Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JUNÍ 1974
11
1967—’69. Ég tel þó ekki út í hött
að minna þá og áróðursmeistara
þeirra á, að á þessu tímabili
minnkuðu útflutningsverðmæti
landsins um 50% — og hlaut-.það
að koma niður á þjóðinni allri,
einnig hinum lægstlaunuðu, svo
að ekki sé talað um þá, sem urðu
atvinnulausir um skeið. Ég heyrði
Bjarna Benediktsson segja, að
ómögulegt væri að stjórna land-
inu nema með sáttfýsi og samn-
ingum. Að því vann hann af heil-
indum eins og allir vita, nema
einhverjir staurblindir ofstækis-
menn, sem víla ekki fyrir sér að
sverta minningu pólitískra and-
stæðinga, jafnvel hana.
Ég skil vel, að þeim hefur orðið
heitt I hamsi, sem fóru utan I leit
að atvinnu vegna erfiðleikanna á
fyrrnefndum árum. En nú eru
þeir komnir heim og ættu að una
glaðir við sitt. Og af hverju komu
þeir heim? Það var vegna þess að
Bjarni Benediktsson sagði strax í
upphafi kreppunnar, að hann
væri staðráðinn i að sigla þjóðar-
skútunni gegnum brimgarðinn.
Það hvarflaði aldrei að honum að
skjóta sér undan vandanum.
„Góður skipstjóri siglir skipi sínu
I höfn,“ sagði hann — og það
gerði hann. Sú sigling er ein hin
glæstasta í stjórnmálasögu síð-
ari tíma á tslandi. Þegar hann lézt
um aldur fram var skútan komin í
höfn og góðæri framundan.
Þetta er sannleikur þessa máls
og ástæðulaust að klifa á hálf-
kveðnum visum og ósannindum í
framastreði sínu. Bjarni Bene-
diktsson var raunsærri maður og
meiri leiðtogi en svo, að honum
kæmi til hugar að stinga höfðinu í
sandinn og tala um stórfelld þjóð-
félagsvandamál sem „bókhalds-
atriði" eins og nú er gert.
Því má svo bæta við, að Við-
reisnarstjórnin skilaði hagsælu
búi í hendur Vinstri stjórn-
arinnar — og ef einhver reynir að
telja mér trú um, að ástandið hafi
verið verra þá en nú, ætla ég að
leyfa mér þann munað að draga
dómgreind þess hins sama í efa og
fullyrða, að hann sé haldinn
ólæknandi pólitfskri veilu nema
hann sé þetta „idíót“, sem Erik
Eriksen taldi, að gæti ekki verið
fullkomið.
Þegar á árinu 1969 sáust veru-
leg batamerki vegna ákveðinnar
afstöðu Bjarna Benediktssonar og
stjórnar hans og nauðsynlegra
viðbragða á örlagastund. Þá tók
efnahags- og atvinnulíf landsins
að færast í rétt horf. Viðskipta-
jöfnuðurinn í heild varð hagstæð-
ur um 380 milljónir króna. Gjald-
eyrisvarasjóðurinn, sem var í
rauninni upp urinn síðla árs 1968,
fór aftur að vaxa og nam 1988
milljónum króna í árslok 1969.
Það var enginn venjulegur
skipstjóri, sem stóð við stjórn-
völinn á þessum árum.
Bjarni Benediktsson sagði við
mig fyrir kosningarnar 1967:
„Kosningar skipta ekki öllu máli.
Það, sem skiptir máli, er, hvað við
eigum skilið."
Ég legg í dóm lesenda, hvað
landsfeðurnir nú eiga skilið.
En Bjarni Benediktsson og
minning hans eiga ekki skilið þær
alvarlegu aðdróttanir, sem hafa
tröllriðið stjórnarblöðunum und-
anfarna daga.
öll er mér þessi saga harla
minnisstæð, svo náin kynni sem
ég hafði af stjórnmálamanninum
Bjarna Benediktssyni. Um vin-
áttu okkar ræði ég ekki hér, hún
er dýrmætari minning en svo.
Mér er það í fersku minni, hver
viðbrögð Bjarna Benediktssonar
urðu, þegar ég sendi heim frétt
frá Bandaríkjunum í júlf 1966,
þess efnis, að þorskblokkin hefði
lækkað um 2 cent pundið. Frétt-
ina hafði ég eftir forstjóra út-
flutningsfyrirtækis Sambandsins
f Ameríku. Bjarni Benediktsson
var fljótur að átta sig á hættunni.
I Reykjavíkurbréfi 31. júlf skrifar
hann m.a.: „En þaðvekur ugg, að
verðlag á fiski í Bandaríkjunum
hefur undanfarið farið lækkandi
og nemur lækkunin rúmum 10%.
Á sama tíma hefur orðið veruleg
lækkun á verði bæði lýsis og
mjöls, þannig að fyrirsjáanlegir
erfiðleikar eru við útflutning
helztu afurða okkar.
Raunar áttu menn að búast við
þvf að verðlag mundi ekki stöðugt
halda áfram að hækka. Á heims-
markaði eru sveiflur á verðlagi
flestra vörutegunda, en ekki stöð-
ugar verðhækkanir. Á þetta eink-
um við um vörur, sem mismun-
andi mikið er framleitt af frá ári
til árs eins og einmitt er um fisk-
afurðirnar.
Verðlagshækkanirnar undan-
farin ár á íslenzkum afurðum
ásamt miklum aflafeng hafa gert
það að verkum, að unnt hefur
verið að standa undir hinum
miklu kauphækkunum, sem hér
hafa orðið, en nú þegar verð-
hækkanirnar hafa ekki einungis
stöðvazt, heldur er beinlínis um
verulegar verðlækkanir að ræða,
hlýtur hvert mannsbarn að skilja,
að ógjörlegt er að hækka enn
kaupgjald. Það er sú meginstað-
reynd, sem bæði launþegar og
vinnuveitendur verða að hafa í
huga, er kaupgjaldssamningar
verða ræddir á næstunni.
Verkamenn og aðrar láglauna-
stéttir hafa fengið nokkrar raun-
hæfar kjarabætur. Frumskilyrði
bess að þær verði ekki af þeim
teknar, er að kauphækkanirnar
fari ekki yfir allt atvinnulífið,
heldur verði nú látið staðar
numið og sá grundvöllur treystur,
sem hinar miklu framfarir, sem
menn sjá daglega fyrir augum,
eru nú byggðar á.“
Mér er til efs, að nokkur ís-
lendingur hafi verið eins fljótur
og Bjarni Benediktsson að átta sig
á því, að verðlækkun þessi mundi
hafa þær alvarlegu afleiðingar í
för með sér, sem raun bar vitni.
Hann varar þegar við hættunni.
Og ekkert var fjærri honum en
uppgjöf. Verðlækkunin hélt
áfram — og varð að hruni. Við
ofurefli var að etja. Kreppa skall
á, óvægin og miskunnarlaus. Hún
kom við okkur öll. En þá sýndi
sig, að þær fullyrðingar, sem
tönnlazt er á, að íslendingar séu
spilltir orðnir af græðgi og þæg-
indum, áttu sem betur fer ekki
við rök að styðjast. Kjarninn er þó
heill, ef glöggt er greint, segir
Einar Benediktsson f ljóði sínu Á
Njálsbúð. íslendingar tóku erfið-
leikunum af karlmennsku og létu
raunar engan bilbug á sér finna.
Þá sýndi sig, að þjóðin átti enn
það þolgæði, sem hefur verið
herini eins konar leiðarljós gegn-
um aldirnar. Hún stóð af sér áfall-
ið. Og hún var stoltari eftir en
áður.
I þessu pólitíska stórviðri sýndi
Bjarni Benediktsson betur en
nokkru sinni hvílíkur leiðtogi
hann var. Hann mundi lfka
kreppuárin 1931—’39 og það von-
leysi, sem þá setti svip sinn á allt
þjóðfélagið undir stjórn þáver-
andi vinstri flokka. Á það minnt-
ist hann oft með hryllingi í sam-
tölum við vini sfna. Ég kem þessu
á framfæri hér í lokin til að
minna enn einu sinni á, hvílfkt
fjarstæðubull sú fullyrðing er, að
hann og aðrir leiðtogar Sjálfstæð-
isflokksins vilji nota atvinnuleysi
sem hagstjórnartæki í einhvers
konar baráttu gegn launþegum
landsins. Samt koma stjórnarblöð-
in nú með hverja greinina á fætur
annarri til að ata minningu
Bjarna Benediktssonar auri,
auðvitað án þess að minnast nokk-
urn tíma á nafn hans. Slíkt er
hvorki mannlegt né stórmann-
legt. En hitt var mannlegt að leita
sér atvinnu út fyrir landsstein-
ana, meðan holskeflan gekk yfir,
og ekkert við þvf að segja. Víta-
vert er þó að ráðast á þá, sem
heima sátu og unnu bug á vand-
anum, svo að við mættum halda
áfram að njóta þeirrar gæfu að
vera íslenzk þjóð á íslandi. ís-
lenzk þjóð verður auðvitað annað-
hvort hér f landinu eða hvergi —
hvorki í Ástralíu né Svíþjóð.
Bjarni Benediktsson varð oft
fyrir árásum — stundum lúa-
legum — meðan hann lifði.
En nú er mál að linni.
Sumar-
bústaða- og
húseigendur
MÁLNING
og LÖKK
úti — inni
Bátalakk — Eirolia
Viðarolía — Trekkfastolía
Pinotex, allir litir
Tjörur, allskonar
Kítti, allskonar
Vírbustar — Sköfur
Penslar — kústar — rúll-
ur
ryðeyðir — ryðvörn.
GARÐYRKJU-
ÁHÖLD
Handverkfæri, allskonar
Stauraborar — Járnkarlar
Jarðhakar — Sleggjur
Múraraverkfæri, allskonar
★
Handsláttuvélar
Garðslöngur og tilheyrandi
Slöngugrindur — Kranar
Garðkönnur — Fötur
Hrífur — Orf — Ljáir —
Brýni
Skógar-, greina- og
grasklippur
Músa- og rottugildrur
GAS-
FERÐATÆKI
Olíu-
ferðaprímusar
Vasaljós — Rafhlöðulugtir
Olíulampar — Steinolia
ÚTI-GRILL
Grillstengur — gafflar
Viðarkol — Spritttöflur.
ARINSETT
Fýsibelgir
Viðarkörfur
Vatnsdælur —
Brunnventlar
Plastbrúsar 5, 10 og 20
lítra
FÁNAR
Fánalínur — Húnar
GÓLFMOTTUR
Greinlætisvörur
Skordýraeitur
Gluggakústar
Bilaþvottakústar
Biladráttartaugar
Hengilásar og hespur
Þvottasnúrur
Þéttilistar á hurðir og
glugga
SLÖKKVITÆKI
Asbest — teppi
Brunaslöngur.
BJÖRGUNAR-
VESTI
fyrir börn og fullorðna.
Árar — Árakefar
Króm. búnaður á vatna-
báta
Silunganet og slöngur.
Vinnufatnaður
Regnfatnaður
Gúmmístígvél
Vinnuhanzkar
Vinnuskór
Rýmingarsala
Hattabúðar Reykjavíkur
Vegna flutnings verzlunarinnar bjóðast kostakjör i 3 daga:
Kjólar — Pils — Blússur — Peysur.
Notið þetta tækifæri.
HATTABÚÐ REYKJAVÍKUR,
LAUGAVEGI 10.
Lausafjáruppboð
Nauðungaruppboð á útistandandi skuldum og hlutabréfum dánarbús
Gústafs A. Sveinssonar, hrl., fer fram í dómsal bæjarfógetaembættisins
að Strandgötu 31, Hafnarfirði, miðvikudaginn 3. júlí n.k. kl. 13.30.
Bókhaldsgögn og önnur tiltæk gögn varðandi umræddar kröfur og
hlutabréf liggja frammi á skrifstofu uppboðshaldara.
BÆJARFÓGETASKRIFSTOFUNNI í HAFNARFIRÐI
21. JÚNÍ 1974.
MÁR PÉTURSSON, HÉRAÐSDÓMARI.
Hestafólk
Hestaþing Faxa, verður haldið að Faxaborg,
sunnudaginn 21. júlí og hefst kl. 15 með
hópreið félagsmanna. Keppt verður í þessum
greinum:
Skeið 250 metrar, stökk 800 metrar, stökk
300 metrar, stökk 250 metrar, brokk 1500
metrar.
Gæðingakeppni A og B flokkur.
Gæðingar mæti laugardag 20. júlí kl. 1 6.
Þátttaka tilkynnist fyrir 18. júlí til Þorsteins
Valdimarssonar, Borgarnesi, sími 7190 og
71 94 eftir kl. 7 á kvöldin.
Dansað á palli að loknum kappreiðum.
Stjórnin.
Utankjörstaða
kosning
Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins
er að Laufásvegi 47.
Símar: 26627, 22489, 17807, 26404.
Sjálfstæðisfólk! Vinsamlega látið skrifstof-
una vita um alla kjósendur, sem verða ekki
heima á kjördegi.
Utankjörstaðakosning fer fram í Hafnarbúð-
um alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og
20—22. Sunnudaga kl. 14—18.
JFÉLAGSSTARF
ELDRI BORGARA
ORLOFSDVÖL
Félagsstarf eldri borgara efnir í samvinnu við
Félagsstarf Þjóðkirkjunnar til 12 daga orlofs-
dvala að Löngumýri í Skagafirði júlí og ágúst
n.k. sem hér segir:
I. ferð: Lagt af stað frá Reykjavík 22. júlí, komið
til baka 2. ágúst.
II. ferð: Lagt af stað frá Reykjavík 6. ágúst,
komið til baka 1 7. ágúst.
III. ferð: Lagt af stað frá Reykjavík 19. ágúst,
komið til baka 30. ágúst.
Þátttökugjald kr. 7.000.00 (allt innifalið).
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu
Félagsstarfs eldri borgara Tjarnargötu 11 kl.
9.00 til 12.00 f.h.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.