Morgunblaðið - 04.08.1974, Page 31

Morgunblaðið - 04.08.1974, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGUST 1974 31 Ekið var milli barnaskemmtananna f vfkingaskipi. — Þjóðhátíð Framhald af bls. 32 kirkjunni í tilefni 100 ára afmælis þjóðsöngsins, þar sem m.a. Andrés Björnsson flytur erindi um Matthías Jochumsson og Jón Þórarinsson, talar um Sveinbjörn Sveinbjörnsson. A morgun verða barnaskemmt- anir á sömu stöðum og í gær, en eftir hádegið verður síðdegis- skemmtun við Arnarhól. Kvöld- skemmtun verður síðan við Arn- arhól um kvöldið með fjölbreyttri skemmtidagskrá, en að henni lok- inni verður dansað á þremur stöð- um í miðborginni. Þar verða einn- ig sölutjöld, þar sem á boðstólum er ýmislegt góðgæti, eins og tfðk- aðist hér fyrr á árum. — Sameiginlegt hús Framhald af bls. 2 sókna, aukinnar hagræðingar og menntunar. Það er rétta leið- in til þess að fá beztu markaðina fyrir útlutningsvörur okkar og tryggir einnig bezt, að andvirði útflutningsins sé varið á hag- kvæman hátt f vörukaupum til landsins. Menntun — nýtt skólahús Og fyrst að verzlunarmenntun hefur borið hér á góma má geta þess, að Verzlunarskóli íslands er Verzlunarráði mikill höfðuðverk- ur í dag, einfaldlega vegna þess, að ásókn í skólann er svo mikil, að þar eru nú hátt á áttunda hundr- að nemenda. Það er óhætt að segja, að skólinn sé of setinn. Eins er það með námskeiðin fyrir fólk, sem starfar að verzlun, og gagn- fræðinga, sem sækja í þetta eins- vetramám til viðbótar þeirri menntun, sem þeir hafa fyrir; að- sóknin hefur verið svo mikil, að húsnæði hefur ekki fengizt fyrir alla. Aætlun um byggingu nýs skóla- húss fyrir Verzlunarskóla íslands liggur nú fyrir og hefur þegar verið sótt um lóð nálægt hinum nýja miðbæ, skammt frá veður- stofunni nýju. Stórafmæli Mælifelli — 3. ágúst BJÖRN Sigurðsson á Stóru-ökr- um f Blönduhlfð er áttræður í dag. Þá eiga hann og kona hans, Sigríður Gunnarsdóttir, 55 ára hjúskaparafmæli, en Sigríður verður áttræð innan skamms. Þau hafa búið á Stóru-ökrum frá 1919 og tekið mikinn þátt í félagslffi. Þeim varð fimm barna auðið, og eru fjögur þeirra búsett f Skaga- firði. Þau Björn og Sigríður taka á móti gestum í félagsheimilinu Héðinsminni frá kl. 4 í dag. — séra Ágúst. — Jón Framhald af bis. 8 ingar. Þvi hefur lengi verið haldið á loft, að sjávarútvegur, landbúnaður og á seinni timum iðnaður væru höfuð- eða aðalatvinnuvegir lands- manna. Margir hafa viljað bæta verzlun og siglingum í þennan hóp. En í raun er enginn atvinnuvegur höfuðatvinnuvegur. Allir atvinnu- vegir þurfa að vinna saman, eins og hlekkir i keðju. Ef einn hlekkurinn er gerður að aðalhlekk þá verða hinir hlekkirnir veikari en hann. — Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur hennar. Umframstyrkur aðalhlekks- ins kemur því ekki að neinu gagni. — Nokkuð að lokum? Ég óska öllu verzlunarfólki gleði- legrar verzlunarmannahelgi. — Skúli Jóhannsson Framhaid af bls. 2 voru 60—70 stúdentar við deild- ina og þeir eru fleiri í ár, því að áhugi á íslenzkunámi hefur farið sfvaxandi frá þvf deildin var stofnuð. Deildin hefur haft bein áhrif til hvatningar yngri mönn- um til að leggja fyrir sig fslenzku- nám. Nú er einnig svo komið, að fslenzka er orðin fastur liður í barnaskólum á Nýja-islandi. Til þeirrar kennslu hefur verið veitt- ur rfflegur styrkur frá fylkis- stjórn Manitoba og sambands- stjórn Kanada og komið hefur i ljós, að áhugi unga fólksins á því áð læra málið er mjög vaxandi. — En helzta fjöregg okkar Vestur-íslendinga er Lögberg- Heimskringla, biaðið, sem tengir saman fólk af fslenzkum ættum um öll Bandaríkin og Kanada. Blaðið fer mjög víða og við leggj- um mikla áherzlu á, að útgáfa þess haldi áfram. Blaðið er gefið út með miklu tapi, en íslenzk stjórnvöld hafa árlega styrkt út- gáfuna og Þjóðræknisfélagið leggur einnig árlega fé til hennar, en bilið er brúað með frjálsum framlögum góðra manna. Við höf- um aukið útbreiðslu blaðsins nokkuð hér á Islandi fyrir til- stuðlan okkar ágætu umboðs- manna hér, Heimis Hannessonar og Haralds J. Hamar. — Frá fyrstu tíð hefur það ver- ið aðalstefnuskrármál Þjóðrækn- isfélagsins að efla tengslin milli þjóðarbrotsins fyrir vestan og heimalandsins og varðveita okkar menningararfleifð. Það er mjög ánægjulegt, að fjórða kynslóð ís- lendinga vestan hafs, sem nú er að koma til starfa, hefur ekki minni áhuga á því starfi en hinir eldri. Þetta gefur okkur góða von um framtíðina. í Vesturheimi býr fjöldi þjóðarbrota frá mörgum löndum, en það er öruggt mái, að ekkert þeirra er f eins nánum tengslum við ættlandið og við, enda má segja, að engin þjóð hafi sýnt börnum sínum í fjarlægð jafn mikla vinsemd og íslenzka þjóðin hefur sýnt okkur. — Vestur-lslendingar hafa aldrei verið sameinaðri en nú. öll sundrung frá fyrri tímum má heita úr sögunni og samstarfið innbyrðis hjá okkur 'er ágætt. Við erum öll einhuga og samhent um að vinna áfram að eflingu tengsl- anna við íslenzku þjóðina. INDKA!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.