Morgunblaðið - 28.07.1974, Page 26

Morgunblaðið - 28.07.1974, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974. Heillíslandi eftir Jörgen Schleimann Hví skyldi maöur ekki öðru hverju láta undan þeirri freistingu að skrifa um það, sem vekur manni sjaldgæfa hrifningu. Þessi hugsun flaug mér í hug, þegar ég fékk tækifæri til að endurnýja kynnin við Islendinga á dögunum og Iandslagið milli Reykjavíkur og Akureyrar, næst- um tuttugu árum eftir að ég heim- sótti tsland í fyrsta sinn. Það var á íslandi, sem ég hóf fullt starf í blaðamennsku — þegar Kvöldberlingur sendi mig þangað f júnf 1956 til þess að fylgjast með kosningabaráttunni, þar sem varnarliðið f Keflavík var eitt helzta baráttumálið.. .og ég hef aldrei gleymt hvað ég hreifst þá þegar af tslandi og Islending- um. Ég hef ekki hjá mér gömlu greinarnar mfnar, svo að ég veit ekki, hvort ég sagði frá þessu þá á prenti, en ég minnist þess Ijós- Iega, að þáverandi forsætisráð- herra íslands, Ólafur Thors, hafði slík áhrif á mig, að ég hugsaði ósjálfrátt: Hefði þessi maður fæðzt í Bretlandi, þá hefði Churchill ekki verið einn og als- ráðandi á stjórnmálasviðinu þar sem hinn mikli stjórnmálaforingi lands sfns. Frá Reykjavík fór ég til Parísar með viðkomu f Kaupmannahöfn. Svo skrýtilega vildi til, að það var sama kvöldið sem hinn sögulegi fundur Petöfiklúbbsins var hald- inn, þar sem ungverskir rit- höfundar mótuðu menningarlegt uppgjör sitt við hina stalínísku stjórn Rakosis og Gerös, — upp- gjör, sem f október sama ár átti eftir að verða að pólitísku báli. Sjálfur átti ég seinna eftir að fá tækifæri til að taka þátt f skrásetningu þessara atburða fyrir eftirkomendur í bók Melvins J. Laskys, „Ungverska byltingin“. En um þennan vef örlaganna eða tilviljanna vissi ég ekki, þegar ég flaug um Kaupmannahöfn frá íslenzku höfuðborginni til hinnar frönsku. Hitt vissi ég með sjálfum mér, að fyrstu þrjá mánuðina í París hefði ég gjarnan skipt á henni — þessari borg borganna — og Reykjavík, ef ég hefði átt þess kost. Síðar kynntist ég París betur og lærði að meta hana sem andlega átthaga mína, en þessi saman- burður á Reykjavík og París, sem í sjálfu sér var ósanngjarn, en féll Reykjavík f vil, ber því vitni, hversu mjög ég varð hrifinn. Það var undravert að verða þess var, f heimsókn Publicistaklúbbs- ins til tslands á dögunum, að þessar jákvæðu tilfinningar höfðu varðveitzt óslævðar. Hafa verður í huga, að hver sá, sem notið hefur þeirra forréttinda að geta ferðazt um heiminn þveran og endilangan, hlýtur alltaf að eiga það á hættu að verða ónæm- ur fyrir því, sem hann sér. Og það var stórkostlegt að sjá þessa sömu hrifningarglóð tendrast í augum annarra, sem nú litu fyrsta sinni þetta eyland. Vissulega geta tslendingar nútímans lesið frásagnir for- feðranna án mikilla erfiðismuna, og vissulega heyrir þessi skáld- skapur þeirra til frægustu afreka heimsbókmenntanna. En sögurnar skipta í sjálfu sér ekki mestu máli, heldur andinn, sem hefur gefið þeim sál og varðveitzt hefur f þessu athyglisverðasta þróunarlandi heims — í bókstaf- legri merkingu orðsins; það er þess virði að veita þvf athygli. Rithöfundurinn Matthías Johannessen bauð velkomna stærstu blaðamannasendinefnd, sem til landsins hefur nokkru sinni komið og nefndi það nánast í framhjáhlaupi sem sjálfsagðan hlut — með fslenzkum úrdráttar- tóni og duldri kfmni, — að Norð- maðurinn Ingólfur Arnarson og fósturbróðir hans, fjölskyldur þeirra, fylgdarlið og keltneskir þrælar hefðu lagt þetta óbyggða land undir manneskjuna, þegar þau settust að á suðurströnd tslands árið 874. ísland var ekki aðeins sfðasta nýlendan í Evrópu. Það var einn- ig sú fyrsta og sfðasta, þar sem búseta Evrópumanna hafði ekki f för með sér, að upphaflegir fbúar væru hraktir brott, þurrkaðir út eða kúgaðir. Það liggur bein lfna frá þessari friðsamlegu landtöku til grund- vallarsamþykktar Alþingis um, að tsland skuli sjálft aldrei hafa vopnaðar sveitir umfram það, sem brýn þörf krefur til daglegra lögreglu- og eftirlitsstarfa. Án þess að víkja frá þessari grundvallarstefnu friðar, sem er einstæð í heiminum, jafnt nú sem fyrr á tfmum og í nánustu fram- tíð, varð ísland aðili að Atlants- hafssáttmálanum árið 1949 og gerði tveimur árum síðar varnar- samning við Bandaríkin m.a. um, að komið yrði á fót eftirlitstöðinni í Keflavík, sem er mikilvæg vörn- um Atlantshafsbandalagsins. Eg vil bæta því við, að friðsemd- in gildir ekki einasta út á við; morð, sem heyra til daglegu lífi víðast hvar í heiminum, eru ákaf- lega fátíð á íslandi. Eftir því sem ég bezt veit, hefur verið framið u.þ.b. eitt slíkt ofbeldisverk á hverjum tíu árum, það sem af er þessari öld. Engu að síður rennur blóðið ört f íslenzkum æðum. ísland hefur ekki þurft á að halda neinni klámbylgju og því hefur hún ekki skollið þar yfir, því að Islendingar virðast — gagnstætt bræðraþjóðunum í Skandinavíu — vera þjóð, sem laus er við ótímabæra sjnda- meðvitund, að því er viðkemur lystisemdum jarðlífsins. Þeir eru lausir við freudiskar þrengingar og hafa engin strindbergsk ör á sálinni. Og þetta hefur ekki gerzt með afneitun andlegra verðmæta. Fullar bókahillur eru þáttur í borgarmynd Reykjavíkur, sem ekki fer framhjá neinum. Skáld- sögur og ljóð koma út í allt að sex þúsund eintökum á stundum í fyrstu útgáfu — og bækurnar seljast og eru lesnar af þessari þjóð, rúmlega tvö hundruð þúsund manna, þar sem helming- urinn er búsettur í höfuð- borginni. Þessi þjóð á meðal núlifandi skálda sinna Nóbelsverðlauna- hafa í bókmenntum, Halldór Kiljan Laxness. Meðal skálda hennar er einnig Gunnar Gunnarsson, sem kunnastur er í heiminum af núlifandi rithöfund- um á danska tungu. Sfðasta öld hefur verið hrein gullöld í fslenzkri myndlist og sýnist þar enginn endir á. List- málarar á borð við Jón Stefáns- son, Jóhannes Kjarval, Ásgrím Jónsson, Jóhann Briem, Finn Jónsson, Gunnlaug Scheving, Svavar Guðnason, Nínu Tryggva- dóttur og myndhöggvarann Ásmund Sveinsson eiga sér arf- taka á tslandi nútímans; þar er ótrúlegt framboð skapandi afls eins og f skáldskapnum. Áður fyrr hefur hin eldfellska sál tslands einnig birzt við ýmis tækifæri eftir tíma ættarsagna 12. og 13. aldar. Á öld kúgunnar, fátæktar og hungurs, 17. öldinni, skrifaði Hallgrímur Pétursson Passíusálma sfna, sem síðan hafa komið út í meira en 50 útgáfum. Ég mun aldrei gleyma nær- færni Gunnars Gunnarssonar þegar hann opnaði skrifborðs- skúffuna sfna og tók fram og sýndi mér gamalt og slitið eintak af Passíusálmunum sem móðir hans hafði átt. í húsi við Dyngju- veg í útjaðri Reykjavíkur, þar sem ríkjandi eru stórverk heims- bókmenntanna og íslenzk málara- list, þar á meðal verk Gunnars Gunnarssonar, yngri, stóð elzti félagi danska rithöfundasam- bandsins með Passfusálma Hallgríms Péturssonar í höndum og sagði hljóðlega: Þetta er það dýrmætasta, sem ég á“. 1 næsta nágrenni heimsótti ég Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, stærsta flokks landsins, sem margir telja líklegt að vinni á f alþingis- kosningunum 30. júnf. Þar voru einnig sköpunarverk tslands á hillum og veggjum eins og heima hjá Matthíasi Johannessen, sem auk eigin skáldskapar hefur gefið út bækur um aðra listamenn, til dæmis Laxness. Á skrifborðinu lá handrit að nýrri bók: Minningabók um list- málarann Gunnlaug Scheving, til- búin til útgáfu að hausti, þegar bjartar nætur tslands eru að baki og aftur gefast stundir til lesturs. A veggnum hékk dýrlegt Kjarvalsmálverk. Málarinn hafði fengið hugmyndina að því við lestur eins af kvæðum Matthíasar, málað um það stóra mynd og fært honum að gjöf. Heima hjá Geir Hallgrímssyni hafði Kjarval skilið eftir sig ómetanlegt safn teikninga. Eru öll íslenzk heimili söfn? Nei, svo er ekki, en fortíðin lif- ir í hugum Islendinga, sterk og óskert og sköpunarmátturinn, eins og hann bezt fær lýst sér í Iistinni, er hærra skrifaður en nokkurs staðar annars staðar, þar sem ég þekki til. Náttúran og Danir hafa verið tslendingum harðir ljáir í þúfu. Þjóðveldistímabilið stóð frá stofn- un Alþingis 930 þar til árið 1262, að tsland komst undir veldi Noregskonungs, en það var fyrst eftir að Island komst (ásamt Noregi) undir danska stjórn, að hnignunarskeiðið hófst fyrir alvöru, samfara veðurfars- breytingum til hins verra, náttúruhamförum og pestum (svarti dauði rændi tsland tveim- ur þriðju hlutum fbúanna árið 1402). En engir var tslendingum óblíðari en dönsku konungarnir. Kristján 3. sem lét taka síðasta kaþólska biskupinn á tslandi, Jón Arason, af lífi árið 1550 án dóms og laga. Kristján 4., sem kom á danskri einokurnarverzlun árið 1602 og Friðrik 3., sem innleiddi einveldi á tslandi sextfu árum sfðar. Alþingi var lagt niður árið 1800 og ekki endurreist fyrr en 43 ár- um seinna og þá eingöngu sem ráðgefandi samkunda. Einokun- inni var fyrst aflétt að nokkru leyti árið 1787, en utanríkisvið- skipti voru ekki gefin frjáls fyrr en 1874. Þar í milli tók danskur ævintýramaður, Jörgen Jörgen- sen, völd á tslandi, árið 1809, en Englendingar fjarlægðu hann fljótlega. Árið 1874, á þúsund ára afmæli búsetu Ingólfs Arnarsonar, færði Kristján 9. tslendingum stjórnar- skrá eftir margra ára pólitfska baráttu þeirra fyrir sjálfstjórn undir forystu Jóns Sigurðssonar. Fyrir tíma Kristjáns 9. hafði enginn þeirra dönsku konunga, sem rfktu yfir tslandi um aldirnar, gert sér það ómak að heimsækja Iandið, og sumir dönsku ríkisstjóranna stigu aldrei fæti á fslenzka grund. Náttúran var stundum jafn skæð og Danir. Skelfilegt gos varð f Lakagígum árið 1783. Yfirleitt var 18. öldin tslendingum erfiðust. Þegar í upphafi aldarinnar var tala íbúa komin niður f 50.000 og fimmtungur þeirra var beininga- menn eða ófrjálsir bændur. A árunum 1707 — 1709 komst íbúa- talan niður í 35.000 vegna bólu- sóttar. Sfðan tóku hinsvegar við upp- gangstímar. Árið 1904 fékk tsland eigin innanrfkisráðherra og fulla sjálfstjórn árið 1918. Konungssambandinu við Dan- mörku var slitið 17. júnf 1944 á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar og lýðveldi þá stofnað með fundi á Þingvöllum. Ég hef dvalið mest við hinar neikvæðu hliðar tslandssögunnar frá lokum Þjóðveldistímans, vegna þess að þær eru Dönum skammarlega lftt kunnar — það voru þó þrátt fyrir allt forfeður þeirra, sem báru pólitfska ábyrgð á einangrun og hnignun landsins. En náttúran og Danir hafa líka gert tslandi gott. Hversu ótrúlega sem það kann að hljóma, eru næstum engin tak- mörk fyrir vilja íslendinga til að strika yfir gamlar misgerðir Dana við þá úr því að meiri hluti danska Þjóðþingsins gerði sér greín fyrir þvf, hversu óvið- jafnanlega þýðingu íslenzku handritin úr safni Árna Magnús- sonar, sem geymd voru í Kaup- mannahöfn, höfðu fyrir þjóð, sem hafði verið rænd svo til öllum öðrum menningarminjum for- tfðarinnar, en hafði lifandi og krefjandi meðvitund um sam- bandið við forsöguna. Og hvað náttúrunni viðvíkur hefur hún gefið tslandi orkulind- ir, sem losar það við plágu meng- unarinnar, sem menn búa við annars staðar. Reykjavík þýðir: „víkin, sem rýkur úr,“ en gufan, sem sést f tæru loftinu, er aðeins úr heitum lindum. Frá Reykjavík má sjá berum augum, hvar einn af jöklum tslands, Snæfellsjökull, rís eins og breið hvít keila upp af haffletinum í 120 km fjarlægð. Enn þá eru ekki nýtt nema 8% af vatnsafli Islands og það er fyrst nú, sem farið er að huga að lffefnafræðilegum orkulindum. Þróunarmöguleikarnir eru ann- álaðir f þessu landi eins og frá- sagnirnar af upphafi þess. Arið 1906 var komið fyrir rit- sfmastreng neðansjávar milli ts- lands og Skotlands. Landfræðileg einangrun var þar með rofin og var næstum táknrænt, hvernig sambandi var aftur komið á við annað „ættland" þessarar norsk- keltnesku þjóðar. Innanlands var einangrunin rofin með tæknibyltingu á tveim- ur sviðum. Síminn tengdi þjóðina saman eins og fundirnir á Alþingi höfðu gert frá fyrstu tíð. Síðar komu flugvélar til sögunnar og mynduðu brú yfir veglaus land- svæði ill yfirferðar. Árið 1955 fluttu íslenzku flug- félögin 75.000 farþega. í fyrra kom sameinað átak Loftleiða og Flugfélag lslands þeim upp undir hálfa milljón, meira en tvöfalda íbúatölu Islands. Það, sem vekur hvað mesta at- hygli ferðamanna, er m.a. ræktun banana f gróðurhúsum á tslandi, þótt óneitanlega skipti meira máli, að Reykjavík er algerlega hituð upp með jarðvarma. I dag ber mynd tslands merki óðaverðbólgu. En tslendingar eiga áreiðanlega eftir að vinna bug á henni — því að þessi rúm- lega tvö hundruð þúsund manna þjóð, sem tekst með góðum árangri að halda uppi öllum þátt- um nútfma samfélags á sviði stjórnmála, efnahagsmála og lista, hefur orðið sér úti um kunn- áttu til þess með sístarfandi hug- vitsemi og vilja til að standast erfiða tíma. Náttúran hefur neytt tslendinga til að tileinka sér ein- staklingshyggju og samheldni eins og væru það tvær hliðar á sama máli. í þeirra augum eru þverstæður eðlilegar. Þegar ég heimsótti landið í fyrsta sinn árið 1956, komst ég að raun um, að formað- ur fslenzka kommúnistaflokksins, Brynjólfur Bjarnason, var jafn- framt spiritisti. í augum Islend- inga var það hreint ekki eins merkilegt fyrirbæri og mér fannst það vera. Þeir voru þvf vanir að vera frábrugðnir öðrum og hafa óvenjulegan þankagang. Það er því engin furða, að það skuli hafa verið tslendingur, Egill Skallagrfmsson, sem með óvið- jafnanlegu kvæði sínu, Sonatorr- eki, og aðdraganda þess, hefur svo að segja skapað skýrustu myndlýsingu heimsbókmennt- anna á listviðhorfi Andrés Mal- raux: að sagnfræðin sé frásögn af örlögum mannsins, háð hlutskipti hans, en listin sé frásögn af „and- örlögum", af manneskjunni sem með aðstoð listarinnar — eigin skapandi krafti — hefur sig upp yfir örlög sín. Hafi maður komið auga á þann þátt í rás sögunnar, sem Islend- ingar eru fulltrúar fyrir og vitnis- burð þeirra um óbuganleika manneskjunnar, blundar í hugar- fylgsnum hans eldfjall aðdáunar. Það gýs við hverja heimsókn til þess síkvika eylands, þar sem unnið er að því að temja kraft náttúrunnar, án þess að láta hana ægja sér í augum, með sama hug- arfari og menn neyddust til að beygja sig undir þennan kraft í 1100 ár. Byltingarárið 1789 í Evrópu, þegar Frakkar innleiddu — með gífurlegum blóðsúthellingum og eftirfylgjandi hörmungum þau pólitfski réttindi,, sem Islending- ar höfðu talið sjálfsögð frá tfmum Þjóðveldisins, seig fundarstaður Alþingis, Þingvallasléttan um nokkra metra. Voru það táknræn andmæli náttúrunnar gegn þeim skilningi, sem allt frá þvf árið 1789 hefur ríkt með vissum hópum manna, að frelsisréttindi geti einungis blómstrað undir blóðugu kúlna- regni byssukjaftanna? Því að sá skilningur er rangur — það hafa Islendingar sannað í meira en þúsund ár. Það er enn einn þáttur í mikil- leik landsins. (Jörgen Schleimann er einn þekktasti dálkahöfundur f Dan- mörku og aðstoðarfréttastjóri danska útvarpsins. Greinin er rit- uð fyrir danska lesendur, en ástæða er til að hún komi einnig fyrir sjónir íslenzkra lesenda).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.