Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 1
48 SIÐUR
211. tbl. 61. árg.
SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Fundur Fords
og Brezhnevs
í Vladivostock
Moskvu, 26. okt.
REUTER — AP
LEONID Zamyatin, yfir-
maður TASS fréttastof-
unnar sovézku, sagði í dag,
að þeir Gerald Ford, for-
seti Banaríkjanna, og
Leonid Brezhnev, leiðtogi
sovézka kommúnista-
flokksins, mundu hittast að
máli í Vldivostock í kring-
um 24. nóvember nk. Upp-
lýsti Zamyatin þetta í há-
degisverðarboði, sem dr.
Henry Kissinger, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna,
hélt fyrir starfsbróður sinn
Andrei Gromyko, og fleiri
sovézka gesti í bústað
bandaríska sendiherrans í
Moskvu.
Fundum Kissingers og sovézkra
ráðamanna átti að halda áfram
síðdegis i dag, en í morgun frest-
aði Kissinger fundum til þess að
geta rætt við öryggismálaráðgjafa
sfna um gagntillögur, sem lagðar
voru fram af sovézkri hálfu í gær-
kveldi varðandi viðræðurnar um
takmörkun kjarnorkuvopna. Kiss-
inger heldur til Indlands á morg-
un, sunnudag.
Það ýrði úr lofti f gær og eilftið yggldi særinn sig við Ægissfðu í
Reykjavfk þar sem Olafur K. Magnússon tók þessa mynd.
Verkuð grásleppan er horfin af spfrunum og báturinn er
komínn f naust þar sem hann mun kúra vetrarlangt með þessum
gamla kofa og hlæja með honum að vetrinum, ef svo ber undir.
Samsærí um að myrða
fimm Arabaleiðtoga?
Amman, Rabat,
26. okt. REUTER.
OHÁÐA dagblaðið „As — Sabah“
f Amman skýrir svo frá f dag, að
Hassan, konungur f Marokko,
hafi komizt að samsæri um að
ráða af dögunum fimm af ieiðtog-
um Arabarfkjanna, sem koma
saman til fundar f Rabat, höfuð-
borg Marokko, sfðdegís í dag.
Blaðið hefur þetta eftir fréttarit-
ara sfnum f Rabat og segir að
konungur hafi sagt sendiherrum
viðkomandi rfkja frá samsærinu.
Bríissel 26. okt.
Reuter.
RÁÐHERRANEFND
Efnahagsbandalagsins hef-
ur samþykkt skýrslu, sem
bendir til þess, að Bretar
greiði of mikið til banda-
langsins Er þetta talinn
ið sigur fyrir Breta og
kröfu þeirra um að framlag
þeirra til EBE verði lækk-
að. Þetta er eitt helzta atr
iðið í endurskoðun inn-
gönguskilyrða Breta, sem
Ekki hafa fengizt uppgefin nöfn
þeirra, sem átti að koma fyrir
kattarnef, en þeirra á meðal eru
sagðir þrfr leiðtogar Afrfkurfkja.
Að sögn blaðsins áttu fimmtán
manns hlut að þessu samsæri,
sem öryggislögreglan og herinn í
Marokko fengu veður af fyrir tíu
dögum. Meðal samsærismanna
eru margir útlendingar. Sagt er,
að þeir hafi allir viðurkennt að
hafa flutt til Marokko nokkuð af
vopnum, sem nota átti við morðin.
Fundur leiðtoga Arabaríkjanna
fram fer um þessar mund-
ir.
I skýrslunni kemur fram, að
miðað við núverandi ástand
myndu Bretar greiða um 22% af
fjárhagsáætlun bandalagsins árið
1980, en það ár tekur fjármögn-
unarkerfi bandalagsins gildi, en
hins vegar aðeins njóta 15% af
sameiginlegu framleiðsluverð-
mæti landanna 9. 1 skýrslunni
kemur einnig fram, að Bretar eru
ekki eina landið, sem greiðir of
mikið, heldur einnig Belgía, Hol-
land og Luxemburg. Italfa og
Irland greiða í samræmi við tekj-
urnar, en Frakkland, V-Þýzka-
land og Danmörk greiða og lítið.
tuttugu, sem hef jast á kl. 17 GMT
er hinn sjöundi. Þar munu þeir
reyna að samræma stefnu sfna og
afstöðu til þeirra vandamála, er
hrjá löndin í þessum heimshluta.
Hussein, konungur Jórdaníu, er
kominn til Rabat og er búizt við
honum á fundinn enda þótt sam-
þykkt hafi verið á fjögurra daga
fundum utanríkisráðherra land-
anna og annarra embættismanna,
er undirbjuggu leiðtogafundinn,
að frelsissamtök Palestínu-Araba,
PLO, skuli teljast eini málsvari
Palestfnu-Araba. Sömuleiðis var
samþykkt, að þeir skyldu hafa
rétt til að taka við stjórn á hverju
því landsvæði hernumdu, sem
Israelar kynnu að gefa eftir f
samningum.
Þessari ákvörðun utanríkisráð-
herranna var vísað til leiðtoga-
fundarins og er hætt við, að hún
verði erfitt og vandmeðfarið mál.
Hussein hefur hótað að hætta við
þátttöku f samningaviðræðum um
hernumdu svæðin, ef krafa PLO
hlýtur stuðning Arabaleiðtog-
anna aftur eins og á leiðtogafund-
inum f Algeirsborg fyrir ári.
Búizt er við, að átján þjóðaleið-
togar sæki fundinn. Muammar
Gaddafi frá Líbýu kemur ekki
þangað, né heldur Ahmed Hassan
A1— Bakr, forseti Iraks, en báðir
senda háttsetta menn í sinn stað.
Hassan Marokkokonungur set-
ur fundinn, sem haldinn verður i
Hilton hótelinu í Rabat. Geysi-
strangar öryggisráðstafanir hafa
verið gerðar umhverfis hótelið og
meðfram öllum leiðum, er þangað
liggja.
BRETAR GREIÐA
MIKIÐ TIL EBE
Kosið í Hesse og Bayern í dag:
Styrkleikapróf fvr-
ir sambandsstiórnina
Bonn, 26. október. Reuter.
Á MORGUN ganga ellefu milljón-
ir manna að kjörborði I Vestur-
Þýzkalandi, rúmlega fjórðungur
kjósenda þar f landi, til þess að
kjósa nýjar héraðsstjórnir f
Hesse og Bayern. Litið er á þessar
kosningar sem styrkleikapróf
fyrir sambandsstjórnina f Bonn,
undir forystu Helmuts Schmidts,
og teija fréttamenn, að skuggi
vaxandi atvinnuleysis, sem yfir
Vestur-Þjóðverjum grúfir, muni
hafa hvað mest áhrif á úrslitin.
Kosningar þessar hafa fengið
nafnið „svart og rautt“. Hesse,
sem verið hefur undir styrkri
stjórn sósíaldemókrata í aldar-
fjórðung er „rauða“ héraðið, en
Bayern, sem hefur verið í hönd-
um kristilega sósíalistasambands-
ins — CDU — svo til jafn lengi, er
„svarta" svæðið, einkum nefnt
Hóta öðru
hungur-
verkfalli
Moskvu, 26. okt. AP.
TVEIR sovézkir kvikmynda-
gerðarmenn og blaðamaður
nokkur, sem öllum hefur verið
neitað um leyfi til að flytjast frá
Sovétrfkjunum, hættu f dag tólf
daga hungurverkfalli en hafa hót-
að að hef ja annað f næsta mánuði,
taki Sovétrfkin þátt f alþjóðlegri
kvikmyndahátfð f London, sem
fyrirhuguð er 18. nóvember.
I bréfi, sem þeir hafa látið
dreifa meðal vestrænna frétta-
manna í Moskvu, segir að þeir
muni ekki hætta að berjast fyrir
rétti sínum „til að fara frá Sovét-
ríkjunum, fyrir rétti sérhvers ein-
staklings til að ákveða örlög sín
og samastað, réttinum til frelsis"
eins og þar er komizt að orði.
svo vegna áhrifa rómversk-
kaþólskra þar.
Helmut Schmidt hefur tekizt,
frá því hann tók við kanslara em-
bættinu, að draga mjög úr ugg
kjósenda vaxandi áhrif vinstri
aflanna f landinu. En í stað þess
ótta eru nú komnar áhyggjur
kjósenda út af efnahagsmálunum,
þar sem atvinnuleysi fer hratt
vaxandi og vinnudagur margra
hefur stytzt verulega.
Kjósendum brá illilega i brún á
dögunum, þegar verkalýðssam-
tökin tóku undir þær spár efna-
hagssérfræðinga stjórnarinnar,
að tala atvinnuleysingja, sem er
nú um 600.000 gæti komizt yfir
milljón í vetur.
Stjórnarflokkarnir báðir, sósíal-
demókratar og frjálsir demókrat-
ar eru sagðir búa sig undir veru-
legt tap. Þó benda skoðana-
kannanir til þess, að þeir muni
halda Hesse, enda þótt kristilegi
lýðræðisflokkurinn verði stærsti
flokkurinn þar. I Bayern er búizt
við, að CDU — sem er undir for-
ystu fyrrum fjármála- og land-
varnaráðherra V-Þýzkalands,
Franza Josefs Strauss, — auki
verulega fylgi sitt.
Dæmdur
fyrir
njósnir
Prag 26. október
V-ÞÝZKUR blaðamaður var í
dag dæmdur 110 ára fangelsi f
Prag fyrir njósnir f þágu v-
þýzku leyniþjónustunnar.
Blaðamaðurinn Wehrener
Gegen, sem er 63 ára að aldri,
viðurkenndi að hafa þegið
2500 mörk á mánuði fyrir
njósnir.
Fimm sprengingar
í hjarta Manhattan
New York, 26. okt.
AP — REUTER
FIMM sprengingar urðu f gær-
kveldi I hjarta Manhattan með
örstuttu millibili, að sögn lög-
reglu New York-borgar. Ekki er
vitað til þess, að manntjón hafi
orðið en talsverðar skemmdir
urðu á byggingum, m.a. á skrif-
stofuhúsnæði Eastern Airlines,
Banco de Ponce, Exxon og Union
Carbide. Fyrir sprengingum þess-
um virðast hafa staðið samtök
Þjóðernissinnaðra Puerto
Ricana.
Kona nokkur hringdi til
Associated Press fréttastofunnar
og skýrði frá bréfi, er hún hefði
fundið í símaklefa um hálfan ann-
an kilómetra frá þeim stað, sem
flestar sprengingarnar urðu, þ.e.
við Rockefeller Plaza og þar í
kring. Þar stóð, að hersveitir þjóð-
frelsishers Puerto Rico hafði ráð-
izt á ýmis stórfyrirtæki bandarisk
til minningar um uppreisn Puerto
Ricana gegn nýlendustjórn
Bandaríkjanna hinn 30. október
1950. Bréfið var undirritaðaf
„miðstjórn þjóðfrelsishers Puerto
Rico“. Þar sagði, jafnframt: Þess-
um sprengingum er og ætlað að
leggja áherzlu á kröfu okkar um,
að látnir verði lausir fimm póli-
tískir fangar frá Puerto Rico, en
þeir hafa lengst setið i fangelsi
allra pólitiskra fanga i Ameríku.
Siðan er krafizt sjálfstæðis
Puerto Ricos þegar í stað og sagt,
að sprengingar í stórverzlunum, í
aðalstöðvum lögreglunnar í New-
ark og víðar undirstriki það, sem
samtökin hafi haldið fram frá þvi
árið 1969, að Puerto Ricanar séu
að skipuleggja hersveitir til að
létta af sér oki bandarískrar ný-
lendukúgunar, „Við berjumst á
tveimur vígstöðvum, í Banda-
ríkjunum og í Puerto Rico.“
Mennirnir, sem samtökin hafa
krafizt, að verði látnir lausir, sitja
allir í fangelsi fyrir skotárásir og
morðtilraunir. Einn þeirra fyrir
banatilræði við Harry S. Truman
fyrrum forseta, 1. nóvember 1950
og hinir fjórir fyrir skotárás á
fulltrúadeild bandaríska þings-
ins 1. marz 1954.