Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1974 25 Séra Pétur Magnússon: Hvað gerðist, ef herinn f æri af Keflavíkurflugvelli? FJÖLMIÐLAR hafa talað um hægfara „finnlandfseringu", ef herinn færi. Ég efast stórlega um, að við slyppum svo vel. Ég tel lfklegast, þegar bandaríski herinn væri farinn héðan, að sá rússneski myndi þoka sér hér inn með aðferðum, sem myndu fljótlega leiða til töku landsins. Einhver myndi spyrja: „Og eiga á hættu að lenda f stór- styrjöld við Natóþjóðirnar?" Að minni hyggju, ættu þeir ekki neitt slíkt á hættu. Nató- þjóðirnar myndu ekki leggja út f styrjöld, út af þjóð, sem hefði brugðizt þeim svo hróplega, að nema burt mikilvægasta hlekk- inn í varnarkeðju þeirra. — Um leið og Rússar hefðu her- numið völlinn og aðrar við- vörunarstöðvar hér á landi, og búið um sig á öðrum hernaðar- lega mikilvægum stöðum, væri aðstaðan gerbreytt. Eftir það myndi reynast ókleift að taka fsland af þeim aftur. Ný spurning: Hvort ég telji, að þessir 3000 hermenn, sem nú eru á vellinum, myndu reynast færir um að hindra hertöku af hálfu Rússa? Já. Ég fít svo á. Þeir eru bún- ir hinum beztu vopnum, og her- fræðingar Natóþjóðanna telja, að þeir myndu standast raun- ina, þar til Bandarfkjamenn hefðu sent hjáiparher á vett- vang. — Við hljótum að miða afstöðu okkar við það, sem herfræðingarnir álíta um þetta atriði. „En hvað um orð Einars Ágústssonar nýlega, sem gáfu í skyn, að afstaða hans til land- varnanna sé gerbreytt," myndi nú ef til vill einhver vilja spyrja. Ég tek ekkert mark á þeim. Hefir ekki brigðmælgi þessa ráðherra, um þetta mál, til þessa verið á þá lund, að ólfk- legt sé, að nokkur þjóðhollur og viti borinn íslendingur trúi, að honum sé nú alvara. — Þetta er vfsast áróðursbragð, sem stafar af ótta við hina háu tölu, sem kom í ljós, þegar þjóðin var spurð um það, hvort hún vildi hafa landið varið. — Orð Einars Ágústssonar um þetta mál, nú rétt fyr- ir kosningar, virðast sára hald- lítil móts við þá stað- reynd, að sparkað var út af framboðslista Framsóknar- flokksins þrem ágætum mönn- um, sem stóðu gegn forystunni f þessu máli, og vildu hafa landið varið. — Og nú hlýtur að sækja fast á sérhvern hugsandi Islending sú spurning, hver muni verða örlög þjóðarinnar, ef Rússar hertækju landið. Ég tel lfklegast, að þeir myndu flytja meiri hluta lands- manna — ef til vill mestallan hópinn — til Síberíu. Hér er enginn her undir forystu inn- lendra landráðamanna, sem gæti sparað þeim til stórra muna rússneska hermenn. Þeir myndu þegar í stað gera landið að öflugri herstöð, og þeir þyrftu á miklu húsnæði að halda, og annarri aðstöðu handa hinum innflutta her og öðru starfsliói. Einhver myndi vilja grípa um hálmstrá og spyrja, hvort Rússar myndu ekki óttast, að slfk meðferð á gamalli menn- ingarþjóð myndi valda þeim miklum álitshnekki erlendis. Eftir að þeir hefðu náð traustum tökum á landinu, þyrftu þeir, að minni hyggju, ekki að biðja neinn um gott veður. ísland myndi reynast þeim gagnlegra en nokkurt hinna landanna, sem þeir hafa náð valdi á. Hin auðugu fiski- mið fyrir hinn afarstóra veiði- flota þeirra, orkan í fallvötnum landsins og jarðhitanum — og þó fyrst og fremst hernaðarleg þýðing legu landsins myndi reynast þeim ómetanleg. — Eftir að þeir væru búnir að klófesta þetta mikilvæga eyland milli Ameríku og Evrópu, myndu hinar frjálsu þjóðir vesturhluta Evrópu liggja varnarvana við fætur þeirra. -------Og nú mun margur áhyggjufullur íslendingur lfka leggja fyrir sig og aðra þá spurningu, hver verði úrslit al- þingiskosninganna, sem eiga að vera 30. þessa mánaðar. Bæjarstjórnarkosningarnar gáfu óneitanlega vonir um, að úrslitin kunni að verða giftu- vænleg. Þó er vissara, að vera ekki of bjartsýnn, heldur róa að því öllum árum, að svo megi fara. — Ég óttast að drjúgum meira fé verði borið í þessar kosningar af hálfu hinna rót- tæku en var við bæjarstjórnar- kosningarnar. — Urslitin velta mikið á þvf, hvernig reynslulitl- ir æskumenn standast hinn skefjalausa áróður og aðrar veiðiaðferðir. Mikill fjöldi æskumanna mun hafa staðið sig með prýði við sfðustu kosn- ingar, og ég vona, að svo muni einnig fara við þessar. Eg vona, að menn geri sér ljóst, að ef illa tekst til nú, getur svo farið, að úrslitin þýði upphaf sfðasta kapitulans í menningarsögu íslendinga og jafnframt sfðasta kapitulann í tilvist islensks þjóðernis og fslenskrar tungu. Ég vona, að bæði ungir og gaml- ir nái að gera sér f hugarlund þær ægilegu þjáningar, sem slysaleg kosningaúrslit nú kunna að leiða yfir, ekki einast kynslóðirnar, sem nú eru uppi í landinu, heldur og afsprengi þeirra ættlið eftir ættlið. — Ég vona einnig, að meirihluti þeirra íslendinga, sem kjósa 30. þ.m. hafi líka náð að gera sér í hugarlund það óverðskuldaða böl, sem andvaraleysi af okkar hálfu á örlagastundu gæti leitt yfir vinveittar og hjálpsamar frændþjóðir og aðrar vinveittar sambandsþjóðir okkar í Nató. — Ég vona, að meirihluti þeirra Islendinga, sem ganga nú eftir fáa daga upp að kjörboróinu, hafi áður náð að gera sér fylli- lega ljóst, að frelsi og hamingja okkar, og allra hinna banda- lagsþjóðanna, er komin undir því, að enginn hlekkur bregðist í varnarkeðju Nató — og að það jafnvægi fái haldizt, sem hefir tryggt þessum þjóðum frið og frelsi, sfðan bandalagið var stofnað. Og enn segir Tíminn ósatt I TÍMANUM 21. þessa mánaðar má lesa, að Matthfas Mathiesen hafi í sjónvarpsumræðum gefið í skyn, aó Sjálfstæðisflokkurinn vildi leggja niður almannatrygg- ingar. Þetta er ein af stór-lygum Tfmans, sem lesa má nú í hverju blaði. Og Tíminn talar þar til aldr- aðra og örygkja. Nei, sannleikur- inn er sá, að Matthfas minntist ekki einu orði á, að rýra ætti tryggingabætur. En það er aftur satt, að Matthfas minntist á hið háa verð sjávarafurða og bar sam- an fiskverð f tíð vinstri stjórnarr og viðreisnarstjórnarinnar. Um þetta þegir Tíminn. Samanburður kannski ekki sem hagstæðastur. Nei, kjósendur góðir,: Það hefur aldrei verið hugsun Sjálfstæðis- flokksins að rýra kjör þeirra öldr- uðu eða öryrkja. Þetta er því hin lúalegasta árás. En Tíminn vill nú segja að tilgangurinn helgi meðal- ið. Annars er það athyglisvert að fylgjast með skrifum Tfmans und- anfarnar vikur. Það eru sko al- deilis ekki maðkar í mysunni. En ætli að annað yrði ekki uppi á teningnum ef vel væri að gáð. Jú, sannleikurinn er sá, að það ríkir ófremdarástand, hvað sem Tím- inn segir. Það ríkir öngþveiti í efnahagsmálum. Það eru engin úrræði á þeim vettvangi. Þar ríkir óðaverðbólga. Hvernig heldur alþjóð, að ástandið væri ef þessi vinstri stjórn hefði mætt öðru eins ár- ferði og viðreisnarstjórninni mætti, aflaleysi og algjört verð- hrun á útflutningsverðmætum okkar. En stjórn sú, sem nú situr, hefur búið við sérstaklega góð skilyrði. Utflutningsvörur í hæsta verði, já meira að segja toppverði, og það kaldranalegasta er, að þó blasa vandræðin alls staðar við. Sú háskalega staðreynd blasir við, að ríkisstjórnin hefur ekki valdið hlutverki sfnu á neinn hátt. Góðir kjósendur þetta skuluð þið athuga fyrir 30. júní. Og að endingu: Það hefur aldrei verið ætlan Sjálfstæðisflokksins að taka af tryggingarbætur eða skerða þær. Það er Tímalygi. Ólafur Vigfússon Hávallagötu 17, Rvfk. Söluskattur Hér með úrskurðast lögtak fyrir söluskatti 1. ársfjórðungs 1 974, svo og viðbótarálagningum söluskatts v/eldri tímabila. Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Á sama tíma verður stöðvaður atvinnurekstur þeirra, sem ekki hafa gert full skil á söluskatt- inum, án frekari aðvarana. Bæjarfógetinn íKópavogi. 21. júní 1974 Sigurgeir Jónsson. Rennilokar úr steypujárni fyrir heitt og kalt vatn Avallt fyrirliggjandi G. J. Fossberg, vélaverzlun VIÐ EIGUM SAMLEIÐ Skipzt á skoðunum VIÐ FRAMBJOÐENDUR Q-LISTANS Frambjóðendur D-listans við Alþingiskosningarnar í Reykjavík eru þeirrar skoðunar að opið stjórnmálastarf og aukin tengsl kjósenda og kjörinna fulltrúa þeirra sé mikil- vægur þáttur i árangursríku og uppbyggjandi starfi i þágu velferðar borgaranna. Því er vakin athygli á að frambjóðendur eru reiðubúnir, sé þess óskað, til að: — KOMA í HEIMSÓNNIR í HEIMAHÚS TfL AÐ HITTA SMÆRRI HÓPA AÐ MÁLI. — EIGA RABBFUNDI MEÐ HÓPUM AF VINNUSTÖÐUM. — TAKA ÞÁTT í FUNDARDAGSRÁM FÉLAGA OG KLÚBBA. — EIGA VIÐTÖL VIÐ EINSTAKLINGA. Frambjóðendur D-listans vona að þannig geti fólk m.a. kynnzt skoðunum þeirra og viðhorfum til þjóðmála og komið á framfæri ábendingum og athugasemdum um þjóðmál. Þeir, sem áhuga hefðu á að notfæra sér framangreint, hringi vinsamlega í sima 82605.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.