Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐI), LAUG ARDAGUR 28. SEPTEMBER 1974 Erfíðieíkar Tugþrautar- með sauðie , * i * j_ á Húsavík landsliðið utan Húsavík 26. sept. TÍÐARFARIÐ í haust hefur veriö mjög óhagstætt, þrálát norðanátt og mikið Urfelli. Gæftir hafa verið lélegar og lítið verið hægt að róa, en þá á sjó hefur gefið, hefur afli verið heldur tregur. Bændur hafa átt í erfiðleikum með sauðfé, enda snjóað öðru hverju inn til landsins. I dag er hér norðan slydda og alhvítt niður í fjalls- rætur. — Fréttaritari. I FYRRAKVÖLD fóru fram tveir leikir f Reykjavíkurmótinu í handknattleik. Þá sigraði Valur Þrótt með 35 mörkum gegn 19 og Fram vann KR með 22 mörkum gegn 14. Mótinu verður svo fram haldið í dag og á morgun. í dag leika KR og Ármann og hefst sá leikur kl. 13.30 og að honum loknum eða kl. 14.45 leika Þróttur og Fylkir. Er þarna um að ræða leiki þeirra liða sem enn hafa ekki unnið leik í Reykjavíkurmótinu. Annað kvöld mætast hins vegar liðin, sem ekki hafa tapað hingað til. Kl. 20.15 hefst leikur Vals og ÍR, en leikir þessara liða hafa jafnan verið mjög skemmtilegir — ÞAÐ hefði verið gaman, ef Stefán Hallgrfmsson hefði getað farið, og verið f fullu fjöri. Þá hefðum við átt góða möguleika á að sigra Bretana, sagði Örn Eiðs- son, formaður Frjálsfþróttasam- bands Islands f viðtali við Morg- unblaðið f gær, en fslenzka tug- þrautarlandsliðið hélt áleiðis til Parfsar f fyrradag, þar sem það mun keppa við Frakka og Breta. Báðar þessar þjóðir munu tefla fram sfnum sterkustu mönnum f og tvfsýnir og oft boðið upp á úrslit sem talin hafa verið óvænt. Kl. 21.30 hefst svo leikur Fram og Víkings — leikur sem einnig er óhætt að spá að verði hinn tvísýn- asti. Liðin sem vinna f þessum leikjum munu svo leika til úrslita um Reykjavíkurmeistaratitilinn á miðvikudaginn, en liðin sem tapa leika um þriðja sætið f mótinu á þriðjudaginn. Að þessu sinni er töluvert mikið í húfi fyrir liðin að komast í úr- slitaleikinn, þar sem ákveðið hef- ur verið að liðin sem skipa tvö efstu sætin í Reykjavíkurmeist- aramótinu fái að keppa við sænska liðið Hellas sem kemur hingað í heimsókn á næstunni. keppninni, og má telja nokkurn veginn öruggt, að Frakkar muni sigra, en f liði þeirra er m.a. silf- urmaðurinn frá Evrópumeistara- mótinu f Róm, Yves le Roy, sem hlotið hefur mest 8.140 stig f tug- þrautarkeppni. tslenzka landsliðið er skipað þeim Elfasi Sveinssyni, tR, Haf- steini Jóhannessyni og Karli West úr UBK og Vilmundi Vil- hjálmssyni, KR. Fararstjóri er Páll Pálsson, en þjálfari Guð- mundur Þórarinsson. — í 3. deild? Framhald af bls. 24 deild. Kann svo að fara, að liðin verði dæmd til að leika í 3. deild. Öllum mun vera kunnug for- saga máls þessa — að Knatt- spyrnufélagið Fram var kært fyr- ir að hafa Elmar Geirsson með liði sínu, en hann hafði leikið með þýzku liði á sama keppnistímabili. Voru það Vaismenn, sem upphaf- lega kærðu, og felldi Sérráðsdóm- stóll KRR þann dóm, að Elmar væri ólöglegur leikmaður í liði Fram, að leikur Vals og Fram væri ógildur og skyldi leikast að nýju. Víkingur lagði fram sam- hljóða kæru og Valur, og fékk hún sömu málsmeðferð hjá Sér- ráðsdómstólnum. Vildu Víkingar ekki una þeim úrskurði og skutu málinu til Dómstóls KSl, sem fer með æðsta dómsvald í knatt- spyrnumálum hérlendis, en sá dómstóll taldi, að kæra Vfking- anna hefði komið of seint fram, og því bæri ekki að taka hana til greina. Skaut Víkingur þá máli sínu til framkvæmdastjórnar ÍSÍ, sem vildi ekki taka afstöðu til málsins, á þeim forsendum að lög- legir dómstólar íþróttahreyfing- arinnar hefðu, þegar kveðið upp sinn dóm. Mótanefnd KSÍ ákvað þá, að leikur Víkins og ÍBA skyldi fara fram laugardaginn 28. september, en bæði liðin sendu skeyti til KSÍ, þar sem þau kváðust ekki mundu leika þennan leik. Skeytin voru efnislega sam- hljóða, og fer hér á eftir skeyti Knattspyrnufélagsins Vfkings: „Samkvæmt skeyti móta- nefndar KSl til Knattspyrnu- félagsins Vfkins, þess efnis að aukaleikur Vfkings og ÍBA skuli háður 28. september næst komandi, tekur Knattspyrnu- félagið Víkingur fram, að 1. deild- ar lið Víkings mun ekki mæta til fyrrnefnds leiks, þar sem lögbrot hefur verið framið í síðastliðnu Islandsmóti 1. deildar og það látið óátalið, en ekki beitt 27. grein, sbr. 2. og 4. gr. laga og reglna KSÍ, sbr. lög og úrskurð þess frá því f sumar. Af þessum ástæðum telur Knattspyrnufélagið Vfkingur, að hvorki 1. deildar iið Víkings né 1. deildar lið ÍBA séu f neðstu sæt- um 1. deildar 1974. Og ennfremur vísum við til 2. greinar e-liðs dóms- og refsi- ákvæða íþróttasambands Islands, þar sem segir, að taka þátt f keppni eða sýningu með eða undir forsjá aðila félags- eða einstaklings, sem úrskurðaður hefur verið óhlutgengur eða hafi óhlutgengis úrskurðurinn verið birtur samkvæmt 8. lið 7. gr. Samkvæmt tveimur dómum héraðsdómstóls Knattspyrnuráðs Reykjavíkur er ákvörðun móta- nefndar um áðurgreindan leik þvi ekki f samræmi við fyrrnefndar laga- og reglugreinar." Bókun sú, sem gerð var á stjórnarfundi hjá KSÍ í fyrra- kvöld og samþykkt þar samhljóða af öllum stjórnarmönnum sambandsins hljóðar svo: „Tildrög þessa máls eru þau, að ágreiningur reis um, hvort Elmar Geirsson væri hlutgengur með Knattspyrnufélaginu Fram í þeim þremur leikjum, sem hann lék með félagi sínu í 1. deild f sumar. Elmar hefur um nokkurt skeið stundað nám f V-Þýzkalandi og leikið með þarlendu liði, Hertha. Á sumrin hefur hann leikið með Fram hér heima og hefur það verið látið óátalið þar til f sumar, að þátttaka hans var kærð til héraðsdómstóls KRR. Mál þetta hefur verið tekið til meðferðar í dómstól KRR og dóm- stól KSÍ. Knattspyrnufélagið Vík- ingur hefur ekki unað niðurstöð- um dómstólanna, svo og, að því er virðist, íþróttabandalag Akureyr- ar, en þessir aðilar eiga einmitt að taka þátt f áðurnefndum aukaleik um sæti f 1. deild. Víkingur skaut málinu til framkvæmdastjórnar ÍSÍ, en hún hefur vísað málinu frá. Hvaða skoðun, sem stjórn KSÍ eða einstakir stjórnarmenn KSÍ kunna að hafa á dómsniðurstöð- um, er stjórnin á einu máli um, að hún hvorki eigi né geti haft af- skipti af dómum, sem kveðnir eru upp hjá dómstólum knattspyrnu- hreyfingarinnar. Slíkt kynni að draga ófyrirsjáanlegan dilk á eftir sér og leiða til stjórnleysis. Stjórn KSÍ minnir á, að það er þing Knattspyrnusambands islands, sem setur lög og ákveður verkefnin; þar er kosin stjórn sem annast framkvæmd knatt- spyrnumála og þingið kýs sjálf- stæða dómstóla til þess að skera úr um ágreiningsmál eða túlkun laga. Þessi þrfskiptingu hefur knattspyrnuhreyfingin valið sér og henni verður að hlíta. Meðan áðurnefnd deilumál voru enn óútkláð hjá dómstólum, beið mótanefnd KSÍ með að ákveða leikdag á aukaleik milli Víkings og ÍBA um áframhaldandi þátttöku í 1. deild. Nú, þegar málið hefur gengið f gegnum ákvörðun mótanefndar að ákveða leikdag eins og við- komandi aðilum hefur verið til- kynnt um. Samkvæmt skeyti, sem borizt hefur frá ÍBA og ummælum for- manns Víkings í blöðum, virðast þessi tvö félög ekki ætla að koma til þessa leiks. Að því tilefni tekur stjórn KSI skýrt fram, að hún lítur svo á, að ef viðkomandi félög mæta ekki til leiks, þá séu þau hætt þátttöku og hafi jafnframt firrt sig rétti til að taka frekar þátt í 1. deildar keppninni að ári. Stjórn KSÍ felur formanni að kynna þetta álit sitt fyrir forráðamönnum ÍBA og Víkings og leiða þeim fyrir sjónir, að stjórn KSÍ, sem framkvæmda- aðili 1. deildar keppninnar eigi ekki annarra kosta völ, ef til þess kemur, að hvorugt liðið mætir til leiks. Er það einlæg von stjórnar KSl, að ekki þurfi til slikra ákvarðana að koma.“ — Sextugur Framhald af bls. 11 hve fénaðurinn var látinn ganga á gæði landsins og rýra þau til framtíðarnytja. Æskusveit hans var ein hinna mörgu sveita lands- ins, sem í upphafi byggðar í land- inu, var vaxin skógi, en af ofbeit og öðrum nytjum var löngu orðin skóglaus. Hann hugleiddi þetta oft í æsku, og varð þetta honum hugstætt, brennandi vandamál, er hann vildi gjarnan verða þátttak- andi f að leysa. Meðan Jón dvaldist í Noregi, kynntist hann ræktunarmálum þar í landi, sérstaklega skógrækt. Hann hugleiddi oft með sjálfum sér, hvernig það væri hægt að koma skógrækt í framkvæmd i húnvetnskum sveitum. Eftir að Jón hóf starf í póst- inum, fór hann fyrir alvöru að hugsa um skógræktarmál. Hann fékk smáiandskika norður f Sauðanesi, og hóf þar skógrækt. Þetta var í fyrstu í smáum stfl. Hann komst brátt að raun um það, að hér var mikið og grósku- rikt landnám, og verðugt að færa það vítt til veldis. Hann gerði margar tilraunir með margskonar tegundir af skógarplöntum. En hann lét ekki þar við sitja. Árið 1958 var Sauðanesinu skipt. Þá fékk hann sér útmælda til eignar um það bil 56 hektara af landi til skógræktar. Hann hóf \i«ht and m^. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími28200 Samband íslenzkra samvinnufélaga Reykjavíkurmótið í handknattleik þegar að girða landið, því án friðunar er útilokað að stunda skógrækt. Landið, sem Jón á í Sauðanesi, er ekki sérstaklega frjósamt, en samt sem áður frem- ur vel fallið til skógræktar. Þar hefur skógur vaxið í öndverðu, eins og víða um Húnaþing. Jón hefur sagt mér, að hann hafi víða fundið kolagrafir fornar, og segja þær sína sögu. Eftir að Jón Pálsson hóf sitt merka og nýta brautryðjendastarf í húnvetnskum sveitum í skóg- rækt, hefur hann lagt í það mikla vinnu, unnið þar í öllum tóm- stundum sínum, sem hann hefur getað. Hann er búinn að setja þar niður yfir 40.000 trjáplöntur af mismunandi tegundum. Beztan árangur hefur furan og birkið gefið, en jafnframt hefur lerkið reynzt vel. Árangurinn af skóg- rækt Jóns Pálssonar í Sauðanesi er orðinn mikill. Hann hefur sýnt það og sannað, að hægt er að rækta skóg í Húnaþingi með góð- um árangri, þrátt fyrir það, að héraðið er skóglausasta sýsla landsins á líðandi stund. Jón Pálsson fékk langt frá því góðar undirtektir með ræktun sína í húnvetnskum sveitum fyrst í stað. Fólk gerði jafnvel grín að starfi hans. En nú er þetta liðin tíð, þegar séð er, hver árangurinn er orðinn. Auðvitað mun hann koma enn betur í ljós að komandi árum. Margir sérfróðir menn hafa skoðað skógrækt Jóns í Sauða- nesi, og lofað hana og árangur hans. En Jón Pálsson hefur líka unnið að fleiri ræktunarmálum. Hann hefur um árabil starfað í Garðyrkjufélagi islands, sem er eitt elzta félag Iandsins. Hann var um tíma varaformaður þess, en er nú formaður. Félagið vinnur mjög merkilegt starf og veitir fólki margskonar leiðbeiningar um ræktun nytja- og matjurta. Það er fyrst og fremst félag áhugamanna, og er mótað og skipulagt til þess. Félagsmenn safna árlega fræi og skiptast síðan á fræi á hverju vori. Einnig flytur það inn blómlauka og selur félagsmönnum þá á kostnaðar- verði. Það gefur líka út timarit um garðyrkjumál, og er það hið merkasta. Jón Pálsson er mjög vel að sér í grasafræði og kann ógrynnin öll af latneskum nöfnum á íslenzkum jurtum. Hann er sannur unnandi íslenzks gróðurs af natni og um- hyggju, jafnframt af menntun og kunnáttu. Hann ræktar fjölskrúð- ugan og nytjamikinn garð við hús sitt, og hef ég grun um, að hann stundi þar tilraunir með gróður- setningu og ræktun jurta, jafnt til yndisauka og til matar, jurta, sem ekki hafa áður verið gróðursettar í íslenzka mold. Æskuhugsjónir Jóns Pálssonar um ræktun landsins, friðun þess og verndun fyrir ofbeit og ofnytj- um, hafa aldrei fölnað, fremur tendrast nýjum eldi við hverja athöfn, hvert starf og kynningu. Störf hans í þágu ræktunarmála eru orðin mikil og merk. Skóg- rækt hans í hinu forna Sauðanesi norður við Laxá við botn Húna- fjarðar sýnir vel, að það er hægt að rækta skóg með góðum árangri í húnvetnskum héruðum. Hann vex þar jafnvel og á dögum Ingi- mundar gamla. Veður Dumbs- hafsins er honum jafnhollt og þá. Hann er þar jafnt til nytja og á öðrum ströndum Hafsbotna. Á komandi tímum verður lundur Jóns Pálssonar í Sauðanesi leiðar- ljós komandi kynslóðum f hún- vetnskum sveitum til skógræktar og öðrum ræktunarmálum hér- aðsins. Eg óska Jóni Pálssyni og fjöl- skyldu hans til hamingju á þessum merku tímamótum. Ég vona, að hann eigi eftir að una mörgum stundum f lundinum sínum fagra f Sauðanesi, gróður- setja þar margar trjáplöntur, sjá þær dafna og hækka, teygja sig móti sól og sumri, njóta norrænna skilyrða af fullum mætti. Á kom- andi árum mun lundur hans minna á ásjónu Kólkumýra og Ása, eins og hún var á árdögum byggðarinnar í landinu. Jón Gfslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.