Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JUNÍ 1974
13
Þór Vilhjálmsson, prófessor:
Baráttan
ÞEGAR tekið var að safna
undirskriftum um varnarmálin
undir kjörorðinu VARIÐ
LAND í janúarmánuði s.l., virt-
ist þróun mála ætla að verða í
samræmi við það, sem Alþýðu-
bandalagsmenn sögðu, að stæði
f málefnasamningi ríkisstjórn-
arinnar frá 1971: Brottvfsun
varnarliðsins og uppsögn
varnarsamningsins sýndist
framundan. Forgöngumenn
Varins lands voru þeirrar skoð-
unar, að kosningarnar til
Alþingis 1971 gæfu stjórnarlið-
inu ekki umboð til svo örlaga-
ríkra aðgerða. Við ræddum því
okkar í milli, hvað við gætum
gert til að vinna gegn þessari
þróun. Um skeið stóð til að fara
svipaða leið og svonefndir her-
námsandstæðingar fóru, þegar
þeir birtu ávarp frá 60 mönnum
á fullveldisdaginn 1. desember
s.l. Smám saman mótaðist þó
hugmyndin um almenna undir-
skriftasöfnun. Til þessa ráðs
hefur alloft verið gripið, þegar
hópar manna vilja vekja at-
hygli á kröfum sínum. Fyrir
rúmlega áratug var reynt að ná
saman sem flestum undirskrift-
um til að leggja áherzlu á kröf-
ur varnarleysismanna. Árang-
urinn hefur aldrei sézt, enda
hefur hann sjálfsagt verið
rýrari en forystuliðið ætlaðist
til. Á s.l. vetri var safnað undir-
skriftum um byggingarmál í
miðborg Reykjavíkur vegna
fyrirhugaðs húss Seðlabank-
ans. Þannig mætti alllengi
telja. — Forgöngumenn Varins
lands voru þess fullvissir, að
þeir ættu meirihluta íslendinga
að samherjum, en við gerðum
okkur samt litlar vonir um, að
mjög margir myndu skrifa
undir. Við þóttumst vita, að erf-
itt yrði að ná til fólks, og töld-
um, að 5.000 undirskriftir yrðu
sterk ábending til stjórnarliðs-
ins.
Strax og frá því var sagt opin-
berlega, að undirskriftasöfnun-
in væri hafin, kom í Ijós, að fólk
hafði beðið eftir tækifæri til að
segja hug sinn um varnarmálin.
Úr öllum áttum bárust undir-
skriftir, boð frá sjálfboðaliðum
um aðstoð og þakkir frá fólki,
sem fram til þessa hafði ekki
vitað, hvernig það gæti komið
skoðunum sínum á framfæri.
Eins og alþjóð veit, skrifuðu
55.522 fslenzkir kjósendur
undir áskorun Varins lands.
Þetta er kjarni málsins. Fram
hjá þessari eindregnu, máttugu
viljayfirlýsingu verður ekki
gengið af þeim, sem beita lýð-
ræðislegum starfsaðferðum.
Þessi fjöldi er svo mikill, að
allar úrtölur eru marklausar,
allur rógburður um forgöngu-
menn undirskriftasöfnunar-
innar aðeins vindhögg í von-
lausri baráttu við fólkið í Iand-
inu.
Lítum örlitið nánar á megin-
atriðin í úrtölunum og illyrð-
unum.
Því hefur f fyrsta lagi heyrzt
fleygt, að undirskriftasöfnunin
jafngildi opinberum kosn-
ingum og sé í eðli sínu ólýð-
ræðisleg. Þetta er ekki aðeins
hæpin fullyrðing, heldur
alröng. Ekkert er lýðræðislegra
en að beina persónulegum yfir-
lýsingum um afmörkuð mál til
Alþingis og ríkisstjórnar. I
þingkosningum er oft óljóst,
um hvað er kosið í einstökum
þjóðmálum, og stjórnir eru
stundum myndaðar eftir kosn-
ingar kjósendum að óvörum.
Varnarmálin voru lítið á dag-
skrá f kosningabaráttunni 1971,
en samt átti að knýja fram gjör-
breytingu á þessu sviði. Hvað
átti þjóðin að gera til að koma í
veg fyrir það? Almenn undir-
skriftasöfnun var lýðræðisleg-
asta aðferðin, og til hennar var
þvi stofnað.
Þvf hefur í öðru lagi verið
haldið fram, að ekki sé mark
takandi á undirskriftasöfnun
Varins lands nema að litlu
leyti, þar sem hörkulegum að-
ferðum, jafnvel kúgun, hafi
verið beitt til að fá fólk til að
skrifa undir. Þetta er í fyrsta
lagi rangt. Forgöngumönnum
Varins lands er ekki kunnugt
um dæmi, og ekki hafa komið
fram sannanir, sem til þessa
benda. Fjöldi undirskriftanna
gerir slfkar fullyrðingar einnig
ómerkar. Til þess hefði þurft
meiri ósvffni og aðgangshörku
en með nokkru móti er hugsan-
legt, að unnt sé að beita í
frjálsri undirskriftasöfnun á ís-
landi, ef fá hefði átt þúsundir
manna til að undirrita gegn
vilja sfnum. Þetta tal er þvf að
engu hafandi.
í þriðja lagi hefur verið sagt,
að þrátt fyrir allt hafi ekki
meirihluti kjósenda skrifað
undir. Hver bjóst við því? For-
göngumenn undirskriftasöfn-
unarinnar vonuðu, að nokkur
þúsund manns kæmu til liðs við
þá. Það hefðu verið öflug mót-
mæli. Undirskriftirnar urðu
55.522. Þó var starfið byggt á
ófullkomnu skipulagi. Það fór
fram um hávetur, þegar sam-
göngur eru víða erfiðar, og
listar fóru þess vegna ekki um
ýmis byggðarlög. Þá skipti
máli, að hamast var gegn undir-
skriftasöfnuninni, af ofstæki af
sumum, með þumbarahætti af
öðrum. Auðvitað hefur það til
dæmis haft áhrif, að fram-
kvæmdastjórn næststærsta
stjórnmálaflokks landsins,
Framsóknarflokksins, skoraði
25. janúar á flokksmenn, að
„forðast þátttöku f hvers konar
undirskriftum um varnarmál-
in“. Margir Framsóknarmenn
tóku að vfsu ekkert tillit til
áskorunar framkvæmda-
stjórnarinnar, en áhrifalaus
hefur hún ekki verið, enda mun
henni hafa verið fylgt eftir með
ýmsum hætti. Til að gera sér
svolitla grein fyrir því, hvað
felst í fjölda undirskriftanna,
má nefna: i Alþingiskosn-
ingunum 1971 voru 118.289
manns á kjörskrá, en 106.975
kusu. Þetta var sá hópur, sem
gaf þingmönnum umboð fyrir 3
árum, og þess er vert að minn-
ast, að meira en helmingur
þessa fjölda skrifaði undir
áskorun Varins lands. Atkvæði
skiptust þannig, að núverandi
stjórnarflokka kusu 54.095
manns, en stjórnarandstöðu-
flokkana tvo kusu 49.190
manns. Þeir sem áttu þess kost
að undirrita áskorun Varins
lands, þurftu að vera orðnir 20
ára hinn 1. mars sl., og er lfk-
legt, að um 126.000 íslendingar
hafi uppfyllt skilyrðið. Ef
menn vilja átta sig á hugsan-
legri kosningaþátttöku, er eðli-
legt að draga 10% frá þessari
tölu, sem þýðir 113.400 manns.
Jafnframt ber að minnast þess,
sem fyrr segir um atvik, er
drógu úr þátttöku í undir-
skriftasöfnuninni. Með hliðsjón
af þeim má fullyrða, að mikill
meirihluti kjósenda sé fylgj-
andi stefnu Varins lands.
Þáttur i þeirri baráttu gegn
fólkinu, sem hér er um rætt, er
ofsóknaherferð gegn forgöngu-
mönnum undirskriftasöfnunar-
innar. Við höfum verið kallaðir
mörgum ljótum nöfnum, t.d.
„hundflatur skrælingjalýður“,
„amerískir íslendingar“, „þjóð-
nfðinganefnd" og „örgustu úr-
hrök afturhalds og fasisma.
sem f landinu yfirhöfuð er
hægt að drffa upp“, svo að tekin
séu fáein sýnishorn úr Þjóð-
viljanum. Það er mál fyrir sig,
að svona samsetningur skuli
prentaður, og mun það ekki
rætt frekar hér. En hugsum
okkur, að það mætti til sanns
vegar færa, að forgöngumenn
Varins lands væru viðsjárgrip-
ir, jafnvel slík illmenni, sem
Þjóðviljinn vill vera láta.
Hverju myndi það skipta varð-
andi kjarna málsins: áskorun
55.522 kjósenda. Engu. Sú
áskorun væri jafnglögg sönnun
fyrir vilja fólksins og raun ber
vitni, þó að slæmir menn hefðu
átt frumkvæðið. Þetta tal er því
með öilu óviðkomandi þvf,
hvert almenningur vill stefna í
varnarmálum, — enn eitt dæmi
um vindhögg í örvæntingu í
baráttunni við landsfólkið, við
fólk á öllum aldri, úr öllum
stéttum af öllum landshornum
úr öllum stjórnmálaflokkum.
Baráttan við fólkið mun tapast,
en baráttan fyrir fólkið í
varnarmálunum verður von-
andi sigursæl.
Þór Vilhjálmsson.
r
Alyktun
Stúdentaráðs
STJÖRN Stúdentaráðs Háskóla
Islands gerði eftirfarandi ályktun
á fundi sfnum 20. júnf s.I.
Stjórn SHÍ lýsir yfir samstöðu
sinni með þeirri sjálfsögðu kröfu
kennara og nemenda Stúdenta-
skóla Færeyja, að nemendur tali
móðurmál sitt f prófum við skól-
ann. Jafnframt fordæmir stjórn
SHI framkomu danskra yfirvalda
í þessu máli, og skorar á þau að
endurskoða afstöðu sína gagnvart
þeim, sem ekki fengu stúdents-
próf, vegna þess að þau stóðu fast
á þessum rétti sínum.
Það er einlæg von stjórnar, aó
Færeyingar fái sem fyrst fær-
eyskan skóla, sem miðaður er við
færeyskar aðstæður og þarfir, og
að þeir losi sig sem fyrst úr sam-
bandi við þá skrípamynd af ný-
lenduveldi, sem konungdæmið
Danmörk er.
mnRGFnionR
mÖGULEIKR V0RR
Sambyggði kæli- og frystiskðpurinn frá Philips meö 2 sjálfstæðum stillanlegum
kælikerfum — þér veljið sjálf hæfilegt kuldastig.
Kæliskápur 210 litra:
Færanlegar hillur
Siálfvirk afþíðing
ott geymslurými i hurð
Stórar ávaxtaskúffur
Frystiskópur 170 litra:
3 stórar hillugrindur
Hraðfrystistilling
Verð aðeins Kr. 55.500.oo
Góðir greiðsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur
heimilistæki sf
Sætún 8 - 15655 Hafnarstræti 3 - 20455.