Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER 1974 29 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna Kristjönsdöttir þýddi 13 vogað sér að slá hann. — Þú skalt ekki dirfast að tala við mig á þennan hátt. Og þegar hann fikraði sig nær henni hrópaði hún upp: — Og þú skalt ekki dirfast að snerta mig... heyrirðu það. Hann hefði sennilega ekki snert hana, ef hún hefði ekki einmitt sagt þessi orð. Hann hefði getað unað því að hún ræki honum kinnhest, vegna þess, að hún var þannig kona, að hún gat ekki sætt sig við móðganir. En það var þetta angistarvein, þessi hræðsla, sem skein af henni við hann, sem varð til þess, að hann sá rautt. Taugar hans voru þandar til hins ítrasta og hann þoldi ekki öllu meira. Hann hafði komið hingað, þúsundir mílna til að drepa ein- hvern, sem hann hafði aldrei séð, fyrir svo háa fjárupphæð, að hann hefði aldrei órað fyrir slíku. Og nú virtist allt vera að fara í vask- inn. Þessi þrautskipulagða áætlun virtist vera að fara út um þúfur. Enginn hafði komið til að taka á móti honum á flúgvellinum og hann sat uppi með þennan kvenmann, hræddan og fjandsam- legan, sem leit á hann sem ein- hvern óþverra, sem hún gat ekki hugsað sér að kæmi nálægt sér. Alla leiðina frá Beirut hafði hann fundið návist hennar mjög áþreifanlega og angan hennar Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Rúmeníuferð Ólafur Markússon, Hátúni 12, skrifar á þessa leið: ,,Með þessum línum gef ég smá yfirlit yfir dvöl mína 1 Rúmeníu 25.8—15.9. þ.á. Skólasystkini mín úr Verzlunarskóla Islands (árg. 1941) gerðu mér kleift að fara í þessa ferð, og vil ég þar aðallega nefna Sóleyju Steingrimsdóttur og Njál Simonarson, sem stóðu fyrir þessu, en flyt hér með öllum skólasystkinum mínum alúðar- þakkir fyrir. Fyrst var flogið til Búkarest og dvalið þar í nokkra daga, en siðan fóru margir beint til Olimp, sem er niðri við Svartahaf. Satt að segja fór ég fyrst og fremst í þessa ferð til að fá góða þjálfun og jafnvel einhverja bót á heilsu minni, en í Olimp er nokkurs konar heilsu- og likams- ræktarstöð. Því miður verð ég að segja, að þetta reyndist mér vita gagnslaust. Þjálfarinn var ungur piltur (var að fara f herþjónustu, u.þ.b. 18 ára). Hann vildi gera sitt bezta, en var algjörlega kunnáttulaus. Einu verð ég þó að hæla, en það voru nuddkonurnar, sem voru alveg frábærar. Þarna er sund- kennsla fyrir sjúka, en mér var ekki bent á hana, — þar að auki stuttbylgjur, sprautur og pillur, einhvers konar hressingar- og yngingarlyf,, sem fólk á að nota í eitt ár. Þeir, sem voru á þessum kúr fengu auðvitað heila skjóðu af þessu heim með sér. Máltækið segir, að trúin flytji fjöll, og er ekki nema gott eitt um það að segja. hafði verið í nösum hans allan tímann. Hann greip um handleggi henn- ar og reigði þá aftur á bak, svo ýtti hann skelfdum líkama henn- ar þjösnalega að sínum og ýtti höfðinu á henni aftur. Munnur hennar var galopinn af skelfingu og þegar hann kyssti hana fann hann, að hún beitti öllum sínum kröftum til að sleppa frá honum. Hann vissi, að hann meiddi hana og hann gerð það með glöðu geði. Og hún gafst ekki upp strax held- ur barðist um þvermóðskulega og hrædd I greipum hans. En svo var eins og hún gæfi upp alla von um að þýddi að berjast á móti, tíminn virtist standa kyrr og hún vissi ekki lengur í þennan heim né annan, vissi ekkert nema að hún fann fyrir líkama hans og fann ruddalega kossa hans á andliti sfnu. Hendurnar hengu mátt- leysislega niður með síðunum og hún reyndi ekki að berjast á móti lengur, þegar hann fór höndum um líkama hennar. Elskhugar, hugsaði hún sljó, ég er á milli manna. Þessi var góður. Hún hafði samrekkt einum manni á ævinni og hún hafði reynt að telja sér trú um, að hún hefði verið ástfangin af honum. Peter Mathews. En hún hafði aldrei fundið þá tilfinningu þegar þau voru saman, sem hún varð gagn- tekin af á þessari stundu. Það var Keller, sem hætti. Um lækni þann, sem ég talaði við á þessum stað er það að segia, að mér virtist kunnáttu- og skilningsleysi þjá hann aðallega. Því miður var svo yfirfullt á þessum stað, að allir kvörtuðu, — hótelin eru stórglæsileg að útliti, en því miður fer mesti glæsileik- inn af þegar inn er komið. Her- bergin eru nægilega stór, en þar er hvorki sími né bjalla. Ef ein- hver veikist snögglega, hvað þá? Á snyrtiherbergjum var aldrei sápa og afar erfitt var að fá salernispappír. Um matinn er það að segja, að bæði hundar og kettir á okkar fróma landi hefðu flúið, svo ekki sé meira sagt. Af þessu fæði fengu, að ég held, allir meira og minna f magann í nokkra daga. Ég tek það skýrt fram, að þetta á við um þau hótel, sem við ís- lendingarnir dvöldumst á. Með innlendu fólki, sem er mjög vin- samlegt, er því miður alls konar betl algengt. „Geturðu selt eða gefið mér þetta?“ og „áttu dollara?" eru því miður mjög al- gengar spurningar, ekki hvað sfzt hjá þjónustuliði hótelanna, en auðvitað á þetta ekki við um alla, sem betur fer. Ennfremur verður ferðafólk að passa vel sína hluti, þvf að þarna er gripdeildarfólk, eins og annars staðar.“ Síðan rekur Ólafur Markússon nokkuð annmarka á bankaþjón- ustu f landinu, getur um kynnis- ferðir og sólböð, sem reyndust erfið sökum of mikils hita. Auk þess getur hann um, að ferðafólk- ið hafi átt þess kost að synda í „drullugu Svartahafinu", en tek- ur fram um leið, að sundlaugar hafi verið til afnota nálægt bað- ströndinni. Þá segir í bréfinu: „Landar mfnir voru Islandi til sóma í hvívetna þann tfma, sem ég dvaldist þarna. Sérstaklega vil ég minnast á einn af fararstjórun- Hann ýtti henni frá sér. Eins og ósjálfrátt höfðu bæði fikrað sig nær rúminu. Ef hann hefði ekki náð stjórn á sér á þessari stundu hefði hann sennilega borið hana þangað. Andlit hennar var nábleikt og tárin runnu niður kinnar hennar, þegar hún horfði á hann. — Nú vitum við hvar við stönd- um, sagði Keller. — Ég ætlaði ekki að meiða þig, sagði hann seinlega. — En þú hleyptir mér upp. Nú skal ég ná í eitthvað að drekka handa þér. Hvargeymirðu það? Hún benti veiklulega i áttina að skápnum og hún þekkti varla sína eigin titrandi rödd. Hún horfði á eftir honum, heyrði hann opna skápinn og koma aftur með glös í hendi. Ég ætti að færa mig af rúminu, hugsaði hún. Ef hann snertir mig aftur. . . — Drekktu nú þetta, sagði Kell- er. Hann stakk glasinu inn á milli fingra hennar. — Og svo skaltu f ara inn til þfn, bætti hann við. Hún leit á hann og þrátt fyrir geðshræringuna, sem hún hafði komizt f, gat hún ekki stillt sig um að spyrja: — Hvers vegna laukstu þessu ekki? Hvers vegna ákvaðstu að sleppa mér? — Vegna þess að ég er í nógu miklu klandri fyrir, sagði hann. — en ég vildi sýna þér hvað gerð- ist, ef einhver reynir að hæðast að um, ungfrú Margréti Halldórsdóttur, hjúkrunarkonu úr Kópavogi, sem stóð sig með prýði. Að lokum vil ég segja, að ég ráðlegg engum að ferðast til Rúmenfu, sér til skemmtunar og heilsubótar, nema á verði mikil breyting til batnaðar sem ég vona, að verði sem fyrst. Þjóðin á sér áreiðanlega mikla og góða framtfð m.a. sem ferða- mannaland og ég óska henni alls hins bezta f nútíð og sérstaklega framtíð. Ólafur Markússon." Það kemur fram í bréfinu, að þarna hefur verið á ferð hópur íslendinga, og væri ekki úr vegi að heyra frá fleirum um þessa ferð, því að betur sjá augu en auga; % Farþegaskip Jón Sigurðsson skrifar: „Ég er einn þeirra, sem sakna óskabarns þjóðarinnar, M.s. Gull- foss, svo óskaplega, að ég get alls ekki sætt mig við að geta ekki farið með farþegaskipi til og frá okkar ástkæra landi. Vissulega skil ég vel, að ekki er hægt að reka skip f langan tíma með bullandi tapi, en þá er bara að finna önnur ráð. Það ráð, sem mér kemur helzt f hug er að reyna að fá erlend skipafélög, sem annast skipaferð- ir milli Englands og Banda- ríkjanna, til að láta skipin koma við hér á leið sinni yfir hafið. Þau gætu þá tekið hér farþega, en mér er einnig kunnugt um, að skip er reglulega i förum milli Lundúna og Montreal í Kanada. Ætla má, að margir vilji heim- sækja Kanada næsta sumar vegna mér. Og nú veiztu það. Þú þarft ekkert að óttast. Ég skal ekki snerta þig aftur. — Þú lézt mig berja þig, sagði Elisabet. — Og ég er ekki milli manna. Ég hef aðeins verið með einum manni. Fyrir mörgum ár- um. Hún stóð upp og gekk út úr herberginu og Keller kom á eftir. Hún leit á sjálfa sig í speglinum og leitaði að greiðu til að lagfæra á sér hárið. — Láttu hárið eiga sig, heyrði hún hann segja að baki sér. — Það er ágætt svona. — Hvað hefurðu hugsað þér að gera? Henni hefði verið f lófa lagið að fara inn til sfn og loka að sér. Hún hefði getað haft í frammi látalæti, skrökvað, þótzt vera yfir sig sár vegna þess, sem gerzt hafði. En Elizabeth gat ekki fengið það af sér. Til þess var hún of heiðarleg. Hún hafði fundið, að hún var að gefa sig og hefði fús- lega látið að vilja hans, ef hann hefði komið aftur til hennar og tekið hana f fang sér. — Ég ætla að fá mér eitthvað að borða, sagði Keller. — Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af mér. — Ég skal tína snarl til handa okkur, sagði hún. — Hafir þú hugsað þér að ílendast hér þá er bezt þú reynir að láta eins og þú sért heima hjá þér. Ég veit ekki, hvaðá vitleysa þetta er allt saman. en við erum föst í neti, sem aðrir stórafmælis íslandsbyggðar þar á næsta ári. Vissulega gætu ferðaskrifstofur kannað þetta mál. Þetta væri öll- um til hagsbóta, og efa ég ekki, að þeta er hægt. Virðingarfyllst, Jón Sigurðsson." Margir sakna Gullfoss, svo sem vonlegt var. En Eimskip hefur rúm fyrir farþega f mörgum skipa sinna, og hefur verið látið mjög vel af aðbúnaði öllum þar. En hugmynd Jóns er hér með komið á framfæri. 0 Skötuhjúin Viktoría Guðmundsdóttir skrifar: „Góði Velvakandi. Bara örfáar linur, er ég bið yð- ur góðfúslega að birta í dálkum yðar. 1 dag, sunnudag, hlustaði ég á þátt Jónasar Jónassonar, „Það herrans ár 1874“. Jónas var með ýmsar vangaveltur um það ár og kom vfða við, m.a. talaði hann um skáldsögu Jóns Thoroddsens, Pilt og stúlku. Jónas leyfði sér þau smekkleg- heit að nefna aðalpersónu sög- unnar, Sigrfði og Indriða, skötu- hjú. Veit maðurinn ekki hvað orðið þýðir? 1 orðabók Sigfúsar Blöndals er það þýtt á dönsku „daarlige personer“. Þvi miður hefur þetta orð alltof oft verið notað í blöðunum um sæmdarfólk, er ekkert hefur af sér gert, nema e.t.v. verið af konungiegu bergi brotið, eða ver- ið þekkt á annan hátt. Þessum ruddahætti mætti linna. Með þökk fyrir birtinguna, Viktorfa Guðmundsdóttir." lÉKK^fel a^-2 Nýkomið Mikiö úrval af tréklossum fyrir börn og fulloröna Póstsendum V E R Z LU N I N GEísiP" VELVAKANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.