Morgunblaðið - 05.09.1974, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER
11
Afmæliskveðja:
Stefán Guðnason trygg-
ingayfirlœknir sjötugur
Stefán Guðnason, yfirlæknir
við Tryggingastofnun ríkisins,
varð sjötugur hinn 22. ágúst sl.
Stefán er Austfirðingur á ætt,
fæddur á Vopnafirði og ólst upp
þar og síðar á Hornafirði.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
vorið 1924 og settist þá um haust-
ið I læknadeild Háskóla Islands
og lauk þaðan embættisprófi I
febrúar 1930.
Arið 1930 þá útskrifuðust
aðeins 5 læknar úr læknadeild
Háskóla fslands, þrír að vetri en
tveir að vori. Á þessum árum
lærðu íslenzkir læknar sína verk-
legu læknisfræði á Landakots-
spítala, en fóru síðan til Dan-
merkur til framhaldsnáms, eink-
um í fæðingafrædi og Stefán
dvaldist í Árósum árið 1931 í
þessu skyni, en einnig á fleiri
deildum.
Læknisstarfi Stefáns má skipta
í þrjú tímabil.
Hérðaslæknistímabilið er það
fyrsta, því hann var héraðslæknir
um 14 ára skeið, fyrst í Dala-
héraði til 1937, en eftir það í
Svarfdælahéraði til 1944.
Á þessum árum aflaði hann sér
víðtækrar starfsreynslu sem
héraðslæknir og embættislæknir
og þótti í hvívetna ötull i starfi og
frábær embættismaður. Hann lét
ekki eingöngu læknisstörfin til
sín taka, heldur tók hann mikinn
þátt i sveitarstjórnarmálum. Á
þessum árum átti hann sæti I
skólanefndum í Dölum og á Dal-
vík og var í hreppsnefnd Svarf-
dælahrepps og hafnarnefnd á
Dalvik.
Annað tímabilið í læknisferli
Stefáns hefst 1944, er hann flytzt
búferlum til Akureyrar og sezt
þar að sem starfandi læknir,
heimilislæknir, án þess að hafa
embættisstörf.
Á Akureyri hlóðust fljótt á
Stefán mikil læknisstörf. Auk
hinna almennu heimilislæknis-
starfa stundaði hann sérstaklega
barnalækningar og til þess að ná
betri tökum á því læknissviði
sigldi hann til útlanda 1935—'36
og 1955 til þess að kynna sér
nýungar og starfshætti. Á þessum
árum var enginn sérlærður
barnalæknir á Akureyri og því
nauðsynlegt, að einhver af hinum
almennu læknum tæki að sér
þessi störf. Stefán starfaði við
heilsuverndastöðina á Akureyri
að kalla frá stofnun hennar og var
staðgengill héraðslæknisins á
Akureyri um eins árs skeið.
Það er á þessu tímabili sem sam-
starf okkar Stefáns hefst, við
höfðum ekki hitzt fyrr en hann
kom til starfa við Tryggingastofn-
un ríkisins, þar sem ég hafði hafið
störf nokkrum mánuðum áður.
Þessi samvinna átti eftir að
endast í áratug og ég minnist þess
ekki, að það hafi nokkurn tlma
borið nokkurn skugga á samvinnu
okkar þar.
Stefán er einstakur reglumaður
1 starfi sínu sem öðru, vandvirkur
og á mjög gott með að vinna með
öðrum.
Sú verkaskipting, sem við tók-
um upp með okkur frá byrjun,
var þannig, að hann annaðist sem
aðalstarf athugun mála lífeyris-
trygginga en ég mála slysatrygg-
inga og byggðist sú skipting að
sjálfsögðu á fyrri starfsreynslu
okkar, þar sem hann hafði gegn-
um starfsreynslu sína sem héraðs-
læknir og almennur læknir mjög
mikla reynslu á því sviði.
Störf lækna við Tryggingastofn-
un ríkisins eru eðli sínu sam-
kvæmt og samkvæmt ákvörðun
tryggingalaga mjög sjálfstæð, svo
að samstarf þeirra innbyrðis
verður að vera nánara en annarra
starfsmanna og óháðara öðru
starfi stofnunarinnar.
Eftir að Stefán fluttist til
Reykjavíkur stundaði hann ekki
almenn læknisstörf, en helgaði
sig embættislæknisstarfinu og
áhugamálum sínum algerlega. Á
árinu 1967 byrjaði hann að vinna
úr þeim efniviði, sem hann dag-
lega fjallaði um I Tryggingastofn-
uninni, og 1969 hafði hann full-
lokið við merka bók, sem hann
skrifaði um þetta efni og nefnist
„örorka á Islandi" eða I ensku
þýðingunni „Disability in Ice-
land“. Tryggingastofnun ríkisins
gaf þessa bók út og er þar að
finna mjög mikilsverðar heim-
ildir um orsakir almennrar ör-
orku hér á landi síðasta ára-
tuginn.
Stefán tók við starfi trygginga-
Framhald á bls. 25.
Til sjós
og lands
HIRB-FOCO
Hiab-Foco kraninn hefur valdiö straumhvörfum í sjávarpiássum nágranna-
þjóöanna. Einföld stjórnun, þægileg vinnuaöstaöa, ótrúleg lyftigeta og
ótakmarkaöir möguleikar viö staðsetningu, einfalda alla erfiöleika við út-
og uppskipun - hvort sem Hiab-Foco stendur á bryggju eöa í báti.
Fullkomin varahluta og viðgerðaþjónusta.
SUÐURLANDSBRAUT 16 SiMI 35200
Þau eru komin
settin,
sem þér
hafið
beðið
eftir
Á þessum árum lét Stefán
félagsmál lækna og auk þess
almenn félagsmál til sín taka eins
og áður. Hann var formaður
Læknafélags Akureyrar 1948—49
og I stjórn Læknafélags Norðaust-
urlands. Auk þess var hann for-
maður Austfirðingafélagsins á
Akureyri og tók virkan þátt í
annarri félagastarfsemi.
Þriðja tímabilið I læknisævi
Stefáns hefst síðla árs 1960, er
hann var ráðinn tryggingalæknir
að Tryggingastofnun ríkisins, sá
fyrsti sem þessu starfi gegndi.
7T7F
Simi-22900 Laugaveg 26
r