Morgunblaðið - 28.07.1974, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 28.07.1974, Qupperneq 40
Fékkst þú þér TROPICANA I í morgun ? SUNNUDAGUR, 28. JULl 1974 11» Þingvellir: Blásið í lúðra til þjóðhátíðar kl. 10,57 Þingfundur hefst á Lögbergi kl. 11,02 0 Þjóðhátíð á Þingvöllum hefst kl. 10.57 f dag með þvf að blásið verður f lúðra af efri barmi AI- mannagjár og leikið lsland far- sælda frón. Klukkan 11 verður klukkum Þingvallakirkju hringt og sfðan hefst þingfundur að Lög- bergi, þar sem þingsályktunartil- lagan um landgræðslu og gróður- verndaráætlun verður afgreidd. Að loknum þingfundi verður hlé á dagskrá til kl. 13.20, en þá munu lúðrasveitir leika á Kastöl- um. Eftir að blásið hefur verið í lúðra kl. 13.30, flytur Matthfas Jóhannessen skáld, formaður þjóðhátfðarnefndar 1974, inn- gangsorð, þá syngja karlakórar og biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson, flytur ávarpsorð. Þá er þjóðarganga og lúðrasveitir leika kunn fslenzk lög, en kl. 14.12 flytur forseti ts- lands, herra Kristján Eldjárn, hátfðarræðu og sfðan syngja karlakórar þjóðsönginn undir stjórn Jóns Ásgeirssonar tón- skálds. Að þvf loknu flytur Tómas Guðmundsson skáld hátfðarljóð, Sinfóníuhljómsveitslands leikur undir stjórn Páls P. Pálssonar gestir flytja ávörp, skólahljóm- sveit Kópavogs leikur rfmna- dansa og kl. 16.20 flytur Halldór Laxness rithöfundur ávarp f minningu bókmenntanna. Sfðar um daginn er svo söngur og tón- list, fþróttir hefjast kl. 17, frjáls- ar fþróttir, þjóðdansar, leikfimi o.fl., en kl. 19.20 kveður forsætis- ráðherra, Ólafur Johannesson, hátfðargesti. Þjóðhátfð á Þing- völlum lýkur sfðan kl. 19.30 með þvf að lúðrablásarar leika tsland farsælda frón af barmi Almanna- gjár. Mjög gott veðurútlit „ÞAÐ er mjög gott veðurútlit fyrir sunnudaginn", sagði Knútur Knudsen, veðurfræðingur á Veðurstofunni, þegar við inntum frétta í gær af veðurspánni fyrir sunnudaginn á Reykjavíkur- og Þingvallasvæðinu. „Það er útlit fyrir gott veður,“ sagði hann, „sól og þurrt eins og í dag í Reykjavík. Smávegis skýjadans gæti orðið annað veifið, en hlýtt og hæglátt.“ 0 Lögreglan beinir þeim til- mælum til fólks, að bifreiðastjór- ar haldi jöfnum ökuhraða og einnig, að ef bflar bili þá komi ökumenn þcim vel út á vegkant- inn eða út fyrir og tilkynni málið sfðan til næstu lögregluvarðstöðv- ar. Óheimilt er að ferðast með hjólhýsi á aðalleiðum til Þing- valla á sunnudaginn og öll al- menn bifreiðaumferð verður óheimil um þjóðgarðinn milli Þingvallavatns og nýja Gjábakka- vegarins. KI. 4 á sunnudag verður Mosfellsheiðin opnuð sem ein- stefnuvegur til Reykjavfkur. 0 Bifreðastæði á Þíngvöllum verða við Kárastaði fyrir þá, sem koma Mosfellsheiðina, en frá bif- reíðastæðinu verða fastar ferðir strætisvagna að barmi Almanna- gjár. Þá er bflastæði við Kára- staðastfg fyrir ofan Almannagjá og þeir, sem vilja hafa bfla sfna sem næst tjaldstæði, geta lagt þeim við þjóðgarðshliðið að vestanverðu. Þá er einnig bfla- stæði á leirunum beggja vegna Gjábakkavegar, en stæðin þar eru eínkum ætluð ökumönnum, sem koma um Sogsveg og nýja Gjá- bakkaveginn og einnig þeim, sem koma Kaldadal og Uxahryggi. 0 Strætisvagnaferðir hefjast frá Reykjavfk og Kópavogi á sunnudagsmorgun kl. 6,30. Far- miða verður að kaupa, áður en stigið er upp f vagnana, en þeir eru seidir f Umferðarmiðstöð- inni. Strætisvagnarnir munu Ieggja upp frá endastöðvum eftír að hafa farið venjulegar leiðir. 0 Langferðabflar munu halda Framhald á bls. 39 4000 manns á Þing- völlum á hádegi 1 gær UM HÁDEGISBILIÐ f gær, voru komnir um 4000 manns til Þing- valla og þá var stanzlaus straum- ur bfla austur. Ekki var þó um- ferðin þung að sögn lögregl- unnar, en fór vaxandi. 1 fyrrinótt er talið að rösklega 3000 manns hafi gist á Þingvöllum, og er það fólk hvaðanæva af landinu, en flest af höfuðborgarsvæðinu. Þegar blm. Morgunblaðsins var á Þingvöllum í gærmorgun, var verið að leggja sfðustu hönd á frágang landsímastöðvarinnar, sem er í tjaldi á Leirunum. Tæknimaður hjá Landsfmanum sagði, að gott lag væri á síma- lfnunum og 3 gætu talað úr tal- klefunum f einu. Ekki bjóst hann við, að takmarka þyrfti viðtals- tíma manna, fólk yrði að lfkindum ekki það málglatt í dag, heldur myndi það hugsa um hátíðar- atriðin. Þá hefur einnig verið komið fyrir aukasfmalfnum í Val- höll. I gærmorgun var veður mjög gott á Þingvöllum, sól og logn. Gerðu menn ráð fyrir, að svo yrði áfram, en talið er, að skýað verði á köflum. Flest tjaldaði fólkið í Skógarhólum f fyrrinótt, en í gær- morgun voru þar um 200 tjöld, þá hafa um 150 tjöld verið á efri barmi Almannagjár. A hjólhýsa- svæðinu voru 200 hjólhýsi og fór þeim fjölgandi eins og tjöldunum. Eins og fram hefur komið áður, þá verður mikill fjöldi erlendra blaðamanna á þjóðhátfðinni. Jón Hákon Magnússon blaðafulltrúi Framhald á bls. 39 MinnLspunktar Þingvallagesta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.