Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1974 16 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson,- Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar'Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 35,00 kc, eintakið. Nýlega hefur verið flett ofan af marghátt- aðri undirróðursstarfsemi leyniþjónustu Bandaríkj- anna, CIA, og afskiptum hennar af innanlandsmál- efnum i Chile á valdatíma Allendes. Uppljóstranir um þessi ógeðfelldu vinnu- brögð hafa vakið athygli víða um heim og eðlilega reiði fjölmargra banda- rískra þingmanna. Ljóst er nú, að leyniþjónustan hefur varið miklum fjár- munum til andófs- og undirróðursstarfsemi gegn ríkisstjórn Allendes. Á árunum 1970 til 1973 var veitt samtals átta milljón- um dala til þessarar starf- semi. Fjármagni þessu var varið til þess að styðja and- stæðinga ríkisstjórnar- innar, en ekki hefur þó verið upplýst um afskipti leyniþjónustunnar af sjálfri byltingunni, sem gerð var fyrir rúmu ári. Uppljóstranir af þessu tagi eru áfall fyrir Banda- ríkin, sem lengi hafa verið forystuafl lýðræðisþjóð- anna. Bandarískir þing- menn hafa eðlilega brugð- ist þannig við, að krefjast rannsóknar á starfsemi leyniþjónustunnar, og einn af þingmönnum repúblik- ana hefur spáð uppnámi í þinginu vegna afstöðu Fords forseta til máls þessa. Vonandi tekst ábyrgum stjórnmálaöflum í Bandaríkjunum að stemma stigu við þessum ógkeðfelldu og andlýð- ræðislegu vinnubrögðum. Athafnir af þessu tagi eru ekki nýjar af nálinni og hafa þekkst og viðgeng- ist um aldaraðir. Nú um stundir eru það þó fyrst og fremst einræðisríkin, sem ástunda slík vélabrögð. Sovétríkin og önnur sósíalistaríki hafa öðrum ríkjum fremur unnið að undirróðursstarfsemi og með því móti reynt að stuðla að sósíalískri þróun með öðrum þjóðum, án þess að skeyta um full- veldisrétt þeirra. Sovét- ríkin hafa lagt stund á þessa iðju í stærri stíl en flest önnur ríki, enda sam- rýmist hún ekki lýðræðis- legum stjórnarháttum. Ljóst er t.a.m., að sósíalistaríkin og þá eink- um Sovétríkin, leyniþjón- ustan KGB, hafa á sínum tíma varið miklum fjár- munum til þess að koma Allende til valda í Chile og styrkja valdaaðstöðu hans þar. Af eðlilegum ástæðum er ekki eins hægt um vik að ljóstra upp um þær athafn- ir eða komast að því, hversu mikla fjármuni þar er um að ræða. Undirróðursstarfsemi leyniþjónustu Bandaríkj- anna, CIA, er þannig ekki neitt einsdæmi. Þrátt fyrir það er hún jafn ógeðfelld. Marxistastjórn Allendes var kjörin samkvæmt rétt- um stjórnskipunarreglum, en hún naut aldrei stuðn- ings meirihluta þjóðar- innar, og einn veikleiki Allendes var sá, að hann varpaði aldrei af sér byltingarhyggjunni. Það var því nokkur þverstæða I lýðræðishugmyndum hans, byltingarhyggjan verður ekki samrýmd lýðræðinu. Allende styrkti m.a. með sérstökum hætti stuðnings- blöð sín, en gróf að sama skapi undan grundvelli þeirra blaða, sem voru I andstöðu við stjórn hans. Megnið af því fjármagni, sem leyniþjónusta Banda- ríkjanna veitti til andófs- starfsemi I Chile var varið til þess að efla fjölmiðla, sem veittu ríkisstjórninni andstöðu. Hér var því um að ræða andsvar við þeirri mismunun, sem stjórn Allendes beitti fjölmiðla í Chile. En einmitt þessi staðreynd vekur þá spurn- ingu, hvort lýðræðisþjóð- irnar komist ekki hjá því að beita aðgerðum, sem ekki samrýmast þeirra eigin stjórnskipulagi, hvort tilgangurinn helgi meðalið? Er nauðsynlegt að beita andlýðræðislegum vinnubrögðum I barátt- unni fyrir frjálsum stjórnarháttum? Að vísu endaði Allendeævintýrið með fasistabyltingu, sem er jafn fjarskyld lýðræðinu og sósíalisminn. Eigi að síður eru upp- ljóstranirnar um vélabrögð leyniþjónustunnar banda- rísku enn eitt dæmið um þær andstæður, sem hér takast á. Ford Bandaríkja- forseti var nýlega spurður um það á hvaða þjóðréttar- * grundvelli Bandaríkin byggðu rétt sinn til slíkra afskipta af réttkjörnum ríkisstjórnum í öðrum löndum. Forsetinn sagðist ekki vilja leggja dóm á, hvort þessi starfsemi hefði stoð í þjóðréttarreglum, en sagan og nútíminn viður- kenndu aðgerðir af þessu tagi til hagsbóta fyrir þau ríki, er þær ættu sér stað I. Flestir ættu að vera sam- mála um, að það felst mikil hætta I því fyrir lýðræðis- þjóðirnar að viðurkenna þessi sjónarmið. Þessar andstæður verða þó ugg- laust við lýði meðan ein- ræðisöflin hafa undirtökin meðal svo stórs hluta jarðarbúa, sem raun ber vitni um. Lýðræðisþjóðirnar hljóta að berjast af oddi og egg gegn einræðisöflum, hvort sem þar er um að ræða sósíalista eða fasista, en því eru að sjálfsögðu takmörk sett, hversu langt er unnt að ganga í þeirri viðleitni með því að hlutast til um innanríkismálefni annarra þjóða. GETUR TILGANGURINN HELGAÐ MEÐALIÐ? fólk — ftilk — t'tilk — itilk BEZT UTKOMA HJA MINM BÁTUNUM Stungið niður fæti á Hauganesi Þ6 að Árskógsströnd við Eyjafjörð sé með blómlegri landbúnaðarhéruðum er þar einnig mikil útgerð minni báta, bæði frá Ayskógssandi og Hauganesi. Byggist atvinnulff þessara staða, sem báðir virðast f miklum uppgangi, á þeirri útgerð og ber ekki á öðru, að minnsta kosti ef marka má hf- býli og glæsilegan bflaflota á þessum stöðum, en að hún fleyti fbúum vel fram. Þegar ekið er inn í Hauganes, sem er mjög snyrtilegt þorp, er fyrst komið að smekklegu fbúðar- hverfi, með stórri verzlun Kaupfélags Eyfirðinga. Virðast húseigendur eiga f mikifli inn- byrðis samkeppni um útlit húsa sinna og fallega garða. Nær höfninni, sem er hjarta atvinnulffsins, eru beitu- og að- gerðarskúrar, fiskverkunarstöð og önnur hús, sem snerta at- vinnulff þorpsbúa. 1 einu þessara húsa, fshúsinu, hittum við Trausta Ólason, sjó- mann, þar sem hann var að koma sláturvörum fyrir f hólfi Hluti af haugneska flotanum. Trausti Ólason, sjómaður á Hauganesi. sfnu til vetrarins. Trausti sagði, að frá Hauganesi væru gerðir út fjórir dekkbátar frá 12 og upp f 45 lestir og fjórar eða fimm trillur. „En þær róa aðeins yfir bezta tfmann á árinu,“ sagði Trausti. „Sjálfur ræ ég á trillu, sem ég á, og fer þá hérna rétt út á fjörðinn með færi. Það hefur gefið frekar illa undanfarið. Skuttogararnir hirða orðið hvert einasta kóð. Sérstaklega hefur verið tregt hjá stærri bátunum.“ — Veiða þeir með botnvörpu? „Tveir þeirra veiða f net en þeir stærstu eru með snurvoð, en það hefur verið sáralftið hjá þeim öllum. Annars er útkom- an ágæt þegar fiskast. Það varð til dæmis ágætis hlutur hjá mér f vor, en þá var ég á stærri bát. En eins og er þá held ég, að það sé einna bezt útkoma hjá minni bátunum, hjá þeim er minnstur kostnaður.“ — En hvað gerið þið við aflann? „Það er allt saltað hér á ströndinni og það, sem ég veiði, salta ég sjálfur. Annars er ekki gott fyrir útgerðina, að það skuli vera tvær hafnir f sama hreppnum,“ sagði Trausti. „Það verður til þess, að það er ekki eins mikið hægt að gera fyrir þær, þvf fjármagn nýtist miklu verr heldur en ef aðeins væri ein höfn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.