Morgunblaðið - 28.07.1974, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974.
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
n 21190 21188
/p BÍUU.EIGAN
IfelEYSIR
CAR RENTAL
24460
í HVERJUM BÍL
PIOIVIEER
ÚTVARPOG STEREO
KASSETTUTÆKI
Bílaleiga
CAR RENTAL
Sendurn
ÍJ* 41660 - 42902
Ferðabílar hf.
Bílaleiga S-81260.
5 manna Citroen G.S. fólks- og
stationbilar 1 1 manna Chevrolet
8—-22 manna Mercedes-Benz
hópferðabilar (með bilstjórn).
Leiguf lug - þjónustuf lug -
vöruf lug - sjúkraf lug -
útsýnisflug
INNANLANDS OG UTAN
Sverrir Þóroddsson
/I Gamla flugturninum
h Reykjavikurflugvelli
\\ Sími28420 Allan sálarhringinn
ÞEIR HUKR
UIÐSKIPTin SEm
nucivsn i
iílorfiunblíit'iitu
í\
Þjóðhátíð
á Þingvelli 1974
Græðum saman mein og
mein.
Metumst ein við grannann.
Fellum saman stein við stein.
Styðjum hverjir annan.
Plöntum, vökvum rein við
rein.
Ræktin skapar framann.
Hvað má höndin ein og ein.
Allir leggi saman.
A Þingvelli, Lögbergi, skal
„takmark og heit og efndir
saman þrinna". Stundum eign-
ast orð, sem lifað hefur á vörum
frá fyrstu bernsku í fögrum
dal, nýjan hljóm, nýtt líf. Hver
strengur hjartans ómar og víð-
sýni hugans vex, höndin
opnast, augun glitast leyndu
tári.
Þannig varð í vor 17. júní,
þegar þetta ljóð var sfðast lesið
opinberlega og af listrænni
snilli yfir íslenzkri þjóð.
Og í dag á 11 alda afmæli
Islandbyggðar á Þingvöllum
hlýtur það enn að eiga þennan
hljóm, þetta líf, sem blandast
hljómi annars Ijóðs eftir sama
höfund annarri ósk: Verði gró-
andi þjóðlíf
með þverrandi tár,
sem þroskast á Guðs ríkis
braut.
Matthias vissi, hvers þjóðin
átti að óska. En hvað er þá
gróandi þjóðlíf? Það er starf,
sköpun, gróðursetning, þar sem
andi og hönd, hugur og hjarta
eru eitt í krafti lífslns gegn
auðn og dauða.
Hringvegur um landið opnað-
ur. Sfðustu torfæru úr vegi
velt, örðugasti þröskuldur yfir-
stiginn, er nú helzta stolt af-
mælisbarnsins á 11 alda áfanga.
Og hvað kennir þessi leið af-
mælisbarninu, sem ekki má
gleymast andartak? Er gjöfin
opinberun ókomnum kynslóð-
um?
Hún opnar augu og hugi fyrir
skapandi öflum Islands
sjálfs — sveiflu frerans og
funans á tvær hendur. Aldrei
skilst betur en á leið yfir |
sandana f suðaustri, að ís og
eldur hafa mótað og skapað, |
meitlað og hert þetta land og
um leið það fólk, sem þar hefur
búið í 11 hundruð ár.
Hornsteinar lagðir, grunnur
myndaður, en svo tekur manns-
höndin — hin lifandi hönd
skapandi hugar — sigrandi
máttur himins — og lffs við.
Sjáið, hvergi verður gróandi
lifsins fegri en í eyjunum við
þröskuld dauðans. Sönnun:
Skaftafell, Bæjarstaðaskógur.
En sjáið svo sigra manns-
handar: Sjáið brýr og varnar-
garða við fljótin, þar sem hugir
og hendur dáðrfkra manna og
einhugur þjóðar, sem þó er svo
fámenn, vinna saman, reisa
hvert virkið af öðru með vél-
tækni aldar sinnar að vopni.
Lítið á landflæmi gróandans,
sigra Rangársands, Sólheima-
sands, Skeiðarársands, eyði-
merkur, sem ekki áttu eitt
blaktandi strá, verða grænar
grundir svo langt sem augað
eygir, nýtt landnám, nýtt líf
undir dögg og geisla himins.
Sjáið, hvað græðandi hendur
geta og gera. Lítið á gróðursetn-
ingu Guðbjargar í Múlakoti.
Garðinn, sem stóðst Heklugos.
Sjáið garðinn hennar Gyðríðar
á Seglbúðum, þar sem hvert
moldarkorn er sem mulið milli
handa og engin illgresisplanta
á griðland í nokkrum afkima.
Sjáið túnflæmin og véltæknina
á Hólmi í Landbroti, þar sem
snillingurinn Stefán Runólfs-
son tók eins og ósjálfrátt raf-
tækni og hjól á vald hins ís-
lenzka hugar, eftir boði drott-
ins einu, svo að hvert strá í túni
bendir upp og fram, hver raf-
straumur er fyrirheit um fegri
og betri heim, varma, ljós,
kraft, sem, unninn er úr klaka-
lindum, sveiflu frera og funa,
hjaðningarvfgum lífs og dauða í
fjöllunum.
Og þar sem áður vall ólgandi
Þverá yfir sanda unir nú blá-
fjóla, beitilyng og gleym mér
ei ræktandi og skapandi hand-
ar, með fyrirheiti um akra, sem
aftur hylja völl, bleikir af gjöf-
um himins og moldar undir
haust.
Og allt þetta er aðeins fyrir-
heit þess heiðurs og þeirra
heilla, sem skapandi hendur
barna þessa lands munu gera,
ef vitund og vild veit sitt hlut-
verk — sitt gróðurstarf.
En það verður einmitt sam-
kvæmt fyrirheiti ljóðsins, sem
Matthías Jochumsson gerði að
minni Islands fyrir hundrað ár-
um. Og til þess að breyta því í
lifandi veruleika um ókomin ár
og aldir verður hver hönd á
Islandi á gera meira en skyldu
sfna. Þar nægir ekki skyldan
ein heldur fórnarlund og ör-
læti, metnaður og mannúð.
Við erum svo fá, landið svo
stórt og hart. En það vill vel,
það mótar og skapar einmitt
mannvit og manngildi.
„Og byrði betri berrat mað-
ur brautu at en sé mannvit
mikið:“það sýnasigrarfólksins
við síðustu þröskulda hring-
vegarins f Skaftafellssýslum.
Sagt var lítilla sanda lítilla
sæva, lítil eru geð guma.
Hér er auðsæ andstæðan:
Mikilla sanda,
mikilla sæva
mikil eru geð guma.
Hér eru miklir sandar og
mikil vötn til að skapa úr og
sigrast á, breyta þeim í orku
hins lifandi lífs.
Eitt stærsta og fegursta fyrir-
heit þessa hátíðarárs er fólgið í
fréttum af þjóðhátíðum hinna
ýmsu héraða landsins. Þessar
fréttir, sem eru svo margar að
þær mega heita hversdagsleg-
ar, óma í eyrum og brosa við
augum eins og evangelium
fagnaðarboðskapur lífs og
fagurra fyrirheita um þessa
litlu þjóð, sem er nú satt að
segja ekki alltaf góð börn, en
LfccrrtnmtmAiL
við
gluggann
eftirsr. Árelíus Nielsson
hættir til öfga óhófs og græðgi
af sama krafti og hún annars
getur starfað, leikið og lifað.
Fyrirboðar falls og hnignunar
hjá hverri þjóð allrar mann-
kynssögunnnar eru einmitt
óhóf, eyðsla og nautnir, dans
kring um gullkálf falskrar
gleði, vínþamb og vesaldómur
flóttans frá lífinu. Það voru oft
minnstu þjóðirnar, sem mest
afrek unnu. Grikkir, Rómverj-
ar, Israelar, Babyloníubúar,
forn Egyptar, fyrstu Iandnemar
Ameríku, forn Islendingar. En
um leið og brauð og leikir,
sundrung, öfund og flokka-
drættir náðu tökum á þessum
þjóðum var saga sómans öll,
hnignun, fall, fjötrar og kúgun
á næsta leiti.
Verum þess minnug á mikl-
um tímamótum. Göngum til
góðs götuna fram eftir veg. Lát-
um fyrirheitin rætast, sem fel-
ast i fréttunum um, að við
kunnum hóf og mát, sparsemi,
nægjusemi, hófsemi, reglusemi
alla daga í stað óhófs og heimtu-
frekju hálfvilltra þjóða.
Gerum fréttirnar góðar í dag,
en einnig um alla framtfð.
Heiður og heillir eru framtíðar-
óskir gróandi þjóðlífs sjálf-
stæðrar þjóðar.
Farsæla framtfð, fallega
þjóðhátfð öllum Islendingum
Líkt og allar landsins ár
leið til sjávar þreyta
svo skal fólksins hugur hár
hafnar sömu leita.
Höfnin sú er sómi vor.
Sögufoldin bjarta.
Lifni vilji vit og þor
vaxi trú hvers hjarta.
Guðstrú og fórnandi
sköpunarstarf eru verðir um
frelsi og frama hverrar þjóðar.
Listasafnið opnar sýningu
1 Listasafni tsland hefur nú
aftur verið sett upp sýning á
verkum f eigu safnsins, eftir að
sýningu Nfnu Tryggvadóttur
lauk. Á sýningunni eru m.a. 17
myndir eftir Edward Munch,
sem nýlega eru komnar úr við-
gerð frá Statens Museum for
Kunst f Kaupmannahöfn.
Myndirnar höfðu legið undir
skemmdum, en hafa nú verið
settar á sýrulausan pappfr og
komið þannig fyrir, að glerið f
myndrammanum snertir ekki
sjálfa myndina og er nú ekki
lengur hætta á skemmdum. 14
myndanna eru fengnar að gjöf
frá Christian Gierlöff vini
Munch 1947 f tilefni komu
Noregskonungs til Islands.
Hinar 3 myndirnar gaf Moltzau
1951. A sýningunni eru einnig
verk eftir einn af frægustu
myndhöggvurum Dana, Robert
Jacobsen. Það eru tvær högg-
myndir, 6 grafikmyndir og
teikning. Verk þessi eru nýlega
komin f eigu safnsins og hafa
ekki verið hér á sýningu áður
A sýningunni eru alls 153 verk
m.a. mörg málverk eftir As
grfm Jónsson, Jón Stefánssoi
og Þorvald Skúlason. Sýningii
verður opin daglega kl
1.30— 4.00 til 15. september
sfðan sunnudaga, þriðjudaga
fimmtudaga og laugardaga ki
1.30— 4.00.
Höggmyndin „Endurminning
um stein“ eftir danska mynd
höggvarann Robert Jacobsen.
Mættur er til starfa fyrir
þessa þjóð Kristófer Sigur-
bjartsson BD eftir lánga og
stránga námsdvöl útí hinum
stóra heimi. Þarsem prófessjón-
ellir menníngarvitar blaðanna
hafa ekki enn haft uppburði í
sér til að vfkja orði að þessum
nýja, stórmenntaða slcólamanni
og hann hefur sjálfur ekki
gefið út fréttatilkynníngu, þá
settist Jakob að honum einsóg
mývargur, þarsem hann trónaði
í flísalagðri og sterilíséraðri
skrifstofu sinni útá landsbyggð-
inni svokölluðu.
Eftir að hafa farið úr skóhlíf-
onum, skónum og sokkonum í
gláandi forsalnum, tekið á
fætur sér plastskæni, þvegið
sér um hendur og bakvið-
eyrun, snýtt sér og ræskt sig
gekk maður glaðbeittur í
morgunsólinni fyrir Kristófer.
— Þú ert bara kominn, seigir
maður fyrst, einsog ekkert sé
sjálfsagðara.
— Já, svarar Kristófer BD.
Ég lauk námi í sláturhúsafræð-
um í vor, enda laungu nauðsyn
orðin, að tslendfngar eignist
menntaða sláturhúsafræðínga.
— Eru kannski fleiri BD-
menn i mótun? spyr maður
spaklega.
— Ég mundi seigja, að einir
þrír komi á vinnumarkaðinn á
næstunni. Og svo verður von-
andi byrjað á grunnkennslu í
faginu í háskólanum hér, þegar
svona menntaðir kennslukraft-
ar eru komnir heim. Það er til
skammar gagnvart öðrum
menníngarþjóðum, að við
skulum ekki fyrir laungu hafa
komið okkur upp fræðilega
menntuðum sérfræðíngum í
sláturhúsafræðum. Ég mundi
tildæmis seigja, að hér hafi
menn drepið fé og aðrar
skepnur einsog þeim væri borg-
að fyrir það án þess að hafa
nokkuð inngrip í frumatriði al-
mennrar sláturhúsafræði.
Meiraðseigja gamlir kaup-
menn, sem aldrei hafa í skóla
komið, gigtveikir bændur, sem
hafa aldrei heyrt minnst á
Sheep-kerfið ameríska, og út-
taugaðir kennarar, sem þekkja
ekki franska Mouton-kerfið,
hafa stjórnað sláturhúsum útá
landi og jafnvel á höfuðborgar-
svæðinu. Merkilegt, að ketið
skyldi ekki gera uppreisn.
— Og hvað hyggist þið BD-
menn fyrir?
— Ég mundi örugglega
seigja, að f fyrsta lagi munum-
við stobbna okkar félag og gera
kröfu til þess að hafa algeran
forgáng, einsog skáldið sagði,
hvað snertir stöður og laun. I
öðru . . .
— Hvað þýðir annars BD
spurði ég eldsnöggur, þvf ég
veit sko, hvað BA, BE, BS og Bl
(Brunabótafél., ath. höf.)
þýðir.
Kristófer BD saup hveljur,
leit á mig einsog ég væri fávfst
barn eður venjulegur eðjót:
— BD, góðurinn, þýðir ofkúrs
Bachelor of Death.