Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JUNÍ 1974
Þingmál... Þingmál... Þingmál... Þingmál.
Guðlaugur
Gíslason:
Raforka
verði nýtt til
húsahitunar
Á síðasta Alþingi fluttu
Guðlaugur Gíslason og Jón
Árnason þingsályktunartil-
lögu um nýtingu raforku
til húshitunar og verðjöfn-
un á roforku. 1 tillögunni
segir: „Alþingi ályktar að
skora á ríkisstjórnina að
taka til endurskoðunar
fyrri áætlanir um raforku-
framleiðslu til húshitunar
með það fyrir augum, að
öllum aðgerðum í þessum
efnum verði flýtt svo sem
kostur er. Jafnframt beiti
ríkisstjórnin sér fyrir
nauðsynlegum laga-
breytingum ef með þarf til
þess, að á verði komið
jöfnunarverði á raforku til
húshitunar, þannig að
kostnaður við upphitun
húsa með raforku verði
sambærilegur við hitun
húsa á jarðhitasvæðum,
þar sem hitaveitur eru
fyrir hendi eða verður við
komið með eðlilegum
hætti.“
í greinargerð segja flutnings-
menn m.a.: „Fram að þessu hafa
þeir, sem þurft hafa að kynda hús
sín með olíu, búið við miklu lakari
aðstöðu en þeir, sem á hitaveitu-
svæðum búa. Hefur þetta óneitan-
lega skapað verulegan aðstöðu-
mun f landinu og fram að þessu á
engan hátt gert ráð fyrir neinni
verðjöfnun þar á milli. Við þá
breytingu, sem fyrirsjáanlega
verður á olfuverðinu til
hækkunar, verður þessi mismun-
ur enn tilfinnanlegri og verður
ekki annað séð en stjórnvöld
verði að leggja allan þunga á að
nýta þá raforku, sem fyrir hendi
Matthías Bjarnason og fl.:
Stofnaður verði
verðjöfnunarsjóðu
ur vöruflutninga
A Alþingi 1973 var samþykkt
tillaga frá Matthfasi Bjarnasyni,
Sverri Hermannssyni, Guðlaugi
Gfslasyni og Halldóri Blöndal um
verðjöfnunarsjóð vöruflutninga.
I framhaldi af samþykkt þessari
var skipuð nefnd til þess að semja
frumvarp að lögum um verð-
jöfnunarsjóð vöruflutninga.
Nefndin er enn að störfum.
I tillögunni sagði, að sjóðurinn
I greinargerð með tillögunni
sagði m.a.: „Flutningsmenn telja
ljóst, að aðstöðumunur strjálbýlis
og þéttbýlis sé svo mikill vegna
hins óheyrilega flutningskostnað-
ar, að hjá því verði ekki komizt að
létta af því misræmi, sem af hon-
um stafar. Til þess að sem mestur
jöfnuður náist þurfi að stofna
verðjöfnunarsjóð vöruflutninga.
Jafnhliða verði að gera miklar
breytingar á fyrirkomulagi ferða
íslenzkra kaupskipa frá helztu
viðskiptaborgum okkar erlendis
til helztu hafna úti á landi og
samræma í heild vöruflutningana
innanlands til þess að verðjöfn-
unarsjóðnum verði ekki íþyngt
um of.“
Guðlaugur m T ^ "WT
•■■■• IMýtt V est-
mannaeyjaskip
er f landinu og gera þegar í stað
ráðstafanir til aukinnar orku-
vinnslu f þvf skyni, að veruleg
aukning verði á notkun raforku
til húshitunar og jafnframt að
beita sér fyrir nauðsynlegum
lagabreytingum, ef með þarf til
þess að á verði komið jöfnunar-
verði á raforku til húshitunar
verði raforkuverð við það miðað,
að kostnaður við upphitun húsa
með raforku verði eigi meiri en
hitunarkostnaður húsa á jarðhita-
svæðum, þannig að landsmenn
búi allir við sömu aðstöðu
varðandi þetta atriði, hvar sem er
á landinu."
A sfðasta Alþingi flutti
Guðlaugur Gfslason ásamt öðrum
þingmönnum Suðurlandskjör-
dæmis tillögu til þingsályktunar,
þar sem skroað er á rfkisstjórnina
að ákveða þegar f stað að láta
byggja nýtt skip til Vestmanna-
eyjaferða og leita tilboða f smfði
þess á grundvelli tillögu stjórn-
skipaðrar nefndar um samgöngu-
mál Vestmannaeyinga, sem fram
kemur f álitsgjörð nefndarinnar
til samgönguráðuneytisins. Til-
lögunni var vfsað til rfkis-
stjórnarinnar.
í greinargerð með tillögunni
sagði m.a.: „Á það skal bent og
það undir strikað, að þörfin fyrir
nýtt skip til ferða milli lands og
Eyja hefur aldrpi verið brýnni en
nú í dag, og eru allir, sem til
þekkja, sammála um, að upp-
bygging Vestmannaeyja eftir eld-
gosið á Heimaey velti beinlínis
mjög á því, hversu fljótt og vel
daglegum ferðum verði komið á
sjóleiðis milli lands og Eyja. Þetta
er ekkert óeðlilegt, þegar at-
hugaðar eru þær kröfur, sem önn-
ur byggðarlög f námunda við þétt-
býlissvæðið við Faxaflóa gera í
sambandi 'við samgöngumál. Má
þar til dæmis nefna Akranes, sem
er í beinu vegasambandi við
Faxaflóasvæðið. Þaðan eru þrjár
daglegar ferðir til Reykjavfkur og
vart hefur komið til álita að
fækka þessum ferðum hvað þá
leggja þær niður, enda hlyti slíkt
að teljast með öllu óeðlilegt. Ein
örugg ferð daglega sjóleiðis með
skipi, sem uppfyllir þær kröfur til
farþega-, vöru- og bifreiða-
flutninga, sem fram koma í til-
Iögu hinnar stjórnskipuðu nefnd-
ar um samgöngumál Vestmanna-
eyinga, hlýtur að vera alger lág-
markskrafa þess fólks, sem nú og
f framtíðinni kemur til með að
búa í Vestmannaeyjum."
Pálmi Jónsson:
Lenging
skólaskyldunn-
ar er varasöm
1 RÆÐU á Alþingi um frumvarp
til laga um grunnskóla benti
Pálmi Jónsson á að varhugavert
væri að lengja skólaskylduna eins
og frumvarpið gerði ráð fyrir. Þá
taldi hann, að með þessari löggjöf
væri óhóflegu stjórnunarbákni
komið á fót f skólakerfinu án þess
að aukið vald væri fært til ein-
stakra byggðarlaga. Jafnframt
átaldi hann, að enginn grein
hefði verið gerð fyrir þeim kostn-
aðarauka, sem þessi nýja
fræðslulöggjöf hefði f för með
sér.
í ræðu sinni sagði Pálmi Jóns-
son m.a.: „Börnin fá f auknum
mæli þá tilfinningu, að þau séu f
skóla samkvæmt lagaboði, af
hlýðni við ríkiskerfið, en ekki að
eigin frumkvæði og menntaþrá.
Þessu fylgja í auknum mæli þau
vandkvæði, sem kviknað hafa í
efstu bekkjum skyldunáms,
námsleiði, hyskni við nám, upp-
reisnargirni gegn yfirstjórn skóla
og þjóðfélagskerfinu i heild.
Hérna er að ég hygg aðalorsök
þess, að flestar skólastjórar og
kennarar á skyldunámsstigi eru
andvígir lengingu skóladkyldunn-
ar.“
Síðar í ræðu sinni sagði Pálmi:
„Þá lít ég svo á, að í frumvarpi
þessu felist það, að óhóflegt
stjórnunarbákn sé sett upp í
skólakerfinu. Skólastjóri t.d. hef-
ur yfir sér_ fjórfalda yfirstjórn
auk yfirstjornar ráðherra; auk
þess þarf hann að hafa samráð við
þrjú ráð um skólastarfið og er þá
ekki talið samráð skólastjóra og
sveitarstjórnar eða sveitarstjórn-
arsamtaka...
Þá vil ég nefna, að fræðsluskif-
stofurnar hafa ekki nema að
óverulegu leyti í för með sér
dreifingu valds eins og þó hefur
verið talað um. Völdin eru eftir
sem áður f höndum ráðuneytisins
f Reykjavik. Forsenda þess að
valddreifing verði er að fá sveit-
arfélögunum fræðslumálin í
hendur og tekjustofna í samræmi
við það eins og sjálfstæðismenn
hafa gert tillögur um.“
Loks sagði Pálmi: „Ég tel, að
það sé lítt verjandi af Alþingi
íslendinga að afgreiða frumvarp
sem þetta, ef ekki er gerð grein
fyrir þvf, hver kostnaður af því
verður. Það skal þó tekið fram, að
margt má á þjóðina leggja í álög-
um til þess að vanda til menntun-
ar æskunnar. En þegar um er að
ræða frumvarp, sem hefur slíka
megingalla sem þetta, er það lág-
mark, að reynt sé að gera sér
grein fyrir því, hvaða kostnaðar-
aukning hlýzt af samþykkt þess.“
Sverrir
Hermannsson:
Hættuástand
eftir fádæma góðæri
ætti að hafa þann tilgang, að verð
á allri vöru yrði það sama á öllum
stöðum, sem vöruflutningaskip
sigla til og flugvélar og vöru-
flutningabifreiðir halda uppi
áætlunarferðum til. Nefndinni
var einnig falið að kynna sér
skipulag vöruflutninga á sjó, á
landi og f lofti og gera tillögur um
bætt skipulag þeirra. Sérstaklega
ber nefndinni að kanna f þvf sam-
bandi breytingar á tilhögun ferða
frá helztu viðskiptaborgum
Islendinga erlendis til hinna
ýmsu hafna vfðsvegar um landið.
I UTVARPSUMRÆÐUM frá Al-
þingi f byrjun maf sl. sagði Sverr-
ir Hermannsson: „Þegar núver-
andi rfkisstjórn tók við völdum á
miðju ári 1971 lýsti hún því yfir
eftir úttekt á þjóðarbúinu, að tök
væru á að auka kaupmátt launa
um 20%, stytta vinnatfma, lengja
orlof, flýta greiðslum trygginga-
bóta og stórauka umsvif á öllurn
sviðum opinberra framkvæmda.
Þannig var ástandið f hjóðarbú-
inu gott að dómi þeirra, sem við
stjórnartaumunum tóku, eftir að
þeir höfðu gert á þvf úttekt. Nú
tæpum þremur árum seinna rfkir
hættuástand f fslenzku efnahags-
Iffi. Hvers vegna?
Er hættuástandið illu árferði að
kenna? Það er óvéfengjanleg
staðreynd, að á næstliðnum þrem-
ur árum hafa íslendingar búið vð
meiri árgæsku til lands og sjávar
en nokkur dæmi eru til um fyrr
eða síðar. Verðlag á útflutnings-
vörum okkar hefur aldrei verið
hagstæðara. Nægir f því sambandi
að benda á, að verðmæti hrað-
frystra sjávarafurða jókst úr
5.208 millj. kr. árið 1970 í 10.292
millj. árið 1973 eða um 97%.
Verðmæti útfluttra loðnuafurða
var um 580 millj. kr. 1971 en í ár
er gert ráð fyrir, að verðmæti
útfluttra loðnuafurða nemi um
5000 milljónum króna og hefur
því hækkað um hæp 900%.
Þannig mætti lengi telja og allt
ber árgæskurnni vitni. Vegna ár-
ferðis ætti allt hættuástand í ís-
lenzku efnahagslífi vegna þess, að
hér hefur ríkt ömurlegasta stjórn-
leysi á öllum sviðum. Efnahags-
málin eru í hættulegum ógöngum
vegna þess eins að ríkisstjórnin
hefur með öllu reynzt ófær um að
stjórna þeim og kemur í einn stað
niður, þótt við höfum alla hennar
stjórnartíð búið við bezta árferði,
sem sögur fara af.
Fyrri vinstri stjórn gafst upp í
árslok 1958 með þeim ósköpum,
sem flestum er f fersku minni.
Það ótrúlega hefur gerzt, að hin
síðustu tæp þrjú árin hefur setið
að völdum á íslandi vinstri stjórn,
sem jafnvel gerir hana góða. Mér
er ekkert umhendis að játa, að ég
hef litið svo til, að forsætisráð-
herrann væri vandaður og sam-
vizkusamur maður. Fyrir því hef-
ur mér ofboðið hversu mjög hann
hefur látið reka á reiðanum. Þó
tekur steininn úr, þegar forsætis-
ráðherrann er hættur að sjá sóma
sinn. Honum ber siðferðileg
skylda til þess að biðjast þegar í
stað lausnar fyrir sig og ráðuneyti
sitt, þar sem stjórnin hefur ekki
lengur afl á þingi til þess að ná
málum fram.“