Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER 1974
11
Jens í Kaldalóni:
Um samgöngumál Djúpmanna
ÉG VEIT ekki, hvort það er ómaksins
vert að setjast niður og ræða um
samgöngumál okkar Djúpmanna, þótt
þau séu 1 öllu llfvænlegu tilliti mál
málanna til búsetu og llfsbjargar
hverju byggðu bóli á landi hér, enda
voru þau þungamiðjan I umræðum
þeirra tveggja bændafunda, sem
haldnir voru um hina margumtöluðu
Inndjúpsáætlun, enda þótt árangur
þeirra hafi enn sem komið er ekki orðið
til mikillar vegsemdar.
Það var þvl ekki að ófyrirsynju, að
Ragna á Laugabóli rauf þögnina I Vel-
vakanda Morgunblaðsins 16 febrúar
sl„ er hún þar lýsti ferðalagi slnu við
að koma hvutta sínum undir læknis-
hendur.
Ég hygg, að Ragna megi nokkuð
trútt um tala, hún var ein af þeim
fyrstu þar I sveit, sem fengu sér jeppa.
Reyndist oft I fyrstu erfitt að komast
um á honum vegna vegleysu og stóð I
ströngu með framkvæmd þeirra vega-
bóta, sem til þurfti, svo að slík tæki
kæmu að notum við ýmsa aðdrætti til
heimilis og væru til þæginda I umsvif-
um þeirra breyttu tlma, sem nú blasa
við okkar margrómuðu byggðaþróun.
Fúslega skal ég taka undir það álit
Rögnu, að óhætt myndi að leggja hina
margumtöluðu Inndjúpsáætlun á hill-
una, að óbreyttum vegabótum hér I
Inndjúpinu Það er þó ekki kjarni þessa
máls heldur hitt, að báðir þessir þættir
nái fram að ganga, og það á að takast,
ef vel er I báða fætur staðið. Samgöng-
ur eru kjarni þeirrar framvindu I búsetu
fólks, sem allt annað byggist á — eins
og góð höfn I sjávarþorpi er undirstaða
þar — allrar byggðar og tilveru lífs og
starfs. Það er þvl ekki að ófyrirsynju,
að flett sé blöðum sögunnar I þessum
málum Djúpmanna svo og að nokkrir
þættir annarra vandamála fléttist þar
inn I. — Ég mun þó ekki hér gera
þeim málum þau skil, sem vert væri,
en varðandi það, að Ragna telur óhætt
að gefa framkvæmdastjóra og skip-
stjóra Djúpbátsins „frl frá störfum" og
þó fyrr hefði verið, er ég henni ekki
sammála
ast heim til okkar, þegar I útleið væri
komið, og oft höfum við dæmi um
það, að hvoruga höfnina er hægt að
taka lútleið vegna versnandi veðurs yfir
daginn. Hitt er annað mál að skjótast
eftir farþega á þessar hafnir, þegar fært
er og er það réttlætiskrafa, sem ekki er
hægt að standa gegn.
Það er gömul saga, sem alltaf verður
þó ný, að það getur tekið tlma að fá
fram lagfæringar á ýmsum málum,
sem sjálfsagðar þykja, þegar fram eru
komnar. En þess ber llka að geta, að
streitzt hefur verið við að láta fjárhags-
legu endana ná saman hjá þessu fyrir-
tæki sem mörgum öðrum, og þó að
litlu krónurnar okkar þyki oft margar,
þegar vitnað er I það, hvað þessu og
hinu sé lagt mikið til, vilja þær oft
verða ódrjúgar I meðförum, þegar
raungildi þeirra er athugað
Framvinda tímans er stundum svifa-
sein og lengi að bera þann ávöxt, sem
af er skorinn til virkrar hagsældar
þeirra, er njóta mega Þar mætti nefna
þá aðstöðu, sem Djúpbátnum er búin
hér I Djúpinu I hafnarlegu tilliti. Bátn-
um er ætlað að sigla hér upp að
bryggjutittum, sem rétt standa fram úr
fjörugrjótinu. Vestanbáran gnauðar
svo yfir þessa bryggjutitti hér norðan
Djúps, en norðanbáran vestan Djúps-
ins Það er þvi aðeins I aflandsvindum
og kyrru veðri, sem hægt er að segja,
að 1 50 tonna skipi sé fært að athafna
sig við þessar ferjubryggjur, sem fyrir
eru. Hins vegar er farið upp að þessum
bryggjum upp á líf og dauða, nærri I
hvaða veðri sem er, og má það teljast
einstök gæfa, að ekki hefir orðið skaði
af. Má ekki slzt þakka það einstakri
leikni og kunnáttu — samfara æðru-
leysi og öryggi þeirra, sem bátnum
stjórna. Þau eru ekkert aðlaðandi ferða-
lög þeirra, sem lenda I því að verða að
aka I þrjá tíma frá Bæjiim og út I Ögur
eða öfugt til að komast síðasta spott-
ann til ísafjarðar I sumarreisunni, þeg-
ar alófært hefur reynzt að komast
hér upp að bryggjunni. En þetta hefur
þó komið fyrir og getur komið fyrir
hvenær sem er.
Ekki þurfum við langt að fara land-
leiðina hér um Djúpið til að kynnast þvl
vegaástandi, sem við eigum við að
búa. Þeir verða ófærir vegirnir okkar I
fyrstu snjóum á haustin og eru það
venjulega alla vetur út I gegn, svo
framarlega sem ekki er hér sól og
sumar vetrarmánuðina alla Aldrei er
hér mokað snjó af vegum fyrr en svo
seint á vorin, að nokkurn veginn er
útséð um, að ekki snjóar aftur. Vega-
verkstjórar okkar eru um langan aldur
búnir að vera búsetumenn höfuðborg-
arinnar eða svo gott sem, koma ekki
fyrr en lóan er um langa vordaga búin
að syngja sitt dirrindí. En vorkvak
þeirra við komuna á slnar vegaslóðir
hefur ávallt verið sami boðskapurinn,
það vantar peninga, fjármunina til
þeirra hluta, sem gera þarf. Ekki skal
ég álasa þeim fyrir óðinn sinn og
heldur ekki afbiðja þá til sinna starfa.
Ég veit, að þetta eru hinir mætustu
menn, en hitt hvarflar að sumu fólki
hér um slóðir, að tengsl þeirra og
nánasta snerting við umhverfið og þá
aðstöðu, sem einna erfiðust er, sé
stundum ekki jafn djúpum rúnum rist
og stæðu þeir I snjófullri laut, sem
nokkra btla af möl vantaði I, svo fær
væri öllum mönnum til umferðar flesta
tlma ársins. Jafnvel mætti einnig sýna
þá tillitsemi að neita ekki að greiða
samferðamanninum sem svarar hálfu
Framhald á bls. 19.
Tilbúinn undir tréverk
Ég þekki Ásberg Kristjánsson og
sjómannsferil hans nokkuð sæmilega.
Hann er enginn viðvaningur I sínu
starfi. Ásberg er traustur, reyndur og
framúrskarandi farsæll skipstjórnar-
maður og drengskaparmaður i allri
umgengni. Hann hefur nú, fyrst sem
stýrimaður, en lengst af sem skipstjóri,
starfað á Djúpbátnum um 20 ára skeið
og það er ekkert oflof á hann, þótt sagt
sé, að honum hafi farnazt það vel.
Hann hefur sótt fast að halda uppi
áætlun hér um Djúp og Vestfirði, oft
við erfiðar og tvlsýnar aðstæður. Eng-
inn er öfundsverður af þvl að sigla hér
um mjóa firði, inn á þröngar vlkur milli
skerja og boða I aftaka roki, sortabyl
og myrkri. Þarf til þess sérstaka að-
gæzlu, öryggi og áræði. Hefur Ásberg
lánazt þetta, oft á tíðum með svo
undraverðum hætti, að hann hefur
áunnið sér traust og virðingu.
Þá þekki ég ekki þá annmarka I fari
Péturs Einarssonar núverandi forstjóra
Djúpbátsins, að aðrir mættu þar betur
gera, þótt hann færi. Ég hef þekkt
þann mann og hans fólk um langan
aldur og held, að ekki sé neitt ofsagt,
að hann vilji öllum gott gera. Hef ég
ekki trú á, að aðrir myndu á þeim
vettvangi leysa okkar mál betur. Hitt er
annað mál, að báturinn þarf að hafa á
áætlun að taka I útleið farþega i Bæj-
um, Ögri og Vigur, þvl að engum er
bjóðandi nú til dags að þurfa að hanga
i bátnum minnst 8—10 tlma inn allt
Djúp, þegar ferðin tekur ekki nema um
rúman hálfan annan tlma sé farið I
bátinn I útleið og er ég ekki I neinum
vafa um það, að sú lausn fæst ekki
síður hjá þessum framkvæmdastjóra
en öðrum nýjum. Einnig er vel að
merkja, að okkur er það oftast í hag hér
I Djúpi, að allar hafnir séu teknar I
innleið, þar sem flestir geta þá notað
dagsbirtuna til að fara á bátinn Annars
yrðum við hér I Snæfjallahreppi og
Laugardalsbændur að svamla við það I
kolamyrkri og oft þreifandi byl að kom-
Hann er þess virði að þú lítir á hann tvisvar, nýi
Volvoinn. Nýjungar, eins og ”hrein grind” með
völsuðum langböndum, rafkerfi tengt í einum
aðgengilegum töflukassa, lofthemlakerfi í nylon-
leiðslum, 50 gráðu snúningsgeta, þrátt fyrir aðeins
3,8 metra lengd milli hjóla, koma þér skemmtilega
á óvart. Eins og allt annað í sambandi við Volvc N.
Volvo N er langt á undan öðrum í tækni og útliti.
Volvo N er vörubíll framtíðarinnar orðinn að
raunveruleika. Volvo N nýtir hvern einasta mögu-
leika til hins ýtrasta í þágu eigandans. Allar tækni-
legar upplýsingar um Volvo N eru ávallt til reiðu
í Volvosalnum við Suðurlandsbraut. Hafið samband
við Jón Þ. Jónsson.