Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1974 17 IRA-mönnum smalað írski lýðveldisherinn gerir dauðaleit að svikara Belfast, 25. júnf, AP—NTB. 0 Sprengjusérfræðingar komu I dag f veg fyrir meiri háttar sprengjutilræði f borginni Omagh á Norður-Irlandi, er þeim tðkst að eyðileggja mikinn hluta 136 kflða sprengju, sem fannst f vörubifreið fyrir utan opinbera skrifstofubyggingu f borginni. Hins vegar sprakk nokkur hluti sprengjunnar og eyðiiagðist bygg- Það tísti í heims- byggðinni 1 SÍÐASTA tölublaði vikurits- ins Newsweek birtist grein um hina vaxandi samkeppni um auðlindir hafsins og nauðsyn þess, að hafréttarráðstefna S.Þ. f Caracas beri árangur. Bendir blaðið á yfirvofandi hættu á meiriháttar átökum á hafinu og segir f upphafi, að skotin, sem hleypt var af f þorskastrfði Íslendinga og Breta hafi e.t.v. markað upp- haf þessars átaka. Blaðið segir: „Það tísti f heimsbyggðinni, þegar íslenzku varðskipin tóku sig til nokkrum sinnum á síð- astliðnu ári og skutu yfir stefni brezkra togara vegna meintra landhelgisbrota þeirra, — rétt eins og menn væru að horfa á eina af þessum skemmtilegu brezku grfnmyndum. En þorskastríðið mikla kann raunar að hafa markað upphaf geysilegs ágreinings, sem upp gæti kom- ið, þegar þjóðir alheimsins flykkjast í vaxandi mæli til hafs í leit að mat og málmum." ingin gjörsamlega. Engan sakaði. 0 Fyrr f dag gerði lögreglan I Belfast vfðtæka húsrannsókn f kaþólskum borgarhverfum og voru um 50 meintir liðsmenn Irska lýðveldishersins, IRA, handteknir. Telur lögreglan, að þeirra á meðal séu ýmsir af helztu foringjum IRA, en u.þ.b. helmingi þeirra handteknu var sleppt eftir yfirheyrslu. Flestar handtökurnar voru gerðar sam- kvæmt upplýsingum, sem leyni- þjónusta hersins hefur aflað sér, að þvf er haft er eftir áreiðan- legum heimildum. Segja heim- ildirnar, að allmargir af liðs- mönnum IRA, sem nú sitja f fang- elsum, hafi verið pfndir af sam- föngum sfnum á undanförnum vikum til þess að hafa upp á svik- ara f þeirra hópi, sem þeir kalla „kjaftinn". Eru leiðtogar IRA sagðir þess fullvissir, að svikari þessi hafi gefið leyniþjónustunni upplýsingar um ráðagerðir þeirra. Þessi síðasta smölun leyniþjón- ustunnar er ein af mörgum á undanförnum vikum, sem mjög hafa veikt stöðu IRA. Eru þetta talin viðbrögð yfirvalda við sprengingaöldu þeirri, sem gengið hefur yfir Norður-írland. Fjórir SÞ-menn létust Sameinuðu þjóðunum, Tel Aviv, 25. júní. AP-NTB. FJÓRIR austurrfskir hermenn f liði Sameinuðu þjóðanna biðu bana f dag, er jarðsprengja sprakk á aðskilnaðarsvæðinu f Golanhæðum, rétt eftir að eftir- litssveitir S.Þ. héldu inn á svæðið og tsraelar höfðu haft sig á brott. Lauk þannig sfðasta hluta brottflutnings lsraela sorglega. Einn austurrfskur hermaður særðist. ERiENT Takmörkun hval- veiða samþykkt London, 25. júní -AP. Alþjóðahvalveiðinefndin sam- þykkti í dag tillögu Ástralfu- manna um sjálfkrafa takmörkun á veiðum ákveðinna hvalateg- unda, þegar þeim er að mati sér- fræðinga ógnað af ofveiði þannig að hætta er á, að þær deyi út. Er þetta breytingartillaga við tillögu Sakhar»v Brezhnev og Nixon f á bréf Moskvu, New York 25. júnf. AP—NTB □ TVEIR af helztu forsvars- mönnum mannréttindabarátt- unnar f Sovétrfkjunum, Alex- ander Solzhenitsyn og Andrei Sakharov, hafa gefið yfirlýsing- ar varðandi væntanlega komu Nixons Bandarfkjaforseta til Sovétrfkjanna. Solzhenitsyn segir f viðtali við hinn kunna fréttamann CBS-sjónvarps- stöðvarinnar bandarfsku, Walt- er Cronkite, að Nixon sé nú f svo veikri aðstöðu, að hann sé um megn að þvinga Sovétleið- togana til nokkurra samninga. Hann kvað það skoðun sfna, að slökun spennu f samskiptun austurs og vesturs bætti ekki aðbúnað sovézkra borgara „Ástandið f Sovétrfkjunum fer versnandi," sagði Solzhenitsyn. □ Andrei Sakharov segir f bréfi til Leonid Brezhnevs og Nixons, að stefnan um slökun spennu myndi misheppnast ef þeir ræddu ekki almenn mann- réttindi. Hvetur Sakharov leið- togana til að beita sér fyrir auknu einstaklingsfrelsi, ferða- frelsi, trúfrelsi, alþjóðlegu fangelsaeftirliti og tjáningar- frelsi. Viðtalið við Solzhenitsyn fór fram á heimili hans í ZUrich f Sviss. Þar sagði hann m.a., að nú rétt fyrir heimsókn Nixons til Sovétríkjanna hefðu yfir- burðir Sovétríkjanna og Var- sjárbandalagsins aldrei verið meiri gagnvart Atlantshafs- bandalagslöndunum. Hann kvað bæði Bandaríkin og Sovét- ríkin geta átt von á miklu hættuástandi. Bandarfkjamanna um 10 ára bann við öllum hvalveiðum, að þvf er bandarfska sendinefndin á fundinum f London sagði. Var tillaga Ástralfumanna samþykkt með 13 atkvæðum gegn 2. At- kvæðagreiðslan var leynileg, en talið er, að Japan og Sovétrfkin hafi verið á móti, en Noregur hafi látið til leiðast og fylgt meirihlut- anum. Tekur þessi samþykkt gildi næsta sumar, þegar alþjóða- hvalveiðinefndin kemur ssman til þess að endurmeta ástandið. Ekki er vitað, hvort Japan og Sovétrfkin muni beygja sig fyrir þessari samþykkt nefndarinnar, en reglur hennar leyfa ekki, að samþykktir séu knúðar fram sem lög. Mikið veltur þvf á, hvort þessi tvö leiðandi hvalveiðilönd taka tillit til krafna friðunarhreyfing- arinnar í heiminum. Felst sam- þykkt nefndarinnar í því, að vís- indamenn tilkynni hverju sinni, er einhver hvalategund getur ekki lengur viðhaldið stofninum vegna veiða. Þær tegundir, sem í mestri hættu eru nú, eru sand- reyður, hrefna og búrhvalur. Alþjóðahvalveiðinefndin mun halda áfram að ræða um veiði- kvóta fyrir næsta ár, sem taka mun gildi 1. júlf. Fundi hennar lýkur á föstudag. Dugdale dæmd Dublin, 25. júnf—AP DR. BRIDGET Rose Dugdale milljónamæringsdóttir, sem gerzt hefur byltingarsinni, var í dag dæmd i níu ára fangelsi fyrir aðild að þjófnaði heimsfrægra listaverka að verðmæti 20 milljón dollarar. Dugdale, sem er 33 ára og var áður háskólakennari, sagði fyrir réttinum f dag, að hún væri „stolt" yfir því að vera sek í þessu máli. Málverkunum var rænt úr húsi sir Alfred Beits demanta- kóngs nærri Dublin f aprfl sl. Bridget Dugdale er eina manneskjan, sem handtekin hef- ur verið vegna þjófnaðarins, en fjögurra annarra er enn leitað. Hins vegar fundust öll listaverkin óskemmd við handtöku Dugdales. Gunnar Thoroddsen formaður þingflokks sjálfstæðismanna: Hið sjálfuirka vísitölukerfi Samband launa og verðlags EITT erfiðasta mál, sem verka- lýðssamtök, vinnuveitendur, Alþingi og ríkisstjórnir hafa átt við að glíma í marga áratugi, er samband launa og verðlags. Vandamálið er fyrst og fremst það, hvernig unnt sé að tryggja sem bezt raungildi Iauna, þegar verðlag fer hækkandi, hvernig hægt sé að vernda lffskjör Iaun- þeganna gegn dýrtfð og verð- bólgu. Það kerfi hefur lengi verið við lýði í landi okkar, að þegar verðlag hækkar, fá launamenn kauphækkun, sem er miðuð við hækkun á vísitölu. Þetta kerfi hefur tekið á sig margvíslegar myndir. Stundum hafa menn fengið fulla verðlagsuppbót, stundum hluta af vfsitöluhækk- un. Einstaka sinnum hefur uppbótin verið greidd fljótlega eftir að verðhækkanir urðu, en oft orðið að bíða í nokkra mán- uði. Ýmist hafa þessi mál verið ákveðin í samningum aðiljanna eða með löggjöf. Þegar við- reisnarstjórnin tók til höndum við að endurreisa atvinnulíf og fjárhag þjóðarinnar og gerði víðtæka áætlun til að tryggja fulla atvinnu var einn liðurinn sá, að kaup mætti ekki miða við vísitölu. Þessi skipan stóð í rúm 4 ár. Núverandi stjórn hefur hvað eftir annað hróflað við vísitölu- kerfinu, ráðizt á gerða samn- inga og þá sjaldnast hirt um að hafa samráð við verkalýðssam- tökin. Er skemmst að minnast bráðabirgðalaganna í maímán- uði. Þá var nokkrum stigum beinlínis kippt út úr vísitölunni og bönnuð sú hækkun á launun- um, sem átti að koma til fram- kvæmda samkvæmt samning- um. Verðbólgan leikur launa- menn verst Hið sjálfvirka vfsitölukerfi vínnur þannig, að verð hækkar vísitölu, vísitalan hækkar kaup, kaupið hækkar verðið og verðið hækkar vísitöluna, og þannig koll af kolli. Reynslan hefur sannfært alla ábyrga menn um það, að slíkt kerfi eyðileggur jafnvægi og stöðugleika í efna- hagslífinu, grefur undan heil- brigðum atvinnurekstri og er launamönnum ekki sú trygging fyrir raungildi launa, sem margir þeirra höfðu vonað. Þetta sjálfvirka kerfi magnar sífellt verðbólguna og verðbólg an leikur launamenn allt af verst. Þekkist ekki í víðri veröld Einn af núverandi ráðherr- um kemst svo að orði f ávarpi, er hann sendi kjósendum sín- um fyrir stuttu: „Vísitölukerfi það, sem laun miðast við, á engan sinn lfka í víðri veröld, og engri þjóð er fært að stjórna efnahagsmálum sínum svo lag sé á með slíku kerfi.“ Þetta er skynsamlega og réttilega mælt. I viðræðum nýlega í sjón varpi spurði ritstjóri Þjóðvilj ans mig um viðhorf Sjálfstæðis- flokksins til þessara tengsla milli verðlags og launa. Þjóð- viljinn birti á forsíðu hluta úr setningu úr svari mínu. Mér þykir rétt að rifja upp svar mitt nokkru greinilegar en Þjóðviljinn gerir. Þegar ég hafði lýst því, að hið núverandi sjálfvirka vfsitölukerfi væri óhæft, komst ég svo að orði: „Ég vil taka það fram út af spurningu Svavars, að núver- andi vísitölukerfi verður að endurskoðast. Þetta samband verður að sjálfsögðu að rjúfa og það verður að finna annað fyr irkomulag til þess að tryggja hagsmuni launþega. Reynslan hefur sýnt, að þetta sjálfvirka kerfi er launþegunum sjálfum skaðlegt.“ Eitt af verkefnum næstu ríkisstjórnar verð ur það að finna, í SAM RÁÐI við verka LÝÐSSAMTÖK OG VINNUVEITENDUR, nýtt launakerfi, sem tryggir betur kjör laun þega og raungildi kaups ins heldur en það vísi tölukerfi, sem við búum nú við og hefir ekki leyst vandann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.