Morgunblaðið - 28.07.1974, Side 3

Morgunblaðið - 28.07.1974, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974. 3 ifi úr ver i n U EFTIR EINAR SIGURÐSSON TlÐARFARIÐ Tíðin var góð til sjávarins síð- ustu viku, yfirleitt há átt norðan og norðaustan, hægviðri. Þó var ekki alveg nógu stillt fyrir litlu handfærabátana. Hafátt gerði í vikulokin. AFLABRÖGÐ Það verður að telja, að enn hafi dregið úr aflanum og var sára- tregt hjá togbátum yfirleitt, þótt einstaka bátur fengi góða veiði. En togveiðar eru nú það, sem mest kveður að hjá bátaflotanum. Af togveiðunum er það helzt að frétta í vikunni, að Stígandi kom til Reykjavíkur með 27 lestir, Járngerður og Freyr til Kefla- víkur með 16 lestir hvor, Harpa kom austan úr bugtum til Grinda- víkur með 48 lestir, Arnarborg til Sandgerðis tvívegis i vikunni með 28 lestir og Reynir með 20 lestir, Grótta til Akraness með 25 lestir, Þorlákur með 28 lestir og Lárus Sveinsson með 21 lest til Þorláks- hafnar. Til Eyja kom Gullborg með 20 lestir, Þórunn Sveins- dóttir með 23 lestir og Bjarnarey með 40 lestir, annars var algengur afli hjá Eyjabátum 10—15 lestir. Humarveiði var yfirleitt treg í öllum verstöðvum, 1/2—1 lest í róðri, rétt einstaka bátur komst upp í l'A lest. Eyjamenn eru jafn- vel að íhuga að hætta humar- veiðunum. Spærlingsveiðin hefur ekki gengið sem bezt, hún er einkum stunduð frá Eyjum, en þaðan eru 7 bátar gerðir út. Meðalveiði yfir vikuna hefur verið 100 Iestir hjá bát og eru það um 300.000 krónur eða sem svarar til verðmætis 15 lesta af fiski. TOGARARNIR Skipin af Faxaflóasvæðinu hafa verið vestur af landinu eins og áður, þó hefur frétzt af togara á Halamiðum og var afli þar ekki sem verstur. En það verður að teljast tregt, þegar skipin eru með 100—200 lestir í túr. I vikunni lönduðu þessi skip í Reykjavfk: Hjörleifur 104 lestum, Bjarni Benediktsson 205 lestum, Júpiter 180 lestum og Karlsefni 150 lestum á Akranesi: Víkingur 150 lestum og Krossvík 120 lest- um; í Hafnarfirði^Rán 155 lest- um, Vestmannaey 165 lestum og Guðsteinn 250 lestum. FORTlÐ — NtJTlÐ — FRAMTlÐ Mörgum verður litið um öxl á tfmamótum, hugsað um lfðandi stund og hvað sé framundan. I tfu aldir var búið f þessu landi með lfkum búskaparháttum. Það er fyrst fyrir einni öld að bjarma fer fyrir nýjum tíma í atvinnulífi þjóðarinnar. Plógurinn kemur í stað pálsins og rekunnar og skút- an í stað áraskipsins. Þá höfðu aðrar þjóðir fyrir Iöngu tileinkað sér nýja tækni, ekki aðeins í landbúnaði og sjávarútvegi heldur og iðnaði. Einar Benediktsson segir í „Is- landsljóðum": „Trúðu á sjálfs þíns hönd en undur eigi. Upp með plóginn. Hér er þúfa í vegi . . . Vissirðu hvað Frakkinn fékk til hlutar? Fleytan er of smá, sá grái er utar . . .“ Þessi litla þjóð, sem oft hefur verið lfkt við götu í stórborg, hefur eignast mikið á sfðustu öld — 11. öldinni í sögu sinni og til- veru. — Þó að hún hafi hlotið „eymd í arf“, þá hlaut hún líka dugnað og gáfur, sem hafa notið sín á margvíslegan hátt á andlega og verklega sviðinu. Atvinnulffið varð æ fjölbreytt- ara. Þjóðlegu atvinnuvegirnir, landbúnaður og sjávarútvegur, efldust og nýjar atvinnugreinar festu rætur í þjóðlífinu, svo sem iðnaður og stóriðja á borð við það, sem gerist hjá hinum fjölmennu og ríku þjóðum. Það væri langur uppi að gera þvf tæmandi skil, en leitazt skal við að drepa á sumt á þessum tímamótum. Um 5000 bændabýli eru í land- inu, 18 mjólkurbú, 2100 iðnaðar- verksmiðjur, áburðarverksmiðja, sementsverksmiðja, álverk- smiðja, kísilgúrverksmiðja, 78 bankar og bankaútibú, 46 spari- sjóðir, 27 flugfélög, sem eiga 97 flugvélar, 22 skipafélög, sem eiga 47 verzlunarskip, 3 olíufélög, 900 fiskiskip, þar af um 50 togarar, 100 frystihús, 250 saltfisks- og skreiðarskemmur, 2 fiskstanga- verksmiðjur í Ameriku, mikill fjöldi verzlana og þjónustufyrir- tækja. Utflutningsverðmætið er um 30 milljarðar króna og þar af 3/4 hlutar sjávarafurðir og 1/4 iðn- varningur. Islendingar eru 213.499 og mið- að við 4 manna f jölskyldu ættu að vera um 50.000 íbúðir f landinu. Þetta hefur að mestu orðið til á minna en einni öld. Hvað skyldu næstu 100 árin bera í skauti sér? Er nokkuð annað en tvöfalda þessar tölur til að fá þá útkomu? En svo einfalt er reikningsdæmið ekki ef spá ætti þróun 12. aldarinnar í Is- landssögunni. Hún verður miklu örari en þróun síðustu 100 ár- anna. Margt, sem þykir sjálfsagt í dag, verður þá ekki til svo sem var með „þarfasta þjóninn“ sem samgöngutæki, nú er hann ein- göngu til skemmtunar og holl- ustu. En gefum hugmyndafluginu lít- ils háttar lausan tauminn. Arið 2074 verður talið jafn- mikilvægt að rækta hafið og landið. Þá verða verðmætir nytja- fiskar ræktaðir í vötnum, ám og fjörðum. Má þar nefna lax, regn- bogasilung, murtu, humar, lúðu og kola. Fjörðunum verður lokað með þeirra tíma tækni. A fiski- miðunum umhverfis landið fær fiskurinn frið á uppeldisstöðvum sínum og verður ekki veiddur 'fyrr en hann er orðinn fullvaxinn. öll meðferð á fiskinum verður eins og á óskurnuðu eggi, svo að hann líti út f sölubúðunum eins og þegar hann kemur spriklandi upp úr sjó eða vötnum. Þá verður Island mesta laxveiðiland heims, þar sem allar ár verða fullar af fiski og eingöngu veitt á flugu. Þá verður lfka mikil sjóstangaveiði, en litið um net og troll. Þá verða Ioðna, kolmunni, rauðáta og spær- lingur aðeins veidd sem fiskfæða og til að viðhalda heilbrigði og þreki manna. Megináherzla verður lögð á að framleiða verðmætar vörur en ekki á magnið eins og nú er gert. Þá verða komin á fegurstu stöð- unum hótel á heimsmælikvarða og skfðahótel upp til jökla. Þá verða opnar sundlaugar jafn- almennar og barnaskólar nú og enginn aðgangur seldur til þess að auka aðsóknina af heilsufars- ástæðum. Heilsu- og hressingar- hæli verða við hvera- og leir- svæði. Þá verða ekki byggðir nýir bæir nema þar, sem er jarðhiti, því að olia verður þá orðin svo dýr og fágæt, að ekki verður viðlit að nota hana sem hita- og orkugjafa f landi. Þá verður tsland paradís ferða- manna, þar sem það verður eitt af fáum löndum heims með ómeng- að land, loft og vatn. Þá ganga bifreiðar fyrir raf- geymum, jafnvel kjarnorku. Verður það liður í að fyrirbyggja mengun. Þá ganga flugvélar eins og strætisvagnar og greiða menn aðgangseyrinn við innganginn til að spara tima og fyrirhöfn. Þá verður allsráðandi, að menn kaupi nýja hluti fyrir þá, sem úr sér ganga, en láti ekki gera við þá, þar sem það verður yfirleitt dýr- ara og tekur of langan tíma. Þá verður langt komið með að nýta vatns- og gufuafl landsins og sala á rafmagni og gufuorku verður þá tekjulind á borð við olíu Arabanna. Enginn skyldi heldur halda, að „velferðarríkið" stækki ekki á Is- landi frá þvf, sem það er sumarið 1974, þótt mörgum þyki f dag nógu langt gengið með 40 stunda vinnuviku og mánaðarorlofi. Giska mætti á, að árið 2074 væri vinnuvikan komin niður í 25 stundir — 5 á dag 5 daga vik- unnar — og orlofið í sömu hlut- föllum, ekki minna. En þótt lffsgæðakapphlaupið verði aldrei meira en næstu 100 árin verður þó eitt eftirsóttara en allt annað jafnt á tslandi sem annars staðar: Góður heili. NORSKAR SNYRPUNÆTUR TIL SVlA Norðmenn hafa nýlega selt 3 340x90 faðma nælon nætur, sem eru mjög stórar, með 4‘A lest af blýi. Næturnar vega 15 lestir. Islendingar hafa keypt mest af sínum nótum frá Japan, en olíu- kreppan dró úr þeim viðskiptum, svo að kaupa varð nætur annars staðar. GRÆNLENDINGAR OG HEIMASTJÓRN Annar þingmanna Græn- lendinga, Lars Emil Johansen, heldur þvf fram, að Grænlending- ar eigi að fá heimastjórn eigi síðar en eftir 5 ár. Það eigi ekki að bíða eftir, að þeir verði alfull- komnir heldur leyfa þeim að tak- ast á við vandann og læra af mis- tökunum. TAKMÖRKUN A ÞORSKVEIÐUM Norðmenn, Bretar og Rússar komu sér saman um takmörkun á þorskveiðum 1974 við Norður- Noreg við 283.000 lestir, nema f net, á línu og handfæri. Unga Island I VOR gekkst Æskulýðsráð fyrir sjóvinnukennslu með útgerð skólabátsins „Reykvfkings“, sem er 9 lestir. Hvert námskeið stendur 10 daga og eru þátttakendurnir 8 drengir, yfirleitt 12 ára. Róið er á morgnana og komið að á kvöldin. Veiðarfærin eru handfæri, net og lfna. Nú stendur yfir 4. námskeiðið, en alls verða þau 7. Lftil „káeta“ er f bátnum, annars er hann opinn að aftan og þar hangir mynd af „verndara" skipsins, Sonju Backman borgarstjórafrú. A myndinni eru hinir ungu sjómenn „að Ieggja“. Nú eru síöustu sætin í Utsýnarferöum sumarsins á þrotum: Þægilegt þotuflug Kvöldflug lengir sumarleyfið. Útsýnarþjónusta tryggir ánægjulega ferð. Fyrsta flokks gæði — sama lága verðið. FEROASKRIFSTOFAN AUSTURSTRÆTt 17 SfMI 26611 — 20100 10 Itnur, Einkaumboð á íslandi TJÆREBORG AMERICAN EXPRESS. ITALÍA COSTADELSOL ] STÆRSTA HEILLAR TRYGGASTI SÓLSTAÐUR 0(3 ÁLFUNNAR VANDAÐASTA GULLNA STRONDIN STAÐUR SEM BEZTU GISTISTAÐIRNIR 29. júlf—l'ppsell FERÖAÚRVALIO SLÆR i GEGN 31. júlf — 4 seti laus Kaupmannahófn 31 maí —uppselt 7. úgdst — 4 sæti laus London 15. júnl —uppselt 12. ágúst — llppselt 14. ágúst — 2 sæti laus Rinarlönd 2. júlf — uppselt 21. ágúst — Lppselt Austurrlki 1 6. júlf — uppselt 26. ágúst — Uppselt Gardavatn 30. júlf — uppselt 28. igúst — Uppselt Grikkland 13. ágúst — uppselt 4. sept. — Uppselt 9. sept. — Uppselt Rhodos 27, ágúst — uppselt 11. sept. — Uppselt Costa Brava 10. sept. —uppselt 18. sept. — 6 sæti laus : Maiiorca

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.