Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JUNl 1974 IÞROTTAFRETTIR MOHGÖiLAflSINS Iþróttafréttir eru einnig á bls. 24 Rífa rauðu spjöldin í þriðju deildinni! HART hefur veriö barizt f þriðju deildinni að undanförnu og t.d. sauð upp úr f leik Þróttar og Leiknis á Norðfirði sfðastliðinn laugardag. Einn leikmaður Leiknis frá Fáskrúðsfirði hafði skorað, en dðmari dæmdi markið af. Ekki var Leiknismaðurinn ánægður með þá ákvörðun dómar- ans og mótmælti. Dró þá dómar- inn gult spjald upp úr pússi sfnu en við það æstist leikmaðurinn enn meir og stjakaði við dómar- anum. Akvað dómarinn þá að vfsa leikmanninum af leikvelli og lyfti rauðu spjaldi. Leikmaðurinn var ekkert að tvfnóna við hlutina heldur þreif spjaldið af dómaran- um, reif það f sundur og neitaði að yfirgefa leikvöllinn. Stóð f stappi góða stund, en á endanum varð leikmaðurinn eðlilega að láta f minni pokann. A þessi leik- maður, sem er einn af sterkustu leikmönnum Leiknis, strangan dóm á hættu, ef til vill verður hann ekki meira með f sumar. Sem betur fer hefur þó ekki verið eins mikill hiti í öðrum leikjum í þriðju deild. Þó að hvert stig sé dýrmætt þar eins og ann- ars staðar hefur verið drengilega barizt. Hér á eftir fara úrslit og nöfn markaskorara í síðustu leikj- um þriðju deildar. Austri — Einhverji 5:0 Mörk Austra: Jón Stefánsson 2, Gfsli Stefánsson 1, Magnús Jónatansson 1 og Bjarni Kristjánsson 1. Þróttur — Leiknir 2:2 Mörk Þróttar: Jón Hermannsson og Árni Guðjónsson. Mörk Leiknis: Stefán Garðarsson 2. Huginn — Höttur 3:0 Mörk Hugins: Pétur Böðvarsson 2, Smári Fjalar 1. Valur — Sindri 1:4 Mark Vals: Rúnar Sigurjónsson. Mörk Sindra: Jón Gunnarsson 3, Vífill Karlsson 1. Vfkingur — UMFB 1:0 Mark Vfkings: Rúnar Elíasson. Vfkingur — Snæfell 2:0 Mörk Vfkings: Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Scheving. tR — Stjarnan 0:4 Mörk Stjörnunnar: Ólafur Hauk- ur 2, Ingólfur Magnússon 1 og eitt markanna var sjálfsmark. Stefnir — HVl 3:3 Mörk Stefnis: Elvar J. Friðberts- son 2 og Þorsteinn Guðjónsson 1 Mörk HVl: Stefán Stefánsson 3. Efnilegir kylfingar í GK A HÓLMSVELLI f Leiru fór nýlega fram sveitakeppni ungl- inga f golfi, keppt var um Flug- félagsbikarinn, en keppni þessi er jafnan eitt stærsta, sérstaka unglingamótið f golfi, sem haldið er hér ár hvert. Fyrst var keppt um bikar þennan árið 1972 og var þvf keppt um hann f þriðja skipti nú. I tvö fyrri skigtin sigraði GS, en nú varð sveit Keilis hlutskörp- ust. Sveit GK var skipuð Sigurói Thorarensen, Magnúsi Halldórs- syni, Elíasi Helgasyni, Ágústi Eiríkssyni og Hálfdáni Karlssyni. Lék sveitin á 352 höggum, a-sveit GR lék á 362 höggum og a-sveit Halli HSÍ nam 1,5 milljón kr. á sl. ári Halli á rekstrarreikningi Hand- knattleikssambands Islands á starfsárinu 1973—1974 nam 1.527.050.05 kr. og heildarskuldir sambandsins nema nú um 2.8 milljónum króna. Höfðu þær auk- izt verulega frá árinu áður, en GS lék á 375 höggum. Fimm sveit- ir tóku þátt í keppninni og var fyrirkomulag keppninnar þannig, að hver sveit var skipuð 5 kylf- ingum og eru leiknar 27 holur. Af hverjum 9 holum gilda 3 lægstu skor fyrir hverja sveit. Meðfylgjandi mynd er af unglingasveit GK og með piltunum á myndinni er Sigurður Matthfasson, er afhenti verð- launin fyrir hönd Flugfélagsins. hins vegar voru skuldir sam- bandsins um tvær milljónir króna árið 1972. Er þvf ljóst að afkoma sambandsins er mjög sveiflukennd. Þau ár sem tsland tekur þátt f heimsmeistara eða Olympfukeppni, eru mjög kostnaðarsöm, en hins vegar tekst að færa skuldirnar nokkuð niður á milli þessara ára. Sem fyrr voru það heimalands- leikirnir, sem voru aðaltekjulind HSl. Leiknir voru samtals 8 landsleikir hérlendis og voru heildartekjur af þeim tæplega 1,9 millj. króna. Tekjur af landsleik við Italíu 14. október urðu 310 þús. kr., tekjur af leik við Frakka 4. nóvember urðu 420 þús. kr., tekjur af tveimur leikjum við Sví- þjóð 20. og 29. nóvember urðu 570 þús. kr., tekjur af tveimur leikj- um við Bandaríkjamenn um jólin urðu 178 þús. kr., og tekjur af tveimur laiidsleikjum við Ung- verjaland 12. og 13. janúar urðu um 426 þús. kr. Langstærsti þátturinn gjalda- megin á rekstrarreikningi sam- bandsins voru utanfarir lands- liða. Ferð landsliðs karla til Noregs kostaði um 366 þús. kr., ferð landsliðs karla til Italíu og Frakklands kostaði um 544 þús. kr., ferð kvennaliðsins til Finn- lands kostaði um 481 þús. kr., ferð karlalandsliðsins til A-Þýzkalands á mótið, sem var þar fyrir HM, kostaði 462 þús. kr. og ferð lands- liðsins til heimsmeistarakeppn- innar kostaði um 733 þús. kr. Kostnaður við þátttöku unglinga- landsliðsins f Danmörku var um 375 þús. kr. og vegna ferða stúlknalandsliðsins til Noregs um 384 þús. kr. Kostnaður við rekstur sambandsins nam tæplega 700 þús. kr. og kostnaður við landslið- ið var um 854 þús. kr., þar sem þjálfaralaun og húsaleiga eru langstærstu lióirnir. Launin 243.500 kr. og leigan 210.221 kr. Skýrsla frá sérstakri fjáröflun- arnefnd HSI, fylgdi ekki með árs skýrslunni, en hjá gjaldkera sam- bandsins kom fram, að fjáröflun hennar hefði verið um 2 millj. kr. og útgjöld um 1 milljón kr. Golfkennsla í Grafarholti HAFIN er kennsla í golfi hjí Golfklúbbi Reykjavíkur og getc bæði konur og karlar fengið til sögn á velli klúbbsins í Grafar holti á þriðjudögum. Skálinn ei nú fullgerður og býður upp i góðar veitingar og fegursta út sýni. Allar upplýsingar un kennslu og inngöngu í klúbbinr er hægt að fá f skálanum í síms 84735 og hjá Gyðu Jóhannsdóttui í síma 82090, Þær vilja sinn skerf HM í dag Eftirtaldir leikir fara fram f átta liða úrslitum heimsmeist- arakeppninnar f knattspyrnu f dag: Holland — Argentína. Leikið f Gelsenkirchen. Brasilfa — A-Þýzkaland. Leikið f Hannover. Vestur-Þýzkaland — Júgó- slavfa. Leikið f Diisseldorf. Svfþjóð — Pólland. Leikið f Stuttgart. Einn leikurinn, V-Þýzkaland — Júgóslavfa, hefst kl. 15.00 að staðartfma, en hinir leikirnir hefjast allir kl. 18.30. Næstu leikir fara fram 30. júnf og leika þá A-Þýzkaland og Holland, Argentfna og Brasilfa, Vestur-Þýzkaland ogSvíþjóðog Pólland og Júgóslavfa. 3. júlf fara svo sfðustu leikir undankeppninnar fram, en úr- slitaleikirnir fara fram f Mtin- chen 6. og 7. júlf. ÞAÐ voru fleiri en þýzkir lög- reglumenn, sem höfðu uppi mikinn viðbúnað vegna heims- meistarakeppninnar f knatt- spyrnu. Þýzkar gleðikonur ætl- uðu sér að krækja f hluta af þvf mikla peningaflóði, sem kringum keppnina er, og hóp- uðust þær til borganna, sem leikir keppninnar fara fram f. Kvarta þær nú yfir þvf að hafa ekki erindi sem erfiðí. Segja þær f viðtölum við fréttastofn- anir, að áhangendur knatt- spyrnuliðanna séu svo upptekn- ir af þvf, sem fram fer á leik- vellinum, að þeir megi helzt ekki vera að neinu öðru. — Ég hafði búizt við að hafa mikið að gera, en satt að segja er það sízt meira en venjulega, sagði ein af þessum stúlkum í viðtali við AP-fréttastofuna. Knattspyrnuáhuginn hefur orðið til þess, að sumar stúlkn- anna hafa gripið til þess ráðs að auglýsa í blöðunum, að gestir þeirra geti horft á litasjónvarp meðan þeir dvelja hjá þeim, þannig að ekkert þurfi að fara framhjá þeim. Stúlkurnar viðhafa nú mikla auglýsingaherferð, þar sem þær kalla sjálfa sig nöfnum eins og „mongólska súper- módelið", „indónesíska nudd- drottningin" „orkufulli ind- verski stormsveipurinn", „af- slöppunarsérfræðingurinn“ og annað þess háttar. Lögreglan hefur ekki gert miklar athugasemdir við hátt- erni stúlknanna og segir aðeins, aó þær hafi engin vandamál skapað. Pólverjar hafa staðið sig bezt — ÉG tel ekki ólfklegt, að Pól- land verði fyrsta Austur- Evrópulandið, sem vinnur heimsmeistarakeppnina f knattspyrnu, sagði sir Stanley Rous formaður FIFA eftir hinn glæsilega leik Pólverja við ítali. Fáir virðast þó sömu skoð- unar, þar sem veðmálin standa 28—1 á Pólverja. Breyttist það lftið þrátt fyrir þá staðreynd, að Pólverjar hafa staðið sig Iiða bezt f keppninni til þessa. Lið þeirra hefur unnið alla leiki sfna og skorað flest mörk, 16 talsins. Auk þess skipa tveir leikmanna Póllands marka- kóngasæti HM. Markvörður fær samning HINN ágæti og vinsæli mark- vörður Haiti-liðsins, Henry Francillon, hefur skrifað undir tveggja ára atvinnusamning við þýzka 2. deildar liðið TSV 1860 Miinchen. Francillon hefur leikið með áhugamannaliðinu Vitory SC á Haiti og þurfti þýzka liðið þvf ekkert að greiða fyrir félagaskiptin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.