Morgunblaðið - 28.07.1974, Page 36

Morgunblaðið - 28.07.1974, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974. GULLSKAUN Eftir Mirra Grinsburg Hún valt niður klettavegginn og Zyren tókst að grípa hana um leið. Hann klifraði nú glaður í bragði niður, gekk fyrir Sanad khan og setti skálina fyrir hann. Khaninn sagði: „Hvernig fórstu að því að ná skálinni upp af hafsbotninum?“. „Ég náði henni ekki af hafsbotni“, sagði Zyren. „Ég náði henni ofan af tindinum þarna. Það var spegilmynd hennar sem sást á haffletinum". „Hver benti þér á það?“. Ef þú tekur þessa teikn- ingu í heilu lagi, límir hana á pappa — t.d um- búðakassa — klippir síð- an út hvern hinna fimm reita og setur þá rétt saman, færðu mynd af dýri. Þeir, sem þetta bjuggu til, létu lausnina fylgja og er hún hér til hliðsjónar. „Ég gat mér þess til sjálfur". Khaninn spurði einskis frekar og sendi hann burt. Næsta dag hélt Sanad khan áfram með föruneyti sínu. Eftir margra daga ferð lá leiðin um víðáttu- mikla eyðimörk. Allur gróður hafði skrælnað í þurrkum og sólarhita. Hvergi var vatn eða læk að sjá svo langt sem augað eygði. Khaninn sendi riddara sína í allar áttir til að svipast um eftir vatnsbóli, því fólkið þjáðist mjög af þorsta, en hvergi var nokkra vætu að fá. Nú voru góð ráð dýr. Zyren fór á laun til föður síns og spurði hann: „Hvað eigum við nú að taka til bragðs? Menn og skepnur eru að dauða komin vegna þorsta“. Gamli maðurinn sagði: „Leystu þriggja vetra kú úr tjóðri og eltu hana. Þar sem hún nemur staðar og hnusar f jörðina, skaltu grafa eftir vatni“. Zyren lét ekki segja sér það tvisvar. Hann leysti þriggja vetra kú, sem þegar fór á stjá og eftir nokkra leit nam hún staðar og hnusaði af ákafa niður í heita skrælnaða jörðina. „Grafið hér“, sagði Zyren. Mennirnir fóru að grafa og komu von bráðar niður á vatnsstraum, sem var svo öflugur að köld bunan af hreinu vatni spýttist langar leiðir. Sanad khan kallaði Zyren fyrir sig: „Hvernig fórstu að því að finna neðanjarðarvatnið á þessum þurra stað?“, spurði hann. „Af merkjum", sagði Zyren. Fólkið drakk nægju sína, hvíldist, og síðan var ferðinni haldið áfram. Eftir margra daga erfitt ferðalag var ákveðið að halda kyrru fyrir um hríð, svo menn og skepnur gætu safnað kröftum. Um nóttina gerði helli- rigningu, svo eldurinn kulnaði. Þeim reyndist ófært að kveikja hann á ný. Loks kom einhver auga á bjarma uppi á fjarlægum fjallstindi og Sanad khan sendi nokkra menn til að sækja eld. Þeir héldu þegar af stað þrír talsins upp á fjallið. Þeir komu að, þar sem veiðimaður sat við eld sinn undir furutrjám og ornaði sér. Allir tóku þeir logandi lurka til að færa khaninum, en eldurinn dó í lurkunum vegna rigningarinnar áður en þeir komust niður aftur. ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga frá sextándu öld niuíta. við, pater. Þú átt að leggja blessun þína yfir okkur. Hún er góð, — það sem hún nær.“ „Aldrei, aldrei! — Þú syndarinnar ambátt, sem lifir í holdsins girnduin og fýsnum! — Ekki er furða, þó að þú hafir hliðrað þér hjá því að skrifta!" Meiri alvara var farin að færast á svip önnu. „Einn maður og ein kona, — það eru guðs lög,“ mælti hún. „Þau hefi ég ekki brotið. — Líttu á, hérna er Nýja teslamentið, — prentað. Ég hefi lesið það allt spjaldanna á milli. Þar stendur ekki eitt orð um það, að guði sé mmnu- lifið þóknanlegt. Um þetta hafið þið þagað, latínumunkarnir, eða ekki vitað það. Páll postuli hvetur okkur konurnar meira að segja til að giftast og elska mennina okkar.“ Munkurinn sortnaði í framan upp á miðja krúnu. „Trúarvillu-drós!“ hrópaði hann. „Þú ert þá einnig farin að lesa bækurnar, sem guðníðingamir í Skálholti gefa út. — Og þarna er fyrsti ávöxturinn.“ Hann benti framan á hana. Anna hló storkunarhlátur. „Daðurkvendi!“ æpti hann. „Bölvun guðs er yfir þér! Him- inninn er þér lokaður, hreinsunareldurinn er þér slökktur. Ekkert stendur þér opið nema helvíti!“ Anna greip kálfskinnsstrangann af borðinu og gaf munkin- um utan undir með honum, — fyrst hægra megin, svo vinstra megin, svo aftur hægra og vinstra megin. ITörð innsiglin dönsuðu um vangana á honum. „Snertu mig ekki! Snertu mig ekki!“ æpti munkurinn yfir- kominn af reiði og sársauka. „Snertu mig ekki! Þú ert óhrein!“ En Anna lét höggin dynja á honum, þar til hann flúði úr loftinu. -----Daginn eftir lét Anna söðla sér hest og reið á glær- um ísum upp að Hrútafelli. Hallur grámunkur hafði þar húsaskjól um þessar mundir. Hún fór ekki af baki, en kallaði munkinn vit til sin. „Það er bezt þú eigir ólina, sem ég lamdi þig með í gær- kvcldi,“ mælti hún. „Vertu skriftafaðir minn framvegis, cf þú vilt. Hér er ekki um marga að velja. En ef okkur kemur illa saman, þá veiztu, hvað þú færð.“ Síðan henti lnin í hann kálfskinnsstranga með innsiglum og rcið á stað. Munkurinn varð heldur glaður, þegar hann rakti sundur strangann. Það var gjafabréf fyrir sex hundruðum í jörð. ÞRIÐJI ÞÁTTUR 1. FRIÐUR OG GI.EÐI Árum saman hafði Island allt skolfið af hrolli og kvíða. Árum saman hafði ófriður og úlfúð geisað um land allt. Aldrei liafði verið jafnstyrjaldasamt síðan á Sturlungaöld. Og allt hafði endað með skelfingu. V ih> flk&lnofQunkQffiAu — Læt ég vera með sláttuvélina, stigann, garðkönnuna og bækur, en er þetta nú ekki ein- um of langt gengið??? — Æ, þú stígur á lík- þornið... — Nei, nei... flöskupóst- ur er alveg orðinn úrelt- ur væni minn... — Ég geri þá ráð fyrir, að þetta sé útrætt mál og kveð því að sinni...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.