Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 30
Þróttur skoraði sigurmark
á síðustu
HALLDÓR Bragason, elzti og
leikreyndasti maðurinn f liði
Þróttar, tryggði félagi sfnu
fimmta sætið f Reykjavíkurmót-
inu f handknattleik, er hann skor-
aði á sfðustu sekúndu f ieik þess
við Ármann f Laugardalshöllinni
f fyrrakvöld. Skaut Halldór af
löngu færi, og þar sem Ragn-
ar Gunnarsson, markvörður
Ármenninga, var illa lokaður af,
sá hann ekki knöttinn fyrr en
hann Iá f netinu.
Ármenningar höfðu annars
haft betur í þessum leik, lengst
af, og var það ekki fyrr en um 7
minútur voru til leiksloka, að
Þrótti tókst loks að jafna 15:15, og
fengu þeir við það mjög góða að-
stoð frá hinum ónákvæmu dómur-
um leiksins, sem dæmdu tvfvegis
af Ármenningum knöttinn eftir
að leikmanni, sem ætluð var lfnu-
sending, var rækilega haldið af
Þrótturum.
míniítu
með því, og ungu mennirnir, sem
koma inn í staðinn, fylla ekki
skörð þeirra. Má leikur Ármanns
breytast mjög mikið til batnaðar
ef liðið á að halda sér uppi í 1.
deildinni í vetur.
Þróttarliðið ætti hins vegar að
eiga framtíðina fyrir sér. Það er
að stofni til skipað ungum og
frískum leikmönnum, sem skortir
fyrst og fremst meiri leikreynslu
og yfirvegun f leik sinn. Og mikil
áhætta er oft tekin, og skotin og
sóknirnar fara fyrir lítið. Þegar
Bjarni Jónsson kemur inn í þetta
lið og stjórnar leik þess, er ástæða
til að ætla, að leikur þess breytist
verulega til batnaðar.
Staðan í hálfleik í leiknum í
fyrrakvöld var 8:7 fyrir Armann,
síðan breyttist staðan í 13:9 fyrir
Armann, 14:12, 15:13 og í 15:15
þegar 7 mínútur voru til leiks-
loka. Þróttur komst sfðan tvö
mörk yfir 17:15, en Armenningar
jöfnuðu 17:17 þegar nokkrar
sekúndur voru til leiksloka, en
þær nægðu Þrótti til þess að skora
sigurmarkið.
Beztir f Ármannsliðinu í þess-
um leik voru þeir Jens Jensson og
Stefán Hafstein, en beztir Þrótt-
ara voru Friðrik Friðriksson og
Halldór Bragason.
—stjl-
Jafntefli
VIDEOTON SC Azekesferhervar
frá Ungverjalandi og SSC Naples
frá Italíu gerðu jafntefli 1:1 f
seinni leik sfnum f Evrópubikar-
keppninni, sem fram fór f Ung-
verjalandi f gær. Mark Videoton
skoraði Wolled, en Braglia skor-
aði fyrir Naples. Naples heldur
áfram f keppninni, þar sem liðið
vann leikinn á Italfu 2:0.
BILBUGUR A
Leikur þessi var fremur slakur
og mistök leikmanna tíð. Einstaka
sinnum sáust þó lagleg tilþrif,
eins og t.d. er Jens Jensson, Ár-
menningur, fór inn úr hornun-
um og skoraði lagleg mörk. Ar-
menningar virðast nú eiga við
mikla mannekiu að stríða. Þeir
Vilberg Sigtryggsson, Björn
Jóhannesson og Hörður Kristins-
son, sem voru máttarstólpar liðs-
ins í fyrra, leika nú ekki lengur
Víkingar út
NORSKA liðið Viking var í gær-
kvöldi slegið út úr Evrópubikar-
keppni meistaraliða, er sovézka
liðið Ararat Erevan sigraði 4:2 í
leik liðanna f Sovétríkjunum.
Unnu Sovétmennirnir einnig
fyrri leikinn, þá 2:0.
ENGIN
sem vann
Reykja-
víkur-
mótið
FRAM varð Reykjavíkurmeistari
f handknattleik er það sigraði Val
f úrslitaleik f Laugardalshöllinni
f fyrrakvöld með 16 mörkum gegn
14, eftir að staðan hafði verið
6—6 f hálfleik. Sigur Fram f
þessum leik var fyllilega verð-
skuldaður — þeir voru lengst af
betra liðið og sýndu á köflum
stórgóðan handknattleik, einkum
þó varnarleik og markvarzlan hjá
liðinu var framúrskarandi. Má
raunar segja, að það hafi verið
mismunur á markvörzlu, sem réð
úrslitum f leiknum. Guðjón
Erlendsson f Frammarkinu varði
hvert skotið af öðru, en hins
vegar gekk Valsmönnunum Jóni
Breiðf jörð og þó sérstaklega Ólafi
Benediktssyni misjafnlega að
ráða við skot Framaranna.
Upphafsmínútur leiksins gáfu
ekki fyrirheit um, að þarna yrði
um jafnan og skemmtilegan leik
að ræða. Valsmennirnir héldu þá
uppi gífurlegum hraða f sóknar-
leik sfnum og þegar stundarfjórð-
ungur var liðinn af leiktímanum
höfðu þeir skorað fimm mörk
gegn einu marki Framara. Þegar
svo var komið hafa víst flestir
verið farnir að gera því skóna, að
Valur myndi vinna auðveldan
yfirburðasigur f leiknum. En
Framarar voru ekki á þeim bux-
unum. Þeir þéttu vörn sfna, og
hún komst brátt á sömu hreyf-
inguna og var á sóknarleik-
mönnum Vals, farið var vel út á
móti helztu skyttum Valsliðsins,
og Ifnumannanna, sem voru ekki
verulega ógnandi, var gætt nægj-
anlega. Þegar nokkrar mínútur
voru til loka fyrri hálfleiksins
hafði Fram náð yfirhöndinni í
leiknum og staðan var 6—5, en
sfðasta orðið í hálfleiknum átti
Stefán Gunnarsson, sem skaut
langskoti, sem Guðjón náði ekki
FRAM
— var þetta raunverulega eina
skotið í leiknum, sem Guðjón
hefði átt að geta ráðið við, en náði
ekki.
Fram hafði svo alltaf betur í
seinni hálfleik. 10—7 var staðan
um hann miðjan, en síðan mátti
sjá á töflunni 12—9, 15—11 og að
lokum 16—14.
Að áliti flestra þeirra, sem
fylgzt hafa með Framliðinu
undanfarin ár, átti það að vera
óbætanlegur skaði fyrir það að
missa Axel Axelsson í atvinnu-
mennskuna f Þýzkalandi. Og víst
er það rétt, að yfirbragð Framliðs-
ins hefur breytzt nokkuð við það.
Það er engin stórskytta f Fram-
liðinu á borð við Axel, en hins
vegar margir ungir og bráðefni-
legir leikmenn, sem berjast af
miklum dugnaði og leika vörnina
sérstaklega ákveðið og skynsam-
lega. Það hlýtur að vera geysilega
erfitt að leika eins og Framararn-
ir gerðu í fyrrakvöld — vera á
stöðugri hreyfingu, allan leikinn,
en úthald leikmanna virtist bæri-
legt, a.m.k. ekki slakara en hjá
Valsmönnunum.
Guðjón Erlendsson markvörður
var bezti leikmaður Framliðsins f
þessum leik — hefur sennilega
aldrei verið betri en nú, og munar
um minna en það, sem hann
afrekaði í þessum leik. Pétur Jó-
hannsson var aðalmaðurinn f
vörn liðsins — sýndi sem oft áður
ódrepandi baráttuvilja og hæfi-
leika til þess að binda vörnina
saman. I sókninni bar mest á
þeim Pálma Pálmasyni og Stefáni
Þórðarsyni, en það er næsta ótrú-
legt hvað mikill kraftur býr f
þeim síðarnefnda, sem bæði er
fremur lágvaxinn og grannur. Þá
er og vert að nefna leikmenn eins
og Hannes Leifsson og bræðurna
Guðmund og Svein Sveinssyni.
Þar eru mikil efni á ferðinni, sem
óhætt er að spá gengi í handknatt-
leiksíþróttinni, ef svo heldur sem
horfir.
Það, sem virðist einkum hrjá
Valsliðið um þessar mundir, er
það, að sumir leikmanna þess
virðast einfaldlega ekki vera
komnir í nógu góða æfingu.
Þannig er t.d. með Ólaf Jónsson,
„prímus mótor“ liðsins á undan-
förnum árum. Ólafur byrjaði
þennan leik með miklum krafti,
en síðan dró stöðugt af honum.
Fyrstu 15 minútur leiksins voru
annars stórvel leiknar af Vals-
mönnum, og nái þeir að halda
uppi sama hraða og krafti leiki út,
verða þeir örugglega erfiðir
viðureignar — en Valsmenn
þurfa lfka að þétta vörnina hjá
Framhald á bls. 18
Reykjavfkurmeistarar Fram 1974: Efri röð frá vinstri: Olafur Jónsson. formaður handknattleiksdeildar Fram, Stefán Þórðarson, Hannes
Leifsson, Pétur Jóhannsson, Kjartan Gfslason, Sveinn Sveinsson og Guðjón Jónsson, þjálfari. Fremri röð, frá vinstri: Arnar Guðlaugsson,
Guðmundur Sveinsson, Jón Sigurðsson, Björgvin Björgvinsson, Guðjön Eriendsson, Ragnar Hilmarsson og Pálmi Pálmason.
Ljósm. Mbl. RAX.