Morgunblaðið - 05.09.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER
19
Minning:
Kristín Pálsdóttir
Að áliðnu sumri 1917 fæddist
sæmdarhjónunum Þóru Sigurðar-
dóttur og Páli Einarssyni sjó-
manni, dóttir, sem hlaut nafnið
Kristfn. Þá bjuggu þau að Vega-
mótum í Garði. Þóra og Páll voru
bæði borin og barnfædd á Reykja-
nesskaganum, hún að Vatnagarði
í Gerðahreppi, en hann að Bæjar-
skerjum á Miðnesi.
Foreldrar Kristínar fluttu
heimili sitt til Reykjavíkur, þegar
hún var 7 ára, og ólst hún þar upp
með þrem bræðrum.
Kynni mín af Kristínu Pálsdótt-
ur og hennar heimili í rúma þrjá
tugi ára hafa sannfært mig um, að
æska hennar og þroskaskeið í for-
eldrahúsum hafa mótazt af þeim
þáttum, sem gera einstaklinginn
hæfastan til að takast á við marg-
breytileik lífsins. Háttvísi, hóg-
værð og reglusemi er gott vega-
nesti út í lífið. Glaðværð, góðlát-
leg glettni, góðsemi og trygglyndi
stuðla að farsæld, þegar saman
fer fölskvalaus virðing og traust á
höfundi tilverunnar.
Alla lífsgöngu sfna var Kristín í
náinni sambúð við hið síkvika
haf. Hún var fædd við kamb sæ-
barinna hnullunga, þar sem haf-
rótið mylur storð, en lognaldan
gjálfrar við stina og vaggar þang
blöðkum í lítilli vör. Forfeður
hennar og margir frændur sóttu
sjó. Sumir komu ekki aftur f vör-
ina. Faðirinn var eftirsóttur í
skiprúm vegna atgervis og heiðar-
leika. Eiginmaðurinn, Bjartur
Guðmundsson vélstjóri, hefur
lengst af verið yfirmaður í véla-
rými á togurum og sonurinn, Páll
Þór, hefur þegar öðlazt nokkra
reynslu í störfum á hafi úti.
Kristín nam af móður sinni
þann mikilsverða lærdóm, sem
felst í æðruleysi og rósemd, eig-
indum sem hafa verið aðall sjó-
mannskonunnar á Islandi í þús-
und ár og nærzt hafa af reynslu
kynslóðanna í fullvissunni um
mátt og gildi einlægrar fyrirbæn-
ar um handleiðslu og vernd al-
mættisins. Kristínu varð snemma
ljós nytsemi þessa lærdóms og því
meir sem árin liðu og atburðirnir
í lífinu urðu margbreytilegri.
Henni lærðist einnig, að nátengd
þessum eigindum er þakkláts-
semi. Og víst var mikið að þakka;
æskuheimilinu, foreldrum og
bræðrum, ótalda gleði- og fagnað-
ardaga, þegar eiginmaðurinn var
í leyfi frá hafinu og fyrir dreng-
inn þeirra, umhyggju, ástúð og
umburðarlyndi þeirra, þegar
skuggarnir urðu langir vegna
langvarandi sjúkdómsörðugleika
hennar.
Kristfn mat að verðleikum þetta
haldgóða veganesti frá móður
sinni, sem nú, með rúm 80 ár á
herðum, má sjá á bak enn einum
ástvina sinna. En gifta þeirra var
og mikil, enda einstaklega kært
með þeim. Fáir munu þeir dagar
sem þær ekki ræddust við, þótt
langt væri milli heimilanna. Svo
var einnig seinasta daginn, af-
mælisdag Kristínar 29. ágúst, rétt
örskömmu fyrir andlát hennar.
Kristín og Bjartur stofnuðu til
hjúskapar árið 1940 og áttu heim-
ili hér f Hafnarfirði f 14 ár. Héðan
fóru þau til Reykjavíkur og áttu
nú heima að Hvassaleiti 93.
Bjartur var á sjónum öll styrj-
aldarárin. Ljóst er, að þá reyndi
mjög á rósemi og trúnaðartraust
hinnar ungu húsmóður. Hún fegr-
aði og prýddi heimili þeirra og
bjó þar allt til fagnaðar honum, er
hann kæmi heim næst, þegar eftir
að fley hans lagði úr höfn. Aldrei
sást ótta bregða yfir svip hennar
eða æðruorð á vör. Þó vissum við,
sem vorum svo gæfusöm að eign-
Minning:
Kristinn Hafliðason
F. 18. sept. 1915
D. 26. ágúst 1974
Hann Kristinn er dáinn. Þar
sem góðir menn fara eru Guðs
vegir. Þótt andlát hans hefði ekki
átt að koma að óvörum vegna
mikilla og langra veikinda, þá er
það nú svo, að við erum víst aldrei
viðbúin að mæta þeim kalda gesti,
sem við köllum dauða.
f
Kristinn var fæddur í Reykja-
vík 18. sept. 1915. Foreldrar hans
voru Ingveldur Gunnlaugsdóttir
og Hafliði Hjartarson. Ætt
Kristins er mér ekki kunn, en
Ingveldi móður hans kynntist ég
lítillega og man hana sem merka
höfðingskonu. Það var ekki langt
á milli mæðginanna, því að Ing-
veldur lézt fyrr á þessu ári.
Kristinn var glæsimenni á sfn-
um beztu árum, hann var mikill
hagleiksmaður, allt lék í höndum
hans, snyrtimenni var hann svo af
bar. Hann var vel gefinn og léttur
i lund.
Mesta gæfuspor Kristins var, er
hann kvæntist 29. sept. 1945
æskuvinkonu minni önnu
Margréti Guðmundsdóttur frá
Naustvík f Árneshreppi á Strönd-
um, þeirri elskulegu konu, er
síðan hefur staðið við hlið hans
sem blessandi engill, alltaf tilbú-
in að bera smyrsl á sárin. Enga
konu hef ég þekkt, sem betur
hefur hlúð að sjúkum manni sín-
um. Attu þau sex börn, sem öll
lifa, 3 dætur og 3 syni.
Ég hef verið heimagangur á þvf
heimili í tæp 30 ár og alltaf mætt
sama bjarta brosinu. Kristinn
elskaði dýr og blóm sem og þau
bæði. Eitt sinn var garðurinn við
heimili þeirra einn sá fegursti hér
í borg.
Vinátta okkar önnu er orðin
löng, á hana hefur aldrei fallið
skuggi og mun ekki meðan báðar
lifum, minningarnar eru þvf
margar og sumar þeirra eru um
góðu hjónin á Bústaðavegi 59.
Ég bið önnu og börnum hennar
allrar blessunar Guðs styrks í
sorg.
Hinn látna kveð ég með kærri
þökk, blessuð veri minning hans.
Inga.
Til sölu
Scania Vabis vörubifreið árg. 1965 3ja öxla
með túrbínuvél.
Uppl. gefur Vilhjálmur Ólafsson í síma 50575
eftir 6 á kvöldin.
Svavar Martin Svav-
arsson - Minningarorð
ast þau hjón að vinum, hvar hug-
ur hennar dvaldi.
Jafnan bar heimilið ljósan vott
um þroskaðan smekk húsmóður-
innar og oft hefur þar verið gest-
kvæmt endagottaðveraþar gest-
ur. Húsmóðirin var vissulega
vanda sínum vaxin og naut sín vel
sem gestgjafi. Mannblendin var
hún og kunni vel að meta glaða
mannfundi. Skoðanir hennar
voru fastmótaðar og hún lét
ógjarnan hlut sinn. Hún var trú-
kona mikil en flíkaði ekki, fremur
en öðru því, sem var henni mikils-
vert. Hún var hjálpsöm og bóngóð
og tryggð hennar einstök, það
sannreyndum við hjónin og börn-
in okkar þráfaldlega og þökkum
nú af einlægni.
Vonir Kristínar höfðu jafnan
verið þær, að geta verið sem allra
lengst innan veggja síns fagra
heimilis og í umsjá feðganna, sem
áttu hug hennar allan. Þessar
vonir rættust. Hún andaðist á leið
í sjúkrahús.
Ferð Kristínar Pálsdóttur á
strönd eilffðar er hafin. Góður
guð láti sitt eilífa ljós lýsa henni.
Aldurhniginni móður Kristinar,
bræðrum hennar og venzlafólki,
syni og eiginmanni vottum við
innilegustu samúð.
Sigurgeir Guðmundsson.
F. 23. september 1962.
D. 28. ágúst 1974
Mig setti hljóðan þegar ég frétti
hið sviplega dauðsfall Svavars
Martins Svavarssonar. Það getur
ekki verið, það getur ekki hafa
gerzt.
En hversu erum við lítils megn-
ug gagnvart guði, sem alla kallar
til sín.
Að leiðarlokum vil ég þakka
fyrir þá miklu ánægju og hjálp-
semi, sem Svavar Martin hefur
sýnt mér, um leið og ég samhrygg-
ist foreldrum, systkinum og leik-
félögum hans.
Allir sem kynntust Svavari
munu minnast hans sem drengs-
ins, er hafði heiðarleik, hjálpsemi
og kurteisi að aðalsmerki sínu.
Helztu áhugamál Svavars voru
á sviði íþrótta, einkum hafði hann
áhuga á judo, glfmu og skák. Þrátt
fyrir mjög ungan aldur var hann
orðinn mjög liðtækur á þeim svið-
um.
Við, sem til þekktum, höfðum
mikla trú á því, að i framtíðinni
mundi Svavar vera einn af
fremstu íþróttamönnum okkar,
en skyndilega hefur ljós slokkn-
að, en minning um góðan og efni-
legan dreng mun lifa að eilífu.
Vinur.
„Nálægð þin vakti bjartar sveifl-
ur“.
Jóhannes úr Kötlum.
Svavar Martin fæddist 23. sept.
1962, sonur Kristínar Ingibjargar
Hafsteinsdóttur og Svavars Mart-
ins Carlsens; yngstur 5 systkina.
Hann ólst upp, heilbrigður og táp-
mikill drengur á hlýju og traustu
heimili foreldra sinn og systkina
og undir handarjaðri ömmu, unz
hann lézt skyndilega af slysförum
28. ágúst s.l.
Ég vil votta öllum ástvinum
hans dýpstu samúð mfna.
11 ára drengur er orðinn heil-
mikill karl í tilverunni. Hann er
stór þáttur í lffi foreldra og systk-
ina, frændfólks og vina. Hann er
sjálfstæður einstaklingur, sem
gerir vefnað lífsins einum þætti
ríkari. Þegar hann hverfur
skyndilega af sjónarsviðinu, er
stórt skarð opið eftir. Við andlát
þessa drengs verður mér sú ósk
efst í huga, að böli slysa mætti
einhvern tíma linna.
Eitt aðaleinkenni Svavars var
brosið. Þetta hlýja, góða og
glettna bros, sem breiddist yfir
andlitið af minnsta tilefni og
Ijómaði í bláum augum hans und-
ir hrokknu, rauðu hári. Hann var
þroskamikill til lfkama og sálar og
hefði eflaust orðið góður íþrótta-
maður eins og faðir hans og bræð-
ur; hafði reyndar stigið fyrstu
skrefin á þeirri braut. En umfram
allt bar hann í sér fyrirheit þess,
að hann yrði góður maður.
Fari sæll minn ungi vinur og
frændi.
Elsa.
Gleymiö ekki að
endurnýja
Nú fer skólatíminn í hönd, — rétti tíminn til að
endurnýja skólavörurnar.
Nýjar og fallegar skólavörur lífga upp ó nömið og
gera það skemmtilegra strax fró byrjun.
Þess vegna bjóðum við nú meira úrval af líflegum
vörum fyrir framhaldsskólanemendur en nokkru
sinni óður.
Komið og skoðið úrvalið — komið og endurnýjið.
CS33n>-
Hafnarstræti 18 Laugavegi 84 Laugavegi 178