Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1974
1H
Undarlegur skóladagur
Eftir HeljarMjöen og Berit Brænne
Geitin: Heyr á endemi . . . þetta skaltu fá að éta
ofan í þig aftur.
Bangsi: Já, komdu bara ef þú þorir.
Geitin: Svona, hana nú (læti — borð velta — hróp
frá dýrunum: I-i-i-i, kra, kra, kra ... hjálp).
Elgurinn: (búinn að margkalla: hættið þessu)
Þessa teikningu á að lita. — Þetta er fuglahræða, og
er auðvitað sett þarna upp til að halda fuglunum burt
frá nýræktarblettinum, svo að þeir éti ekki upp fræið.
En áður en þú byrjar að lita, verður þú að finna þrjár
kriur, sem eru I felum á teikningunni.
Svona hættið þið þessu, segi ég . . . eruð þið alveg
gengin af göflunum . . . þið eyðileggið allan skólann
fyrir mér (allt fellur I dúnalogn). Ég get ekki látið
ykkur öll koma sama daginn I skólann, ef þið ætlið að
láta svona.
Geitin: Var þetta kannske mér að kenna?
Elgurinn: Já, víst var það þér að kenna. Þú veizt
vel, að Bangsi er hæglátur karl, en þú ertir hann.
Bangsi: Já, ég get vel orðið vondur.
Elgurinn: Jæja, við snúum okkur þá að reikningn-
um.
Imbi íkorni, hvað er tvisvar sinnum þrír plús
fjórir?
íkorninn: Æ, æ, tvisvar sinnum fjórir plús þrír...
Elgurinn: Nei, tvisvar sinnum þrír plús fjórir.
íkorninn: T-t-t-t-t... ég hef nú aldrei... var það
tvisvar sinnum þrír? Jú, það er sex.
Elgurinn: Já, alveg rétt. Og plús fjórir.
íkorninn: Plús fjórir? Það er átta... nei, níu...
nei, tíu.
Elgurinn: Já, alveg rétt. Ekki vera svona fljótfær,
Imbi íkorni. Þú getur þetta vel, ef þú hugsar þig
svolítið um. Þú færð ágætt. Og þú, Palli grís. Ef þú
átt sex epli og átt að skipta jafnt á milli þín og Imba
íkorna, hvað fær hann þá mörg?
Grísinn: Öff. .. Átti ég að skipta á milli mín og
Imba íkorna?
Elgurinn: Já, en það er annars alveg sama.
Grísinn: Nei, því ef ég hefði átt að skipta milli mín
og geitarinnar, þá hefði hún ekki fengið neitt, en úr
því að það er Imbi íkorni, þá fær hann tvö.
Elgurinn: Æ, Palli, Palli, þú kannt að koma orðum
að því. Hvað eru þrír plús þrír þá mikið?
Grísinn: Öff... það veit ég ekki.
Elgurinn: Jæja, veiztu það ekki. Jæja, þá það. En
hvað eru tveir og tveir þá mikið?
Grísinn: Ég veit það ekki.
Elgurinn: Ertu viss um það, Palli. Hugsaðu þig nú
vel um.
Grísinn: Nei. Nú stendur allt kyrrt I hausnum á
mér. Öff.
ANNA FRA STÓRUBORO — SAGA FRA SEXTÁNDU ÖLD
eftir
Jón
Trausta
bætur hafði enginn annar. Hjalti varð að lifa, þar til fund-
um þeirra bæri saman, hvenær sem það yrði. En meðan
hann Iifði, lá hann á honum eins og mara, — eini maðurinn
á landinu, sem varpaði skugga á alla gleði hans og hamingju,
eini maðurinn á landinu, sem vald hans virtist engin áhrif
hafa á, eini maðurinn á landinu, sem haxm hataði og vildi
feginn feigan.
Annars var Páll lögmaður fremur spakur maður og frið-
samur og kom hvarvetna fram til sátta og málamiðlunar.
Hann bar gæfu til þess, ásamt fleiri góðum mönnum, að
koma sættum á í Vatnsfjarðarmálunum, sem staðið höfðu yfir
hátt upp í 80 ár. Verzlun íslendinga var þá mestöll í hönd-
um Hansastaðakaupmanna, sem héldu Danakonungum í
jámgreipum vegna skulda og létu þá gefa sér réttindi umfram
aðra kaupmenn í löndum sínum. En aftur vom stöðug ill-
indi milli Dana og Englendinga og hvarvetna reynt að bola
Englendingum frá verzlun hér við land; enda stöðugar skær-
ur milli þeirra og Hansastaðamanna. Lögmaður sá það vel,
hve hróplegt ranglæti þetta var og íslenzkri alþýðu til helbers
tjóns, að lofa mönnum ekki að keppa frjálsum inn verzlunar-
gengið. Hann studdi því verzlun Englendinga, hvar sem hann
fékk því við komið, og stóð þar öndverður öllum öðmrn um-
boðsmönnum konungsvaldsins. Fyrir þetta hlaut hann mikla
vináttu Englendinga og mikla óvináttu Þjóðverja, sem voru
voldugri og áttu konungsvaldið að bakjarli. Þetta, með öðru
fleira, varð til þess, að hann hafði fleira að hugsa um en
Hjalta og fleiru að sinna en elta hann og reka harma sinna
á honum.------------
En undir fjöllunum var viðureign þeirra Hjalta og lög-
manns löngum kært mntalsefni.
Alls konar kynjasögur sköpuðust um viðureign þeirra, sem
aldrei höfðu við borið.
Hjalti, sem enginn maður hafði séð um mörg ár, var
orðinn ævintýrahetja sveitarinnar. Allir vissu nú, að hann
var maðurinn á svarta hestinum, sem reið mn þvera byggð-
ina við og við, einmitt þegar menn áttu hans sizt von, aldrei
nema í náttmyrkri, og einmitt helzt, þegar veður var illt
eða ískyggilegt. Margir höfðu séð hann riða heim að Stóru-
borg. Þar kom ætíð skuggi í mannsmynd fram undan bæjar-
veggnum og hirti Brún, teymdi hann inn í hesthús, þar sem
ætíð stóð auður bás og fullur stallur handa honum. En Hjalti
hvarf inn í vegginn, þar sem enginn vissi dyra von.
En þó að margir hefðu séð hann ríða heim að Stóruborg,
hafði enginn séð, hvaðan hann kom eða hvert hann fór. Hann
kom eitthvað utan með fjöllunum, — en hvaðan? Hvað langt
utan með fjöllimum? Það vissi enginn. Menn höfðu orðið
hans varir vestur undir Núp, en enginn hafði neitt af honum
að segja þar fyrir vestan. Hann reið aldrei, þegar vel var
sporrækt, og hann reið sjaldnast götuna; en slóðir er illt að
rekja á grundunum undir Eyjafjöllum. Brúnn hans var í Fit,
en það voru engar minnstu líkur til, að Hjalti væri þar líka,
því að menn höfðu það fyrir satt, að hús hefðu verið marg-
Kennari, skólastjóri góð-
ur, þaö er nú orðið nafn-
ið aðeins.
Hve gamall er ég? Þetta
er Anna í Grænuhlíð, en
hinar eru Þuríður for-
maður, Anna frá Stóru-
borg Dísa ljósálfur,
María litla á Læk og
Sigga svarta.
Þú mátt ekki taka grím-
una mína á kvöldin.
v