Morgunblaðið - 28.07.1974, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974.
— „Ég reyni
að tala málið
okkar sem
réttast”
Framhald af bls. 22
kaffibollunum. Það var gott að
vera hjá þessari gömlu konu, hún
mælti af mikilli reynslu.
„Ef þú vilt aS ág segi þár
eitthvaS ef ég get það er þaS
velkomiS". Hún hafSi þuliS fyrir
mig nöfn og ættir og ág undraSist
yfir frábæru minni hennar.
„Það er eins og ág tapi ekkert
minni frá þvl ág var ung, þvl ág
man alla skapaða hluti. ÞaS er
helzt aS ág man ekki nákvæmlega
það sem skeður nú dag hvum.
Annars held ág að ág hafi ekki
mörg bögumæli, ég reyni aS tala
málið okkar sem ráttast. Ég fákk
aldrei aS læra neitt T skóla þegar
ág var ung, en ég tók til minna
ráSa þegar ág gat ein. Ég lærði
t.d. mikiS af kvæðum, kunni
12 kvæSi úr Kristjánsbók, sum
löng, allt upp I 10 stef. Svo
lærSi ég að skrifa svolftiS, en
það var óttalegt klór. Ég
skrifaði þó oft bréf hér I
Grlmsey. Sigrún fósturdóttur mln
sagSi mér að slSasta bréfiS mitt
væri svo fallegt. Það þótti mér
vænt um".
„Hvenær fluttir þú hingað I
Grlmsey"?
„14 mal 1914 flutti ág að Bás-
um með tveimur börnum mfnum,
en tvö urðu eftir I landi. bróðir
mannsins mlns og kona hans fóru
einnig að búa þar. Þeir bræður
hresstu allan bæjarræfilinn við,
keyptu tvær eldavélar og okkur
búnaðist vel þarna, alveg prýði-
lega. Eftir 3 ár þarna dó kona
Sigmundar af barnsförum og ég
tók við þremur dætrum þeirra.
Eftir 4 ár eignuðumst við okkar
dóttur. Um tlma fluttum við til
Húsavlkur, en þar get ég aldrei
fundið mig heima. Ég var að reyna
að fara út með trillum á vetrum til
að geta verið mánaðartlma hér I
Grlmsey, en þó var ág bæði sjó-
hrædd og sjóveik. Sumir segja
þetta fari ekki saman, eg ág hef
reynt það sjálf.
Á Básum áttum við orðið stærð-
ar bú. tvær kýr og 60 ær, nokkra
sauði og hross. Við notuðum
hrossin meðal annars til þess að
draga björg I bú úr björgunum. Ef
hross voru notuð til að draga sig-
menn þurfti aðeins 3 menn á brún
I stað 7. Þá var skeggluunginn
einnig tekin 14 vikur af sumri og
fýlunginn 18 vikur af sumri. Er
ekki skegglan kölluð rita I
Eyjum?"
Ég játti þvf og þá spurði Inga
mig hvað margir væru komnir
aftur heim til Eyja eftir gos.
„Lifandis ósköp hefur fólkið þráð
að komast heim", sagði hún þegar
ág hafði sagt henni að liðlega
3000 væru komnir heim aftur.
„En nú slga þeir ekkert I bjarg
hár að ráði", hált hún áfram, „það
er rátt krafsað I matinn. Það er
skemmtilegur fugl fýllinn, verpir
fyrstur I bjarginu og fer sfðastur úr
þvl. Skelfing er nú annars eyðilegt
á haustin þegar allur fugl er
kominn út á hafið. en svo lifnar
aftur. þetta er allt I Guðs hendi og
Guð hefur alltaf lagt með már að
ág hef fremur verið veitandi en
þiggjandi. Við höfðum alltaf nóg,
þeir voru svo fengsælir bræðurnir
blessaðir, minn maður stjórnaði á
sjónum, hinn kindunum. Maður-
inn minn var mikil selaskytta og
það var oft skemmtilegt á vorin
þegar búið var að veiða seli. Þá
gáfum við kjöt á alla bæina. Allt
var verkað og hirt, skinnin rökuð
og við gengum alltaf á selskinns-
skóm. sem voru bryddaðir með
hvltum bryddingum úr eltiskinni.
Þeir voru svo fallegir. Ég litaði
selskinnin I stórum stampi með
þvl að sjóða saman hellu og
blástein. Slðan var þetta spýtt
upp á þil og þurrkað. það var svo
fallegt litað skinnið, kolsvart og
gljáandi. Það var margt
skemmtilegt hérna. Það er
haftyrðill utan við Bása I Stekkjar-
vlk I stórurð þar, hann verpir blá-
hvltum eggjum, sem eru heldur
stærri en krfuegg. Hann flýgur
alltaf si svona", sagði Inga og
veifaði handleggnum I ákveðnum
sveiflum, „höfuðið á honum er
svo nett og fallegt. við megum
aldrei eyðileggja þann fugl".
„Hvað finnst þér um hafið,
Inga"?
„Hafið bláa hafið hugann dreg-
ur". svaraði hún um hæl en eftir
nokkra þögn hélt hún áfram: „Það
er eitthvert afl sem dregur suma
sjómennina til hafs, það er
sterkt hafið. en mér finnst
gaman að tala við þig, þú
ert svo góður við mig. Það er
kannski bara svo Iftið sem ég
get sagt þár, en Guð hefur
svo margs að minnast og margir
sem hefur verið skemmtilegt að
tala við. Þú segist þekkja hann
Jökul. már llkar alltaf vel við
hann. Hann kom svo vel fram við
mig I sjón oq raun. En bað eru
mörg Iff I Itfi einnar manneskju og
maður verður að taka þvl með
jafnaðargeði, sem himnafaðirinn
leggur á mann. Við eigum þetta
blessað land og ef við ölum bömin
okkar svo sómi sá að, fer allt vel."
— * j-
— „Það var
undarlegt að
heyra þytinn
1 golunni”
Framhald af bls. 23
„Ég hef heyrt þú kunnir öfug-
mælavlsur". sagði ág.
„Svoleiðis bull svaraði hún:
Fiskurinn hefur fögur hljóð
finnst hann oft á heiðum.
Æranar renna eina slóð
eftir sjónum breiðum.
Sá ég flóna flóa mjólk
fallega lúsin hey upp bar.
Kýmar bræða kertatólg.
ketið sjóða rjúpurnar.
Séð hef ág köttinn
syngja á bók,
selina spinna hörá rokk.
Skötuna elta skinn I brók,
skúminn prjóna smábandssokk.
í eld er bezt að ausa snjó
eykst hans log við þetta.
Gott er að hafa gler I skó
þá gengið er I kletta.
Ú Svarfaðardal er þessi vfsa:
Karlinn uppi I klöppinni
keypabörnin tekur.
Lemurhann þau með löppinni.
og litlu Siggu tekur.
Annars eru vlsurnar til I ýmsum
útgáfum:
Karlinn uppi I klöppinni
kúrir úti á steini.
Lasinn er I löppinni
af litla fingurmeini.
Þessi dettur már I hug:
Sokkinn vlða semjandi
seljum banda handa.
Kom I hrlðar kafaldi
karl á sklðum prjónandi.
Að maður skuli nú ver að grufla
upp þessa vitleysu, eða heldurðu
nú að það sé satt og rétt að hafa
eigi gler I skó? En oft skemmtum
við okkur við það á kvöldin að
kveðast á og þá var alltaf byrjað á
þeirri gömlu góðu:
Komdu nú að kveðast á
kappinn ef þú getur . . .
Slðan átti næsta vlsa að byrja á
þeim stað sem slðasta vlsa endaði
á."
„Hvað er þér minnisstæðast
slðan um aldamótin"?
„Ég man til dæmis þegar slminn
var lagður rétt framhjá bænum
okkar. Þá man ég að einn maður-
inn gekk til mln og bað mig að
gefa þeim eitthvað að borða. Ég
held að þetta hafi verið I kring um
1906".
„Varðstu nokkurntlma vör við
huldufólk"?
„Hann Jón I Klaufabrekkukoti
var ólærður grasalæknir og hann
hjálpaði mörgum I barnsnauð.
Hann fór til huldukonu, sem hann
hjálpaði Ifæðingamauð. Hann fór
til hennar I svefni og vissi ekki af
þvl fyrr en morguninn eftir þegar
hann vaknaði og sá blóði drifinn
handlegg sinn. Þá mundi hann
hvar hann hafði verið og hvað
huldukonan hefði sagt þegar hún
kvaddi hann: Hún óskaði þess að
ævinlega gengi vel hjá honum að
hjálpa þeim sem illa gengi hjá og
það rættizt svo sannarlega. Ég
held Ifka að þetta hafi fylgt niðjum
hans eitthvað. Ég átti fyrrum eina
hryssu, sem gat ekki kastað og þá
fékk ég Gunnlaug son Jóns til að
hjálpa. Höfuðið var komið út og
allt stóð fast og komið I óefni, en
Gunnlaugur gat hjálpað þótt það
væri ómögulegt. Hann tók af
höfuðið til þess að bjarga hryss-
unni, en það tók hann allan
daginn að ná leyfunum af folald-
inu, fæturnir voru festir I grind-
inni."
„En hefur þú sjálf séð huldu-
fólk"?
„Maður hefur séð það bæði
gangandi og rlðandi. Ég hef sáð
huldukonu mjög nærri. Hún sat á
túninu þegar ég var á Borg. Hún
sat þar hnuggin á svip, en þegar
hún Jóhanna á Borg gekk til henn-
ar til þess að huga að henni. þá
hverf konan inn I kletta við bæinn.
Hún var dökkklædd þessi kona,
það er svo sannarlega til huldu-
fólk. Huldulæknirinn hennar
Margrétar frá Öxnafelli hefur
komið til mfn, en þetta fólk er ekki
að gefa sig neitt fram en mikið er
hann skemmtilegur þessi maður
sem ég er að tala við, mig langar
afskaplega mikið til þess að heyra
I honum". Ég gat ekki annað en
brosað með sjálfum már að nægju-
seminni, en settist að sjálfsögðu
hjá Þorbjörgu og talaði beint við
hana. Ég spurði hana hvað hún
teldi mig gamlan þegarhún heyrði
rödd mlna. „Ertu 40 ára", sagði
hún, en bætti svo við, „nei, ég
held að þú sért mikið yngri".
Þegar ég sagði henni að ég væri
30 ára sagði hún um hæl: „Þá eru
70 ár á milli okkar. Hún spurði
mig um ástandið I Vestmannaeyj-
um og eitt og annað. sem ekki er
vlst að margir á bezta aldri hafi
rænu á að vita. en um slðir þegar
ág spurði hana hvort hún væri
ekki orðin þreytt, svaraði hún:
„Nei, hvernig á maður að verða
þreyttur sitjandi með góðum vin-
um", og þegar ág spurði hana
hvort hún vildi segja eitthvað sár-
stakt á 100 ára afmælisárinu slnu
sagði hún: „Guð blessi alla, sem
ég hef umgengisf og ág þakka
ykkur öllum".
— á. j.
Vorið er ekki bara
grænt gras
Á vorin þegar náttúran vaknar til lífsins, grasið grænkar og gróðurinn
springur út, málum við utanhúss. Við málum til að prýða umhverfið og hressa
upp á útlitið með nýjum Kópal Dyrotex litum úr Kópal Dyrotex '74 litabókinni.
Veljum litina strax og málum svo einn góöan veðurdag.
Kópal Dyrotex er akryl-málning sérstaklega framleidd til málunar utanhúss
með viðurkennt veðrunarþol.
mélningbf
Paóermálning
Lokað
vegna sumarleyfa
frá 3. ágúst til 2. september.
Eyjólfur K. Sigurjónsson
löggiltur endurskoðandi
F/ókagötu 65, sími 27900.
Tilboð óskast
í Ford Eskort árg. 1973, skemmdan eftir tjón,
bifreiðin er til sýnis að Dugguvogi 9 —11,
Kænuvogsmegin á mánudag. Tilboðum sé skil-
að á skrifstofu vora eigi síðar en þriðjudaginn
30. júlí.
SJOVATRYGG,NGARFÉmG ÍSIANDSH Bifreiðadeild, Suðurlandsbraut 4, sími 82500
S1EII31E1B1E1E]E1BIB1E1E1B1E1E1E1B1E1E1E1B1
Stúlkur til vélritunarstarfa.
Stúlkur óskast til vélrítunarstarfa nú þegar. Umsækjendur þurfa að hafa |
góða vélritunarkunnðttu.
Spjaldskrárstörf.
Starfsfólk óskast nú þegar til starfa við spjaldskrá.
Umsækjendur þurfa að vera gagnfræðingar eða hafa aðra hliðstæða
menntun.
Nánari upplýsingar gefur Skrifstofuumsjón og liggja umsóknareyðu-
blöð þar frammi.
Upplýsingar eru ekki gefnar I slma.
SAMVINNUTRYGGINGAR