Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1974 31
1 IhliDTTAIRÍTIIR MORCUWBIAÐSIIIIS
Urslit í Evrópubikarleikjum
Atletico Madrid
Atletico Madrid frá Spáni
sigraði danska liðiS KB i seinni
leik liðanna i UEFA-bikarkeppn-
inni i fyrrakvöld með fjórum mörk-
um gegn engu, en danska liðið
hafði unnið fyrri leikinn, 3:2.
Mörk Atletico skoruðu þeir
Irureta, tvö, Garate og Leal.
Áhorfendur að leiknum voru
65.000. Heldur þvi Atletico áfram
I keppninni vegna hagstæðari
merkatölu 6:3.
Dynamo
Dresden
A-þýzka liðið Dynamo Dresden
og danska liðið Randers Freja léku
seinni leik sinn í UEFAbikarkeppn-
inni í fyrrakvöld. Fór leikurinn
fram i Dresden og lyktaði með
markalausu jafntefli. Fyrri leikur-
inn varð einnig jafntefli, 1:1,
þannig að þýzka liðið kemst i aðra
umferð i keppninni. Um 15.000
áhorfendur voru að leiknum.
GwardiaVarsjá
Vitaspyrnukeppni þurfti til þess
að fá úrslit um það, hvort Bologna
frá ftaliu eða Gwardia Varsjá frá
Póllandi kæmist i aðra umferð
bikarkeppni bikarhafa. Seinni leik-
ur liðanna fór fram I Bologna i
fyrrakvöld og lauk honum með
sigri heimaliðsins, 2:1. Skoraði
Savoldi bæði mörk Bologna, en
Tlercki skoraði mark Pólverjanna.
Fyrri leik liðanna vann Gwardia,
2:1. f vítaspyrnukeppninni höfðu
Pólverjamir betur og skoruðu 3
mörk gegn tveimur. Komast þeir
þvi i aðra umferð. Áhorfendur að
leiknum á ftaliu voru um 20.000.
AustriaVín
Austria, Vin, sigraði belgiska
liðið Waregem i seinni leik liðanna
i Evrópubikarkeppni bikarhafa, en
leikið var á heimavelli Austria i
fyrrakvöld. Skoruðu Austurrikis-
mennirnir fjögur mörk gegn einu,
en staðan i hálfleik var 1:0. Prikn-
er skoraði tvö af mörkum Austria,
en hin gerðu Weigl og Fiala. Fyrir
Waregem skoraði Koudijzer.
Áhorfendur voru um 6 þús.
Vinarliðið heldur áfram í keppn-
inni, en samanlögð markatala úr
leikjunum tveimur er 5:3.
Borussia
Mönchen-
gladbach
Borussia Mönchengladbach, v-
þýska liðið, sem sló Vestmannaey-
inga út i fyrstu umferð Evrópu-
bikarkeppninnar [ fyrra, vann
Wacker frá Austurriki i seinni leik
liðanna í UEFA-bikarkeppninni er
leikið var i Mönchengladbach i
fyrrakvöld. Skoruðu Þjóðverjarnir
þrjú mörk gegn engu. Þeir sem
mörkin gerðu voru Vogts.
Heynckes og Jensen. Wacker
sigraði i fyrri leiknum 2:1, en
Mönchengladbach heldur áfram í
keppninni á hagstæðari marka-
tölu, 4:2.
Derby County
DERBY County komst i aðra um-
ferð UEFA-bikarkeppninnar með
því að vinna Servette Geneva frá
Sviss i seinni leik liðanna i Sviss i
fyrrakvöld með tveimur mörkum
gegn einu. Derby vann einnig fyrri
leikinn. 4:1. Mörkin i leiknum i
fyrrakvöld skoruðu þeir Lee og
Hector fyrir Derby, en Martin fyrir
Servette. Áhorfendur voru aðeins
9.600.
InterMilan
Inter Milan frá ftaliu sigraði
Etar Tirnovo frá Búlgariu i mjög
fjörugum skemmtilegum leik lið-
anna i UEFA-bikarkeppninni i
knattspyrnu, sem fram fór i Milan
i fyrrakvöld. Skoruðu ftalirnir þrjú
mörk gegn engu. en staðan i hálf-
leik var 1—0. Þeir Oriali og
Boninsegna skoruðu mörk Inter.
Áhorfendur voru um 30 þúsund. í
fyrri leik liðanna varð jafntefli,
0—0, þannig að Inter kemst i
aðra umferð keppninnar.
Juventus
Hið þekkta lið Juventus frá
italiu sigraði a-þýzka liðið Voer-
warts Frankfurt 3—0 i seinni leik
liðanna í UEFA bikarkeppninni, en
leikið var i Turin i fyrrakvöld.
Staðan i hálfleik var 2—0.
Anastasi og Altafini skoruðu mörk
Juventus. en þriðja markið var
sjálfsmark Hause, annars bak-
varðar þýzka liðsins. Áhorfendur
að leiknum voru um 50 þúsund.
Juventus heldur áfram i keppn-
inni, þar sem samanlögð marka-
tala þeirra er betri, eða 4—2.
FF Malmö
Vitaspyrnukeppni varð að skera
úr um, hvort það yrði svissneska
liðið Sion eða sænska liðið FF
Malmö, sem kæmist i aðra umferð
Evrópubikarkeppni bikarhafa. f
leiknum I Málmey á dögunum
vann heimaliðið 1—0 og hið
sama varð uppi á teningnum I
Sviss. f vitaspyrnukeppninni
höfðu Sviamir hins vegar betur og
komast áfram. Mark Sion i leikn-
um i fyrrakvöld skoraði Cucinotta.
Áhorfendur voru 9.000.
FC Porto
Wolverhampton Wanderes frá
Englandi sigraði portúgalska liðið
FC Porto i seinni leik liðanna i
UEFA-bikarkeppninni, sem leikinn
var i Wolverhampton i fyrrakvöld,
með þremur mörkum gegn einu,
en staðan i hálfleik var 1—1.
Porto kemst þó i aðra umferð. þar
sem liðið vann heimaleik sinn
4—1. Mörkin i leiknum i fyrra-
kvöld skoruðu: Fyrir Wolves
Bailey, Daley og Dougan. Fyrir
Porto: Sjálfsmark Palmers. Áhorf-
endur voru 15.924.
Djurgaarden
Sennilega hefur verið sett
Evrópumet í Stokkhólmi i fyrra-
kvöld, er þar fór fram leikur Djur-
gaardens og Start frá Kristian-
sandi i Noregi i UEFA-bikarkeppn-
inni. Áhorfendur voru aðeins 319,
eða álika og á sæmilegum 2.
deildar leik hérlendis. Djurgaard-
en sigraði I leiknum 5—0 og
heldur áfram i keppninni, þar sem
liðið vann einnig fyrri leikinn. þá
2—1. f gærkvöldi skoruðu fyrir
Djurgaarden þeir Samuelsson,
Stenbæck, Skotte og Karlsson
tvö. Öll mörkin komu i seinni hálf-
leiknum.
Olympiakos
SKOZKU bikarmeistaramir Celtic
voru slegnir út úr Evrópubikar-
keppni meistaraliða i fyrrakvöld af
griska liðinu Olympiakos Piraeus,
sem sigraði með tveimur mörkum
gegn engu i seinni leik liðanna i
Aþenu i fyrrakvöld. Jafntefli, 1:1,
varð i leiknum i Skotlandi.
Kirtikopoulos og Stavropoulos
skoruðu mörk Olympiakos i leikn-
um I fyrrakvöld. Áhorfendur voru
um 45.000.
Eintracht
JAFNTEFLI, 2:2, varð i seinni leik
þýzka liðsins Eintracht Frankfurt
og franska liðsins Monaco i seinni
leik liðanna i Evrópubikarkeppni
bikarhafa, en leikur þessi fór fram
i Frakklandi i fyrrakvöld. Bæði
liðin gerðu tvö mörk. Fyrir
Monaco skoruðu Onis og Petit, en
Beveringen og Nickel gerðu mörk
Þjóðverjanna. Eintracht vann fyrri
leikinn 3:0 og kemst því i aðra
umferð. Áhorfendur að leiknum i
Frakklandi voru 3.200.
Ajax
29.000 áhorfendur komu á leik-
vang Ajax i Amsterdam i fyrra-
kvöld, er liðið mætti enska liðinu
Stoke City i UEFA-bikarkeppninni.
Jafntefli varð i leiknum 0:0, en
Ajax kemst i aðra umferð, þrátt
fyrir að jafntefli yrði einnig i fyrri
leiknum, 1:1. Verði jafntefli i
Evrópubikarleikjum gildir sú regla.
að það lið, sem skorar fleiri mörk
á útivelli, kemst áfram og það
fleytti hinu fræga Ajaxliði því yfir
fyrsta hjallann.
Hamburger SV
Hamburger SV — liðiö, sem
hefur nú forustu i þýzku 1. deildar
keppninni knattspyrnu mátti
þakka fyrir að vinna írska liðið
Bohemians frá Dublin i seinni leik
liðanna í UEFA-bikarkeppninni i
knattspyrnu I Dublin i fyrrakvöld.
Það var stjama þýzka liösins,
Bertl, sem skoraði eina mark
leiksins. Fyrri leikinn vann
Hamborgarliðið 3:0 og heldur þvi
áfram í keppninni. Áhorfendur I
Dublin voru 6.000.
Hiberians
ENGIN lið hafa farið eins illa út úr
Evrópubikarkeppninni að þessu
sinni og þau norsku. Svo sem
kunnugt er sigraði Liverpool
norsku bikarmeistarana Ström-
godset i fyrri leik liðanna með 11
mörkum gegn engu og i fyrrakvöld
var Rosenborg tekið í kennslu-
stund hjá skozka liðinu Hiberians
i seinni leik liðanna i UEFAbikar-
keppninni, en leikur þessi fór fram
i Edenborg. Skoruðu Skotarnir 9
mörk gegn 1. Þeir sem mörkin
gerðu fyrir Hiberian voru: Harper
2, Munro 2, Stanton 2, Cropley 2
og Gordon 1. Iversen skoraði fyrir
Rosenborg. Áhorfendur að leikn-
um voru 12.379. Hiberian vann
leikinn i Noregi 3—2 og er þar
með komið i aðra umferð.
Racing White
SKOZKA liðið Dundee United
fékk skell á heimavelli sinum i
fyrrakvöld, er það lék þar við
belgiska liðið Racing White
Daring Molenbeek. Belgiumenn-
irnir höfðu yfirtökin allan leikinn
og sigruðu 4—2. Wellens skoraði
tvö marka þeirra, en Tegels og
Boskamp hin. Fyrir Dundee
skoruðu Duncan og Scott. Racing
kemst i aðra umferð, en liðið vann
einnig heimaleik sinn, þá með
einu marki gegn engu.
Royal Antwerp
Royal Antwerp frá Belgiu sigr-
aði austurriska liðið Sturm Graz i
seinni leik liðanna i UEFAbikar-
keppninni, en leikið var i Antwerp-
en i fyrrakvöld. Skoruðu Belgiu-
mennirnir eitt mark, en Austur-
rikismenn ekkert. Sá sem markið
skoraði fyrir Antwerp heitir Kodat
Antwerp heldur áfram I keppninni,
þrátt fyrir 1—2 tap i fyrri leikn-
um.
Rauða-stjarnan
HIÐ þekkta júgóstavneska lið
Rauða stjaman frá Belgrad sigraði
Paok Salonika frá Grikklandi i
seinni leik liðanna i Evrópukeppni
bikarhafa, en leikið var i Belgrad i
fyrrakvöld. Skorðu þeir rauðu tvö
mörk gegn engu, en fyrri
leikinn hafði Paok unnið 1—0.
Þeir sem skoruðu mörk Rauðu-
stjörnunnar voru Petrovic og
Savic. Á - horfendur voru um
50.000.
Rapid, Vín
N
ARIS Salonica frá Grikklandi
sigraði Rapid Vin frá Austurriki
með einu marki gegn engu í seinni
leik liðanna i UEFAbíkarkeppn-
inni i knattspyrnu. en leikið var í
Saloniki i fyrrakvöld. Jafntefli,
0—0, var i hálfleik, en Alexaides
skoraði sigurmark Salonica i
seinni hálfleik. Eigi að siður held-
ur Rapid áfram i keppninni, þar
sem liðið vann heimaleik sinn
3—1. Um 15.000 áhorfendur sáu
leikinn i fyrrakvöld.
Ferencvaros
UNGVERSKA liðið Ferencvaros frá
Búdapest sigraði Cardiff City frá
Wales í Evrópubikarkeppni bikar-
hafa með fjórum mörkum gegn
einu, er liðin mættust i seinni leik
sinum i Evrópubikarkeppni bikar-
hafa i Cardiff i fyrrakvöld. Staðan
I hálfleik var 1:0 fyrir Cardiff.
Mörk Ferencvaros skoruðu:
Takacs, Szabo, Pusztai og Mate,
en Dwyer gerði mark Cardiff.
Áhorfendur voru aðeins 4.229.
Ferencvaros vann fyrri leikinn 2:1
og kemst i aðra umferð.
FCNantes
Pólska liðið Legia Warsjá tapaði
seinni leik sinum í UEFAbikar-
keppninni við FC Nantes frá
Frakklandi. f fyrrakvöld, þrátt fyrir
að leikið væri á heimavelli þess.
Skoruðu Frakkamir eitt mark, en
Pólverjamir ekkert. Fyrri leik
liðanna i Frakklandi lyktaði með
jafntefli 2—2. f leiknum i fyrra-
kvöld var það Rampillon, sem
skoraði mark Nantes. Áhorfendur
voru um 12.000.
FC Barcelona
FC Barcelona, lið Johans Cruyff
og Johans Neeskens. átti ekki i
erfiðleikum með að komast i aðra
umferð Evrópubikarkeppni meist-
araliða, en liðið lék i fyrrakvöld
sinn seinni leik gegn Vooest Linz
frá Austurriki. Jafntefli, 0—0,
hafði orðið i fyrri leik liðanna, sem
fram fór i Austurriki, en i leiknum
i fyrrakvöld hafði spánska liðið
mikla yfirburði og sigraði með
fimm mörkum gegn engu. Staðan
i hálfleik varð 3—0 fyrir
Barcelona, og allan seinni hálf-
leikinn sótti spánska liðið án af-
láts, en tókst þá aðeins að skora
tvivegis. Það voru þeir Asenasi,
Juan Carlos, Rexach og Clares
(tvö), sem skoruðu mörk Spánverj-
anna, en Johan Cruyff átt mikinn
þátt i fjórum þeirra.
RealZaragoza
REAL Zaragoza frá Spáni sigraði
nágranna sina, Vitoria Setubal frá
Portúgal, með fjórum mörkum
gegn engu i seinni leik liðanna í
UEFA-bikarkeppninni, sem fram
fór I Zaragoza i fyrrakvöld. Staðan
i hálfleik var 1:0. Heldur Zaragoza
áfram I keppninni, þar sem fyrri
leikur liðanna varð jafntelfi, 1:1.
Mörkin i leiknum i fyrrakvöld
skoruðu: Diarte, Arrua, Garcia og
Leiros. Áhorfendur voru 36.000.
Leeds United
Ensku meistaramir, Leeds
United, komust i aðra umferð
Evrópubikarkeppni meistaraliða,
þótt þeir töpuðu leik sinum við FC
Zúrich frá Sviss i fyrrakvöld 1—2.
Leeds vann heimaleik sinn 4—1
og samanlögð markatala þeirra er
þvi hagstæðari, þótt stigin séu
jöfn. Katic og Rutschmann skor-
uðu fyrir Zúrich i fyrrakvöld, en
Alan Clarke skoraði mark Leeds.
Áhorfendur að leiknum voru
16.500.
Sporting Club
um 20 þúsund áhorfendur
fylgdust með leik Sportin Club frá
Portúgal og franska liðsins Saint
Etienne í Evrópubikarkeppni
meistaraliða i knattspyrnu, en
leikið var i Lissabon i fyrrakvöld.
Fyrri leikinn, i Frakklandi, hafði
Sporting unnið 2—0 og áttu
áhorfendur þvi von á að þeirra
menn bættu um betur og kaf-
sigldu franska liðið. Annað kom
þó upp úr dúrnum og Sporting
mátti þakka fyrir jafntefli, 1—1,
en það nægði liðinu til þess að
komast i aðra umferð. Það var
Yazalde, sem skoraði mark Sport-
ing, en mark Saint Etienne skor-
aði Synaeghel.
Twente
IPSWICH Town — liðið sem
stendur sig nú með mestri prýði i
ensku 1. deildar keppninni i knatt-
spyrnu var slegið út úr UEFAbikar-
keppninni í fyrrakvöld, en þá
mætti það FC Twente frá Hollandi
í seinni leik liðanna, sem fram fór i
Enschede í Hollandi. Bæði liðin
skoruðu eitt mark, en þar sem
Twente hafði náð jafntefli 2:2 i
Englandi komst það áfram. Bos
skoraði mark Hollendinganna, en
Hamilton skoraði mark Ipswichs.
Áhorfendur að leiknum voru
18.000.
Feyenoord
NORDUR-írska liðið Coleraine og
hollenzka liðið Feyenoord léku
seinni leik sinn i Evrópubikar-
keppni meistaraliða i gær og fór
sá leikur fram í frlandi. Lauk feikn-
um með sigri Feyenoord, 4:1.
Mark Coleraine skoraði Simpson,
en Schoenmaker skoraði þrjú
mörk Feyenoords og Kreuz eitt.
Staðan i hálfleik var 0:2.
Feyenoord vann einnig fyrri leik-
inn, þá með sjö mörkum gegn
engu og heldur þvi áfram i keppn-
inni.
Eindhoven
HOLLENZKA liðið PSV Eindhoven
sigraði norður-írska liðið Ards frá
Belfast i seinni leik liðanna í
Evrópubikarkeppni bikarhafa i
knattspyrnu. Fór leikurinn fram i
Belfast í gær. Staðan i hálfleik var
1:1, en i seinni hálfleiknum komu
yfirburðir Hollendinganna vel i
Ijós og skoruðu þeir þá þrjú mörk
gegn engu. Mörk Eindhoven skor-
uðu: van der Kuylen, Edström og
Dahlquist tvö, en mark Ards skor-
aði Guy. Einhoven vann fyrri leik-
inn með 10 mörkum gegn engu og
heldur áfram i keppninni.
Raba Vasas
RABA Vasa Eto Gyor frá Ungverja-
landi vann Lokomotiv Plovdiv frá
Búlgariu 3:1 i seinni leik liðanna i
UEFA-bikarkeppninni, sem fram
fór i Gyor I Ungverjalandi i gær-
kvöldi. Mörk Raba skoruðu þeir
Sbok, Penzes og Poczik, en
Kichekov skoraði fyrir Lokomotiv.
Áhorfendur voru um 10 þúsund.
Raba Vasas kemst i aðra umferð.
Framhald á bls. 18