Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÖBER 1974
7
nema honum færi Freyju að
kvæni". Loki fer þá aftur til baka i
Ásgarð og segir tiðindi. Þór biður
Freyju að giftast Þrymi, en hún
kveðst ekki vera svo vergjörn að
hún taki slíkt í mál. Heimdallur
kemur þá fram með þá hugmynd,
að Þór klæðist brúðarlíni, en Þór
bregst reiður við og segir, að Æsir
munu sig argan kalla ef hann
klæðist brúðarlini. Heimdallur
sannfærir hann þó um, að þetta sé
eina leiðin til að ná Mjölni, þvi
Þrymur muni leggja Mjölni i kjöltu
hans i dulargervi Freyju. Stðan
skemmta menn sér við að klæða
Þór (Guðmund Jónsson) i gervi
Freyju, brúðarklæðnað. Loki
(Ólafur Þ. Jónsson) klæðist sem
ambátt, þvi hætta er á, að Þór
komi upp um allt ef hann er einn
sins liðs.
Siðasti þáttur hefst i Jötun-
heimum þar sem Þrymur bíður
óþreyjufullur þjakaður af ást til
Freyju. Þór kemur i dularklæðum
og ambáttin með honum. Veizlu er
slegið upp og i þeirri veizlu etur
Þór heilan uxa, 8 laxa og þrjár
tunnur af vini. Þrymur undrast át
meyjunnar en Loki skýrir svengd
hennar þannig, að hún hafi ekki
matazt i marga daga vegna
óþreyju eftir að komast i Jötun-
heima. Loki vill flýta þessu og
fyrirskipar, að Mjölnir sé lagður i
kjöltu Freyju, konuefnis sins og
„vigðar verði saman hendur
þeirra", en þegar Þór hefur fengið
hamarinn drepur hann Þrym og
æsir hylla Þór sem sigurvegara".
Loka þegar hann kemur inn, en
grunar strax Loka. Loki ber af sér,
en nú virðist allt stefna í bál og
brand nema Þór fái hamar sinn
aftur ella munu „jötnar þegar
Ásgarð búa". Þeir Loki og Heim-
dallur ákveða að fara til Freyju og
biðja hana að lána fjaðurhaminn
til þess að Loki geti flogið i Jötun-
heima. Heimdallur hefur grun um,
að Þrymur hafi stolið hamrinum
og Freyja verður við bón þeirra og
lánar haminn. Þegar Loki kemur
fljúgandi í Jötunheima er Þrymur
að skemmta sér með þursum
sínum og þegar þeir heyra
vængjaþytinn og fyrirganginn i
lofti við komu Loka halda þeir að
heimsendir sé kominn. Loki spyr
Þrym hvort hann hafi falið hamar
Þórs og Þrymur segist hafa falið
hann 8 röstum fyrir neðan jörð og
„hann enginn maður aftur heimti
Rabbað við
Jón Asgeirsson
tónskáld um
óperu hans,
Þrgmskviðu,
sem
Þjóðleikhúsið
synir nú
Óperu Jóns Ásgeirssonar, tón-
skálds, Þrymskviðu, var geysilega
vel tekið á Listahátíðinni i sumar
og var þá einnig fullt hús á auka-
sýningum. Nú hefur Þjóðleikhúsið
aftur tekið Þrymskviðu til sýninga
og verða 5 sýningar nú á næst-
unni, en fleiri verða þær ekki
vegna þess, að einn aðalsöngvar-
inn, Ólafur Þ. Jónsson, fer til
vinnu sinnar i Þýzkalandi 20. þ.m.
Við röbbuðum stuttlega við Jón
Ásgeirsson i hléi á æfingu t Þjóð-
leikhúsinu og spurðum hann fyrst
hvort hann væri með nýja óperu i
smiðum: „Ég á efni i fleiri
óperur," sagði hann, „og sjálfsagt
kemur að þvi, að maður fer að
berjast við þær. Mig langar einnig
til að semja ballett og einnig hef
ég verið að draga að mér efni i
stóra sinfóniu, sem ég vil reyna að
vanda vel til. Vandamálið er bara
það, að samfélagið hefur ekki
nema takmarkaða þörf fyrir slíka
hluti og þvi verður maður að vinna
að þessum verkum i fritima, oft
þreyttur og svo til viljalaus að
loknum vinnudegi. Það er þó
bjartsýnin, sem heldur manni við
efnið."
Því næst bað ég Jón að segja
okkurfrá efni óperunnar: „Óperan
hefst á þvi, að sagt er: Gáttir allar
áður gangi fram og þá kemur Loki
hlaupandi inn og segir þau tiðindi,
að Þór sé búinn að tapa hamrinum
Mjölni. Þór staðfestir siðan sögu
Kennari sem hefur m.a. reynslu i sölustjórn óskar eftir góðu starfi. Meðmæli. Upplýsingar i síma 36638. Tvær norskar stúlkur sem vinna á opinberri stofnun, óska eftir litilli 2ja herb. íbúð strax, helzt i Voga-, Heima- eða Langholtshverfi. Uppl. i sima 32766.
Ung stúlka óskar eftir vinnu hálfan daginn f.h. 9—12. Hefur Samvinnuskólapróf og er vön, allri skrifstofuvinnu. Tilboð sendist Mbl. merkt: „vön — 7035". Konan sem hringdi i sima 96-81222 mánudaginn 3 1. september frá Keflavik er vin- samlegast beðin að hringja aftur.
Vökvastýri Ameriskt vökvastýri til sölu. Hent- ugt i flestar gerðir vörubila. Upp- • lýsingar í síma 92-2348 eftir kl. 19. Sníð kjóla blússur og pils, þræði saman og máta. Viðtalstími frá kl. 2—4 virka daga. Sími 191 78. SigrúnA. Sigurðardóttir, sniðkennari, Drápuhlíð 48 2. hæð.
Hestamenn, hænsnamenn. Gott hús til sölu i nágrenni Reykja- vikur er 12x5 m. rafmagn, vatn, steypt gólf. Tilboð sendist MBL. „6506"fyrir þriðjudag. Verksmiðjuútsala, buxur, peysur, úlpur. Saumastofa Önnu Bergmann, Dalshrauni 1, Hafnarfirði. Opið föstudag 1 —6, laugardag 2—6.
Hestamenn Til sölu hnakkur og beizli Upplýs- ingar i síma 52694 kl. 6—8 e.h. Akranes — Akranes Mann vantar i Sútunarverksmiðj- una. Upplýsingar hjá verkstjóra 1 sima 93-2075.
Hafnarfjörður. Óskum eftir að taka á leigu 3ja til 4ra herb. ibúð. Fjögur í heimili. Uppl. í sima 51 372. Húsgögn. Tek húsgögn til viðgerðar. Upplýs- ingareftir kl. 5.00 i sima 42192.
Til leigu 3ja herb. íbúð á jarðhæð i Köpa- vogi. Tilboð merkt „7046" sendist afgr. Mbl. Til sölu djúpvatnsdæla ásamt 500 lítra kút. Uppl. i síma 50730 eftir kl. 5.
Timbur. Vinnupaliatimbur 1x6 til sölu, aðeins notað einu sinni. Á sama stað 2 botndælur 3, notaðar, sér- lega kraftmiklar. Uppl. í síma 19618 kl. 12 — 1 og 6—8. Ung kona með barn óskar eftir ráðskonustarfi á Reykja- vikursvæðinu. Tilboð óskast sent Mbl. fyrir 10. október. merkt: „Ráðskona — 7043".
Stúlka utan af landi öskar eftir herbergi. Helzt nálægt Háskólanum. Algjörri reglusemi heitið. Uppl. i sima 32203. Atvinnurekendur. Stúlka með verzlunarpróf og kunn- áttu i ensku, þýzku og dönsku óskar eftir helst sjálfstæðri og vel- launaðri atvinnu. Tilboð sendist Mbl. fyrir 9 þ.m. merkt: 7045.
ARABIA
HREINIÆTISTÆKI
Finnsk
gæöavam
'~B\ie)ctintfsiviirui'erzlu
W DilíJ JjNÍ j'i.
Skúialuni 4 Sími 251S0 ReykjOvik