Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JUNl 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjórn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasólu 35,00 kr. eintakið. Senn dregur að lokum þeirrar kosningabar- áttu, sem segja má að hafi verið háð samfleytt frá þingrofi. Sú mynd, sem við blasir í stjórnmálum þjóðarinnar við lok valda- ferils vinstri stjórnar hef- ur skýrzt mjög á þessum vikum og almenningur ætti því að hafa góða að- stöðu til þess að gera upp hug sinn á málefnalegum grundvelli. í fyrsta lagi hefur það komið mjög skýrt fram, að þrátt fyrir að vinstri stjórnin tók við góðu búi og enda þótt hún hafi notið einstaks góðæris og um 300% hækkunar á afurða- verði erlendis, er fjárhag þjóðarbúsins nú svo komið, að ekki er ofmælt að segja, að efnahagslíf landsmanna sé komið í þrot. Einu gildir hvert litið er, alls staðar sjáum við sömu afleiðingar óstjórnar vinstri flokk- anna. Fyrirsjáanlegt er, að gífurlegur hallarekstur verður á ríkissjóði á þessu ári að óbreyttum aðstæð- um. Áður en ríkisstjórnin ákvað að auka niður- greiðslur tilkynnti hún sjálf á Alþingi, að búast mætti við 2000 millj. kr. greiðsluhalla. Niður- greiðslurnar auka útgjöld ríkissjóðs um a.m.k. 1300 millj. til áramóta, þannig að við stefnum í greiðslu- halla ríkissjóðs, sem nemur um 3300 millj. kr. Þá hefur kosninga- baráttan einnig leitt í ljós, að vinstri stjórnin hefur leikið fjárfestinga- og framkvæmdasjóði lands- manna grátt. Þessa sjóði skortir um 6000 millj. kr. til þess að standa undir fyrirhuguðum lánveit- ingum og framkvæmdum á þessu ári. Eftir að Mbl. skýrði frá peningaþurrð sjóðanna hafa forsvars- menn vinstri stjórnarinnar verið á harða hlaupum við að mótmæla þessum upplýsingum og bjarga við lánveitingum fyrir kosn- ingar. Tölum Mbl. hefur ekki verið hnekkt í einu einasta atriði með rökum, en hins vegar er reynt að fela fjárþurrðina nú fyrir kosningar með alls konar yfirdráttarsamningum við Seðlabanka, sem breyta þó engu um þá staðreynd að vinstri stjórnin skilur við þessa sjóði í rúst. Þá hefur einnig komið fram, að eftir þriggja ára vinstri stjórn er gjaldeyris- varasjóður landsmanna að tæmast. Um siðustu mánaðamót nægði hann fyrir rúmlega þriggja vikna innflutningi, en þegar vinstri stjórnin tók við, nægði hann fyrir tæp- lega fjögurra mánaða inn- flutningi og var þá ekki reiknað með neinum út- flutningsbirgðum í þeirri tölu og þess vegna engin ástæða til þess að gera það nú, er finna á sambæri- legan grundvöll. Vinstri stjórnin hefur unnið það afrek, að íslendingar búa nú við mestu verðbólgu í Evrópu og meiri verðbólgu en hér hefur nokkru sinni verið eða 43,8% á árs- grundvelli. Hún hefur haldið þannig á málum, að undirstöðuatvinnuvegir landsmanna eru að komast í þrot, skuttogararnir safna gífurlegum skuldahölum hingað og þangað og eru nú sumir hverjir að stöðv- ast. Vaxandi fjárhagsvand- ræði steðja að frystihúsun- um, sem gert er ráð fyrir að tapi 1200—1400 millj. kr. á þessu ári og það sem verst er, lífskjör almenn- ings hafa farið versnandi síðustu mánuðina. Kaup- máttur launa láglaunafólks hefur minnkað um 12% frá gerð síðustu kjarasamn- inga. í annan stað hefur kosn- ingabaráttan leitt á ljós, að aðeins einum stjórnmála- flokki er treystandi í öryggismálum þjóðar- innar. Afstaða Sjálfstæðis- flokksins til varnarmál- anna er ótvíræð og hiklaus. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur krafizt þess, að tillögur ríkisstjórnarinnar að um- ræðugrundvelli við Banda- ríkjamenn verði dregnar til baka og að varnarliðið verði hér enn um sinn í samræmi við varnarsamn- ing við Bandaríkin. Allir hinir flokkarnir hafa það með einum eða öðrum hætti á stefnuskrá sinni, að varnarliðið skuli fara af landi brott á tiltölulega skömmum tíma. Þess vegna er ljóst, að eina leið- in til þess að tryggja að þjóðarviljinn f varnarmál- um nái fram að ganga, er að efla þingstyrk Sjálf- stæðisflokksins. í þriðja lagi hefur það komið skýrt fram í kosn- ingabaráttunni, að þrátt fyrir þau gífurlegu mistök, sem orðið hafa undir vinstri stjórn síðustu 3 ár, stefna vinstri flokkarnir markvisst að því að koma á nýrri vinstri stjórn að kosningum loknum. Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra og aðrir frambjóð- endur vinstri flokkanna hafa tekið af öll tvímæli um þetta á sameiginlegum framboðsfundum víðs vegar um landið. Það er bersýnilega ásetningur framsóknarmanna og Alþýðubandalagsmanna að koma á nýrri vinstri stjórn eftir kosningar. Haldi menn, að hægt sé að treysta því, að Alþýðu- flokkurinn fari ekki inn í slfka vinstri stjórn, er það á misskilningi byggt. Alþýðuflokkurinn hefur sýnt f samstarfi í sveitar- stjórnum vaxandi tilhneig- ingu til vinstra samstarfs og það kann einnig að koma upp eftir þingkosn- ingar. Þess vegna er eina leiðin til þess að koma örugglega í veg fyrir nýja vinstri stjórn sú, að Sjálf- stæðisflokkurinn vinni slíkan sigur í þingkosn- ingunum að ekki verði með nokkru móti unnt að koma slíkri stjórn saman. HVAÐ HEFUR KOSNINGA- BARÁTTAN LEITT í LJÓS? STÓRBREYTINGAR í forystuliði ungverska kommúnistaflokksins? AUSTUR-Evrópumenn, sem vel þekkja til mála f Ungverjalandi, hafa reynt að raða saman þeim upplýsingabrotum, sem fengust smám saman eftir stórbreyt- ingar á forystuliði ung- verska kommúnista- flokksins, nýlega — en það hefur fram til þessa verið mjög stöðugt í sessi. Kommúnfskir stjórn- arerindrekar og blaða- menn segja, að með breytingunum hafi haf- izt til valda sá maður, sem talinn er Ifklegastur til þess að taka við af Janos Kadar, er verið hefur aðalritari ung- verska kommúnista- flokksins sfðan f upp- reisninni árið 1956. Maður þessi er Karoly Nemeth, 52ja ára gamall, en hann var f marzmán- uði sfðastliðnum kjörinn f hið valdamikla embætti aðalritara miðstjórnar flokksins. Miðstjórnin hélt tveggja daga fund, og á honum má glöggt sjá, að ýmsir stjórnmála- menn, sem mikið hefur borið á, eru nú að falla f skuggann, en nýir menn að hefjast til valda f þeirra stað. Talið er, að Kadar hafi valið Nemeth sem eftirmann sinn í stað Rezso Nyers, er mikinn þátt átti I hinni árangursríku efnahagsstefnu, sem rekin hefur verið. Nyers, sem var fimmtugur að aldri, var lækk- aður í tign og gerður að fram- kvæmdastjóra við efnahags- stofnun. Að undanförnu hafa gagnrýnisraddirnar orðið há- værari, sem segja, að efnahags- stefnan, sem tekin var upp árið 1968 og tók veruleg mið af ríkj- andi markaðsmöguleikum, hafi verið verksmiðjuforstjórum, kaupmönnum og bændum til meiri hagsbóta en verkamönn- um. Nemeth er réttur og sléttur verkamaður og hann er al- mennt álitinn foringi þeirra verkamanna, sem telja, að þeim beri stærri hlutur af hinni ný tilkomnu auðsæld Ungverja- lands. Nemeth var aðalritari Búda- pestnefndar kommúnista- flokksins og lagði á það áherzlu að fleiri almennir verkamenn yrðu teknir í flokkinn, sem hafði í för með sér fækkun at- vinnumanna f flokksstarfinu. Kommúnistar, sem fylgjast með ungverskum stjórnmálum, telja sig geta merkt, að Kadar þurfi nú að fást við sömu vandamál og leiðtogar annarra kommúnistarikja. I Póllandi. Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzka landi standa leiðtogarnir nú andspænis kröfum verkamanna um meiri efnahagsleg þægindi, en verða jafnframt að launa ríkulegar en áður þeim stétt- um, sem sjá um að koma fram- leiðslukerfinu í nútfmahorf. V í --v THE OBSERVER ^ \ \ Eftir Leslie Colitt u iStíí THE OBSERVER Austur-Þýzkaland er komið lengst á veg allra kommúnista- ríkjanna og eftir að hinn nýi leiðtogi, Erich Honecker komst þar til valda, hafa verkamenn fengið þar kauphækkanir og aukin þjóðfélagsleg þægindi. Nú eru þeir hins vegar farnir að setja fram kröfur um, að gagnslausum embættismönnum verkalýðshreyfingarinnar og æskulýðssamtakanna verði fækkað. Flokksforingjarnir í Póllandi og Tékkóslóvakíu, Edward Gierek og Gustav Husak, hafa orðið að verja miklum vest- rænum gjaldeyri til kaupa á neyzluvörum, en á sama tíma krefjast verkamenn, sem gera sér nú grein fyrir auknu valdi sínu, styttri vinnuviku og meiri yfirvinnu án þess að taka tillit til hinna efnahagslegu afleið- inga. Álitið er, að Kadar, sem nú er 62 ára, hafi hin breyttu viðhorf í huga, er hann undirbýr vænt- anlega arftaka sfna. Engu að sfður er það álit manna, að hann sé ekki enn reiðubúinn að fela völdin manni, sem ekki hefur enn sannað ágæti sitt. Og væntanlegur eftirmaður verður ekki aðeins að sanna hæfileika sína fyrir Kadar heldur einnig fyrir sovézkum ráðamönnum, sem fylgjast náið með fram- vindu mála í Ungverjalandi. Sannleikurinn er sá, að Kadar, sem er hógvær maður og rólegur — og sennilega vin- sælastur allra austur-evrópskra þjóðarleiðtoga að Tító Júgó- slavíuforseta einum undan- skildum — hefur nýlega gefið í skyn, að hann muni halda áfram að gegna forystu ung- verska kommúnistaflokksins þrátt fyrir sffelldan orðróm um hið gagnstæða. Hann hefur tek- ið við formennsku nefndar, sem á að undirbúa stefnuskrá aðalfundar ungverska komm- únistaflokksins í marz á næsta ári. Þetta þýðir, að hann mun sjálfur leggja stefnuskrána fyr- ir fundinn og er það talið öruggt merki þess, að hann verði endurkosinn aðalritari til næstu f jögurra ára. Kadar er hins vegar ekki heilsuhraustur, sem m.a. á rót að rekja til þriggja ára pynt- inga og fangavistar í stjórnartíð ungverskra Stalínista á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Hann verður því að finna sér eftirmann og þar sem búið er að bannfæra Rezso Nyers póli- tískt hafa augU manna beinzt að Karoly Nemeth. Nemeth verður hins vegar að sanna ágæti sitt á fleiri sviðum en því efnahagslega, áður en honum verður treyst fyrir for- ystu ungverska kommúnista- flokksins. Flokkurinn hefur ný- lega misst Gyorgy Aczen, höf- und hinnar hógværu stefnu í hugmyndafræði og menningar- málum, sem Kadar hefur fylgt. Hann var settur af um Ieið og Nyers og gerður að aðstoðarfor- sætisráðherra. Þeir, sem fylgj- ast með gangi mála í Ungverja- landi, velta ekki mikið fyrir sér ástæðunni fyrir afsetningu Aczels. En þeir vona, að hún verði ekki til þess, að tekin verði upp of kreddubundin stefna í bókmenntum, fjölmiðl- um og listum. í þeim efnum hafa Ungverjar búið við meira frjálsræði en aðrir íbúar Aust- ur-Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.