Morgunblaðið - 28.07.1974, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULÍ 1974.
Ó,guð
vors lands
Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Matthfas Jochumsson.
Þann 2. ágúst 1 874 var lofsöngur
Matthlasar Jochumssonar, Ó. guS
vors lands vi8 lag Sveinbjörns Svein-
bjömssonar fluttur I fyrsta sinn.
Þessi frumflutningur fór fram I Dóm-
kirfcjunni, en þennan dag héldu
Reykvíkingar hátíSlegan af tilefni
þess, a8 eitt þúsund ár voru liSin frá
því. a8 byggS hófst á íslandi.
HaustiS 1870 settist Sveinbjörn
Sveinbjörnsson a8 I Edinborg. þar
sem hann átti eftir a8 búa mestan
hluta ævi sinnar. Hann starfaSi þar
sem tónlistarkennari og mun hafa
vegnaS vel. HaustiS 1873. skömmu
eftir a8 Sveinbjörn var kominn heim
eftir átta mánaSa námsdvöl I Leip-
zig, fær hann heimsókn. Er þar kom-
inn Matthlas Jochumsson. Dvaldist
Matthías um mánaSartima hjá
Sveinbirni. en hann bjó I húsinu
númer 15 vi8 London Street. Þetta
hús átti vegna heimsóknar Matthlas-
ar eftir a8 verSa islenzkur sögustaS-
ur, því a8 þarna orti hann fyrsta
erindi Ó. gu8 vors lands, en Svein-
bjöm samdi viS þaS lag.
Skömmu á8ur en Matthías hélt til
Skotlands haföi hann fengiS lausn
frá prestskap I Kjalarnesþingum. Um
þessar mundir var mikiS rótleysi á
Matthlasi. Hann haföi misst tvær
konur sinar me8 stuttu millibili og
hafSi það orðið honum þungbært.
Hann var að mestu á faralds fæti og
segir I endurminningum sinum, að
svo megi heita. ,,að lif mitt og saga
væri á hverfanda hveli 5—6 árin
kringum þjóðhátiðina miklu 1874".
Um það leyti. sem Matthias heldur
af stað til Skotlands virðist undir-
búningur þjóðhátíðar harla skammt
kominn. Um það bil mánuði áður
gefur þáverandi biskup, dr. Pétur
Pétursson, tilskipun um, að sunnu-
daginn 2. ágúst skuli sungin messa i
öllum kirkjum landsins og skuli
ræðutextinn vera 90. sálmur Davíðs
1.—4. og 12. —17. vers.
Þessi texti virðist vera Matthiasi
ofarlega i huga þegar til Edinborgar
kemur, þvi að skyldleiki Lofsöngsins
við 90. Daviðssálm er mjög greini-
legur.
Fyrsta erindið semur Matthias á
meðan hann er hjá Sveinbirni i Edin-
borg, en tvö hin siðari i London.
Fyrstu tvö erindin fjalla um hin þús-
und ár. sem nú voru liðin. en þriðja
erindið höfðartil framtiðarinnar.
Hluti af 90. Daviðssálmi hljóðar
þannig: „Drottinn þú varst vort at-
hvarf frá kyni til kyns. Áður en fjöllin
fæddust og þú tilbjóst jörðina og
heiminn, já frá eilifð til eilifðar ertu
guð. Þú gjörir manninn að dufti og
segir: Komið aftur þér mannanna
börn, þvi að þúsund ár eru fyrir
þinum augum sem dagurinn í gær.
þá hann er liðinn eins og nætur-
vaka." Og i fimmta versi, sem reynd-
ar var ekki hluti af ræðutextanum,
segir: „Þú skolar burt þeim (þ.e.
dögunum); þeir eru sem draumur; á
morgnana sem gras, er skjótt hverf-
ur."
Áður en Matthias fer frá Edinborg
leggur hann hart að Sveinbirni að
semja lag við Lofsönginn. En Svein-
björn er tregur og segist ekki treysta
sér til við hann.
Eftir að Matthias er farinn sendir
hann Sveinbirni itrekað áskoranir
um „að reyna sig á sálminum. "
Eggjanir Matthiasar báru að lokum
árangur og um veturinn eða vorið
semur Sveinbjörn i fyrsta sinn lag
við íslenzkan texta. Lofsöng Matthí-
ilS
JH* !W' ÍS
r] * : " 1 !
•
m m •
Hús númer 15 1 London Street f Edinborg, þar sem Matthfas orti fyrsta erindi 0, guð vors lands og
Sveinbjörn samdi iag við ijóðið.
í'í ð i‘lOt'l
ii
tfif*' /vr* (umh
Jtr ti ihahÁi
eitdfr/j
T ju' <-.->» ín> tJ» . ia.tíis i-fiS.n «J '( Vif M p.t ittti U...I tuil u II <•/« ■ U*
*Y «4 ii.ud ' icrt /l|tm<on.(S *»« s * d.f itti t».(x I t.ifn f.lf .4 /<«'</. ui
lj.-ct i.i ffí’i-x «’’•* Iltif 'HuUti.iU jt u f Le tn«W .
fc=3=T" p : ' ------.........■'■■■:...•• --------3L- -......... ..................................
LV ; : J 1 ' . ■ I 1 M j J» M sillj-; J ; / '=*!
T T~, * . T f ^ TT, < vil- * ’+’i * T *
}■■ .rtó-:íí -id Z , 'S3 HL.i1
................... ^.........--ti-r "
1
L.
A»\n,v itý
t+Ul’
í
----------
_L_____ ...... ___
» Ufiaí' t' L.;n*L> t*'’* ,
'ru.U tt
-=---3T~?V*
-wr- n ■■ *
• Vtí
-4-
3
—f-
■tt
*? C* "vVu3 l u H tl s"'
V rrí hum
|v»* •*t.'*r** ” ‘v
;xr —*T'
\%»' U‘j **m jhft ht.il . u. iiv
Vt?> Ai «> « í'*r . í ai*»i i'uk.« ^ Art.fi
U U lÍH* ‘flil/ - ti l »<Í Mrtml
_________________________________________________________________
--------------------1---------.................................
r
^T—; ; V... j-j:.
T f 1 ' f • s T
-T^*.
j...«■•*..:>
V c r ic> - « v?
voi fí.z <
Uit ^?rd<V tt’ D‘«{
±
~n~it
/U( — iit.
A at — U -
•* fUu «i j
þ • ' .*4f c
í'i 4 *loi U Í< 4
^ *.i / r i
-d—|—» # ♦-—i—»-
í£k
T*
-*-y-
--
J>t
Ó. guð vors lands, ó, lands vors guð,
vér lofum þitt heilaga, heilaga nafnl
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þinir herskarar, timanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur. ei meir:
eitt eilifðar smáblóm með titrandi tár,
sem tílbiSur guð sinn og deyr.
íslands þúsund ár —
eitt eilifSar smáblóm me8 titrandi tár,
sem tilbiður gu8 sinn og deyr.
Ó. gu8, 6, gu8, vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
gu8 fa8ir, vor drottinn frá kyni til kyns.
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum i þúsund ár,
þvt þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
þvi þú tilbjóst vort forlagahjól.
fslands þúsund ár
voru morgunsins húmköldu. hrynjandi tár.
sem hitna vi8 skinandi sól.
Ó, guð vors lands, ó, lands vors gu8,
vér lifum sem blaktandi. blaktandi strá.
Vér deyjum, ef þú ert ei Ijós það og lif,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvem morgun vort Ijúfasta lif,
vor leiStogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvild og vor hlif
og vor hertogi' á þjóSlifsins braut.
íslands þúsund ár
verSi gróandi þjóSlif með þverrandi tár,
sem þroskast á guSsrfkis braut.
IJpphaf þjóðsöngsins f handriti Sveinbjörns.