Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JUNl 1974 31 sjálfs sln en hann krafðist af öðr- um. Okkur finnst erfitt að sætta okkur við þegar dugnaður og hæfileikamenn eins og hann eru burtu kallaðir i miðju dagsverki, en vegir guðs eru órannsakanleg- ir, en minningarnar lifa um ást- ríkan heimilisföður, indælan dreng og traustan vin. ^ Að leiðarlokum færi ég Kristjáni innilegustu þakkir fyrir aldarfjórðungs vináttu og sam- vinnu, sem aldrei bar skugga á. Við öll sem fyrr eða sfðar áttum samstarf með honum hér I Brauð- gerðinni og Kaupfélaginu þökkum af alhug samfylgdina og biðjum honum allrar blessunar handan hafsins. Dýpstu samúð vottast eigin- konu hans, börnum, móður og tengdamóður og öllum skyld- mennum I þeirra miklu sorg og megi Guð græða sár þeirra og trúin gefa þeim fyrirheit um, að lífið sé sterkara en dauðinn. Tr. Fr. Einn af stofnendum Lions- klúbbs Önundarfjarðar, Kristján Guðmundsson bakarameistari, var jarðsettur hinn 24. júní. Andlát hans bar brátt að og hann er öllum, sem hann þekkja, harm- dauði. Kristján var mikill félagsmála- maður og naut Lionshreyfingin krafta hans I ríkum mæli þann tfma, sem honum auðnaðist að starfa innan hennar vébanda. Kristján var mjög trúr einkunn- arorðum Lionshreyfingarinnar, sem fjalla um þjónustu við samfé- lagið og sýndi þá þjónustulund margoft í verki með störfum sfnum og forystu innan Lions- klúbbs Önundarfjarðar. Hugsjón- ir hreyfingarinnar voru honum allt annað og meira en orðin tóm, þau voru honum hugstæð og hjartfólgin, enda mjög í samræmi við alla gerð hans. Hann hafði sótt alla fundi klúbbsins frá stofnun hans og ávallt hlýtt kalli þegar menn voru boðaðir til verka fyrir klúbbinn og oft í forystu, bæði fundvís á verkefni og fús til að leggja fram sitt lið. Að slíkum mönnum er mikil eftirsjá. Við kveðjum Kristján með kærum þökkum fyrir hans mikla og góða starf og fyrir gamansemi hans og létta lund, sem lífgaði allt, sem í kringum hann var og gerði störfin léttari. Fjölskyldu hans sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Lionsmenn f Önundarfirði. Að morgni 17. júní blöktu fánar við hún á hverri stöng á Falteyri svo sem vera ber á þjóðhátíðar- degi, degi Jóns Sigurðssonar. Síðari hluta dags fór ég burt af eyrinni, en þegar ég kom aftur nokkru síðar, sá ég fána í hálfa stöng á tveimur stöðum, og ég spurði mann, sem ég hitti á göt- unni hvort hann vissi af hvaða orsökum það væri. „Hann Krist- ján er dáinn“ svaraði hann hljóð- lega. Mér varð orða vant. Og áfram héldu fánar að færast frá húni f hálfastöng, eftir því sem fregnin barst um eyrina, að Krist- ján væri dáinn. Ég minnist hans fyrst, þegar hann kom hingað til Flateyrar þessi elskulegi unglingur, alltaf glaður og hress í máli. Hann hóf hér nám í bakaraiðn, og eitthvað mun ég hafa kennt honum í bók- legum fræðum í því sambandi. En fljótlega fór svo, að við urðum ekki nemandi og kennari, heldur félagar f ýmiss konar félagsstarf- semi, sem fram fór hér á þeim árum. Bezt minnist ég hans í sam- bandi við Ieikstarfsemi, sem þá var hér talsverð, þar störfuðum við mikið saman og þar vann Kristján enn að, þótt ég yrði þar sjaldséðari gestur. Ég man lítið um námsárangur Kristjáns, held ég að hann hafi þar verið í góðu meðallagi, en prófi lífsins skilaði hann með ágætis einkunn. Hér hóf hann starf sem bakari við fyrirtæki sem hann átti að hálfu á móti kaupfélaginu og var það starf all- kröfufrekt hin síðari árin, því þá bakaði hann ekki aðeins fyrir Flateyri, heldur einnig fyrir nær- liggjandi firði. En alltaf hafði hann tíma aflögu fyrir félags- störf, ef til hans var leitað. Hann var sérstakur félagshyggjumaður, sem aldrei lá á liði sfnu, þegar einhvers þurfti við, en tvennt mun honum þó hafa verið einna hugstæðast, slysavarnamálin og leikstarfsemin. Hann var prýðilegur leikari, einkum gamanleikari, og ótaldar eru þær stundirnar, sem hann skemmti Flateyringum og öðrum með þeirri starfsemi sinni. Slysavarnarmálunum sinnti hann af lifandi áhuga og var mjög virkur kraftur í björgunarsveit Þegar Marta Arnórsdóttir er kvödd, er kvödd mæt kona sem í engu vildi vamm sitt vita, hjarta- hrein kona, sem ekki lét hlut sinn í baráttu lífsins, þó að stundum blési á móti og ekki væri allt að hennar skapi. Hún var barn annars tfma en sú unga kynslóð, sem nú vex upp. Kröpp kjör fyrri ára höfðu grópað í sál hennar þær dyggðir, sem eitt sitt voru metnar: nýtni og spar- semi, þetta að halda vel á sínu og reisa sér aldrei hurðarás um öxl. Þessum dyggðum hefir peninga- flóð sfðustu velgengnis-áratuga kollvarpað, og það sem kallað var hyggindi og dyggð áður fyrri er talið hégómi í dag. Svo mjög hefir gildismatið breytzt, en ekki er að vita að hin unga kynslóð verði farsælli með sitt nýja gildismat. Ég staðhæfi, að Marta Arnórs- dóttir var dyggðug kona. Hún var óvenju vönduð og það mátti treysta henni f hvívetna. Auk þess var hún frábærlega hög, eins og sum þessi systkini, kom sá hag- leikur einkum fram í handavinnu hennar, því að saumakona var hún með afbrigðum góð. Á því sviði lék bókstaflega allt f hönd- um hennar, hún gat gert gamla flfk sem nýja, jafnvel betri en nýja. Og henni vannst vel, þó að hún færi hægt, og ef miðað er við það, hve frágangurinn var frábær var hún verkmanneskja góð. Hún var eitt sinn um sumartíma við þessi störf á heimili mínu, þá voru börn mín ung og margt þurfti að lagfæra, og það er mér óhætt að fullyrða, að verkin henn- ar voru góð, svo góð, að ekki varð á betra kosið. Ég vil að þetta komi skýrt fram hér, því að þetta var eitt af aðalsmerkjum hennar: dyggð, vandvirkni og frábær hag- leikur. Þá hafði hún yndi af góðri tónlist, svo sem margir ættmenn hennar. Marta var greind kona og fróð um margt. Einkum voru þjóðleg fræði ofarlega í huga hennar, sérstakt dálæti hafði hún á ættfræði og var einkar fróð um sína eigin ætt, svo fróð, að óvenjulegt er nú til dags, þar sem nú er jafnan lögð áherzla á önnur fræði en þessa gömlu og þjóðlegu grein. Og Marta var ekki aðeins fróð um sína ætt, hún var einnig stolt af henni. Það er ekki mitt að dæma um það, hvort þetta stolt hennar var á rökum reist, til þess er mér málið of skilt, en Marta var föðursystir mfn, og er ég því af sama stofni runnin, og sjálfsagt betra að aðrir dæmi þau mál. Ég veit þó, að það væri vilji hennar, að ætt hennar væri hér rekin ör- lítið nánar en venjulegt er á slík- um stað og til þess hefi ég góða möguleika án þess að fara f ætt- fræðirit. Marta María Guðrún hét hún fullu nafni og var fædd í Hesti í Borgarfirði 17. marz 1891. Hún var ein úr 10 systkina hópi, og er nú aðeins ein systir hennar, Guð- rún Elísabet á lífi af þeim stóra hópi. Hún var dóttir hjónanna sr. Arnórs Jóhannesar Þorlákssonar, sem þá var prestur í Hestsþing- um, Stefánssonar prests á Undir- felli, og konu sr. Arnórs, Guðrún- ar Elísabetar Jónsdóttur smiðs í Neðra Nesi Stefánssonar prests í Stafholti Þorvaldssonar sálma- skálds Böðvarssonar prests Högnasonar prestaföður, og erum Flateyrar og vann þar mikið starf við að búa í haginn fyrir þá starf- semi. Kristján sóttist ekki eftir veg- tyllum, en menn eins og hann komast ekki hjá því að vera nokk- uð á oddi. I hreppsnefnd Flateyr- ar sat hann um nokkur ár og af félagshyggju hans leiddi, að í þeim félögum, þar sem hann var starfandi félagsmaður, varð hann alltaf meira eða minna leiðandi kraftur. Þar sparaði hann sig ald- rei til neins. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir, segir fornt rómverkst spak- mæli. Ég hef alltaf verið f nokkr- um vafa, hvernig bæri að skilja vér þá komin allt aftur til 18. aldar. Bæði voru þau hjónin sr. Arnór og Guðrún Elísabet komin af hinni svonefndu Bólstaðarhlíð- arætt, en ættföður hennar má ef til vill telja sr. Björn Jónsson prest f Bólstaðarhlíð og er margt kunnra manna af þeirri ætt. Móð- uramma hinnar látnu, kona Jóns smiðs í Neðra Nesi, var Marta María Guðrún (sem hin látna er heitin eftir) dóttir sr. Stefáns Stephensen á Reynivöllum, en hann var sonur Stefáns amt- manns á Hvítárvöllum, sonar Ólafs Stefánssonar stiptamt- manns sem telja má ættföður Stephensenanna. Marta ólst upp hjá foreldrum sínum á Hesti, en ekki naut hún móður sinnar lengi, þvf að hún dó frá öllum barnahópnum, er Marta var komin rétt yfir fermingu. Nokkrum árum síðar lézt svo sr. Arnór, og þá lá leiðin burtu frá bernskustöðvunum og hingað til Reykjavíkur. Það var einkennandi fyrir ætt- fólk Mörtu, hve samhugur og frændrækni var þar rík, og kom það bezt f ljós, ef erfiðleikar steðj- uðu að. Þannig voru sum börn sr. Arnórs tekin til fósturs af skyld- mennum og alin upp í skjóli þeirra. Og þessi ættlæga samstaða réði einnig ríkjum í systkina- hópnum. Það var nokkuð sérstakt fyrir þau systkinin, hve vel þau héldu hópinn eftir að hingað kom. Um margra ára skeið, eftir að þau voru öll fullorðin orðin,bjuggusjö þeirra, tvær systur og fimm bræð- ur, saman hér í Reykjavík, lengst af á Lokastíg 22. Um og eftir 1940 kvæntust þrír bræðranna og einn Fæddur: 14/12 1955 Dáinn: 2/6 1974. Dáinn, horfinn harmafregn. Hann Reynir er dáinn. Þegar þessi orð bárust mér í gegnum símann setti mig hljóða. Eg átti svo bágt með að trúa því, að hann Reynir væri horfinn sjónum okkar með svo sviplegum hætti og raun bar vitni. Reynir var fæddur 14. des. 1955 og var því aðeins 18 ára, er hann lézt. Hann var fæddur í Reykja- vík. Foreldrar Reynis eru Sigrfð- ur Kristjánsdóttir og Dagbjartur Majasson. Heimili sitt átti Reynir alltaf hjá foreldrum sínum á Kaplaskjólsvegi 61. Sár er söknuður foreldra og systur, er þau sjá á bak svo elsku- legum syni og bróður. Bjartar minningar munu ætið lifa í hjört- um þeirra. Fyrir þremur árum kynntist Reynir eftirlifandi unnustu sinni, Sólveigu Hauksdóttur. Þegar tvö ung hjörtu sameinast í ást og full komnum kærleika virðist framtið- in brosa við þeim og þau sjá ekk- ert nema birtu og hamingju fram- undan. Þau voru farin að leggja drög að uppbyggingu heimilis sfns með atorku, vilja og trú á allt það góða, sem lífið hefur upp á að bjóða. En þá kom þetta þunga og mikla áfall, sem kollvarpaði öll- um framtíðaráformum þeirra. það, hvort þeir sem guðirnir elska væru alltaf ungir, hvað sem ára- fjöldanum liði. Ef svo er, þá hefði það getað átt við Kristján, ég held að hann hefði alltaf verið ungur. En hér þurfti ekki þeirra bolla- legginga við. Kristján var enn ungur maður að árum miðað við aldur manna nú. Því átti maður þess sízt von fyrir um mánuði síðan, að svo skjótt skipaðist, en þá veiktist hann snögglega. Rétt áður höfðum við rætt lítillega um smáverkefni, sem við ætluðum að vinna að fyrir þjóðhátfð Vestfirð- inga, og ekki stóð á Kristjáni fremur venju. Hér heima vissu menn, að veik- indin gátu verið alvarleg, en dó, svo að eftir voru í sambýlinu systurnar Marta og Ingibjörg og Þorlákur, bróðir þeirra. Þau höfðu þá flutzt að Laufásvegi 10, og var þaó heimiii Mörtu um ára- bil. Ég held, að leiðir okkar Mörtu hafi fyrst legið saman norður f Skagafirði, þá var ég innan við fermingu, en hún var um sumar- tíma hjá föður mínum á Miklabæ. Eitt af því sem kryddaði fásinni sveitalífsins voru gestakomur, ekki sfzt vakti það verðskuldaðan áhuga, ef gestirnir voru langt að komnir, og mestur ljómi var yfir þeim gestum, sem komu alla leið úr hinni stóru Reykjavík, þeim heillandi stað, sem sveitabarnið hafði aldrei augum litið. — Og þetta sumarið var væntanleg til dvalar föðursystir mfn með litla dóttur sína. Þetta voru góðir gest- ir, sem við hlökkuðum til að sjá. Mér eru þær minnisstæðar mæðg- urnar, dóttirin brosmild, lftil, Ijós- hærð hnáta og svo móðir hennar, hreinleg og stillileg kona, sem þetta sterka ættarmót, sem ein- Það gerðist, þegar fjögur ung- menni fóru f ferðalag um hvita- sunnuna og ætluðu að skemmta sér saman. Ferð þeirra var heitið að Reyðarvatni á Uxahryggjar- leið. Vinirnir fjórir höfðu litið hús til umráða og laust eftir mið- nætti aðfararnótt hvítasunnudags lögðu þau af stað út á vatnið á litlum báti. Er þau voru komin 500 metra frá landi ætluðu þau að skipta um ræðara. Hafði Sólveig róið alla leiðina og ætlaði vinur Reynis að skipta við hana. Þá var það sem bátnum hvolfdi. öll með tölu lögðust þau til sunds og munu öll hafa verið vel synd. Reynir synti fyrstur og þeg- ar þau áttu eftir 20—30 metra að landi og útlit var fyrir, að þau kæmust öll heil í höfn, synti Steingrímur vinur og skólabróðir Reynis í land á undan til að ná f aðstoð. Sólveig var hætt komin, en vinkona hennar kom henni til hjálpar. Aðframkomin ungmenn- in náðu landi — en eitt vantaði í hópinn. Reynir kom ekki að landi. Þvílík angist — þvílík neyðaróp f hjarta unnustunnar. En hún tók öllu með stillingu. Reynir var mikill hagleiksmað- ur og allt lék f höndum hans. Hann var nýbyrjaður að vinna í vélsmiðjunni Héðni, þegar hann lézt. Reynir stundaði nám í Iðn- skólanum. Hann var fróðleiksfús menn trúðu ekki öðru en að brátt sæu þeir Kristján aftur, og gætu á ný glazt og unnið með honum, svo sterk er óskhyggja okkar, þegar við viljum ekki trúa einhveriu. Kristján var hamingjumaður í einkalífi og átti friðsælt og skemmtilegt heimili, þar sem hann naut þeirrar hvíldar, sem honum var áreiðanlega oft full þörf á eftir eril dagsins, en um það ætla ég ekki að fara orðum hér. Ég vil aðeins færa konu hans, Þorbjörgu Jónasdóttur, börnum hans og ekki hvað síst aldraðri tengdamóður hans, innilegar sam- úðarkveðjur Hjörtur Hjálmarsson. kenndi þau öll systkin. Mér varö fljótt hlýtt til hennar, enda vék hún aldrei nema góðu áð okkur krökkunum, ég vissi það fljótt, að hún var verkmanneskja góð og allir báru virðingu fyrir henni og verkum hennar. Þannig eru bernskuminningar mínar um Mörtu, ljúfar og hlýjar, það var eitthvað traust við hana, hóglátt og gott, jafnvel þótt hún léti ekki mikið yfir sér og talaði stundum fátt. A þessum árum áttu þær mæðg- ur heima á Laufásvegi 10. Þar var einnig uppalinn Haraldur Gunn- laugsson, sonur Ingibjargar syst- ur hennar. Hann skipaði alla tíð stórt sæti í huga Mörtu, enda henni Ijúfur og góður sem hinn bezti sonur. Það er naumast hægt að minnast Mörtu svo, að hans sé ekki getið. Þegar Guðrún dóttir hennar giftist Sigurjóni Vilhjálmssyni og þau stofnuðu heimili sitt, fluttist hún þangað og heimili þeirra var hennar skjól tvo sfðustu áratugina. Fyrir þau, syni þeirra og heimili voru störfin unnin, síðustu árin hlaut hún að þiggja umhyggju þeirra. Hjá þeim lifði hún frið- sælt ævikvöld. Þótt Marta væri í framgöngu hógvær og prúð, hafði hún, svo sem hún átti kyn til, ákveðnar skoðanir, sem hún átti bágt með að láta af, og sveigjanleika lítinn. — Ef til vill fóru sjónarmið henn- ar og þeirra hjónanna ekki alltaf saman, kynslóðabilið hlaut að segja til sín, en engu að síður var þeirra hamingja hennar heill. Nú er Marta gengin veginn, sem er leið vor allra. Vér kveðjum hana og þökkum henni samfylgd- ina, og biðjum þess, að hið eilífa ljós Guðs lýsi henni og að hún finni frið i faðmi hans. Ragnar Fjalar Lárusson. og las sér til f ýmsum fræðiritum, sem hann hafði mikið gagn af. Hann var heimakær með afbrigð- um og mikið yndi foreldra sinna. Glaður og reifur var hann í vina- hópi og hrókur alls fagnaðar. Hann hafði mikla reynslu að baki, svo ungur sem hann var, en gekk í gegnum allt með dugnaði og þrautseigju. Nokkrum dögum eftir að þessi yndislegi og góði drengur fluttist yfir á annað tilverusvið og hvarf sjónum okkar var aftur höggvið stórt skarð í fjölskylduhópinn. Amma hans, Guðrún Guðmunds- dóttir, móðir Dagbjarts föður Reynis lézt á Isafirði, en þar var hún búsett. Góð kona og yndisleg. Drottinn blessi minningu hennar. Mikill og einlægur kærleikur Framhald á bls. 43 Marta M. G. Arnórs- dóttir - Minningarorð Reynir Dagbjartsson — Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.