Morgunblaðið - 28.07.1974, Page 20

Morgunblaðið - 28.07.1974, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULÍ 1974. JMtarcpiiifMiiMfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands í lausasolu 35.00 kr. eintakið hf Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100 Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Idag er þjóðhátíð haldin á Þingvöllum. Alþingi kemur saman til fundar á Lögbergi í þriðja sinn á þessari öld. Þessi þjóðarsamkoma, sem efnt er til á 1100 ára afmæli byggðar í landi okkar, er ein hinna stóru stunda í nútimasögu þjóðarinnar. Ólíklegt er, að slík hátíð verði haldin á þeim helga stað aftur á þessari öld, nema ef vera skyldi á árinu 1994, þegar hálf öld verður liðin frá stofnun hins ís- lenzka lýðveldis. Þess vegna er þetta einstæður viðburður, sem lengi mun lifa í minni þeirra, sem þjóðhátíðina sækja, ekki sízt barnanna, sem eiga eftir að rifja upp minn- ingar frá þessum degi við afkomendur sína eftir marga áratugi, alveg eins og þeir, sem nú eru á miðj- um aldri, leita í hugskoti sínu eftir svipmyndum frá lýðveldisstofnuninni 1944, og þeir, sem sóttu Alþingis- hátíðina 1930, minnast þeirrar stundar. Þjóðarsamkoman á Þing- völlum í dag er hápunktur þessa þjóðhátíðarárs. Það á eftir að skilja margt eftir. Þar ber fyrst að nefna þingsályktunartillögu, sem samþykkt verður á hinum sögulega fundi Alþingis á Lögbergi í dag, um land- segir m.a.: „Landið hefur nú fóstrað þjóðina í ellefu hundruð ár. Gróðurinn á landinu og lífið í hafinu umhverfis það hafa alla tíð verið undirstöður þjóðlífs- ins og svo er enn. Sambúð lands og þjóðar hefur stundum verið hörð og víst er, að landið hefur goldið mikið afhroð í þeim sam- skiptum. I harðri lífsbar- áttu neyddust menn oft til þess að ganga nærri land- inu, skerða gróðurinn til að bjarga lífi sínu og sinna. Þjóðin varð að taka lán hjá landinu, þegar verst lét, til þess að geta lifað. Enn er sú skuld hvergi nærri gold- in. Nú er öldin önnur en áður var. Stórsókn hefur staðið um sinn í ræktun, landgræðslu og skógrækt og árangur orðið stórbrot- inn. Samt er mikill hluti landsins enn í sárum, upp- við landið. Landsmenn eiga nú orðið þá reynslu og þekkingu, sem þarf til að svo megi verða.“ Samþykkt þessarar tillögu á fundi Al- þingis á Lögbergi í dag er fyrsta skrefið í þá átt að gjalda skuld okkar við landið. En framkvæmdin sjálf skiptir öllu. Á þessum degi skulum við strengja þess heit, að skuldin verði í raun og veru greidd á næstu árum. Önnur gjöf, sem þjóðin gefur sjálfri sér á þjóð- hátíðarárinu, er þjóðarbók- hlaðan, sem mun rísa, og er það við hæfi, að þjóð, sem byggir tilveru sína og sjálf- stæði á fornum sögum og bókmenntum, reisi slíkan minnisvarða í tilefni 11 alda búsetu í landinu. Margt fleira mætti nefna, sem þetta þjóðhátíðarár A ÞJOÐHATIÐ græðslu — og gróður- verndaráætlun til minningar um 1100 ára bú- setu þjóðarinnar i landinu. Samkvæmt henni skal á ár- unum 1975—1979 verja 1 milljarði króna til land- græðslu og gróðurverndar. 1 greinargerð með þessari þingsályktunartillögu blásin auðn, og gróður er enn víða á undanhaldi, svo að hætta stafar af. Árang- ur þess starfs, sem unnið hefur verið að ræktunar- landgræðslu- og skógrækt- armálum á þessari öld, sýnir glöggt, að öll skilyrði eru til þess, að þjóðinni sé kleift að greiða skuldina mun skilja eftir. En mestu skiptir þó, ef það megnar að efla samhug og sáttfýsi með þessari litlu þjóð. Við íslendingar erum deilu- gjarnir. Sundurlyndið hef- ur löngum verið okkur dýr- keypt. En tvennt skulum við hafa í huga þennan dag. Fyrst það, að fámenn þjóð í harðbýlu landi verð- ur að halda vel saman, til þess að hún megni að varð- veita sjálfstæði sitt, tungu og menningu í þeirri veröld, sem við lifum í. í annan stað, að sáttarhugur og umburðarlyndi verður að ríkja í stjórn landsins, til þess að vel fari. Ella er okkur hætta búin. Ef þjóð- hátíðarárið verður til þess að efla skilning okkar á þessu, þótt ekki sé nema í litlum mæli, megum við vel við una. í dag reikar hugurinn víða. Við horfum til baka um ellefu aldir. Við íhug- um, hvernig lif þessa fólks hefur verið, sem nam hér land í fyrsta sinn. Við minnumst forfeðra okkar, sem bjuggu við bágindi og erfiðan hag. Við heiðrum minningu þeirra manna, sem á öldinni er leið hófu á loft merki sjálfstæðisbar- áttunnar, sem leidd var til fullnaðarsigurs á Þingvöll- um fyrir aðeins 30 árum. Viö þökkum aldamótakyn- slóðinni, sem með hörðum höndum breytti íslandi úr fátæku bændaþjóðfélagi í velmegunarríki nútímans. Við spyrjum sjálfa okkur, hvort við séum menn til að ávaxta þann arf, sem liðnar kynslóðir í landinu hafa skilað okkur. Þeirri spurn- ingu svörum við í daglegu starfi. Svo er það kynslóð- anna, sem á eftir koma, að meta árangurinn. Morgunblaðið flytur landsmönnum öllum árn- aðaróskir á þjóðhátíðar- daginn. Hér á eftir fer ræoa, sem dr. Bjarni Benediktsson hélt á fundi Landsmálafélagsins Varðar 21. janúar 1953 um endurskoðun stjórnarskrárinnar. — Ræð- an er stytt og koma punktalínur, þar sem úr er fellt. Morgunblaðið birtir ræðuna í Reykjavíkurbréfi í dag í tilefni af þjóðhátíð og skrárinnar. . . . Reynslan hér hefur sýnt, a8 óhæfilega illa hefur gengið me8 stjórnarmyndanir af hálfu Alþingis. Það er þv( fullkomin ástæSa til að óttast, að illa kunni að fara, ef það öryggi er tekið I burtu, sem felst I stöðu og valdi forseta íslands. For- setinn getur og á að hafa úrslitaráð, ef I óefni kemst, og saga okkarsýnir, að sllkur maður getur haft mikils- verðu verkefni að gegna. Verkefni forseta íslands sem hyggins og margreynds föður þjóð- arinnar. er sé að vlsu afskiptalltill hversdagslega, en mannasættir, ef deilur eru úr hófi, og skeleggur úr- skurðarmaður, ef I öngþveiti kemst, er vissulega virðulegt og mjög mikilsvert. og þvt miður verður ekki fullyrt. að þjóðin megi án sltks manns vera og treysta eingöngu á rfkisstjórn og Alþingi. Öryggið er meira með þv! að halda forseta íslands með svipuðu valdi og verkefni og honum nú er ætlað, og þess vegna ber að gera það. Hins vegar er rétt að gera á þessu fyrirkomulagi þær breytingar, sem reynslan hefur sýnt, að nauðsyn- legar eða æskilegar eru. í þeim efn- um er aðalatriðið. að forsetinn fái aukin völd frá þvt, sem nú er, til að veita Alþingi aðhald um stjórnar- myndanir og skipa sjálfur stjórn, ef þörf er á, og þarf þá jafnframt betur en nú er að tryggja það, að hann sé raunverulega fulltrúi þjóðarinnar til þessara úrslitastarfa. Þess vegna höfum við t fyrsta lagi lagt til, að 5. grein stjórnarskrár- innar verði breytt svo, að ef ekkert 100 ára afmæli stjórnar- forsetaefni fær hreinan meirihluta við þjóðkjör, skuli kjósa að nýju milli þeirra tveggja, sem flest fengu atkvæði. Þetta skapar að vfsu hættu á. að stundum þurfi að kjósa oftar en einu sinni um forseta. Hins vegar er Ijóst, að sá. sem kosinn er til forseta- starfs, t.d. með aðeins þriðjungi at- kvæða kjósenda, eins og vel er hugsanlegt, hefur ekki þá stöðu f huga þjóðarinnar. að rétt sé að fela honum slfkt æðsta úrskurðarvald I málum hennar, sem forseti íslands þarf að hafa. f öðru lagi leggjum við til, að 8. gr. stjórnarskrárinnar skuli breytt svo, að annað hvort forseti hæstaréttar eða forseti Sameinaðs Alþingis verði varaforseti. Þessi breytingartillaga kemur af þvt, að of umstangsmikið hefur reynzt að hafa þrjá menn til að gegna forsetaembættinu t forföllum eða vegna dauða hins eiginlega for- seta. og er þá eðlilegast, að annað hvort forseta hæstaréttar eða for- seta sameinaðs þings yrði falinn þessi vandi. eftir þvt sem semdist við setningu stjórnarskrár. Sjálfur tel ég eðlilegra. að það yrði forseti hæsta- réttar, en þetta er atriði, sem skiljan- legt er, að sitt sýnist hverjum um. I þriðja lagi leggjum við til, að 14. gr. stjórnarskrárinnar sé breytt svo. að hæstiréttur dæmi t stað lands- dóms um þau mál. er Alþingi höfðar gegn ráðherrum fyrir embættisrekst- ur þeirra, og verði sett um það sér- stök lög. Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman og hefur ekki verið löglega skipaður um langt ára- bil. (Nú hafa verið sett ný lög um landsdóm nr. 3 19. febrúar 1963, þar sem kveðið er á um aðra skipun dómsins en var skv. I. nr. 11 20. október 1905.) Hæstiréttur hefur hins vegar áunnið sér það traust I hugum almennings, að enginn efi er á, að almenningur mundi ekki telja þessum málum betur borgið I hönd- um neins annars aðila. f fjórða lagi ieggjum við til, að það er aðalbreytingin, að 1 5. gr. stjórn- arskrárinnar sé breytt svo, að berum orðum sé tekið fram, að forsetinn skipi ráðherra og veiti þeim lausn I samráði við meirihluta Alþingis. Ef ekki er unnt að skipa nýja rfkis- stjórn, er njóti nægilegs þing- stuðnings, þ.e.a.s. hafi hreinan stuðning eða hlutleysi Alþingis. innan mánaðar frá þvf, að fyrri stjóm fékk lausn, skal Alþingi rofið. Ræður þá forseti. hvort gamla stjórnin skuli sitja áfram, ef hún fæst til þess, eða hvort skipa skuli nýja rfkisstjórn án atbeina Alþingis. Geti meirihluti Alþingis ekki komið sér saman um rfkisstjórn að afstöðnum kosningum innan mánaðar frá þvt, að það kom saman. skal forseti fslands þá skipa stjórn án atbeina Alþingis, ef hann hefur ekki þegar áður gert það, en sú stjórn skal jafnskjótt láta af völdum. ef meirihluti Alþingis vill styðja aðra stjórn. Erfitt er að lýsa svo tæmandi sé, hvernig samstarfi forseta fslands og Alþingis um skipun ríkisstjórnar skuli háttað, þvt að þar veltur mest á, að samstarfið sé i eðli sfnu heil- brigt milli þessara aðila og milli þing- manna innbyrðis á Alþingi. Vel mætti svo fara. að ný og bætt kjör- dæmaskipun gerði Alþingi starfhæf- ara en verið hefur, og mun þá sjálf- krafa rakna úr þeim ágöllum, er stundum hafa gert Alþingi nær óstarfhæft. meðal annars um stjórnarmyndanir. (Þetta er ritað fyrir breytinguna á kjördæmaskipun- inni árið 1959.) Sumir hafa talið. að ráðlegt mundi, að forseti fslands skipaði stjórn, ef Alþingi hefði ekki lokið stjórnarmyndun innan tiltekins tlma. Ef slfkt ákvæði væri sett, án þess að meira fylgdi, gæti það ýtt undir þá. er teldu forsetann sér hliðholtan, til að koma f veg fyrir myndun þing- ræðisstjórnar f þeirri von, að þeirra hlutur yrði betri, ef forsetastjórn yrði skipuð, en ekki þingræðis. Úr þeirri hættu er dregið og Alþingi veitt enn þá rfkara aðhald. ef boðið er, að Alþingi skuli rofið. takist stjórnar- myndun ekki innan hæfilegs frests. Þá gefst þjóðinni sjálfri færi á að taka f taumana, en forsetinn annast um, að landinu sé stjórnað til bráða- birgða á meðan. Ef hinu nýkosna þingi tekst ekki að mynda stjórn, verður forseti fs- lands að skipa stjórn, er sitji þangað til Alþingi sjálft geti myndað stjóm. Auðvitað eru þessar reglur óreynd- ar, en f þeim er byggt á þeirri reynslu. sem við höfum öðlazt, án þess að alveg ný skipan sé tekin upp, og hygg ég. að það sé væn- legasta leiðin til umbóta. Fyrirmæli stjórnarskrárinnar um kosningar og kjördæmaskipun eru sá hluti hennar. sem mest hefur verið deilt um nú lengi hér á landi og mörg mismunandi sjónarmið hljóta að rfkja um, bæði innan Sjálfstæðis- flokksins og utan. Þegar Alþingi var endurreist 1845, var f fyrstu kosið til þingsins f einmenningskjördæmum með meiri- hlutakosningu og auk þess voru 6 konungkjörnir þingmenn. 1874 varð sú breyting á, að sum kjördæmanna voru gerð að tvfmenningskjördæm- um, en meirihlutakosningu haldið eftir sem áður. Þessi skipan. að kos- ið skyldi f éinmennings- og tvf- menningskjördæmum með meiri- hlutakosningu hvarvetna á landinu, hélzt þangað til eftir setningu stjórn- arskrárinnar 1920. Þá var ákveðið að f Reykjavfk skyldi kjósa 4 þing- menn. og gerð sú breyting á, að f stað þess, að þeir væru kosnir meiri- hlutakosningu, eins og alls staðar annars á landinu, voru ákveðnar hér hlutfallskosningar. En 1915 var konungkjörið lagt niður og f þess stað tekin upp hlutfallskosning á 6 þingmönnum um land allt, 3 f senn. 1933 var þessi skipun gerð enn margbreyttari með þvf, að þing- mönnum f Reykjavfk var fjölgað og bætt var við allt að 11 svokölluðum landskjörnum þingmönnum, er skipt skyldi niður til jöfnunar á milli þing- flokka, en jafnframt var horfið frá hinu fyrra landskjöri, og 1942 var enn breytt til og hlutfallskosningar ákveðnar f tvfmenningskjör- dæmum. . . . Strjálbýlið hefur hlutfallslega miklu fleiri þingmenn en þéttbýlið. Að mfnu viti er það raunar sann- gjamt, að strjálbýlið hafi hlutfalls- lega fleiri þingmenn en þéttbýlið. Þvf verður sem sé ekki neitað, að menn I strjálbýli eiga erfiðara með að fylgja málum sfnum eftir og beita samtaka- mætti á margvislega vegu heldur en þeir, sem f þéttbýli búa. fsland hætt- ir að vera hið foma Island, heim- kynni sérstakrar strjálbýlismenning- ar, ef allir þjappast saman á einn eða fáa staði I landinu. Það er þess vegna þjóðarnauðsyn að búa þannig að þeim, sem f strjálbýlinu búa, að byggð geti haldizt sem vfðast um landið. Slfkt er ekki sfður nauðsyn fyrir þéttbýlið en þá, sem búa f dreifðum sveitum landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.