Morgunblaðið - 18.08.1974, Side 29

Morgunblaðið - 18.08.1974, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGUST 1974 29 BRÚÐURIN SEIVi HVARF Eftir Mariu Lang ÞýÖandi: Jóhanna Kristjónsdóttir líta eftir í verzluninni. Jóakim Kruse kom og spurði eftir unn- ustu sinni og svo kom Dina Richardsson æðandi en ég sagði, að ég hefði alls ekki séð hana og ég sá ekki, að mér bæri skylda til að gefa þeim skýrslu. En Dina varð aiveg æf og þá laug ég og sagðist hafa setið frammi 1 geymslunni allan tfmann, því að ég vildi slíta þessum samræðum og losna við þau. Hún varp öndinni þunglega þegar hún hugsaði um þessa litlu sakleysislegu lygi, sem hafði dregið svo mikinn dilk á eftir sér. — Ég varð alveg æf, þegar hún heimtaði að fá að skoða íbúðina mina. Það hefði svei mér komiö vatn í munninn á mörgum, ef það hefði frétzt, að Petren forstjóri hefði húkt inni í eldhúsinu mínu. En sem betur fer hafði hann heyrt í þeim og læðzt út um bak- dyrnar. — Og yður datt samt ekki i hug að breyta framburði yðar og segja sannleikann, þegar í ljós kom, að Anneli var horfin í alvöru og lög- reglan kom í spilið. Hún roðnaði. — Sebastian varð svo skelkaður yfir öllu þessu umstangi, sem varð, þegar i ljós kom, að hún var horfin og hann gat alls ekki sætt sig við þá tilhugsun, að hann flæktist i lögreglurannsókn og einkalíf hans yrði bitbein fólks- ins. Og hann er af einhverri merk- ustu ættinni í bænum og ekki nema skiljanlegt að honum sé annt um mannorð sitt. — Ég fæ ekki skilið, sagði Christer þurrlega. — Hvernig þetta góða mannorð hefði átt að biða hnekki af því þótt hann væri orðaður við yður, frú Falkman. — Æ, þér hljótið nú að skilja það. Maður i hans stöðu. Og svo erum við nú engin unglömb. Og auk þess er hann virkur i safn- aðarlífinu. Og ótal margt fleira. — Það, sem ég hef orðið áþreif- anlega var við aftur á móti, sagði Christer, eins og hann hefði ekki lagt eyrun við þvi, sem hún hafði sagt — er, að þið hafið af heldur klénum ástæðum tafið lögreglu- rannsókn og gert hana flóknari en ella hefði þurft. Enda þótt Christer hefði iðu- lega staðið andspænis vitnum, sem lugu upp i opið geðið á honum, eða sögðu honum hálfan sannleika, var hann gramur í skapi og skömmu síðar lét hann þessa gremju bitna óspart á Sebastian, sem var nú hinn róleg- asti og greinilega miklu blygð- unarsamari en ástkonan vegna sambands þeirra. Sebastian stað- festi orð hennar, en kom að auki með aðrar upplýsingar, sem höfðu visst gildi. Það, sem hahn sagði, , kom að vísu ekki beinlínis við þeim atburðum, sem höfðu orðið á föstudeginum — hann sór og sárt við lagði, að hann hefði ekki séð Anneli daginn þann, en aftur á móti hefði hann séð dálítið nótt- ina, sem hún var myrt. — Ég skal segja þér rétt eins og var. Eg fór ekki beint heim af hótelinu . . . Ég ákvað að skreppa stund til Fannyar . . . og húsið hennar er í grenndinni . . . Hann var niðurlútur og feiminn eins og skólastrákur, sem óttast ákúrur kennara síns. Christer horfði kuldalega á hann. — Og svo ákvaðstu að bregða þér niður að vatninu, fyrst þú varst nú á þessum slóðum? — Já, einmitt. Ég hefði átt að segja frá þessu i morgun, ég veit það fullvel. En þá hefði ég þurft að . . . segja alla söguna um okkur Fanny . . . og . . . ég veit þú skilur. Það var nú sem sagt þannig, að þegár ég kom frá Fanny var sólin komin upp og veðrið var svo unaðslegt, að ég gekk niður að vatninu. Báturinn minn er bundinn við hlein rétt hjá Sjávarbökkum og það sakar ekki, að maður líti eftir honum öðru hverju . . . — Hvað var klukkan? — Hún var hálf fjögur. Ég er viss um það, vegna þess, að ég hafði heyrt kirkjuklukkuna slá og þá var ég einmitt að hugsa um að það væri gott að það væri sunnu- dagur og maður gæti fengið að sofa út. — Hálf fjögur, sagði Christer hugsi. — Og ekkert lík að sjá? — Það var enga sálu að sjá, hvorki lífs né liðna. En skammt frá flæðarmálinu sá ég hvíta tösku . . . — Var það taskan hennar Anneli? — Það vissi ég auðvitað ekki. Það var ósköp venjuleg taska, eins og allt kvenfólk hefur í eftir- dragi. Ég hugsaði rétt si svona með mér, hver hefði skilið tösk- una eftir þarna og gekk nær og gætti aðeins að töskunni. — Og? — Eg sá, að í henni var hvít regnkápa. Og efst. . . lá stór lilju- vöndur, vafinn inn í plastumbúð- ir. — Liljuvöndur? Það lá við að Christer svelgdist á orðinu. Og löngu eftir að Sebastian var farinn sat hann f þungum þönkum og teiknaði lilju- blóm í minnisbók Leo Berggrens. Þegar Svensson tilkynnti, að Jóakim Kruse væri kominn, ýtti hann blokkinni kæruleysislega til hliðar og hallaði sér aftur í stóln- um. Jóakim hagræddi sér og ein- beitti sér að því um stund að finna þægilegustu stellinguna. Svo leit hann á lögregluforingj- ann og brosti kaldhæðnislega. — Ég verð að segja, að lög- reglan er verulega athafnasöm, sagði hann. — Ég hef nú hvorki meira né. minna en verið yfir- heyrður þrisvar sinnum og i hvert skipti hef ég orðið að skýra frá þeim fréttum, að ég heiti Jóakim Perceval Lancelot Kruse, að ég sé fæddur í Edinborg árið 1922, að ég sé sænskur ríkisborgari og hafi aldrei sætt ákæru eða refsingu. VELVAKAIMDI Velvakandi svarar I slma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags 0 Játningin Að undanförnu hefur verið sýnd stórmerk kvikmynd í Aust- urbæjarbíói. Myndin er gerð I Frakklandi og byggð á ævisögu Arturs London, en hann var á sínum tíma varautanrikisráð- berra Tékkóslóvakiu. Embættis- ferli hans lauk með þeim hætti, að hann var handtekinn og dæmd- ur i ævilangt fangelsi í Slansky- réttarhöldunum, sem fram fóru i Tékkóslóvakíu árið 1952. I heimstyrjöldinni barðist London með frönsku andspyrnu- hreyfingunni, en sneri heim að styrjöidinni lokinni og var þá gerður að varautanrikisráðherra. A árunum í kringum 1950 fóru fram umfangsmiklar hreinsanir i kommúnistaríkjunum, m.a. í Tékkóslóvakíu, og voru Slansky- réttarhöldin liður i þessari hreinsun. Meðal annars sem London var gefið að sök, var að hafa' unnið með heimsvaldasinnúnum og stundað njósnir. Eftir að dómur féll i máli hans, sat hann í fangelsi til ársins 1956, en varþá látinn laus og sneri þá til Frakk- lands, en hann var giftur franskri konu. Hann dvaldist þar og hafði hægt um sig allt til ársins 1968, en þá var tekið að vora í tékkneskum innanríkismálum, eins og mönn- um mun i fersku minni. London hafði þá ritað endurminningar sinar, „L’Aveu“, eða „Játn- inguna", og var ætlunin, að hún kæmi út í Tékkóslóvakíu um þær mundir, sem gengi Dubceks var hvað mest. En þá höfðu Varsjárbandalags- rikin með Sovét i fararbroddi fengið nóg af því óöryggi, sem frjálslyndisstefna Dubceks olli þeim, og innrásin í Tékkóslóvakiu var gerð, þannig að ekkert varð að útgáfu bókarinnar. Skömmu síðar kom bókin svo út i Frakklandi og siðar í flestum löndum hins frjálsa heims, og hefur hún viða orðið metsölubók. „Játningin" kemur út hjá Almenna bókafélaginu á þessu ári. 0 Aðferðir við að fá menn til að játa á sig sakir, þóknanlegar ríkinu I frásögn sinni rekur London sögu Slansky-réttarhaldanna, greinir frá aðferðum kommúnista við að fá menn til að játa á sig þær sakir, sem á þá eru bornar, og lýsir fangelsisvistinni. Þarna fæst greinargóð mynd af því, hvernig réttarfari í kommún- istaríkjunum er háttað og hvernig réttarhöld, sem haldin eru undir slíkum kringumstæðum, geta aldrei orðið annað en fáránlegur skripaleikur. Með sinum sérstæðu en árangursríku aðferðum tókst þeim öflum, sem náð höfðu undir- tökunum, að fá Artur London til að játa á sig þær sakir, sem stefnt var að, og var hann dæmdur i ævilangt fangelsi, svo sem fyrr segir. 0 Leikararnir Kvikmyndin, sem gerð hefur verið eftir þessari frásögn London, er um tveggja áragömul, og hefur hún hvarvetna hlotið afbragðs dóma og mikla aðsókn. Það vakti athygli á sínum tima, að Yves Montand og Simone Sign- oret tóku að sér aðalhlutverkin í myndinni. Auk þess að vera meðal beztu leikara Frakklands hafa hjónin verið „vinstri sinnuð" svo lengi, sem menn muna, og hafa t.d. verið býsna iðin við að setja nöfn sin á ýmis pólitisk plögg vinstri manna í Frakklandi. Það, að þau skyldu taka að sér hlutverkin á myndinni, sem er ein hárbeittasta gagnrýni á kommún- ismann i seinni tið, þótti gefa myndinni ótvirætt gildi, en hjón- in hafa einatt þótt vönd að virð- ingu sinni og hafa ekki tekið að sér nema valin verkefni. 0 Sýnd á óheppi- legum tíma Þetta var nú um myndina. En það er einn stórfelldur galli á gjöf Njarðar, sem sé sá, að nú gefst Reykvíkingum ekki lengur kostur á að sjá þessa merku mynd. Á fimmtudaginn var var nokkuð um það, að fólk hringdi hingað á ritstjórnina og lýsti óánægju sinni með, að sýningum á myndinni skyldi hafa verið hætt, án þess að gert væri viðvart, en eins og kunnugt er, hefur það verið nokkurs konar hefð. að þegar líður að lokum sýninga á myndum i kvikmyndahúsum, hefur þess jafnan verið getið i auglýsingu áður. Við höfðum þvi samband við Árna Kristjánsson í Austurbæjar- biói og inntum hann eftir því, hvort myndin yrði ekki endur- sýnd. Hann sagði, að aðsókn að mynd- inni hefði verið mjög dræm, og á síðustu sýningu hefðu ekki verið nema um eitt hundrað manns, þannig að hann hefði ekki séð sér fært að sýna myndina lengur. Þó gæti verið, að hún yrði sýnd einn eða tvo daga næsta vetur, og þá er eins gott fyrir þá, sem ætla að sjá myndina, að ugga að sér i tíma. 0 Árminningar Sigríður Guðmundsdóttir hringdi vegna skrifa um fram- haldssögur i útvarpinu um daginn. Hún sagðist vera stórhneyksluð á þeirri skoðun, sem þar kom fram, en hallað var á sögu, sem lesin er I útvarpið um þessar mundir, „Arminningar”. Sigríður sagði, að sér þætti þessi tiltekna saga ein sú alskemmtilegasta, sem lesin hefði verið upp í útvarp, og meira að segja þætti sér hún skemmtilegri en Bör Börson, sem hún hefði heyrt á sínum tima. Auðvitað er þetta einmitt eins og vera ber. Smekkur fólks hlýtur alltaf að verða misjafn, og það sem einum fellur vel í geð, fellur öðrum miður. S3? S\G6A V/GG* É \//k/MA\l ^T/V V</ )R ! I — Minning Framhald af hls. 23 þessar línur og ekki til þekkja munu að sjálfsögðu halda að þessi kona, sem ég lýsi svo, hafi hlotið að vera klúr og tröll að vexti. En þvi fór fjarri. Sölla var meðalhá, fíngerð, handnett og fótasmá, með kvenlega umgjörð og bjó yfir þeim þokka, sem hlaut að vekja aðáun. Arið 1928 gengur Sölla í hjónaband með eftirlifandi manni sínum, Pétri Björnssyni, ættuðum úr Fljótum. Foreldrar hans voru Dórotea Jóelsdóttir og Björn Pétursson, búandi að Stóru- Þverá. Björn faðir hans var lands- þekktur bragsnillingur, gáfaður og gæðadrengur eins og bæði þau hjón. Pétur býr lfka yfir góðum gáfum, glæsimenni á sfnum betri árum,gæðadrengur og stóð traust- an vörð um konu sina og heimili og latti hana aldrei til kærleiks- verka. Sölla tekur við sinni föðurleifð og þar byrja þau sinn fyrsta bú- skap. Það má geta þess, að þrem- ur árum áður kemur Pétur frá Ameríku og hafði verið þar í f jög- ur og hálft ár hjá foreldrum sín- um og systkinum, sem fluttust þangað vestur laust eftir aldamót og skildu hann eftir aðeins 13 vikna gamlan hjá afa hans og ömmu. Sveitungarnir slógu þvi föstu að Sölla hefði verið I festum meðan Pétur var fyrir vestan. Ekki veit ég um sönnur á því, en það vissi ég sem heimamaður, að ekki var heimasætan i bónda- hraki þann tima fremur en ann- an, hefði hún kosið. Eftir fimm ára búskap bregður Sölla á það ráð að fara til Reykjavíkur og læra ljósmóðurfræði og er þar i eitt ár. Að því námi loknu er hún skipuð ljósmóðir í Fellshreppi og Vestur-Fljótum. Og gegnir því starfi með mikilli prýði í 18 ár, eða þar til að þau flytjast af svæð- inu. Þar hefur Sölla að sjálfsögðu verið á réttri hillu, fengið útrás við að hjálpa og likna, breiða sig út yfir þá, sem voru hjálparvana. Eftir að þau hafa búið f 23 ár, flytjast þau til Reykjavíkur. Ekki mun það hafa verið sársaukalaust að skilja við vinafólkið, skepnurn- ar og sveitina, þvl að öllu þessu voru þau nákunn og samgróin. Þegar til Reykjavíkur kemur, var um margt að velja fyrir svo fjöl- hæfar manneskjur og mikið var starfað. Siðari árin stundaði Pét- ur veitingastörf þar til að hann missti heilsuna fyrir sex árum og Sölla vann mörg ár á Elliheimil- inu Grund við góðan orðstir. Aldrei féll henni verk úr hendi og mátti með ólíkindum vera hvað miklu hún kom í verk. Hún setti upp púða, saumaði út og bjó til alls konar listmuni og bar það handbragð henni glöggt vitni um smekkvísi og fegurðarskyn. Margt af þessu gaf hún vinum sínum, meðal annars mér og prýð- ir það mitt heimili. Þau hjón eignuðust 2 syni, sem báðir eru kvæntir og búsettir i Reykjavik, auk þess taka þau fjögur fósturbörn, sem voru meira og minna á þeirra vegum og tveir drengir af þeim i reifum. Annar þeirra sagði mér eitt sinn: „Ég vissi, að ég var þeim ekkert skyldur, en þó var það svo, að ég var alltaf eins og einn af þeirra sonum.“ Þetta og margt ótalið ber báðum þeim hjónum ókrækt vitni um drenglyndi og hjartahlýju. Margs er að minnast á kveðju- stund og margir vildu fylgja Sölvínu Konráðsdóttur síðasta spölinn, sem annars ekki geta, bæði vegna veikinda og fjarlægð- ar. Systur mínar biðja fyrir hjart- næmar kveðjur, fyrr og síðar, sömuleiðis biðjum við heima eiginmanni hennar, sonum, syst- ur og fósturbörnum guðs blessun ar á þessari viðkvæmu stund. Ég er ekki hræddur um sálar heill frænku minnar, því að ég veit, að hjartahlýjan, gjafmildin og kærleiksverkin hljóta að gnæfa eins og lýsandi viti yfir mannanna verk. Sölla mln, það er min ósk, að hið endurfæðandi afl, sem ekkert mannlegt auga sér, glæði nýtt líf i sálu þinni, sem vari að eilífu. Hafnarfirði 14.8. Bjarni M. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.