Morgunblaðið - 27.10.1974, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974
Paitilla flugvöllur í Panama. Klukkan átta að
morgni. Litli biðsalurinn er fullur af fólki á
ýmsum aldri að bíða flugfars með smávélum til
bæja og þorpa — eða út í eyjar. Þær eru margar
við strendur landsins.
Ég hafði hangið þama i meira en
hálftima og var orðinn heldur
óþolinmóð. hef megnustu óbeit ð
þvf að fara snemma á fætur — og
gamlir blaðamannamagar mega
illa við þvi yfirleitt að fara tómir í
ferðalög. Stólarnir grjótharðir og
úti á miðju gólfi, svo að hvergi var
hægt að blunda við brik. Loksins
var kallað, fyrst á spænsku, síðan
ensku: „Farþegar til San Blas,
gjörið svo vel að gefa ykkur fram,
við erum tilbúnir til brottferðar."
Siðan hver tilkynningin eftir aðra.
Nú áttu allir að fara í einu.
Við tindumst að afgreiðslunni,
nokkrar syfjulegar hræður, sem
ætluðum til San Blas. heilsuðumst
og sögðum til okkar. Fornafn og
þjóðerni er venjulegast látið
nægja i svona hópi fólks, sem
hittist af tilviljun til samvista einn
dag og gerir ekki ráð fyrir að sjást
framar. Tiu farþegar. Tveir mið-
aldra karlmenn, Jack og Charles,
sýnilega vel kunnugir, þvi að þeir
skiptust á skensi i sifellu. Annar
sagðist heimamaður, hinn frá
Bandarikjunum, gamlir skóla-
bræður. „Hugsið ykkur — þetta
dettur inn um dyrnar hjá manni
einn daginn og heimtar gistingu,"
sagði Jack og Charles gaf boltann
til baka. „Mér datt ekki i hug að
þú værir orðinn svona gamall og
leiðinlegur — ella hefði ég farið á
gistihús." Mexikanskur læknir, dr.
Edvardo Rias-Mercadillo — Rias
er eftirnafn föðurins, Mercadillo
eftirnafn móður hans, þannig
notar fólk í rómönsku Ameríku
nöfn beggja foreldra sinna. Kona
hans, Viola, litil og nett -— og
fslandshvit á hörund. „Það þykir
fínt að vera hvitur i Mexico," segir
hún hlæjandi, „en ég er það nú
aðaliega vegna þess að mér líður
illa i of miklu sólskini og hef auk
þess nóg að gera inni við alla
daga. Börnin þeirra fjögur á aldr-
inum þriggja til niu ára voru hvert
öðru elskulegra og prúðara.
Helen, Ijóshærður kennari frá
Bandarikjunum og undirrituð frá
íslandi.
Rétt fyrir utan beið farkostur-
inn, tveggja hreyfla Islander og að
minnsta kosti tiu aðrar flugvélar,
eins og tveggja hreyfla. Fólkið
streymdi út úr litlu flugstöðinni og
eftir um það bil fimmtán minútur
rúlluðu vélarnar í runu eftir flug-
brautinni — og siðan i loftið hver
af annarri.
Flugmaðurinn sagði, að við yrð-
um tæpan hálftíma á leiðinni til
San Blas. Veðrið var gott og flogið
það lágt, aðvelmátti sjá landslag
og byggðina, sem varð æ strjálli er
lengra leið og skógarnir þéttust,
unz hvergi var að sjá merki búsetu
eða mannlifs. „Þetta er alger
frumskógur," sagði flugmaðurinn,
„regnskógar og óþolandi hiti
þarna niðri."
GERDU UPPREISN
GEGN STJÚRN
PANAMA
San Blas heitir einu nafni klasi
rúmlega 360 eyja i karabíska
hafinu norðaustur af Panama.
Eyjarnar teygja sig um 350 km
meðfram ströndinni allt upp að
landamærum Columbiu. Flugsam-
göngur eru daglega við
eyjuna El Porvenir og þaðan vél-
bátaferðir fyrir ferðafólk og
heimamenn til annarra eyja í klas-
anum, en þrátt fyrir langvarandi
samband við umheiminn hafa íbú-
arnir þarna varðveitt sitt forna
samfélagsform og lifsháttu svo til
óbreytt frá fomu fari og hafa full-
an hug á að halda þvi áfram.
Spuming er þó hversu lengi þeim
tekst það. eftirað þeir hafa komizt
upp á lag með að lita á ferðamenn
sem notadrjúga tekjulind.
Eyjarnar byggja svonefndir
Cuna Indiánar, sérstakur ætt-
flokkur, sem áður fyrr byggði
einnig hluta strandhéraðanna
norðaustan til í Panama. Nú eru
eyjaskeggjar sagðir um 1400 tais-
ins. Tunga þeirra nefnist chipchan
en margir tala einnig spænsku,
einkum unga fólkið, . þvi að
kennsla i skólum fer fram á þeirri
tungu jafnframt chipchan. Örfáir
Indíjánakonur í „mola“ blússum. Stúlkur fá ekki slíkan
búning fyrr en þær eru gjafvaxta. Fleiri stykki hafa
verið hengd upp til sýnis.
geta einnig bjargað sér á ensku,
sem þeir hafa yfirleitt lært af
skiptum við íerðamenn, en obbi
þeirra hsfur til skamms tima verið
frá bandaríska svæðinu umhverfis
skipaskurðinn i Panama. Þótt
margir útlendingar leggi jafnan
leið sina um Panama er landið
þeim yfirleitt einungis áfanga-
staður; þeir biða þar næstu flug-
vélar, suður eða norður, eftir þvi
hvert ferðinni er heitið. Það er
fyrst á siðustu árum, sem menn
hafa opnað augun fyrir þvi að ekki
sé svo vitlaust að hafa þar svolítið
lengri viðdvöl milli flugvéla.
Á nokkrum eyjanna i San Blas-
klasanum hefur verið komið upp
gistiaðstöðu, m.a. á eyjunni Is-
landia. Þar er hægt að leigja sér
litla kofa, sem að utan lita út
alveg eins og hýbýli eyjarskeggja,
en eru með góðum rúmum og
baðherbergjum meðfylgjandi.
Á 16. öld voru Cuna Indiánar
talsvert áhrifamiklir á þessum
slóðum. Skiptust yfirráðin þá milli
nokkurra skeleggra ættarhöfð-
ingja, sem bitust að sjálfsögðu um
eyjarnar og gerðu gjarnan strand-
högg á eyjum annarra ættflokka.
tóku þaðan fanga, sem nýttir voru
sem ódýrt vinnuafl eða hreinir
þrælar. Enn i dag ráða Cuna
Indiánar sínum „innanrikis"mál-
um algerlega sjálfir enda þótt þeir
teljist til lýðveldisins Panama.
Fyrir nokkrum árum gerðu þeir
uppreisn gegn vaxandi afskiptum
rikisstjórnarinnar og tilraunum
utanaðkomandi afla til að koll-
varpa samfélagsháttum þeirra.
Síðan hafa þeir fengið að vera í
friði að mestu leyti. Þó eru læknar
og hjúkrunarkonur send þangað
út öðru hverju á vegum rikis-
stjórnarinnar til að sjá um bólu-
setningar og almennt heilbrigðis-
„Hver maður verður að gera sitt
bezta jafnvel þótt það kosti hann
lifið."
KÓKOSHNOTIN
VÍKUR FVRIR
UOLLARANUM
Vald ættarhöfðingja Cuna
Indíána hefur frá fornu fari gengið
að erfðum og gerir enn. Þó rikir
þar ákveðið lýðræðisform með-
fram, forystumenn einstakra eyja
koma saman öðru hverju til skrafs
og ráðagerða um hin ýmsu mál-
efni eyjaskeggja og ræður þá
meirihluti iðulega ákvörðunum
ættarhöfðingjans, sem siðan sér
um framkvæmdir og samskiptin
við stjórnina i Panama. Eyja-
skeggjar hafa sitt eigið lögreglulið
og eigin dómstól og sjá sjálfir um
að framkvæma úrskurði hans.
Allar eyjarnar eru sameign ibú-
anna, enginn getur slegið eign
sinni á land og mönnum er frjálst
að taka sér búsetu hvar sem er,
nema að sjálfsögðu ekki i annarra
manna húsum. Hinsvegar eru
kókoshnetupálmarnir i eigu
einstaklinga. Kokoshnotin eraðal-
framleiðslu- og útflutningsvara og
viðskiptin mest við Colombiu,
enda þótt heita eigi bannað að
verzla þannig beint við annað ríki.
Verðgildi er gjarnan mælt í kókos-
hnetum, — að visu hefur vaxandi
snerting við bandariska ferða-
menn kennt Cuna Indiánum verð-
gildi dollarans og er hann óðum að
leysa kokoshnotina af hólmi.
Áður fyrr var nokkur málm-
vinnsla á San Blas, m.a. gull-
vinnsla. Hefur talsvert fundizt af
haglega gerðum skartgripum úr
gulli I gömlum gröfum og enn i
dag bera konur á sér allan auð
fjölskyldunnar, i gulli. Þær eru
skreyttar armböndum og eyrna-
hringjum, fingurgullum og litlum
gullklemmum, sem þær setja I
nasir sér — og er reglulega klæði-
legt.
Við flugum góðan hring yfir
eyjasvæðið áður en við lentum.
Mér tókst að telja saman einar
tuttugu eyjar, þar sem við flugum
yfir — af 360 — og minntist
umræðnanna á hafréttarráðstefn-
unni i Caracas um vandamál eyja-
klasa. Þær fengu nú allt i einu
nýtt lif i huganum; hvernig átti að
draga mörk landhelgi og auðlinda-
lögsögu slíkra ríkja; skyldu haf-
svæðin millieyjanna teljast innhöf
HUNA INDIANAR
A SAN BLAS SÓTTIR
Eftir magalendinguna á E1 Porvenir.
eftirlit — og sjúkrahús i höfuð-
borginni standa opin særðum og
sjúkum ef á þarf að halda. Þar
fyrir utan bjargast þeir við eigin
lækna, óskólagengna en margt
kunnandi i gömlum húsráðum.
Þeir sulla saman lyfjum úr ýmiss
konar jurtum og má heita að á
hverri eyju sé einhver slikur kunn-
áttumaður.
Sömuleiðis eru skólar reknir af
ríkisins hálfu á stærstu eyjunum
og börnum á San Blas skylt að
klæðast sérstökum skólabún-
ingum eins og öðrum börnum i
Panama. Á skólahúsunum mátti
sjá skilti þar sem sagði stórum
stöfum, að skyldan við föður-
landið (Panama) væri öllu æðri.
og tilheyra þeim einum og siðan
miða landhelgis- og lögsögumörk
við yztu mörk yztu eyja i klasa.
Engin furða þó þetta væri ágrein-
ingsmál, hér gat verið um að ræða
viðáttumikið hafsvæði og i hefð-
bundinni alþjóðlegri siglingaleið.
Úr lofti séð virtust þessar eyjar
hreinasta paradis. Sjórinn skipti
litum svo undurfallega við kóral-
rifin, blátt i grænt — og svo
hvitur sandurinn á svo til mann-
lausum ströndum. Pálmar og
önnur tré bærðust fyrir golunni og
grá stráþökin á kofum Indiánanna
féllu svo dæmalaust fallega inn i
umhverfið.