Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JUNl 1974 „Abyrgðarhluti að blekkja bændur með lánsloforðum, sem peningar eru ekki til fyrir“ Málefna- samningur Loforð 1 málefnasamningi vinstri flokkanna var eftirfarandi loforð gefið um takmörkun verðbólg- unnar: „Hún mun leit- ast við að tryggja, að hækkun verðlags hér á landi verði ekki meiri en f helztu nágranna- og viðskiptalöndum." Efndir Þetta loforð hefur vinstri stjórnin efnt á þann veg, að frá 1. maf 1973 — 1. maí 1974 nam verðbólguvöxturinn hér á íslandi 43,8% og eru íslendingar þar með að líkindum orðnir Evrópu- methafar í verðbólgu. Til samanburðar skal þess getið, að í „helztu nágranna- og viðskipta- löndurn" var verðbólgu- þróunin þessi miðað við nýjustu tölur frá 1. marz 1973 til 1. marz 1974: I Noregi 9,2%, í Finnlandi 17,4%, í Danmörku (febrúar) 13,6%, í Sví- þjóð (febrúar) 10,1%, í Bretlandi 13,5%, í Vest- ur-Þýzkalandi 7,2%, í Bandaríkjunum 10,2%. Af þessum tölum má sjá, að ríkisstjórnin hef- ur algjörlega brugðizt því fyrirheiti að halda verðbólguvextinum í skefjum. Loforð í málefnasamningnum sagði: „Rfkisstjórnin mun ehki beita gengis- lækkun gegn þeim vanda, sem við er að glíma í efnahagsmál- um...“ Efndir Þetta loforð sveik rík- isstjórnin 10 mánuðum síðar eða í desember 1972, er hún lækkaði gengi íslenzku krón- unnar og á valdatfma vinstri stjórnar HEFUR gengikrónunnar lækkað um allt að 31% gagnvart gjaldmiðlum helztu við- skiptalanda. 6 súlur fundn- ar á Mýrum SEX öndvegissúlur hefur nú rekið á land á Mýrum f Borgar- firði, allar númer 11 og hefur þeim verið varpað fyrir borð frá Bjarna Sæmundssyni út af Garð- skaga. Þrfr bræður Eirfkur, Guð- mundur og Erlendur Árnasynir f Knarrarnesi á Mýrum fundu tvær súlur hver. Mikil veiði ÞEIR, sem rennt hafa fyrir lax í Miðfjarðará frá þvf að veiðitíma- bilið hófst 9. júní, hafa ekki þurft að kvarta yfir veiðinni. Að kvöldí síðasta föstudags voru 147 laxar komnir á land og er það mun méiri veiði en á sama tíma í fyrra. segir Karl Árnason fulltrúi í bankaráði Búnaðar- bankans „Ég tel það mjög alvarlegan hlut, að nokkrir framsóknarmenn og forystumenn bænda hafa pínt út lánsloforð, sem notuð eru til þess að blekkja bændur til fram- kvæmda á jörðum sínum þótt pen- ingar fyrir þessum lánveitingum séu ekki til og engin trygging fyrir að þeir verði til og jafnf ramt látið í það skína, að lánin verði ekki verðtryggð, þótt ljóst sé, að verðtrygging er alger forsenda þess, að um nokkrar lánveitingar verði yfirleitt að ræða.“ Þannig komst einn af bankaráðsmönnum Búnaðarbankans, Karl Árnason, að orði er Mbl. sneri sér til hans í gær um málefni stofnlánadeildar landbúnaðarins, í tilefni af um- mælum Gunnars Guðbjartssonar formanns Stéttarsambands bænda f Tímanum f gær og láns- loforðum, sem nú hafa verið send út til bænda. Karl Árnason sagði, að á sfðasta bankaráðsfundi í Búnaðar- bankanum hefði verið gert ráð fyrir að veita lán samtals að upp- hæð 635 millj. kr. til bænda og þess fjár ætti að afla þannig, að talið væri, að stofnlánadeild gæti haft til umráða af eigin fé 110 milljónir upp f þessa upphæð. Þá hefði verið gengið út frá því, að framkvæmdasjóður mundi lána stofnlánadeild 375 millj. kr., en helmingur þeirrar upphæðar yrði verðtryggður og loks hefði fjár- málaráðherra gefið fyrirheit um, að 150 millj. kr. skuld stofnlána- deildar við Seðlabanka sem ella yrði að greiðast upp á þessu ári, yrði breytt í fimm ára lán. Banka- ráðsmenn hefðu talið, að fjár- málaráðherra hefði verið búinn að koma þessari breytingu á lán- inu f Seðlabankanum f kring, en f gær, 25. júnf, hefði þetta mál ver- ið óafgreitt hjá Seðlabankanum og yfirlýsing fjármálaráðherra því ekki staðizt. Þá er ljóst, sagði Karl Árnason, að peningar þeir, sem stofnlána- deildin á að fá hjá framkvæmda- sjóði, eru ekki til og engin trygg- ing fyrir þvf, að þeir komi inn eða hvenær þeir koma inn, auk þess sem stofnlánadeildin á óuppgerð- ar skuldir við framkvæmdasjóð. Þessi upphæð kann að skerðast af þeim sökum, svo og einnig vegna þess, að hún er miðuð við 25% niðurskuró á lánveitingum, en nú er ætlun að skera lánveitingar niður um 30%. I viðtalinu við Tfmann segir Gunnar Guðbjartsson, að af- greiðsla á dráttarvélalánum hafi stöðvazt „fyrir misskilning hjá starfsmönnum Búnaðarbankans". Karl Árnason sagði, að ákveðið hefði verið að stöðva lánveitingar vegna 5. málsgreinar bráðabirgða- LANDSPlTALINN hafði sam- band við varnarliðið í fyrrakvöld og bað það að flytja f skyndi nýrnasjúkling til aðgerðar í Kaupmannahöfn. Rfkisspftalinn danski hafði sent boð um, að nýra væri fáanlegt til ígræðslu í ís- lenzkan nýrnasjúkling með bæði nýrun ónýt. Nýrnasjúklingurinn, Ríkarður Tómasson, 51 árs gamall, var kominn um borð í eina af könnunarflugvélum varnarliðsins klukkustund eftir að beiðnin um aðstoð var send, en Ríkarður hefur verið með bæði laga frá 21. maf sl. Áframhald- andi lánveitingar hefðu leitt til þess, að því fleiri óverðtryggð lán, sem veitt hefðu verið til dráttar- vélakaupa, þeim mun meiri verð- trygging yrði að koma á önnur lán til bænda vegna verðtryggðrar lántöku • stofnlánadeildar hjá framkvæmdasjóði. Þetta veit Gunnar Guðbjartsson manna bezt, sagði Karl Árnason, en fram- sóknarmenn pína út lánsloforð til þess að blekkja bændur til fram- Framhald á bls. 39 nýru ónýt í tæp tvö ár og verið þann tfma í gervinýra. Könnunar- flugvélin var 3 klst. og 20 min. til Arósa, en þar var Rikarður lagður á sjúkrahús. Nýrað var síðan grætt f hann f gærmorgun og að sögn Páls Asmundssonar læknis á Landspftalanum leið honum vel eftir aðgerðina. Þegar nýru standa til boða til ígræðslu verður að bregða mjög skjótt við. Páll kvað Ríkarð vera þriðja nýrnasjúklinginn, sem varnarliðið flytti fyrir Landspítal- ann til útlanda. 102 segja sig úr Framsóknarflokknum vegna óljósrar stefnu í varnarmálum I FYRRADAG voru lagðar fram úrsagnir 102 félagsmanna f Félagi ungra framsóknar- manna f Reykjavfk og er það þá komið fram, er Morgunblaðið skýrði frá fyrir nokkru, að um 100 ungir framsóknarmenn hygðust segja skilið við Fram- sóknarflokkinn fyrst og fremst vegna afstöðu hans til varnar- málanna. Forystumaður þessa hóps er Birgir Viðar Halldórsson, sem átt hefur sæti í stjórn Sam- bands ungra framsóknarmanna og hefur Morgunblaðið átt við hann stutt samtal af þessu til- efni, en í því kemur fram, að flest af þessu unga fólki hyggst styðja Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum og finna sér starfsvettvang innan sam- taka ungra sjálfstæðismanna. Birgir Viðar Halldórsson hef- ur sem fyrr segir átt sæti í stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna og verið fulltrúi í fulltrúaráði framsóknarfélag- anna f Reykjavík, en hann átti einnig á sfnum tíma sæti f stjórn fulltrúaráðs framsóknar- félaganna í Reykjavík og var í stjórn FUF í Reykjavík. I hópi þeirra 102, sem gengið hafa úr Framsóknarflokknum, er stór hópur, sem átt hefir til þessa sæti f fulltrúaráði framsóknar- félaganna í Reykjavík. Aðspurður um þær ástæður, sem liggja að baki þessari hóp- úrsögn úr Framsóknarflokkn- um, sagði Birgir Viðar Hall- dórsson í viðtali við Morgun- blaðið í gær, að þær væru fyrst og fremst óljós stefna í varnar- málum og einnig skortur á festu í stjórn Framsóknar- flokksins á efnahagsmálum þjóðarinnar. Það væri sam- eiginleg skoðun þessara 102, að hér ætti að vera varnarlið í landinu eins og nú væri ástatt, og þetta unga fólk treysti ekki öðrum stjórnmálaflokki en Sjálfstæðisflokknum til þess að standa vörð um varnir landsins. Birgir Viðar Halldórsson kvaðst vilja leggja áherzlu á, að engar persónulegar ástæður lægju til úrsagnar þessa hóps heldur byggðist hún á þeim málefnalegu ástæðum, sem að framan greinir. Hann kvað þetta unga fólk vera á aldrinum 19—32 ára, meðal þess væru fimm, sem ekki væru komnir á kjörskrá, en flestir hefðu tekið virkan þátt í starfi ungra framsóknar- manna. Ursagnir þessar eiga sér langan aðdraganda, sagði Birgir Viðar Halldórsson, og hafa þróazt á undanförnum mánuðum, Eftir að þessi ákvörðun var tekin hef ég talað við alla þá, sem skrifað hafa nafn sitt undir þessar úrsagnir, m.a. farið heim til þeirra í því skyni. j Um þróunina innan samtaka ungra framsóknarmanna, sem nú hafa misst mestan hluta vinstri sinnaðra fylgismanna og stóran hóp úr hægri armi flokksins, sagði Birgir Viðar Halldórsson, að hann gerði fast- lega ráð fyrir því, að hægri öfl- in mundu sfga þar á. — Hver telur þú, að muni taka við formennsku SUF? — Ég tel, að Alfreð Þorsteins- son og Guðmundur G. Þórarins- son muni keppa um for- mennsku í Sambandi ungra framsóknarmanna og lfklega verður Alfreð þar sterkari. — Áttu von á frekari átökum innan FUF? — Ég reikna með, að tveir til þrír hópar muni takast á um völdin í félaginu, ef ekki næst samkomulag áður. Að lokum kvaðst Birgir Viðar Halldórsson vilja láta í ljós þá von, að þessi ákvörðun 102 félagsmanna í Félagi ungra framsóknarmanna í Reykjavík yrði öðru ungu fólki hvatning til þess að veita Sjálfstæðis- flokknum stuðning. Nýtízkuleg söngmessa 100 prestar sækja prestastefn- una, sem hófst I Hallgrfms- kirkju í gær og mun standa f 3 daga. Biskupinn yfir tslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, flutti ávarp, frumflutt var söngmessa eftir séra Hauk Agústsson f Vopnafirði og m.a. sýnd ný kvikmynd, sem kirkj- an hefur látið Vilhjálm Knud- sen gera um kirkjuna f lffi þjóðarinnar. Varnarliðið flyt- ur nýrnasjúkling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.