Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER 1974 Theodöra Sigurðar- dóttir - Minningarorð F. 13. feb. 1894 D. 29. sept. 1974. Tóta hefur skipt um vist. Hún var einskis manns og þó allra. Að tilveru hennar og sjálfi verði á einhvern hátt ekki gerð nein við- hlítandi skil við hversdagslega mælistiku tfma og rúms er erfitt að skýra. Oft eru gerðir fólks og hegðunarmunstur skilgreind með því, að það séu börn síns tíma og út frá þvf megi að nokkru marka útlínur ævi þess og jafnvel við- horf þess til lffsins. Á þann hátt mætti segja, að við vissum tals- vert um Tótu. Á ævi sinni upp- lifði hún í raun margra alda þjóð- félagsbreytingar, svo sem aðrir samtíðarmenn hennar fæddir fyrir eða um aldamótin. En ein- mitt þegar ég hugsa til þessa sterka samkennishennarkynslóð- ar, finn ég glöggt, hversu Tóta var óvenjulegur persónuleiki. Að kveðja hana er ekki að kveðja gamla konu, heldur jafnaldra. Theodóra Sigurðardóttir fæddist að Görðum í Kolbeins- staðahreppi, dóttir hjónanna Sigurðar Guðmundssonar og Kristínar Þórðardóttur. Hún bjó á Snæfellsnesi, lengst af í Mikla- holti, eða þar til hún fluttist til Reykjavíkur með ættfólki sínu. Það var árið 1950 að hún kom að heimili foreldra minna, en þar átti hún heima síðan. Saga Theodóru verður ekki sögð hér, enda hafði sú Tóta, er ég þekkti, ætíð, á einhvern undar- lega sterkan hátt, staðið utan við allt sögulegt samhengi. Aldrei reisti Tóta bú eða eignaðist eigið heimili. Hún átti þess ekki kost að ala sjálf upp eigin dóttur sfna, Guðríði. En einmitt vegna þess, að hún var eins og ferðamaður með óljósa tíma og staðsetningu í lífi sínu, þá miðlaði hún fleirum, t Útför eiginmanns míns HERMANNS JÓNSSONAR, Yzta-Mói í Fljótum, verður gerð frá Barðskirkju laugardaginn 5. október kl. 2 síðdegis. Elin Lárusdóttir. t Elskuleg dóttir min og systir okkar GUÐFINNA SIGURÐARDÓTTIR, Laugavegi 41, lézt á Borgarspítalanum að morgni fimmtudagsins 3. október. Ástriður Jónsdóttir og systkinin. t Móðir okkar og tengdamóðir GUÐNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR. sem andaðist 28. sept., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugar- daginn 5. októberkl. 13,30. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Sigurbjörg Jósíasdóttir, Guðbjörn Jósíasson, Aðalbjörg Guðmundsdóttir. Útför föður mlns t FRIÐÞJÓFS PÁLSSONAR, frá Húsavík, ferframfrá Fossvogskirkju laugardaginn 5. októberkl. 10.30. Aðalheiður Friðþjófsdóttir. t Móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Ólafsfirði, sem búsett var að Stokkhólmum, Skagafirði, andaðist á Sjúkrahúsi Sauðárkróks aðfararnótt 3 10 1974 Jarðarförin fer fram frá Ólafs- fjarðarkirkju, miðvikudaginn 9. 10 1974kl 2 e h. Fyrir hönd ættingja, Guðm. Þengilsson og Hrefna Þiðrandadóttir. t Minningarathöfn um drengina okkar, HELGA SÍMONARSON °9 SÍMON GUNNARSSON, sem fórust með vélb. Gusti 1 ágúst sl. fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 5 október kl. 2. Þeim, sem vildu minnast hinna látnu, er bent á Slysavarnad. á Raufarhöfn, björgunarsv Viking í Hveragerðí og Hveragerðiskirkju. Minningarspjöld fást hjá Páli Michelsen Hveragerði. Guðriður Austmann. Gunnar K ristóf ersson, unnusta og systkini. kunningjahópnum, sem gjarnan safnaðist við eldhúsborðið hjá Tótu á Einimelnum, að hún væri eini sanni hippinn sem við þekkt- um. Því ekki aðeins var hún óháð gildismati sinnar kynslóðar, held- ur einnig þjóðfélagsnormum sam- tíðarinnar. Fordómaieysi hennar var óvenjulegt. Hún tók ástfóstri við fólk burtséð frá því, hvort það var henni skylt eða óskylt og hvaða skoðanir aðrir höfðu á því. Þannig eignaðist Tóta í ein- stæðingsskap sínum stærri fjöl- skyldu og meira af sannri velvild en þeir sem ekkert vilja sjá annað en það sem þeim tilheyrir. Tóta hefur kvatt okkur í bili og skipt um vist. Hún hlýjar ekki lengur hornið á Einimel og um- vefur staðinn tilvist sinni og barnslegri gjafmili. Önnur horn á öðrum heimilum standa lfka auð, því að Tóta vísiterar ekki lengur til að hella upp á könnuna og skapa rfkulega eldhús- stemmningu. Þeim fer fækkandi, sem ekki hirða um að safna um sig lífsins gæðum en gefa þess f stað sjálfa sig af gleði. Nú hellir Tóta upp á kaffikönnu annars heims, enda þar í góðum félags- skap. Þvf skulum við gleðjast, þótt við njótum ekki lengur hlýrr- ar snertingar hennar og tómlegt sé heima á Einimel. Munum, að hún kvaddi hress, nýstaðin upp frá eftirlætisiðju sinni hvert haust — að gera slátur. Ég bið Alföður að vaka yfir þeim, er eftir lifa. Blessuð sé minning Tótu. Kristfn. rfkulegar og af minni eigingirni en flestir aðrir. Fyrir mér var Tóta sannari og betri en flest annað fólk fyrir það, að hún skóp sér enga sögu I venjulegum skilningi. Heimspeki hennar var hún sjálf, gjafmildi hennar var ómeðvituð fyrir það, að enginn auður freistaði hennar utan sá er býr í mannlegum samskiptum. Hún gaf hverja krónu jafnóðum og hún.eignaðist hana, og þvf varð okkur stundum á orði f Vilhjálmur Arna- son frá Hvalnesi Fæddur 30. okt. 1898. Dáinn 9. sept. 1974. Vilhjálmur var fæddur að Vík- um á Skaga, sonur merkishjón- Faðir okkar, t JÓHANN J. KRISTJÁNSSON, f.v. héraðslæknir, Úthirð 14, Reykjavík, lézt i Landakotsspítala að morgni 3. október Haraldur Kr. Jóhannsson, Guðmund Kr. Jóhannsson, Birgir Jóh. Jóhannsson, Heimir Br. Jóhannsson, Hannes Jóhannsson, Sigrfður Hafdis Jóhannsdóttir. t Dóttir okkar og systir GUÐRÚN ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR. sem andaðist föstudaginn 27. september, verður jarðsett frá Bessa- staðakirkju, laugardaginn 5. októberkl. 14. Þeir sem hyggjast minnast hennar eru vinsamlega beðnir um að láta björgunarsveitir eða aðrar hjálparsveitir njóta þess. Sigrid Kristinsson, Guðm. Kr. Kristinsson og systkini. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför mannsins mins. föður, sonarokkar oa bróður MARKÚSAR PÁLSSONAR, Melgerði 26. Reykjavfk. Fyrir hönd aðstandenda, Sigriður Dóra Árnadóttir. t Hjartans þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRfDAR ÁRNADÓTTUR, frá Saurbæ. Jóhanna Sigurðardóttir, Ásgeir Jónsson, Sigurður Sigurðsson, Kristbjörg Jónasdóttir og barnabörn. t Þökkum af alhug alla samúð og vinsemd við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu JÓSEFlNU ANTONfU HELGADÓTTUR anna Árna Guðmundssonar tré- smíðameistara og bónda þar og önnu Tómasdóttur. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi, og vandist snemma öllum sveita- störfum eins og þau gerðust á þeim tíma. Ættmenn Vilhjálms hafa búið á ættarjörð sinni Vfkum hver fram af öðrum lengur en títt er hér- lendis. Hafa margir þeirra verið kunnir af frábærum hagleik og dugnaði. Árið 1926 kvæntist Vilhjálmur eftirlifandi konu sinni Astu Krist- mundsdóttur. Var Ásta dóttir Kristmundar Guðmundssonar bónda á Selá á Skaga og víðar og konu hans Guð- rúnar Guðmundsdóttur. Hófu þau þá búskap, fyrst á hálflendunni af Víkum, og sfðar á allri jörðinni, og bjuggu þar til ársins 1934, er þau keyptu jörðina Hvalnes á Skaga og fluttu þangað sama ár. A Hvalnesi bjuggu þau hjón til ársins 1956, en þá fluttust þau til Sauðárkróks, og þar áttu þau heima til æviloka Vilhjálms. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið og eru þau þessi: Alda, gift Agli Bjarnasyni héraðs- ráðunaut, búsett á Sauðárkróki, Petrea,gift Knúti Bjarnasyni, út- gerðarmanni, búsett í Þorláks- höfn, og Búi bóndi á Hvalnesi, kvæntur Gyðu Guðmundsdóttur. Auk þess ólu þau hjón upp tvö systkinabörn Vilhjálms: Karl Hólm kvæntan Kristínu Guðjóns- dóttur og Önnu Leósdóttur gifta Evelyn Þ. Hobbs, Helga Hobbs, Hafsteinn Guðmundsson, Guðrún Skúladóttir, Herbert GuSmundsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN KRISTJÁNSSON, Ölduslóð 6. Hafnarfirði, sem lézt I Landspitalanum miðvikudaginn 25. september, verður jarðsettur frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, laugardaginn 5. október kl. 10.30 f .h Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, er vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð Guðrúnarog Guðjóns Magnússonar. Guðbjörg Guðjónsdóttir, Guðbjörg Jóna Jónsdóttir, Hörður Magnússon, Jón M. Harðarson, Örn Harðarson. Framhald á bls. 21. t Bróðir okkar og fósturbróðir SIGURÐUR ÁRNASON frá Hemru, Laufásvegi 18. R, verður jarðsettur frá Dómkirkj- unni, mánudaginn 7. okt. kl. 1.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Þeim sem vilja minn- ast hans er bent á líknarstofn- anir. Áslaug og Árni Kr. Árnason, Guðrún Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.