Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JUNÍ 1974
5
7 barokktónleikar
27. júnl hefst hljómleikaför á vegum Listar um landið. Barok-
kvintett Helgu Ingólfsdóttur mun halda 7 tónleika á ýmsum stöðum á
Austurlandi og lýkur ferðinni með tónleikum á Húsavfk 4. júll. I
Barokkvintett Helgu Ingólfsd. eru auk hennar Jón H. Sigurbjörnsson,
Kristján Þ. Stephensen, Rut Ingólfsdóttir og Pétur Þorvaldsson.
A efnisskrá eru verk eftir Telemann, Rameau, Vivaldi og Johann
Christian Bach. Barokkvintettinn hóf starfsemi slna árið 1969. Hann
hefur haldið tónleika I Rvk. og nágr. og einnig komið fram I hljóðvarpi
og sjónvarpi.
Félagsblað sjálfstæðismanna
í Austurbæ og Norðurmýri
Hverfasamtök sjálfstæðis-
manna f Austurbæjar- og Norður-
mýrarhverfi hafa gefið út mynda-
legt félagsblað og er það þriðja
tölublað á þessu ári. 1 blaðinu eru
greinar eftir Jóhann Hafstein,
Gunnar Thoroddsen, Geir
Hallgrfmsson, Ólaf Jensson, Geir-
þrúði Bernhöft og séra Ragnar
Fjalar Lárusson, en ritstjóri og
ábyrgðarmaður er Jakob V. Haf-
stein.
I grein sinni segir Geir
Hallgrímsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins: „Ætla má nú,
þegar gengið er til alþingis-
kosninga, að sundrung sú, sem
orðið hefur í kjölfar vinstri
stjórnar, hafi fært fólki heim
sanninn um nauðsyn á stefnu-
festu I landsstjórn ekki sfður en I
borgarstjórn. Reynslan af vinstri
stjórn hefur verið dýrkeypt.
Stjórn leysi, upplausn og öng-
þveiti blasir við í efnahagsmálum
og fullkomið ábyrgðarleysi í
öryggis- og varnarmálum lands-
ins. Við sjálfstæðismenn teljum
þvf okkur hafa góða stöðu I
kosningabaráttunni fyrir
alþingiskosningarnar, en þó má
ekkert lát verða á starfi okkar og
sókn til þess að vinna ákveðinn og
afgerandi sigur, svo að ekki komi
til greina, að vinstri flokksbrotin
skríði saman að kosningum lokn-
um og myndi nýja vinstri stjórn.
Sú hætta er fyrir hendi, þar til
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
unnið sigur í alþingiskosningun-
um.“
Geirbrúður
Hildur Bernhöft:
Er þetta rétt-
látt gagnvart
öldruðum?
MIKIÐ er rætt í dag um félagshyggju
og félagslegt öryggi. Ef maður ætti að
trúa dagblöðum stjórnarflokkanna,
væri allt í sómanum og fyllsta réttlætis
gætt í hvívetna. En, — því miður, — er
langt frá því að svo sé.
Öll löggjöf um almannatryggingar er
ákaflega götótt, og vissulega er víða
úrbóta þörf. Ég vil aðeins nefna hér eitt
dæmi.
Aldraður maður missti konu sína. Við
skulum kalla hann Björn. Hann bjó
síðan áfram í litlu leiguíbúðinni í rúmt
ár. Þá gafst hann upp á einverunni,
enda heilsan orðin léleg. Hann fékk
pláss á elliheimili, sagði upp íbúðinni og
flutti.
Hann taldi sig vera öruggan um sinn
hag, þar sem hann hafði dágóð eftir-
laun, um 21.000,- krónur á mánuði.
Hann var sæll í sinni trú, taldi að trygg-
ingarnar myndu greiða vistgjaldið á
elliheimilinu. Það hafði vinur hans sagt
honum, sem dvalið hafði á elliheimilinu
í nokkur ár.
Björn ræddi við mig fyrir skömmu.
„Ég ætlaði að reyna að njóta lífsins,
eftir því sem heilsarr leyfði, þessi síð-
ustu æviár mín. Þau verða varla mörg,
— ég er nú orðinn 76 ára,“ sagði hann.
„En nú skal ég segja þér, hvað skeði.
Ég hafði ekki verið lengi á elliheimil-
inu, þegar ég var leiddur í allan sann-
leikann. Einn af starfsmönnum elli-
heimilisins tilkynnti mér, að ég ætti að
greiða nærri 19.000,- krónur á mánuði
með mér af eftirlaununum mínum. Auk
þess mun svo ellilífeyrir minn, sem er
rúmar 12.000,- krónur á mánuði fara
upp í vistgjaldið. Þá hef ég aðeins um
2.000,- krónur eftir til eigin umráða.“
„Þegar ég svo spurði", sagði hann,
„hvernig stæði á þvi að hann vinur
minn, sem hefði dvalið á elliheimilinu í
mörg ár, fengi vistgjaldið greitt aö fullu
frá Tryggingastofnun rikisins, — en ég
ekki, — var mér sagt, að það væri vegna
þess, að vinur minn hefði engin eftir-
laun. Hins vegar var mér sagt, — svona
til að hugga mig, held ég,“ — sagði
Björn, „að ég fengi eftirlaunin öll til
eigin umráða, ef ég yrði veikur og rúm-
fastur.“
Björn sat stutta stund hugsi, svo
hrissti hann höfuðið og sagði: „Hvað á
ég að gera við eftirlaunin, ef ég yrði
alveg heilsulaus? Núna á ég ekki einu
sinni fyrir tóbaki. Ég vildi heldur missa
eftirlaunin, þegar ég þyrfti ekki lengur
á þeim að halda“.
Það eru fleiri á sama máli og hann
Björn, en það nægir ekki til að breyta
núgildandi lögum.
Eru þetta réttlát lög?
Ef þér kaupið þetta vandaða rúm
MUNIÐ ÞER SOFA VEL
OG VIÐ LÍKA
FÆST í LJÓSUM
OG DÖKKUM VIÐ
breidd svefnpláss
160 cm.
Simi-22900 Laugaveg 26