Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER 1974 Samskipti Efnahagsbanda- lags Evrópu, olíuframleið- enda og Comecon Milliríkjaviðskipti og alþjóðastjórnmál Þriðja grein Samantekt eftir Braga Kristjónsson i Eitt er það, sem getur haft póli- tiskar afleiðingar, sem ekki eru mörgum að skapi: Ef Efnahags- bandalagið leggur mikla áherzlu á samræmingu allra samstarfs- samninga undir umsjón banda- lagsins, getur það orðið til þess, að Comecon þróist með tíð og tíma í þá átt að koma fram sem við- semjandi og talsmaður allra Austur-Evropuþjóða og nokkurra að auki. En þótt þessi samsteypa hafi enn enga heimild til að koma fram fyrir hönd einstakra rikja i viðskiptamálum, horfir það öðru- visi við þegar um er að ræða tækni- og framleiðslusamstarf. Comecon hefur nefnilega verið falið að sjá um samræmingu og langtímaáætlanagerð Austur- Evrópurikjanna, stuðla að og bæta sérhæfingu og verkaskipt- inu milli hinna einstöku meðlima- ríkja. Hingað til hefur þetta þó ekki borið neinn umtalsverðan árangur. Ekkert land — í austri fremur en vestri — vill hætta á það að fá e.t.v. það framtfðarhlut- verk í verkaskiptingunni að verða einkaframleiðandi á agúrkum eða þ.h. og öll vilja löndin hafa þann iðnað, sem að fenginni reynslu á Vesturlöndum hefur reynzt hin „sanna" uppspretta velmegunar. A 25. ársþingi Comecons f ágúst 1971 var gerð tilraun að leggja drög að sósíalisku efnahagsbanda- lagi. Þar var samþykkt heildar- áætlun næstu 15—20 ára með það takmark i huga að samræma iðn- þróunaráætlanir meðlimarfkj- anna á nefndu skeiði. En jafn- framt var sleginn sá varnagli, að kröfu hinna minni ríkja Comecon, að ekki skyldi ákveðin neinskonar valdstjórn, sem gæti gefið ein- stökum löndum bindandi fyrir- mæli um innri málefni einstakra þjóða, t.a.m. valdboð um fram- kvæmdaáætlanir og efnahagsráð- stafanir. I sömu átt gekk ályktun á fundi flokksleiðtoga kommúnistaflokk- anna á Krim s.l. ár, þrátt fyrir öfluga hvatningu í „Pravda“ að hraða efnahagslegri samsömun þessara landa, sérlega á sviðum vfsinda og tækni. í Austur-Evrópu hafa Sovét- ríkin algjöra yfirburði f iðnaði og tækniþróun er þar langlengst á veg komin á flestum sviðum. Vafalitið myndu þessir yfirburðir verða enn greinilegri, ef Comecon fengi vald til að segja einstökum meðlimarikjum fyrir verkum f efnahags- og iðnþróunarmálum og öðrum ákvarðandi málum varðandi framleiðsluna. Flest ríki Comecon vilja ekki gerast þátttakendur í þróaðri tækni Vesturlanda gegnum móðurveldið Sovét, en vilja heldur ekki eingöngu hafa vfsindalegt samstarf við Sovét, sem hefur mikinn hluta tækni- þekkingar sinnar beint frá Vestur-Evrópurfkjunum. Hin minni lönd í Comecon kjósa heldur að semja beint við riki Efnahagsbandalagsins og hafa s.iálfdæmi, en ekki lúta hinni móðurlegu forsjá. Þannig telja viðkomandi lönd að þau myndu ná betra árangri á efnahagssvið- inu. Talið er jafnframt, að allmörg af hinum minni löndum Comecon hafi sameiginlega komið því á framfæri við Efnahagsbanda- lagið, að algjör samhæfing Efna- hagsbandalagsins á öllum sam- starfssamningum við Austur- Evrópuríkin myndi hafa nei- kvæðar afleiðingar á viðskipti þeirra landa við lönd Efnahags- bandalagsins í heild. Og þá er komið hættulega nærri póli- tfskum deiiumálum, sem oft leyn- ast á næsta leiti við millirfkjavið- skiptin. ARABARNIR Eftir að Efnahagsbandalagið tók að fást við framangreind vandamál hafa mörg önnur orðið á vegi þess. Orkukreppan kom af stað taugastrfði og togstreitu milli r,i U MW.mt lU KNW. W,\ iiro Verkarr.enn óskast til vinnu t Kópavogi. Mikil vinna og gott kaup. Frítt fæði í hádegi. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 40450, eða í heimasíma 25656 á skrifstofutíma 32270. Þórisós h.f., Sídumúla 21, Reykjavík. Tvær aðstoðarstúlkur óskast á tannlæknastofu í miðborginni. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl, sem fyrst merkt. Ábyggilegar — 9598. Skrifstofustörf. Stór félagssamtök vilja ráða skrifstofu- stúlku. Starfið er fjölbreytt: vélritun (ísl., enskar bréfaskr., norðurl. mál), skjala- varsla, símavarsla, almenn afgreiðsla. Starfsreynsla áskilin. Umsóknir sendist Mbl. fyrir 10. október merktar „7044". F ra rr, kvæ m dast jó r i. Staða framkvæmdastjóra við Samband Sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi er laus til umsóknar. Skriflegar umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri störf skulu berast fyrir 25. október n.k. Samband Sveitarfélaga í Austur/andskjördæmi, Laugarási 8, Egilsstöðum, pósthólf 138. Stýrimann og vélstjóra vantar á 76 rúml. bát til togveiða. Upplýsingar í síma 99-31 69. Járnsmiður — Vélvirki Góður fagmaður óskast til starfa við lyftu- uppsetningar. Góð kjör. Föst vinna. Upp- lýsingar gefur Flafsteinn Magnússon í síma 41 357 eftir kl. 7 síðdegis. Enskustúdent við H.í. óskar eftir atvinnu strax. Næturvarzla eða hliðstæð vinna æskileg. Allt kemur til greina. Upplýsingar í síma 28384. Innkaupastjóri Staða innkaupastjóra við Skrifstofu ríkis- spítanna er laus til umsóknar og veitist frá 1. nóvember n.k., eða eftir samkomulagi. Starfið er nýtt og ómótað og býður upp á skemmtilega möguleika fyrir hugmynda- ríkan og duglegan mann. Æskilegt er að umsækjendur hafi við- skiptafræði eða tæknimenntun. Nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, ber að senda til skrifstofunnar fyrir 15. þ.m. Reykjavík 7. október 1974, Skrifstofa ríkisspitalanna Eiríksgötu 5. Skrifstofustúlka Óskum að ráða stúlku til símavörzlu og almennra skrifstofustarfa. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 8. þ.m. Merkt: 3025. Verkamenn Viljum ráða nokkra menn til verksmiðju- starfa. Upplýsingar hjá verkstjóra. Lýsih.f., Grandavegi 42. Verkamenn óskast við timburstöflun og fleira. Uppl. hjá verkstjóra. Timburverzlunin Völundur h. f. Klapparstíg 1 og Skeifunni 19, sími 18430. Stálsmiðjan h.f. óskar að ráða járnsmiði, járnsmíðanema, rafsuðumenn, rafsuðunema, verkamenn til aðstoðar í smiðju. Uppl. í síma 24400. Sérverzlun í rr, iðbænum, óskar eftir stúlku til afgreiðslustarfa. Tungumálakunnátta nauðsynleg. Upplýs- ingar um menntun, aldur og fyrri störf, sendist Mbl. fyrir laugardag merkt: „Dug- leg — 3027."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.