Morgunblaðið - 28.09.1974, Page 7

Morgunblaðið - 28.09.1974, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1974 7 Tugmilljarða tap á flugleiðunum yfir N-Atlantshaf ÁRSÞING IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga. var haldið I Montreal í Kanada fyrir nokkru, og i skýrslu Knuts Hammarskjölds aðalfor- stjóra samtakanna kemur meðal annars fram, að flugfélög um heim allan eiga yfirleitt við mikla fjár- hagsörðugleika að striða, og að tapið á rekstri þeirra er mest á flugleiðinni yfir Norður-Atlants- haf. Hammarskjöld sagði i skýrslu sinni, að útlit væri fyrir áf ramhald- andi rekstrartap á flestum flug- leiðum, og litil von um úrbætur. Samkvæmt bráðabirgðareikning- um hafa aðildarfélög að IATA — en þau eru 110 — að meðaltali skilað 2,3% hagnaði af veltu, áður en vextir og skattar eru reiknaðir á árinu 1 973. Útlitið fyrir 1 974 er öllu verra, því að áætlanir gera ráð fyrir 3,2% tapi, ef reiknað er á sama grundvelli. Hefur hagur aðildarfélaga IATA aldrei fyrr ver- ið svo bágborinn. Hammarskjöld sagði, að flug- leiðirnar yfir Norður-Atlantshaf væru fjárhagslega erfiðastar fyrir flugfélögin. Samkvæmt bráða- birgðatölum, sem fyrir liggja eftir siðustu hækkanir á verði elsneyt- is, er gert ráð fyrir 300 milljón dollara (35,5 milljarða króna) tapi i Atlantshafsfluginu á þessu ári, en i fyrra nam tapið 130 milljón- um dollara. Hammarskjöld sagði, að þar til í ársbyrjun 1973 hafi eldsneytis- kostnaður venjulega numið 12% af heildar rekstrarkostnaðinum, f júlf [ ár var þetta hlutfall komið upp i 25—28%, og allt útlit er fyrir því, að verð á eldsneyti eigi | enn eftir að hækka vlðast hvar á næstu árum. Það er fleira en eldsneytið, sem veldur erfiðleikum. segir Hammar- skjöld, eins og hækkað kaup starfsmanna, hækkuð flugvalla- gjöld, og svo fyrirsjáanlegur kostnaður við að breyta um 2.400 farþegaþotum af elztu gerðunum, svo þær uppfylli skilyrði um tak- mörkun á hávaða og mengun. Þetta síðasta atriði hefur (för með sér um 2,5 milljarða dollara kostn- að fyrir flugfélögin. Á fyrri helming þessa árs hækk- uðu flugfargjöld um að meðaltali 13—19% á öllum flugleiðum, að sögn IATA. Þessi hækkun hefur ekki vegið á móti hækkun elds- neytis, segir Hammarskjöld, og telur þv(, að fargjöldin eigi enn eftir að hækka um 10—15% á þessu ári. Hann bendir þó á, að fargjaldahækkun komi oft allt of seint til framkvæmda, vegna þess hve langan tima taki að ganga frá samningum og reglugerðum þar að lútandi, og bendir á, að á tlma- bilinu aprfl 1973 til ágúst 1974 hafi aðildarfélög IATA þurft að greiða 800 milljónum dollara meira i eldsneytiskostnað en far- gjöldin voru miðuð við. Þar til i fyrra hafði þrlunin yfir- leitt verið sú, að flugfargjöld fóru lækkandi vegna aukinnar sam- keppni og stærri flugvéla, og ekki er fullljóst. hver áhrif nauðsynleg- ar fargjaldahækkanir hafa á fjölda farþega. Hammarskjöld sagði, að ef til vill yrði engin aukning á farþegafjöldanum á sumum flug- leiðum, og vera má, að þar gæti jafnvel of mikillar bjartsýni hjá honum. Til dæmis má nefna, að allar mánaðartölur um fjölda far- þega um flugvellina við London eru lægri í ár en á sama tima I fýrra. Þessi samdráttur gat ekki komið á verri tlma. Farþegasætum hefur fjölgað mjög ört með til- komu nýju risaþotnanna, en jafn- framt hafa flugfélögin selt eldri þoturnar til ýmissa leiguflug- félaga. sem svo fleyta rjómann af sumarleyfisferðunum. Samkvæmt útreikningum IATA flytja þær 440 risaþotur. sem komnar eru t um- ferð. jafnmarga farþega og 1.000 venjulegar farþegaþotur, og f skýrslu Hammarskjölds er gefið i skyn, að það hefði verið heppi- legra að selja gömlu þoturnar til niðurrifs, þegar risaþoturnar voru keyptar. Ef litið er á áratuginn 1963—1973 f heild, er einkum tvennt, sem fram kemur. — Gifurleg aukning farþega- fjölda hjá leigu- og hópferðaflug- félögum, sem nú flytja um þriðj- ung allra farþega á alþjóða flug- leiðum (sem i raun þýðir þriðjung allra flugfarþega nema i innan- landsflugi I Bandarlkjunum og Sovétríkjunum). — Athyglisverð afkastaaukn- ing, sem á síðari helming ára- tugarins gerði flugfélögum ekki aðeins kleift að standa undir kostnaði, heldur jafnvel að skila smávegis hagnaði, þótt vélar þeirra væru að jafnaði ekki hálf- setnar. Fjöldi farþegasæta fjór- faldaðist á þessum áratug. Á sama tima náði fjöldi starfsmanna, flug- véla og flugstunda þvi ekki að tvöfaldast. (Úr The Economist og The Daily American) % Hakaþvottavél til sölu. Upplýsingar í sima 41 882. Háskólann vantar 3ja herb. ibúð án húsgagna fyrir danskan lektor. Sími 1 7035 eftir kl. 20. Pennavinir um allan heim Kynningarþjónusta um allan heim. Myndskreyttur alþjóðapennavina- bæklingur. Ókeypis. Skrifið i dag: Five Continents Ltd. Waitakere, New Zealand. Ford Transit Microbus Til sölu Transit árg. '68 (innfluttur ’71) stærri gerð með gluggum og sætum fyrir 11 farþega. Uppl. i sima 42119. Til sölu Toyota Land crusher station jeppi. Árgerð '72. Upplýsingar í síma 84952. Herb. óskast. Herb. með eldunaraðstöðu óskast til leigu. Uppl. í sima 35714. Barngóð fullorðin kona eða ung skólastúlka óskast til að gæta barns 3ja mánaða ca. hálfan daginn 4 daga í viku. Uppl. i síma 21849. Fullorðna umgengnis góða konu vantar húsnæði til áramóta. Uppl. í síma 1 5589. Stúlka óskar eftir vinnu frá kl. 8—12 helst í Miðbænum. Uppl. i sima 43804. Vel með farin Cortina árgerð '68—'70 óskast keypt, eða til skipta á Fiat 127 '74. Fallegur bíll. Upplýsingar í síma 1 766. Listmunir Dýrir gamlir listmunir ANTIQUE til sölu. Þeir sem hafa áhuga gjöri svo vel að senda nöfn sin og simanúmer á afgreiðslu þessa blaðs merkt: LISTMUNIR — ANTIQUE 7041. Hjón óska eftir að taka á leigu 3ja herb. íbúð í Njarðvík eða nágrenni. Upplýsingar í síma 1 766. Verkstæðispláss eða rúmgóður bilskúr óskast á leigu. Vinsamlegast hringið í sima 34708. Guðmundur. Til sölu Range Rover 1973 til sölu. Ekinn 40 þús. km. Verð 1300 þús. Til sýnis að Brávallagötu 8 i dag og á morgun. Simi 27595. Vélverkh.f. bílasala sími 85710 og 85711. Opið á laugardögum. Eftirtaldir vörubílar og þungavinnutæki til sölu: M.A.N. 8156 árgerð 1969. Stólbíll með fram- drifi og malarvagni. M.A.N. 956 árgerð 1 968. Volvo F 86 3ja öxla árgerð 1 972. Mercedes Benz 1413 árgerð '66 og '67. Bedford árgerð '61, '63 og '65. International H30 Payloader með gröfu að aftan. International H30 24 jarðýta. (Víravél) Fergusson traktorsgrafa árgerð 1 966. Fjöldi fólksbíla á skrá. Reynið viðskiptin. Vélverk h.f., Bílasala, varahlutaverzlun og viðgerðarþjónusta, Bildshöfða 8, sími 85710 og 85711.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.