Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÖBER 1974
Páll Pálsson
Söngvari
Jóhann Þórisson Ólafur H. Helg
Bassi, söngur Trommur
Lilla og Blómi
fara f skóla!
LEIKFELAG Hafnarf jaröar
var endurvakið til lífsins fyrir
einu ári og stóðu að þeirri við-
reisn nokkrir ungir leikarar
og áhugamenn um leikhús.
Fyrsta verkefni félagsins var
barnaleikritið „Sannleiksfest-
in“, sem félagsmenn L.H.
sömdu sjálfir að öllu leyti,
nema hvað þeir höfðu stuðn-
ing af gömlu ævintýri. Var
leikritið sýnt alloft f Bæjar-
bfói f Hafnarfirði og munu
undirtektir áhorfenda hafa
verið góðar, a.m.k. héldu ungu
leikararnir ótrauðir áfram og
settu á svið sænskt leikrit um
vandamál unglinga, „Leifur,
Lilla, Brúður og Blómi“ hét
það og var frumsýnt í júnf-
mánuði sl. Eftir tvær sýningar
í Hafnarfirði lagði Leikfélag
Hafnarfjarðar land undir fót
og sýndi verkið f félagsheimil-
um á Austurlandi og Norður-
landi.
Slagsfðunni lék forvitni á að
vita, hvort Leikfélag Hafnar-
f jarðar hefði lifað sumarið sól-
rfka af eða ekki, og þvf var
hringt f Þóru Lovísu Friðleifs-
dóttur, helztu driffjöðrina í
starfsemi félagsins hingað til.
Þóra hló, þegar hún heyrði
spurninguna og svaraði, að það
væri nú annað hvort. Félagið
væri nú að hefja að nýju sýn-
ingar á leikritinu um Leif,
Lillu, Brúði og Blóma, og væri
ætlunin að fara með leikritið f
skölana. Yrði fyrsta sýningin f
Menntaskólanum f Hamrahlfð
einhvern næstu daga og þang-
að yrði boðið skólastjórum, svo
að þeir gætu sagt til um það,
hvort þeir vildu fá verkið f
skóla sfna eða ekki. Sagði
Þóra, að ætlunin væri að bjóða
leikritið til sýningar börnum
allt niður f 10 ára aldur, en
ekki yngri börnum. Þá hefur
verið ákveðið að sýna verkið f
Flensborgarskóla í Hafnar-
firði og e.t.v. verða einnig sýn-
ingar f fleiri skólum þar f bæ.
Leikarar eru þcir sömu og f
sumar, þ.e. Þóra Lovfsa, Hörð-
ur Torfason, Gunnar Magnús-
son og Sigrfður Eyþórsdóttir.
Leikstjóri er Kári Halldór.
Slagsfðan spurði Þóru
Lovfsu um leikferð félagsins
út á land sl. sumar. „Ferðin
gekk ágætlega, engin óhöpp
eða neitt slfkt og veðrið var
alveg Ijómandi," sagði hún.
„En hins vegar kom þetta ekki
vel út fjárhagslega. Aðsóknin
var góð, miðað við fólksfjölda
á stöðunum, en ekki nægilega
góð til að þetta bæri sig. Ég sé
ekki, að unnt sé að fara f slfka
leikför án einhverra styrkja."
Og að lokum spurði Slagfðan
um önnur verkefni á komandi
vetri. Þóra kvað ekkert annað
verkefni verða tekið fyrir fyrr
en eftir áramót, en ætlunin
væri að taka eingöngu fyrir
fslenzk verkefni frá áramótum
og sennilega yrðu þau ný af
nálinni, þótt ekki væri hægt að
skýra frá þvf, hver þau væru
að svo komnu máli.
Nikulás Róbertsson
Píanó, saxófónn
Kjartan Eggertsson
Gítar,.söngur
Rúnar Þórisson
Gítar, söngur
DÖGG er hljómsveit sem hávaðalftið en jafnt og þétt
hefur verið að skapa sér sess f hljómsveitabransanum.
Róðurinn hcfur ekki verið sérlega auðveldur, þvf
hljómsveitin er óvenju mannmörg, og Iftið lagt
brennivfnsmúsikkina fyrir sig. En um þessar mundir
cr DÖGG eins árs gömul, og farin að sjá árangur
erfiðisins. 1 tilefni afmælisins býður hljómsveitin til
hátfðar f Tónabæ á laugardaginn, þar sem hún mun
leika stanzlaust f tvo og hálfan tfma nýtt prógramm, þ.
á m. talsvert af nýju frumsömdu efni. Gerir DÖGG ráð
fyrir að þcssi lög komi út á plötu upp úr áramótunum,
og mun Magnús Kjartansson sjá um upptökuna. Ný-
lunda er það, að DÖGG hefur látið smfða fyrir sig
sérstakt Ijósa„show“ sem vfgt verður í Tónabæ á
afmælishátfðinni. Nýlunda er það einnig, að gestir fá
sérstaka litmynd af hljómsveitinni, ásamt upplýsing-
um um hana.
Slagsíðani