Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÖBER 1974 Fa /7 iu / t i.i if. t > 4 FURl' BILALEIGA CAR RENTAL Tf 21190 21186 Bílaleiga CAB BENTAL Sendum 41660 - 42902 Skólabíll Frambyggður rússajeppi eða svipaður bill, með drifi á öllum hjólum. óskast til kaups. Bíllinn þarf að hafa saeti fyrir ca. 12 farþega. Eldri bíll en módel 1970 kemur ekki til greina. Nán- ari upplýsingar í sima 1 1644 milli kl. 2 og 6 í dag, og eftir það i síma 1 7956. MARGAR HENDUR II . VINNA BIA— ÉTT VERK @ SAMVINNUBANKINN e iBovijunlilníiiíi margfaldar morkað vðor Menntunaráhugi fullorðinna Það hefur lengi verið vitað að menntunarþörf og menntunar- áhugi fuilorðinna er vaxandi með þjóðinni. Fjölmargir, sem ýmissa ástæðna vegna nýttu ekki námsmöguleika á unglingsárum, finna með árum og þroska rfka hvöt til mennt- unar, sem erfitt hefur verið að fullnægja. Breyttir þjóðlffs- hættir kalla og á vaxandi þekk- ingu og sérhæfingu fólks, svo það sé betur samkeppnishæft á vinnumarkaði nútfma þjóð- félags. Svokölluð öldungadeild við Menntaskólann f Hamra- hlfð er áhugavert og árangurs- rfkt fordæmi f þessu efni. Athyglisverð er sú mikla aðsókn, sem reyndist að ný- stofnsettum „námsflokkum", f tengslum við Menntaskólann á fsafirði, sem veita þó ekki stig til stúdentsprófs. Að sögn skólameistara Ml verða nem- endur námsflokkanna 200 tals- ins f vetur, frá tsafirði og ná- grannabyggðum, eða sem svar- ar 8% af fbúum fsafjarðar- kaupstaðar. Vísir að „öldunga- deild” á Akureyri Stofnsett hefur verið „öldungadeild“ á vegum Náms- flokka Akureyrar. Námstfmi er áætlaður 3 ár og eru engin menntunarskilyrði sett fyrir inntöku f deildina, sem er ætl- að að opna leið til stúdents- prófs. Reiknað er með að náms- gjöld verði 20 þúsund krónur fyrir áramót, en engar fjárveit- ingar hafa fengist frá rfkinu til þessarar deildar. Til samanburðar má geta þess, að skráningargjöld við „öldungadeild“ MH eru kr. 2.500 fyrir önn, sem eru tvær á skólaári. Rfkið greiðir allan annan kostnað við deildina, nema skólabækur, sem nem- endur greiða sjálfir. Hér er á ferðinni furðulegt misræmi, kostnaðarlega séð, mismunum f námsmöguleikum eftir sveit- festi eða búsetu fólks, sem að vfsu á sér hliðstæður í skóla- kerfi okkar, en stangast engu að sfður á við marglofað jafn- rétti til náms. Hér er vonandi um vankanta að ræða, sem oft fyigja nýbreytni, en verða fljót- lega sniðnir af. Atvinnuvegir og námsbrautir Stefna verður að meiri fjöl- breytni f námi yngri sem eldri. Taka verður f rfkara mæli mið af þörfum atvinnuveganna en gert hefur verið til þessa, er námsbrautir eru mótaðar. Iðn- væðing og tækninýting at- vinnuveganna kallar á sfvax- andi sérhæfingu f menntun, sem taka verður tillit til. Deild- ir frá Sjómannaskóla, vél- stjóraskóla, tækniskóla sem og iðnskóla þarf að staðsetja f sem flestum þéttbýliskjörnum landsins. Sjóvinnunámskeið þurfa að verða valkostur við alla gagnfræðaskóla, a.m.k. f sjávarplássum landsins. Slfk sjóvinnunámskeið þurfa f senn að taka mið af þörfum útgerðar og fiskvinnslu f landinu. Og hlú verður í ríkara mæli að menntastofnunum f tengslum við landbúnaðinn en gert hefur verið. Fyrirheit mennta- málaráðherra Þvf hefur áður verið haldié fram hér f þessum dálkum, að það lofaði góðu f þessu efni að ráðherra, sem er f beinum tengslum við atvinnulff þjóðar- innar, fari með æðstu stjórn menntamála f landinu. Það var raunar eina fyrirheit hans, er hann settist f sitt virðulega embætti, að sveigja mennta- kerfið að þörfum atvinnulffsins f landinu. Þessi yfirlýsing verð- ur vonandi undanfari nýrra strauma í menntun þjóðar- innar. Með þessum orðum er í engu sveigt að þvf almenna mennta- kerfi, sem verið hefur aðall þessarar þjóðar og raunar gæfa hennar um langt árabil. Það hefur vissulega skilað fullum arði, bæði f Iffi einstaklinganna og þjóðarheíldarinnar. Hér er hinsvegar lögð rfk áherzla á aukna námsfjölbreytni, sem miðist við þá þörf, sem sfzt hefur verið mætt, þörf þeirra atvinnuvega, sem ætlað er að bera uppi þjóðfélagsbygg- inguna, þ.á m. sjálft skólakerf- ið f landinu. Sýning á frönskum skopmyndum Opnuð hefur verið sýning á frönskum skopteikningum f franska bókasafninu á Laufás- vegi 12 og verður hún opin almenningi frá 1. — 13. októ- ber kl. 5 — 10 sfðdegis. Þarna hefur verið komið fyrir nokkur hundruð skop- myndum. Reynt hefur verið að velja teiknara með eins fjöl- breytilegum svip og kostur var, hvað verðar tækni og lffs- skoðun. T.d. eru Bellus, Faizant, Kiraz Hoviv, allir mjög þekktir teiknarar, sem leika sér að þvf að draga fram veik- leika hins franska millistéttar- manns. Maurice Henry, sem var einn surrealistanna, túlkar þjóðsagnakennda persónur. Carelman leggur út af hlutum, sem ekki eru til. Sine er mjög djarfur skopteiknari og hefur það kostað hann ótal málaferli. Franski sendiherrann de Latourdejean, Magnús G. Jónsson for- maður Alliance Francaise og Gerard Lemarquis, sem sér um franska bókasafnið, skoða skopteikningar á sýningunni. Dubout er teiknari yfirstéttar- innar og er Dubout-manngerð orðin þekkt f talmáli Frakka. Effel er vinstrisinnaður teikn- ari, Sennep hefur f 35 ár teiknað f hægra blaðið Figaro og Moisa f Canard enchainé. Sepé hæðist að lifnaðarháttum nútfmans, en teiknarar viku- blaðsins Charlie — Hedo eru þekktastir meðal ungra teikn- ara. Þannig er úrval skopteikn- inga eftir mismunandi höfunda á sýningunni. Franska bókasafnið, sem hefur verið komið fyrir f björt- um og góðum lestrarsal á Laufásvegi 12, verður opið f allan vetur frá mánudegi til föstudags kl. 5—7 e.h. Verður salurinn einnig notaður til ýmis konar samkomuhalds, svo sem kvikmyndasýninga, fyrir- lestra o.f 1. Mikið er nú annars haustið ánægjulegur tfmi fyrir menn- ínguna. Listsýnfngar í annarri hverri götu og skólar að byrja útum hvippinn og hvappinn, alltfrá háskólum uppí grunn- skóla, sem enn eru þó bara til á pappírnum, l.s.g. Stórgáfaðir mennfngarvitar álfta, að alltaf fimmti hvur borgari á þjóðhátíðarlandinu muni sækja skóla f vetur, og má það ekki minna vera, ef við viljum kallast mennfngarþjóð einsog handritasvfar og frans- menn. Margar nýtilegar og mennfngarlegar greinar þeggur landinn nú stund á, en þó ber hæst félagsfræði og sálvísindi. Og er haft fyrir satt, að nokkur hundruð séu nú í læri hjá dokt- orum þeim, meisturum og bakkelárötum, sem undirvfsa í þeim eðla fögum við Universi- tas Islandiae. Að vísu kann það að vefjast fyrir ýmsum, hvaða verkefni við höfum handa þrjúhundruð félagsfræðfngum, fyrst þessi þjóð hefur komist af án slíkra kalfbera frammá okkar daga. Eða hvar skal standa og hvar skal'byrja með annað eins og sálfræðingum? Sumir hafa jafnvel við orð, að nóg sé nú á okkur lagt að búa við þessa tvo tugi, sem hér hafa riðið húsum, síðan á skömmtunartfmanum, þó ekki sé hótað margföldun stofnsins á næstu árum. Jakob er nú heldur betur á því, að þetta séu hundaþúfu- sjónarmið og tæplega það. Ekkert er sannri menníngar- þjóð nauðsynlegra en heill her sálfræðinga, og félagsfræð- ingar á hvurja bensfnstöð eins- og hjá svenskum. Ef verkefni skortir, má alltaf búa þau til. Tilaðmynda má leingja skóla- skylduna endalaust. Nú og ef vandamálin vaxa ekki nægilega við nfuára skólaskyldu með þrásetum f kennslustofum lungann úr árinu, þá geta háskólamennirnir þó alltjent haft nóg að gera við að rann- saka félagsleg vandamál sálfræðfnga og sálfræðileg vandamál félagsfræðfnga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.