Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JUNl 1974 „ERUM Á VERÐLAUNAPALLI MEÐ EIN- RÆÐISÞJÓÐUM FYRIR VERÐBÓLGU” Jón Sigurðsson skipar 4. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi. Að Jóni standa sterkar borgfirzkar ættir. For- eldrar hans voru Sigurður Jó- hannsson Eyjólfssonar f rá Sveina tungu og Asa Jónsdóttir Bjarna- sonar, kaupmanns frá Arnarhóli. Jón er fæddur f Ólafsvfk 8. des. 1941 og er kvæntur Olöfu J. Sigurgeirsdóttur og eiga þau 3 börn. Þar sem Jón hefur ekki áður verið f framboði til Alþingis var tilhlýðilegt að spyrja hann fyrst um tildrög framboðs hans. Ég á allar mínar ættir að rekja til Borgarfjarðar og Mýrasýslu og er uppalinn f Borgarnesi. Ég hef alltaf haldið mjög sterkum tengsl- um við Borgarfjörð, m.a. vegna búsetu foreldra minna þar. Ástæðan fyrir því, að ég er kom- inn hingað f framboð er, að vinir mínir og félagar í Borgarnesi og Borgarfjarðarhéraði hafa um nokkurt skeið hvatt mig til að hefja afskipti af stjórnmálum hér. Síðan ég fór í framboð hef ég ferðazt mikið um og kynnzt mörgu nýju og góðu fólki og göml- um vinum mfnum betur og fund- ið, að hér bíða mörg verkefni, sem mér væri mikil ánægja að fá að glfma við. Hvað viltu segja um ástand efnahagsmála f dag? Það má segja, að ofan á þann glundroða og óstjórn, sem ríkt hafa í íslenzku efnahagslífi, hafi nú bætzt vantrú þjóðarinnar á vilja og getu stjórnvalda til að ráðast gegn vandanum. Þetta hef- ur skapað það hættuástand, sem íslenzkur efnahagur er nú í. Það er því lffsnauðsyn að skipt verði um rfkisstjórn og að við taki stjórn, sem bæði þorir og getur tekið á þeim vandamálum, sem við þjóðinni blasa. Þessi ríkis- stjórn hefur haft allar ytri að- stæður til að skila þjóðarskútunni heilli til hafnar en vegna óheil- inda og ósamlyndis ráðherra eru komnir brestir í mörg bönd og engin samstaða er um aðgerðir tii að styrkja þau, svo að hún fljóti. Allir stofnlánasjóðir eru nú tómir og greiðslujöfnuðurirm óhagstæðari en hann hefur versð um marga áratugi, og gjaldeyris varasjóðurinn nægir aðeins til innflutnings á brýnustu nauð- synjum næstu 4 vikur. Síðustu ráðstafanir í efnahagsmálum eru aðeins yfirborðsráðstafanir til að villa um fyrir kjósendum fram yfir 30 júní. Sem dæmi um óstjórnina f efna- hagsmálum, þá er ísland komið á verðlaunapall með alræmdustu einræðisþjóðum Evrópu, Grikk- landi og Portúgal, sem einn af Evrópumethöfunum 1973 f verð- bólgu, enda er margt líkt með skyldum. Það var kannski engin tilviljun að Björn Jónsson líkti þingrofi Ölafs Jóhannessonar við valdarán þar sem aðeins vantaði byssustingina. munamál, ekki aðeins fyrir Borg- firðinga, en brúin er veigamikill þáttur í lagningu hitaveitu til Borgamess, heldur einnig fyrir aðra landshluta þar sem hún yrði mikil samgöngubót. Hún myndi t.d. stytta leiðina til Vestfjarða um 25 km og norðurleiðina um 7 km. Hver km er sparast í akstri er sparnaður fyrir þjóðarbúið. Hverju spáirðu svo um kosn- ingarnar? Af viðtölum mínum við fólk og af málflutningi stjórnarliða á framboðsfundum er auðsætt, að framsóknarmenn eru mjög hræddir við dóm þjóðarinnar. Framsóknarleiðtogarnir hafa í þessu stjórnarsamstarfi elt svo ólar við kommúnista, í varnar- og öryggismálum sem öðrum, að meira að segja hörðustu fram- sóknarmönnum þykir nóg komið og trú þeirra er að bila. Dómur þjóðarinnar mun því eins og í sveitarstjórnarkosningunum síð- ustu leiða til aukinna áhrifa Sjálfstæðisflokksins á stjórn Iandsmála. En nú heldur f jármálaráðherra þvf fram, að verðbólgan sé að verulegu leyti innflutt. Sem svar við því er bezt að vitna til ársskýrslu SÍS, þar sem segir m.a., að efnahagsmál þjóðar- innar séu komin í hnút og að vandamálin séu stór og að mestu leyti heimatilbúin. Hvaða mál telurðu brýnust fyrir Vesturlandskjördæmi? Það má segja, að í svo stóru kjördæmi sé ekki hægt að taka neinn einn málaflokk. Ég vildi þó minnast á samgöngumálin þar sem þjóðvegirnir til Norðurlands og Vestfjarða liggja hér um. Brú yfir Borgarfjörð er brýnt hags- VANTAR NÝJAN ATVINNUREKSTUR Rætt við Kristjönu R. Ágústsdóttur í Búðardal Kristjana Agústsdóttir skipar áttunda sæti lista Sjálfstæðis- flokksins f Vesturlandskjördæmi. Hún er fædd 27. des. 1920 og er ekkja Magnúsar Rögnvaldssonar verkstjóra frá Búðardal. Mbl. spurði hana, hver hún teldi mikil- vægustu mál kosninganna. — Auk stórmála eins og land- helgismálsins og varnarmála, eru það mörg mál, sem varða dreif- býlið og sem við sjálfstæðismenn munum vinna að. Hér í Dölunum er heilsugæzlustöðin númer eitt, en þegar hafa verið lögð drög að þvl, að hún komi. Þegar hefir verið veitt til hennar einni milljón, en að okkar dómi er það ekki nóg. Héraðssamband breiðfirzkra kvenna hefur um tfma barizt fyrir því, að þessi stöð yrði reist og við vonuðumst til, að þetta yrði heilsuverndarstöð með sérstakri aðstöðu fyrir sængurkonur. Hér- aðssambandið gaf árið 1956 tíu þúsund krónur til stöðvarinnar. Þetta er kannski ekki mikil upphæð, en hún sýnir áhugann. Þá er mikilvægt, að skólamál séu I lagi. Það er frumskilyrði þess, að ungt fólk vilji setjast hér að. Ég vildi lfka minnast á Hús- mæðraskólann á Staðarfelli, sem rekinn er með snilld af frú Ingi- gerði Guðjónsdóttur. I tíð fyrrver- andi ríkisstjórnar var mikið byggt upp við skólann, en sfðan þessi stjórn tók við, hefur ekki verið byggt fyrir krónu, þó að fleiri tengiálmur vanti. Við erum hálf- hissa á þessu, ekki sízt þar sem „Horfir illa hjá frystihúsunum — segir Helgi Kristjánsson 1 Ólafsvík Helgi Kristjánsson er einn af 4 verkstjórum við Hraðfrystihús Ólafsvfkur. Hann sagði okkur, að atvinna hefði verið mikil og jöfn við fiskveiðar, fiskvinnslu og þjónustu við bátaflotann, en rúm- lega 20 bátar leggja upp í Ölafs- vfk. Um ástand frystiiðnðarins f Ólafsvfk sagði Helgi, að það væri gott. — En nú horfir verr en um langan tfma vegna þess, að verð á freðfiski virðist ætla að falla þannig að hætta er á, að útflutn- ingsuppbætur verði litlar eða eng- ar. Allavega eru fyrstu viðvör- unarmerkin komin, þ.e. sölu- tregða og samfara henni mjög auknar kröfur um gæði. Þetta á einkum við um freðfisk og reynd- ar lfka fiskimjöl, en saltfiskurinn heldur sínu. Koma nýjar reglur Bandarfkja- manna um hollustuhætti illa við ykkur á Ólafsvfk? — Það er ekki hægt að segja það. Fyrir þremur árum var byrj- að á nýrri byggingu, sem er langt komin. Það, sem eftir er, eru lag- færingar á umhverfi en það verður tekið á næstunni. Hvernig leggjast svo kosning- arnar f þig? — Þær leggjast vel í mig. Ég er viss um, að fólkið metur Sjálf- stæðisflokkinn sem ábyrgan og samhentan flokk, sem tekur á hverju máli með festu. Það er eftirtektarvert, að ungt fólk treystir Sjálfstæðisflokknum til þess að vinna að þeirra málum og þjóðarinnar í heild. Halldór E. Sigurðsson var bóndi að Staðarfelli. Við erum skúffuð yfir þessu, því þó að aðsókn að húsmæðraskólum fari dvfnandi, standa fyrir dyrum breytingar á námsverkefnum, og eins mættí nota skólann til annars ef hús- mæðramenntun á að leggjast niður. Hvernig er atvinnulíf I Búðardal? — Hér byggist atvinnulíf mest á kaupfélaginu og mjólkuriðnaði, einnig Iftillega á vegagerð og tré- smíðum o.þ.h. En við erum að huga að þvf að fá einhvern at- vinnurekstur, sem gefur ungu fólki aðstöðu til að setjast að f sinni heimabyggð. Mér dettur þá helzt í hug leirverksmiðja, en Friðjón Þórðarson hefur flutt til- lögu um hana á Alþingi. Kunn- ugir telja, að leirinn hér sé mjög hagstæður til vinnslu. Það vantar bara menn og fjármagn til að koma þessu í framkvæmd. Ég er ekki viss um, að heimamenn séu mjög tilkippilegir, því hér var stofnað hlutafélag um heyköggla- verksmiðju, en þar sem ekki var nógu mikið fjármagn fyrir hendi og ekki var athugað að bjóða rfk- inu aðild í upphafi, þá tók rfkis- valdið hana yfir. Eins og er, er nóg vinna, en við þurfum að fá eitthvað nýtt til að geta tekið við nýju fólki. Hvernig leggjast svo kosning- arnar 1 þig? — Þær leggjast vel í mig. Mér finnst fráfarandi stjórn ekki hafa glæsilegan feril að baki. Þingslit- in sýna bezt ósamlyndið f ríkis- stiórninni. EIis Þorsteinsson. Mörg óleyst verkefni í vegamálum — segir Elis Þorsteinsson, vegaverkstjóri Elis Þorsteinsson á Hrapp- stöðum I Laxárdal f Dalasýslu er bæði bóndi og verkstjóri hjá Vegagerðinni og við báðum hann þvf að segja okkur frá vegafram- kvæmdum f Dalasýslu. — Þær hafa verið nokkrar. Sl. ár var lagður 2,6 km langur vegur suður í Miðdölum. Þar var einnig lokið við 2 km langan bút við Tunguá. Síðan var tæpur km lagður innan Búðardals, en Vest fjarðavegurinn liggur þar í gegn. Að síðustu var byggð brú yfir Glerá og f kringum hana lagður um 3 km spotti. — Framkvæmdir í ár verða aðallega við Klofningsveg um Skarðsströnd. Þar verða líklega lagðir vegir fyrir um 7—8 millj- ónir, en ég veit ekki hvað maður gerir mikla gloríu fyrir slíka upp- hæð. Svo er meiningin að leggja smáspotta í Miðdölum. Eru mörg óleyst verkefni f vegamálum hér? — Þau eru anzi mörg. Ég tel að við séum að mö-^u leyti á eftir. T.d. á Klofmngsvegi, sem bara hefur verið ruddur en ekkert byggður upp og því ákaflega snjó- þungur. Sömu sögu má segja um aðra vegi. Það vantar hringveg um héraðið, það er enginn hring vegur um Laxárdal, Haukadal og Hörðudal. Þá má segja, að mikill áhugi sé fyrir vegi yfir Laxárdals- heiði og yfir f Hrútafjörð. Við teljum, að það sé mjög snjólétt leið. — Það má heita, að vegasam- göngur séu einu samgöngurnar, sem við höfum. Hér er að vísu flugvöllur, en ekkert flogið. Góðir vegir eru okkur þvf mjög nauð- synlegir. Hvernig er afkoma bænda núna? — Mér skilst, að afkoma bænda sé ekki slæm, sem ég þakka frem- ur góðu tíðarfari en stjórn- völdum. Þetta marka ég m.a. af þvf, að hlutfall milli inneigna og skulda hjá kaupfélaginu hefur verið hagstætt. Hvernig leggjast svo kosning- arnar f þig? — Þær leggjast vel f mig. Ég hef trú á þvf, að fólk sé búið að læra eitthvað á sfðustu árum. Það var bersýnilega búið að gleyma reynslunni frá ’56.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.