughreystingar. Við
urðum að halda áfram hvað sem það kostaði, en
hvílíkur léttir þegar tveir hrafnar flugu upp og
krunkuðu matarlega. Kindurnar styggðust ekki
vitund og við þurftum auðvitað að sjá, hvað það var
sem fuglarnir voru að kroppa. Uppblásin og hryllileg
kind lá steindauð í flaginu. Við flýttum okkur í burt.
Þó við værum bæði jafn fegin, að þetta var ekki
annað verra, fannst mér þó í aðra röndina, að við
hefðum sloppið fullvel frá hræðslunni. Til að bæta
hana dálítið upp, sagði ég með dimmri röddu. „Ef
hún hefir nú verið lifandi, þegar þeir byrjuðu að
kroppa." Systir mín veinaði, svo varð hún óðamála.
Öndin Ólafía
og auðu reitirnir
Öndin Ólafía er komin á kreik með
ungana sína, eins og sjá má í þessu
myndaspili. — En myndin er ekki
fyllilega saman sett. — Fjórir reitir
eru auðir — bókstafir settir þar, — en
til hliðar við myndaspilið eru reitirnir
sem vantar. Nú er það þitt að koma
reitunum á sinn rétta stað í mynda-
spilið, svo það sé eins og það á að vera.
£Nonni ogcTVlanni Jón Sveinsson
Ég brá treyjunni yfir axlimar og lijálpaði Manna
í prjónapeysuna sína. Síðan gengiun við út. Sumar-
nóttina var björt og beið.
Og bér var fagurt um að litast.
Vesturloftið var til að sjá eins og ládautt og lygnt
ómælisbaf, sem glitraði allt í fögru litaskrxiði. Allt
var |>að j>ó blátt. en blæbrigðin voru svo margvísleg.
litirnir svo mjúkir og blámarákirnar svo fagurlega
samanslungnar. að }>ví verður ekki með orðum lýst.
En auslurloftið var eins og ólgamli eblbaf. Þar var
allt á iði og fteygiferð. Þar glitraði allt og glóði, glamp-
aði og blikaði. í fögrum, sterkum litum. Gult, rautt,
blátt, dumbrautt og logagyllt ófst livað inn í annað.
„En livað jietta er fallegt“, kallaði Manni frá sér
numinn.
„Já, Manni, það er dásamlegt. Svona fallegan bef
ég aldrei séð bimininn áður“.
Þarna stóðuin við svo þegjandi stnndarkorn og dáð-
umst að dýrð og fegurð næturinnar.
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
Við áttum cngin orð til að lýsa þeim Ijóma. Sér-
staklega varð okkur starsýnt á austurloftið.
Þar var eins og björtustu og sterkustu litirnir væru
að berjast um völdin. Þeir slöng\uðu frá sér logagullnu
geislaflóði í allar áttir, út um endalausan himingeim-
inn.
Fjallatindarnir glóðu allir, eins og þeir stæðu í
björtu báli.
Og livað allt var þögullt og bátíðlegt! Það var eins
og öll fjöllin lægju á bæn.
Við hlustuðum lengi, en heyrðum ekkert liljóð neins
staðar.
„Eigum við ekki að bóa og vita, hvort nokkur svarar
okkur?“ sagði Manni allt í einu.
„Jú, Manni. Það skulum við gera“, sagði ég.
Við hóuðum nú báðir eins hátt og við gátum út í
dauðaþögla næturkyrrðina.
„Hoú. hú, hú!“
Síðan hlustuoum við. — En við heyrðum ekkert
nema veikt bergmál í fjarska.
(IkÖimofgunkQÍfinu
— Það lítur út fyrir, að það sé
rétt — buffið er hart. En ég
skal fara strax og sækja beitt-
ari hníf...
— Þér verðið að tala um það
við konuna mfna... hún gaf
mér leyfið...