Morgunblaðið - 28.09.1974, Síða 12

Morgunblaðið - 28.09.1974, Síða 12
\ 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjorn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10 1 00. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlancfs. í lausasolu 35,00.kr eintakið. Ríkisstjórnir Is- lands og Banda- ríkjanna hafa nú gert með sér samkomulag um breyt- ingar á framkvæmd varn- arsamningsins frá 1951. Með samkomulagi þessu er eytt þeirri óvissu, sem ríkt hefur í varnar- og öryggis- málum landsins í full þrjú ár. Engar breytingar eru gerðar á varnarsamningn- um sjálfum, og varnir landsins verða tryggðar á sama hátt og verið hefur. Samkomulagið tryggir ennfremur, að varnarliðið mun áfram gegna sama hlutverki og fram til þessa í sameiginlegum varnar- viðbúnaði Atlantshafs- ríkjanna. Þær breytingar á fram- kvæmd varnarsamnings- ins, sem nú hefur verið samið um, eru í samræmi við og í beinu framhaldi af stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, sem forsæt- isráðherra flutti á Alþingi 29. ágúst sl. Helztu breyt- ingar eru þær, að fækkað verður í varnarliðinu um 400 manns. Nú eru um 3300 manns í varnarliðinu, en verða um 2900, þegar það kemur til fram- kvæmda. Fækkun þessi verður fyrst og fremst í hópi þeirra Bandaríkja- manna, er vinna við radar- stöðvar. Ráðgert er, að ís- lendingar taki við þeim störfum að einhverju leyti, en ljóst er, að nokkurn tíma mun taka að fá mann- afla til þeirra starfa. Þjálf- un íslenzkra starfsmanna við radarstöðvarnar mun einnig taka sinn tíma. Allir bandarískir varnar- liðsmenn eiga nú að verða búsettir innan flugvallar- svæðisins í Keflavík. Áður en af því getur orðið þarf að auka þar húsakost all- verulega. Þá hefur verið samið um það mikilvæga atriði, að aðskilja almenna flugið frá varnarstarfsem- inni á flugvellinum. Einn stærsti þátturinn í þessari breytingu er bygging nýrr- ar flugstöðvar. I tíð við- reisnarstjórnarinnar var byrjað að vinna að breyt- ingu af þessu tagi og undir- búningur var hafinn að flugstöðvarbyggingu. Rikisstjórn Geirs Hall- grímssonar hefur nú tryggt framgang þessa þýð- ingarmikla máls. Með þessu samkomulagi hafa verið gerðar eðlilegar og nauðsynlegar breyting- ar á framkvæmd varnar- samningsins. Öllum er ljóst að meðan óhjákvæmilegt er að hafa hér varnarlið, er mikilvægt og raunar mjög brýnt að gera þær breyt- ingar þar á, sem nýjar að- stæður hafa í för með sér. Ljóst er, að mikilvægi þessa samkomulags felst fyrst og fremst í því, að öryggi landsins er tryggt og þar með þátttaka okkar í sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsþjóð- anna. Um leið er úr sög- unni sú óvissa, sem ríkt hefur í þessum efnum, því að tekið hefur verið af skarið í þeim miklum þræt- um, er um þau hafa staðið. Niðurstaðan er í fullu sam- ræmi við vilja mikils meiri- hluta þjóðarinnar, eins og hann kom fram í undir- skriftarsöfnun Varins lands og alþingiskosning- unum sl. sumar. Samkomulagið bindur einnig enda á þá endur- skoðun varnarsamningsins við Bandaríkin, sem vinstri stjórnin hóf í júní 1973. Þá var krafizt endurskoðunar varnarsamningsins sam- kvæmt ákvæðum í 7. gr. hans. Sú krafa hafði í för með sér, að unnt var að sex mánuðum liðnum eða frá 25. desember 1973 að segja varnarsamningnum upp með 12 mánaða fyrirvara. Með samkomulaginu, sem nú hefur verið gert, er þessi endurskoðun sam- kvæmt 7. grein varnar- samningsins úr sögunni og varnarsamningnum verður ekki sagt upp að svo búnu. Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, segir í við- tali við Morgunblaðið í gær, að hér sé um að ræða samkomulag við Banda- ríkjamenn í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar í varnar- og öryggismálum. Felld sé niður endurskoðun á varn- arsamningnum sjálfum og í því felist, að honum verði ekki sagt upp, þar sem þær breytingar á varnarvið- búnaði á Islandi, sem stefnuyfirlýsing ríkis- stjórnarinnar miði að, rúm- ist innan óbreytts varnar- samnings. Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra, sagði einnig í viðtali við Morgunblaðið í gær, að samkomulag þetta þýddi, að unnið yrði að breytingum á tilhögun varna á íslandi samkvæmt varnarsamningnum frá 1951 og nauðsynlegar breytingar yrðu gerðar innan ramma hans. Utan- ríkisráðherra sagðist vera ánægður með árangur við- ræðnanna og væri sam- komulag þetta í samræmi við stjórnarstefnuna. Þrátt fyrir það sam- komulag, sem nú hefur verið gert, er enn eftir að taka ákvarðanir um ein- staka þætti við fram- kvæmd þess. Ráðgert er, að sérstakar viðræður fari fram um þau efni á næst- unni. Því ber að fagna, að rikisstjórnin skuli hafa markað ákveðna og skýra stefnu í varnarmálunum og nú þegar náð samkomu- lagi um eðlilegar breyting- ar á framkvæmd varnanna, án þess að skerða nauðsyn- legan varnarviðbúnað. ÓVISSU í VARNARMÁLUM LOKIÐ Kommúnistar í Evrópu sækja á Eftir Victor Zorza Marchais, foringi franskra kommúnista PARÍS — Kommúnistar eru í sókn um alla Suður-Evrópu, en þeir sækja ekki út I götuvirki byltingarinnar heldur í ráð- herrastóla samsteypustjórna sem gætu veitt þeim valdaað- stöðu á breiðu belti við Mið- jarðarhaf er teygir sig frá Grikklandi um Italíu. Frakk- land og Spán til Portúgals. Fall einræðísstjórnanna hefur þegar fært kommúnist- um mikilvægt hlutverk í portú- gölsku samsteypustjórninni og gæti fært þeim hlutverk í Grikklandi þar sem flokkurinn er að koma upp á yfirborðið. Á Spáni hafa fyrirsjáanleg enda- lok Franco-stjórnarinnar gert það að verkum að kommúnistar tækju fegins hendi tækifæri sem þeir gætu fengið til þess að komast í samsteypustjórn. í Frakklandi halda kommún- istar „aukaþing" í næsta mán- uði til þess að sýna sig í nýju ljósi þannig að þeir geti breytt fylgi þeirra 49% kjósenda sem bandalag sósíalista og komm- únista vann á sitt band í síðustu kosningum, í meirihlutafylgi f næstu kosningum. Á ítalíu eru kommúnistar farnir að tala þannig að engu er líkara en þeir vilji komast að samkomulagi við stjórnina í Washington til þess að fullvissa hana um að þeir muni á engan hátt skaða samheldnina f NATO ef í staðinn fæst þegj- andi samþykki fyrir því að kommúnistar taki þátt í sam- steypustjórn. Baksvið sóknar kommúnista f valdastólana í öllum þessum löndum er meira rótleysi f þjóð- félagsmálum og stjórnmálum en þekkzt hefur í Evrópu í lang- an tíma. Nærtækasta hliðstæð- an eru eftirköst síðari heims- styrjaldarinnar þegar kommún- istar komust raunar í ríkis- stjórn í Frakklandi og á Ítalíu — og komu af stað borgara- styrjöld í Grikklandi. Nú verð ur stjórnmálakerfið að þola nýtt álag sem gæti leitt til upp- stokkunar aflanna innan þess vegna eyðandi áhrifa verð bólgu, skipulagsgalla sem orku- kreppan hefur leitt í ljós og áhrifa frá ólgu verkamanna og erfiðleikum af völdum greiðslu- halla. Hugsanleg áhrif þessa á valdajafnvægið í Evrópu og heiminum vekur talsverðan ugg herfræðinga. Eitt af þvf sem þeir óttast er að þátttaka kommúnista í rfkisstjórnum á Miðjarðarhafsbeltinu gæti svipt Bandaríkjamenn afnotum af þeim herstöðvum sem þeir hafa og þeirri yfirburðaaðstöðu sem þeir njóta í þessum heims- hluta. Polariskafbátarnir, bún- ir eldflaugum sem er miðað á ýmis lykilskotmörk í Sovétrfkj- unum, og 6. flotinn, sem heldur Rússum í skefj.um í Miðaustur- löndum, gætu misst það svig- rúm sem nú er til staðar. En blíðuhót ítalskra komm- únista gefa til kynna að forðast mætti slíkar breytingar. Sá vilji þeirra, sem þeir láta nú f ljós, að „starfa innan ramma tiltek- ins alþjóðlegs, landfræðilegs og stjórnmálalegs veruleika" virðist tákna að þeir mundu ekki aðeins sætta sig við aðild Italíu að NATO heldur sam- þykkja þau herfræðilegu og pólitísku markmið sem henni fylgja. En þetta virðist aðeins tákna þetta. Það sem þeir gefa f skyn hefur vakið nokkurn áhuga í erlendum höfuðborgum eins og til var ætlazt, en ítalskir komm- únistar verða að finna leið til þess að tjá hugsanir sínar skýr- ar og veita einhverja fullvissu um að þeir muni í raun og veru starfa f samsteypustjórn á þann hátt sem þeir gefa í skyn að þeir mundu gera. Annars tekur enginn verulegt mark á þeim. Það er leiðinlegt því að það loforð ítalskra kommúnista, sem felst í yfirlýsingum þeirra, að vinna að því að koma aftur á stjórnmálajafnvægi gæti orðið afar mikilvægt fyrir Evrópu á þeim erfiðu tímum sem fara í hönd. Aðstæður eru ólíkar f hinum fimm löndum Miðjarðarhafs- beltisins, en þátttaka ítalskra kommúnista í árangursrfkri ríkisstjórn sem stefndi að inn- anlandsumbótum og ynni að hægfara breytingum á er- lendum bandalögum mundi sýna hinum kommúnistaflokk- unum hvað hægt er að gera. Franski kommúnistaflokkur- inn hefur lengi haft fmugust á hinum ftölsku félögum sínum og hentistefnusjónarmiðum þeirra, en hann hefur smátt og smátt breytt mörgum stefnu- málum sínum f samræmi við það sem Italirnir hafa áður kannað. Drög að stefnuskrá franska flokksþingsins f næsta mánuði sýna þetta rækilega. En kommúnistaflokkar Vestur-Evrópu reyna að fjar- lægjast hina sovézku fyrirmynd að sósíalisma og þannig eru þeir að ávinna sér vaxandi virð- ingu f augum kjósenda. Moskvumennirnir hafa sakað spænska kommúnistaflokkinn um að leita að óháðum evrópsk- um valkosti á þá lund að vest- rænir kommúnistaflokkar slíti tengslin við Sovétríkin og bandalagsrfki þeirra. Spánverj- arnir svöruðu því til að þeir notuðu aðeins formúlu sem ítalir aðhylltust og nokkrir aðrir evrópskir kommúnista- flokkar hefðu samþykkt á þingi sínu í Bríissel fyrr á þessu ári. Horfur á þátttöku i sam- steypustjórnum veldur því að kommúnistaflokkar á Mið- jarðarhafsbeltinu einbeita sér að kostum og ábyrgð — póli- tísks valds. Þeir eru að gera sér grein fyrir þörfinni á póli- tískum bandalögum sem yrðu bæði varanleg og trúverðug, og það táknar að þeir verða að hagræða stefnu sinni til sam- ræmis við það sem bandamenn þeirra og kjósendur í löndum þeirra gætu sætt sig við hana. Sólarmerki benda til þess að þessari hagræðingu miði óð- fluga áfram, að vfsu mismun- andi ört eftir því hvaða land á í hlut, og að þess verði ekki langt að bíða að hún uppskeri sín laun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.