Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1974 15 Dregið úr fram- lögum til Nixons Washington, Long Beach, 3. október. NTB. SAMÞYKKT var I fulltrúadeild Bandarfkjaþings f gærkvöldi með miklum meirihluta atkvæða að minnka fjárframlag tii Richards Nixons, fyrrverandi forseta, úr 800 þúsund dölum eins og Ford forseti hafði lagt til f 298 þúsund dali. Þrjú hundruð fjörutfu og tveir greiddu atkvæði með fækk- uninni og aðeins 47 voru á móti. Augljóst er, að andstaða gegn Nixon f þinginu hefur magnazt Beðið fyrir hvölum Tókíó 3. okt. AP. ALDRAÐUR prestur f Tókfó söng sérstaka minningarmessu f kirkju sinni f dag, þar sem hann bað fyrir 1.861 hval, sem japanskt hvalveiðifyrirtæki hefur veitt f tshafinu á sfðustu hvalvertfð. Viðstaddir voru 320 gestir og hafði þeim öllum verið boðið til athafnarinnar. Vottuðu viðstaddir hinum látnu hvölum virðingu sfna og sameinuðust prestinum f bæn, er hann bað fyrir sálum hval- anna. Forstjóri hvalveiðifyrir- tækisins, sem átti frumkvæði að minningarguðsþjónust- unni, lét sleppa nokkrum tugum af hvftum dúfum fyrir utan kirkjuna, rétt áður en at- höfnin hófst ogskyldi það vera tákn þess, að sálir hvalanna væru hólpnar, svo og annarra sjávardýra, sem veidd voru á þessu hafssvæði á sfðasta ári. mjög eftir náðunina og vænta má, að fleiri fylgi f kjölfar þessarar samþykktar. Tilkynnt var í Long Beach f dag, að Richard Nixon myndi fara af Memorial-sjúkrahúsinu f viku- lokin. Hann hefur legið þar f nokkra daga vegna blóðtappa f fæti og öðru lunga. Blóðþynn- ingarlyf, sem honum voru gefin, hafa verkað prýðilega að sögn lækna. Aftur á móti sagði einka- læknir Nixons, að hann hefði lagt bann við að forsetinn fyrrverandi færi í nokkur ferðalög næstu þrjá mánuði og ætti hann að halda sem allra mest kyrru fyrir. Er þar með sýnt, að Nixon muni ekki mæta sem vitni í Watergate-málinu f Washington. Lögfræðingar Nixons fóru í dag formlega þess á leit við Sirica dómara, að hann hefði Nixon afsakaðan sem vitni f hinum ýmsum Watergate-yfirheyrslum, þar sem forsetinn fyrrverandi hafði verið kallaður fyrir. Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu ræðir við bandarísku öldungardeildarþing- mennina Jacob Javits og Claiburne Pell, er þeir voru í heimsókn á Kúbu fyrir örfáum dögum. Margt þykir gefa vísbendingu um, að samskipti Bandaríkjanna og Kúbu muni fara batnandi á næstunni. Þingkosningar í Grikklandi í nóvember: KARAMANLIS HEFUR KOSNINGABARÁTTUNA Þjóðaratkvæði um konungdæmið í janúar 1975 Fangaskipti Tel Aviv 3. okt. AP. SÝRLENDINGAR létu í dag lausa úr haldi þrjá fanga, sem allir eru arabískir Israelar. Þeir bjuggu f Majdal Shams f Golan- hæðum og var rænt þaðan 6. ágúst, er þeir voru að treysta varnir við landamæri ríkjanna. I skiptum fyrir mennina þrjá fengu Sýrlendingar einn herforingja. Aþenu, 3. okt. Reuter. CONSTANTINE Kara- manlis hóf kosningabarátt- una opinberlega f kvöld, er hann flutti sjónvarpsræðu og hvatti þjóðina til að sýna pólitfskan þroska f kosningunum, sem hann hefur ákveðið að verði haldnir í landinu þann 17. nóvember. Kvaðst hann vilja leggja áherzlu á, að þetta yrðu merkilegar kosningar, sögulega séð, og gætu úrslit þeirra ráðið miklu um framtfð lands- Engir kjarnaofnar til Miðausturlanda? New York3. okt. NTB. BANDARfKJAMENN kunna að verða tilneyddir til að draga til baka tilboð sitt um að afhenda Egyptum og Israelum kjarnaofna ef löndin tvö samþykkja ekki nauðsynlegt eftirlit með starf- rækslu þeirra til að koma í veg fyrir, að þeir verði notaðir til að framleiða árásarvopn. Skýrðu bandarfskir aðilar frá þessu í dag. Bæði Egyptar og Israelar hafa látið í ljós vanþóknun á tillögum Bandaríkjamanna, þar sem fyrir- mæli eru gefin um eftirlit með ofnunum. Búizt var við, að Henry Kissing- er, utanrfkisráðherra, hafi rætt málið við starfsbræður sfna frá þessum löndum á tveimur fund- um í gær. Á fundinum var hafinn undirbúningur að ferð Kissingers til Miðausturlanda, sem hefst á þriðjudag. Iranskeisari vill banda- lag Indlandshafsþjóða ins. Hann gaf f skyn, að það væri hægara ort en gert fyrir borgaralega stjórn að taka við eftir sjö ára her- foringjastjórn og láta eins og ekkert hefði gerzt. Karamanlis sagðist hafa átt við mikla erfiðleika að Samþykkt gerð um CIA Washington 3. okt. NTB ÖLDUNGADEILD Bandarfkja- þings samþykkti f gærkvöldi að banna leynilegar aðgerðir CIA f öðrum löndum, nema f þvf tilviki, að forsetinn telji slfkar aðgerðir nauðsynlegar vegna öryggis rfkis- ins. Öldungadeildin felldi tillögu, sem fól f sér algert bann við af- skiptum CIA f öðrum löndum. Málverkastuldur Genúa 3. okt. Reuter. ÞJÖFAR stálu f dag mjög verð- mætum listaverkum úr kirkju í Genúa í gærkvöldi. Verðmætasta verkið er eftir hollenzka listmál- arann Jos Van Cleve, sem var uppi á 17. öld. Lögreglan segir, að af ummerkjum megi sjá, að þjóf- arnir hafi falið sig f kirkjunni og látið loka sig þar inni til að geta óáreittir náð myndunum niður. etja síðan hann kom heim til Grikklands I júlí, og vandamálin blöstu við hvarvetna. óstaðfestar fréttir herma, að óánægðir for- ingjar innan hersins hafi verið með valdarán i undir- búningi og hafi átt að ráða Karamanlis af dögum, en ekki hefur þetta verið stað- fest. Karamanlis hefur einnig greint frá því, að í janúar 1975 verði haldin þjóðarat- kvæðagreiðsla í Grikklandi um framtið konungdæmis- ins í landinu. Verður þá úr því skorið, hvort Konstan- tín fyrrverandi konungur, snýr heim eftir sjö ára út- legð, eða hvort lýðveldi verður stofnað í Grikk- landi. Gríski kommúnistaflokk- urinn, sem hefur verið leyft að starfa að nýju í Grikklandi, eftir að hafa verið bannaður í 27 ár, lýsti því yfir í dag, að Kara- manlis hefði ákveðið kosn- ingarnar í nóvember með alltof litlum fyrirvara. Var gefið i skyn, að ráðamenn mundu ætla sér að reyna að falsa úrslit kosning- anna, væri þess nokkur kostur. Þetta verða fyrstu kosn- ingar í Grikklandi í tíu ár. EBE leggur fram 150 milljónir Luxemburg3. okt. AP Reuter. Þróunarmálaráðherrar EBE- landanna samþykktu á fundi sín- um í-Luxemburg í dag að veita 150 milljónir dollara til Samein- aða neyðarsjóðsins til að aðstoða þróunarlöndin, sem verst hafa orðið úti vegna oliuverðhækkun- arinnar. Pierre Abelin þróunar- málaráðherra Frakklands skýrði frá þessu í dag og sagði, að féð yrði afhent fyrir lok þessa árs. Fá Sameinuðu þjóðirnar 30 milljón dollara til ráðstöfunar, en af- gangnum verður varið til aðstoðar við Indland, Bangladesh og Sri Lanka. Nokkuð hefur dregizt að taka þessa ákvörðun, einkum vegna þess að Bandaríkjamenn hafa ekki enn gefið nein ákveðin lof- orð um framlög i sjóðinn, sem stofnaður var af SÞ og er mark- miðið að safna í hann einum millj- arði dollara til að taka aðeins kúf- inn af óhagstæðum viðskiptajöfn- uði fátæku landanna, meðan ver- ið er að skipuleggja aðstoðina við lönd þriðja heimsins. Nýju Delhi 3. okt. AP. IRANSKEISARI hvatti I dag til þess, að þjóðir, sem eiga lönd á Indlandshafi, sameinist í því að stofna öflugt varnar- og efnahags- bandalag til að draga úr áhrifum Sovétmanna og Bandaríkjamanna á þessu svæði. Iranskeisari er i opinberri heimsókn í Indlandi og flutti hann ræðu þessa efnis I dag. Hann sagði, að markmiðið væri að þessi lönd gætu sameinazt á þessu sviði, svo að þau þyrftu ekki að vera háð stórveldunum tveimur og gætu með stofnun slíks bandalags orðið mun öflugri og sjálfstæðari en þau væru nú. íranskeisari sagði, að tillaga hans í þessa átt hefði fengið góðar undirtektir meðal ráðamanna, sem hann hefði hitt á ferð sinni til Singapore, Ástralíu, Nýja Sjálands og Indónesfu en þaðan kom hann síðan til Indlands. Enn eitt jafnteflið Moskva 3. okt. AP. ANATOLY Karpov og Viktor Korchnoi sömdu í dag um jafn- tefli í biðskák sinni frá í gær- kvöldi. Leiknir voru tfu leikir. Karpov hefur enn 2 vinninga, en Korchnoi engan, þar sem jafntefli eru ekki talin með. Níunda ein- vígisskákin verður tefld á morg- un, föstudag. Viðræðum PAN AM og TWA miðar nokkuð New York 3. okt. Reuter TALSMAÐUR bandaríska flug- félagsins Trans World Airlines sagði í dag, að viðræðum við Pan American um hugsanlega sam- vinnu eða jafnvel einhvers konar samruna félaganna miðaði nokk- uð áleiðis. Bæði félögin eiga við mikla fjárhagsörðugleika að stríða, en Pan Ám þó öllu meiri. Bandaríska ríkisstjórnin neitaði fyrir nokkru beiðni frá Pan Am um fjárstuðning. PAN AMERICAN hefur átt við slfka erfiðleika að glíma síðustu fimm ár og TWA félagið sér fram á gífurl'egt tap á þessu ári. Þann 5. september s.l. voru því hafnar viðræður fulltrúa þessara tveggja stóru félaga um, hvort unnt gæti verið að leysa vandann með auk- inni samvinnu þeirra í milli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.